Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Er dýrt að vera hestamaður? ÍSLENZKI hesturinn hefur frá upphafi byggðar í landinu verið fbúum landsins samferða í lffs- baráttunni, í fyrstu sem þarfasti þjónninn, en nú sfðar sem einn þáttur í frfstundaiðju lands- manna. Það kann að ráða miklu um þann almenna áhuga á hestum, hversu lengi hann hefur verið samferða þjóðinni, og sagt hefur verið, að fáir séu þeir Is- lendingar, sem vildu varpa frá sér áhyggjum hins daglega amsturs og setjast á bak íslenzkum hesti og njóta þess að fara um íslenzka náttúru. Það er ekki margt, sem jafnast á við að heyra hófatak blandast árnið og fuglasöng í lofti. Mbl. leitaði upplýsinga um, hvað kostaði að byrja í hesta- mennsku, það er að kaupa sér hest og reiðtygi, sem hverjum hestamanni eru nauðsynleg. Eftir því sem næst verður komizt er verð reiðhesta á bilinu 80.000 til 120.000 kr., en tamdir hestar, sem ekki búa yfir sér- stökum hæfileikum.en eru þægir, eru seldir fyrir 60.000 til 80.000 kr. Verð á ótömdum 4 til 6 vetra folum, sem ekki eru sérstaklega valdir, er 50.000 til 60.000 kr. Ekki er vitað, hvað folaldaverð verður á þessu hausti, en á s.l. hausti voru óvalin folöld. seld á 15.000 til 20.000 kr. Hér hefur aðeins verið nefnt algengasta verð, en vitað er um hross, sem seld hafa verið fyrir mun hærra verð, og er þar í flestum tilfellum um úrvalsgripi að ræða, eða gripurinn á ætt sfna að rekja til þekktra kynbóta- hrossa. Við könnun á verði reiðtygja kom f ljós, að töluverður verð- munur er milli verzlana. Hjá Þor- valdi Guðjónssyni, söðlasmið, fékk blaðið þær upplýsingar, að íslenzkur hnakkur væri seldur fyrir 40.000 kr. og óvíst er, hvort það verð breytist á næstunni. Það kom fram í samtali við Þorvald, að mikil eftirspurn er eftir hnökkum til útlanda. Beizli með hringamélum og múl kosta hjá Þorvaldi 8.500 krónur. Nokkrar sportvöruverzlanir hafa á síðustu árum hafið sölu á innfluttum reiðtygjum. Blaðið leitaði til þriggja verzlana um verð á þessum vörum. Hákon Jóhannsson í verzlun- inni Sport sagði, að verzlun sín flytti inn enska og hollenzka spaðahnakka og væri verð þeirra frá 25.000 upp í 30.000. Verð beizla er á bilinu 5.000 til 6.000 krónur. Af öðrum hlutum, sem hestamenn hafa not fyrir, má nefna reiðstígvél á 1.500 krónur, reiðbuxur á 5.000 til 6.000, reið- hjálma á 1.555 krónur og keyri 500 til 700 krónur. I verzluninni Goðaborg fást spaðahnakkar á 20.000 til 30.000 kr. Verð beizla er 2.000 til 3.000 krónur. Að öðru fyrir hestamenn má nefna leðurstígvél á 8.135, reiðbuxur á 4.000 til 5.000, reið- hjálma á 1.275 krónur og keyri á 300 til 1.000 krónur. Hjá verzluninni Útilff varð fyrir svörum Bjami Svein- bjarnarson og sagði hann, að verð hnakka hjá verzluninni væri frá 30.000 upp f 50.000 kr., en þetta eru enskir hnakkar. Verð beizla er mismunandi eftir gerðum, höfuðleður með taum kostar | 3.500, hringamél frá 1.000 upp í 2.500, stengur frá 1.400 til 2.200 og múll kostar 1.200 krónur. Verð á reiðstígvélum er 1.200 til 2.350 og reiðbuxur kosta frá 2.990 og upp í 6.500 kr. Af öðrum hlutum fyrir hestamenn hjá verzluninni má nefna járningartæki, orma- lyfsbyssur og klórur. En ekki er nóg að eiga hest og reiðtygi, hesturinn þarf sitt fóður, því Ieitaði blaðið til Bergs Magnússonar, framkvæmdastjóra Hestamannafélagsins Fáks og spurði hann, hver fóðurkostnaður við hest væri. Bergur sagði, að skipta mætti árinu f tvö fóðurtímabil. Hestar væru yfirleitt hafðir á húsi mánuðina nóvember til og með maf, en þetta fer þó mikið eftir tfðarfari. Á s.l. vetri nam kostnaður við að hafa hest í hesthúsum Fáks um 3.400 krónum á mánuði. En þessi kostnaður skiptist þannig, að bás- leiga fyrir veturinn var 5.400 krónur og fóður og hirðing var 80 krónur á dag. Meðalfóðurdagar á hest voru 160 til 170. Miðað er við að gefa hverjum hesti 5 kg af heyi og 1 kg af graskögglum á dag og 1 kg af hesthöfrum í 2 til 3 mánuði. Líkur er fyrir, að fóðurkostnaður hækki nokkuð í vetur, t.d. hefur heyverð hækkað um helming og f óðurbætir hækkar stöðugt. Á öðrum tíma ársins eru hestar hafðir f haga. Beit hjá Fáki kostaði í sumar 700 krónur á mánuði og er þá miðað við, að smalað sé í stórum girðingum, en í þeim minni eru réttir, þannig að hver og einn geti haft hönd á hesti sínum. Mikið hefur á undanförnum árum verið byggt af sjálfshirð- ingarhesthúsum og hirða hesta- menn þar sjálfir hesta sfna og njóta þess að umgangast þá. Því miður liggur ekki fyrir, hvað kosti að hafa hest í slíkum húsum, því mjög er mismunandi, hvað menn telja sér til kostnaðar. Nauðsynlegur liður i hestahaldi eru járningar, en gera má ráð fyrir, að járna þurfi hest 4 til 5 sinnum á ári. Kostnaður við að járna hest er 700 krónur, en gangurinn af skeifum kostar 750 krónur. Ekki er hér dregin saman nein niðurstaða, þvf að möguleikarnir eru margir, og geta menn nú lagt saman, hver fyrir sig. Garöhellur Brotsteinar Fyrirliygjandi ma Hellur 40x40, 20x40. 50x50. 25x50. fiðnldishellur, 2 gerðir sexkanta, troppusteinar, kantstemar. brotsteinar í vegghleðslur og brunnhleðslustemar Ennfremur 2 gerðir af 40x40 rákuðum i 1 0 cm reiti (Austurstrætishellur) Opið virka daga 8 —19 og laugardaga 14—1 6.30 a.m.k. Tjelluval Hafnarbraut 1 5 ^ Kópavogi Sími42715 ■ (Yzt á Kársnesinu) SAAB99 Árgerðir 1975 hinna ýmsu bílategunda streyma nú til landsins og leit undirritaður á einn slikan nýverið. Hér er um að ræða Saab 99. Bíllinn kostar nú eftir hækkanir um kr. 11 50 þúsund með teppi, klukku, framsætum m. háu baki og krómlistum kring um rúður. Vissulega mikil hækk- un en Fiat 127 kostar líka yfir kr. 500 þúsund . . . Saab 99 hefur ekki breytt um útlit en ýmsar smábreyt- ingar hafa verið gerðar til að nýjasta árgerð hafi eitthvað framyfir þá næstu á undan. Vélin sem er fjögurra strokka og drífur framhjólin hefur nú 5 hestöflum meiri kraft en áður, semsagt 110 hestöfl (SAE). Bíllinn vegur tómur 1200 kg. Viðbragðið er um 14 sekúndur frá 0—100 km/klst og er hámarkshrað- inn yfir 1 60 km/klst. Bensín- eyðslan er aðeins um 9— 1 0 1/100 km. Bensíngeymirinn tekur 55 lítra. Fullur tankur kostar þannig 2640 kr. (48 kr/lítrinn), og á honum má aka næstum 600 km, sem er ágætt. Saab 99 hefur diska- bremsur á öllum hjólum, stærri diska en áður, tvöfalt bremsukerfi og handbremsu sem virkar á framhjólin beint á diskana og er sjálfvirk úti- hersla á handbremsunni. Gæti ekki verið öruggara? — Svo vildi hins vegar til er undirritaður reyndi splúnku- nýjan bílinn og hafði keyrt nokkra stund með þessar fínu bremsur, að bremsu- pedalinn fór alveg mótstöðu- laust niður í gólf. Hand- bremsan var sem betur fer í góðu lagi og stöðvaði bílinn örugglega. í Ijós kom að splitti, sem heldur pedal- anum hafði dottið úr og í slíku tilfelli er lítið gagn að tvöföldu bremsukerfi. En þetta er óvenjuleg bilun og hverfandi líkur á endurtekn- ingu. — Bremsurnar eru annars mjög góðar. Bíllinn var áður nokkuð þungur í stýri eins og verða vill með framdrifna bíla, en nú hefur stýringin verið létt til muna. Þeir, sem vilja, eiga samt kost á vökvastýri. Bíllinn gekk fremur óreglu- lega meðan hann var kaldur á handstýrðu innsoginu, en hann hitnar fljótt og gengur þá vel. Svisslykilinn er ekki hægt að taka úr nema bíllinn sé í afturábakgír og virðist það fremur óþægilegt í fyrstu, en venst. Þetta kemur í stað stýrislæsingar. Sviss- inn er niðri á milli framsæt- anna, en ekki í mælaborðinu eða á stýrisstöng, eins og algengast er. Hitastrengir eru ekki í afturrúðu, en i stað þeirra er öflugur blástur á rúðuna, sem er stjórnað með Saab 99 tökkum á milli framsætanna. Miðstöðin er góð, tveggja hraða en með hávaðasömum blásara. Það er merkilegt hvað bifreiðaframleiðendum virðist erfitt að setja hljóð- látar miðstöðvar í bíla sína. Að öðru leyti er Saabinn hljóðlátur. Krafturinn er góður og bíll- inn er þægilegur í akstri og liggur mjög vel; þó er hann nokkuð hastur í miklum holum, a.m.k. meðan hann er nýr. Framhjóladrifið er væntanlega mesti kostur hans. Gírskipting er nokkuð þung, en ekki stirð. Sætin eru þægileg, sér- staklega framsætin með háu bökunum. Áklæðið er úr einhvers konar nælon- blöndu, sem hefur þann kost að þola neista eða jafnvel sígarettuglóð án þess að á sjái. Útsýni úr Saab 99 er mjög gott, sérlega fyrir öku- mann, þar sem vélarhlífin hallar fram á við og framrúð- an er mjög stór og glugga- póstar litlir. Bíllinn er vel bólstraður að innan og með öryggisstuðurum, sem raunar hafa verið frá 1971. Rúllubelti eru I bílnum bæði frammí og afturí, sem að eru mikil þægindi. Stjórntækjum er mjög vel fyrir komið og sést vel á þau. Umboðið hefur Sveinn Björnsson og Co., Skeifunni 1. br.h. Bremsustilling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.