Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 20
Á niðdimmum nóttum undir tárvotum trjám, með einstök ormétin blöð á kolsvörtum, kræklóttum greinum, hef eg reikað með sólina brennandi í brjósti, dimmrauða haustsól-------- hjarta mitt var eins og rúbínbikar fylltur ilmandi og áfengu víni. Eg hef vaknað til lífsins, og lífið var dimmrauður draumur kuldans og þokunnar, — sjúkur og seiðandi draumur. Eg stóð eins og hnúkur, með frosinn fannblett að norðan og gróandi grastó að sunnan. Annars urð og möl. Og mér var sagt, að þetta væri að lifa. En eg átti djúpar rætur í jörðu, og innan úr hjarta mér kom eldurinn, gjósandi eldur, sem bræddi snjóinn og brenndi grasið og drekkti grjótinu í glóðum. Síðan hef eg gengið sömu vegi, vor og sumar, vetur og haust. En sólin var horfin.--- Mánans frostkalda, fölva sigð hefur saxað hjarta mitt í hundrað parta, og eg fann dofa í sárunum, en engan sviða. Kulnaður gígur! Grasið vex aftur að sunnan, og snjórinn leggst I slakkann að norðan. ÚR SÖGUNNI LOGNÖLDUR 1909— 1910 AÐ LEIÐARLOKUM Haustkvöld árið 1937 knúði unglingspiltur dyra ð Baldurs- götu 33. Húsrððendur, Sigurður Nordal og Ólöf kona hans, tóku þessum fáráða sveitadreng með virktum, og þar tókst vinátta, sem aldrei bar skugga á síðan. Sigurður Nordal er nú hniginn í valinn i hárri elli. Langur og merkilegur æviferill verður hér ekki rakinn, en örfá þakkarorð til vinar míns og velgjörðamanns langar mig að fylgi honum að leiðarlokum. Hús Sigurðar Nordals stóð mér opið öll min háskólaár og æ siðan, og ég undraðist oft með sjálfum mér, hversu örlátur hann var á tima sinn við svo óráðinn mann. Kennsiustundir hans eru mér mjög minnisstæðar, en hverfa þó i skuggann af einkasamræðum okkar, og þeirri handleiðslu, sem hann veitti mér, slík sem hún var. Löngu síðar varð mér fullljóst, hversu leiðsögn hans var mér Ijúf og jafnframt nákvæm og viturleg. Ekki var Iðtið sitja við að þræða koppagötur fræð- anna, hinn þrönga hring námsefnisins. en oftar farnar ótroðn- ar slóðir og óspart ausið af brunni þekkingar um hin margvís- legustu efni. Sigurður Nordal hefði vissulega orðið afreksmað- ur á hverju þvi sviði, sem hann hefði kjörið sér. Ekki skal þvi gleymt. hversu fundvis hann var á heppilegar leiðir til þess að ég gæti séð mér farborða á námsárunum og öðlast um leið nokkra þekkingu á ýmsum sviðum. I þá daga var slíkt meira virði en menn fá nú skilið. Fræðirit og skáldverk Sigurðar Nordals eru annarsstaðar talin og tiunduð. Það laukst ekki upp fyrir mér til fulls fyrr en ég fór að kenna fræðigrein hans, hvílík spor þessi maður hefur markað í sögu islenzkra fræða og bókmennta. En það er skemmst af að segja, að torfundin munu þau viðfangsefni meiri háttar i þeirri grein, að hann hafi ekki rutt þar veginn eða um þau fjallað til muna. Timinn liður. Siðustu samfundir okkar urðu á sjúkrahúsi fyrir nokkrum vikum. Við áttum stutta, en skemmtilega samræðustund, og mig grunaði ekki hversu tæpt hann stóð á bakka þeirrar miklu óminniselfar, sem allra bíður. Með söknuði finn ég, að enn hafa dyr lokast. Sigurður tekur ekki framar á móti mér á Baldursgötunni með sinu hlýja brosi. Við sitjum ekki lengur undir Þingvallamyndinni hans Ásgríms og spjöllum um fornt og nýtt, menn og málefni og undur tilverunnar. Ekki förum við fleiri gönguferðir né heldur þær, sem við fórum aðeins i huganum. Allt mun þó lifa með nokkrum hætti. Það var okkartrú. Gott er þeim, sem vel hefur lifað, og fóstra mins og fræðara mun ég ætið minnast, er ég heyri góðs manns getið. Andrés Björnsson SIGURÐUR NORDAL: SÓLARLAG Einni unni eg meyjunni, meðan það var. Nú er sú ástin aska og útbrunnið skar. Nú er sú ástin aska, sem áður vermdi lund eins og júnísól I heiði um hádegisstund. Sól varstu og þíðvindi þungbúnu geði, ylur minn, ljós mitt, líf mitt og gleði. Svo hættirðu að vinna á hretskýjunum svörtu. Svona fer þeim öllum, sólunum mínum björtu. Svona fer þeim öllum, þótt í suðri hafi þær völd. Dagurinn þeirra á sér áður en varir kvöld. Þú hvarfst mér í norðri, það húmar að kveldi. Á morgun fer önnur úr suðri um sál mína eldi. ÚRRITUM fer ekki eftir fjölda og veldi. Gyðing- ar voru undirokuð smáþjóð á dögum Krists, Aþena sigrað smáríki á dög- um Aristótelesar. Getur ekki verið hollt fyrir stórþjóðir, sem kunna ekki að efast um ágæti sitt, að spyrja sjálfar sig, hvort þær leggi að stærðarinnar skapi til sannrar heims- menningar, hvort veraldarsagan sé alltaf um þá menn, sem eru mestir og beztir í raun og veru, eða gefi oft meiri gaum að ribböldum og stiga- mönnum, sem komizt hafa til ómak- legrar tignar og valda? En þótt skeyta mætti skapi sinu á þröngsýni stórþjóðanna með slikri gagnsókn, var það ekki nóg. Ef það átti að verða Islendingum til nokkurs framdráttar. þurfti að sýna fram á, að þekking á þeim ætti sér eitthvert sjálfgildi, úr þvi að venjugildið var ekki viðurkennt. Hvað höfðu þeir að selja i sumblið? Fornbókmenntirnar voru óbrigðul- ar að vekja athygli og aðdáun alls konar manna, jafnvel i ófullkominni endursögn á erlendu máli. Oft hef eg sagt Hrafnkötlu, Auðunar þátt og söguna af kristnitökunni, og ætíð ' hafa menn viljað heyra meira af sliku. Orðið „saga" er alþjóðlegt heiti, sem flestir þekkja, en ekki nema hljóm- inn af því. Algengt er, að enskumælandi menn haldi, að sögur séu i Ijóðum og sungnar. En komist þeir f kynni við lifandi sýnishorn af islenzkum fornsögum, þótt ekki sé nema litið ágrip, nær það undir eins furðulegum tökum á þeim. Samt gat Íslendingurinn ekki unað við þetta né numið þarstaðar. f huga þjóðarinnar heima fyrir var enn að visu allrikt að miklast af fornöldinni. Þó var tviskinnungur i þeirri til- finningu, samanburður við horfna frægð var þar sumum lika þyrnir i holdinu Erlendis urðu landar stund- um broslegir fyrir að gefa sifelldar ávisanir á sjö hundruð ára gömul afrek. Hróður feðranna var þar stundum nefndur niðjunum til lítils sóma. Því mátti að visu taka með jafnaðargeði, er danskt smábiað hélt þvi fram, að allar ættir frjálsra manna hefðu murkazt niður i orust- um og brennum Sturlungaaldar, en þrælakynið eitt lifað af. En þegar beztu vini vor, eins og Andreas Heusler, hálfhryllti við að koma til íslands vegna „framfara" nútíma'ns, átti eg bágt með að þola þeim það. í hverju var þá fólgið ágæti siðari alda, niðurlægingartima einokunar- innar, nútíðarinnar sjálfrar? Og væri það nokkuð, hvernig átti að gera útlendingum það skiljanlegt, láta þá taka það trúanlegt? Forspjall. fslenzk menning, 1942. Hvers vegna stunda menn sagn- fræði? Þessari spurningu hafa aðrar þjóðir velt meir fyrir sér en íslend- ingar, og svörin eru margvísleg. Það er gamalt orðtæki, að sagan sé skóli stjórnmálamanna. Reynslan virðist samt sýna, að sú vizkuveig sé þá annaðhvort illt öl eða illa drukkið. Niðurstöður sagnfræðinnar eru óneitanlega á reiki. Þau lögmál, sem af henni eru leidd. jafnast aldrei við náttúrulögmál, sem gilda jafnt fyrir fortið og framtið. Þess vegna er hæpið að kalla sagnfræðina visindi, hætt við, að það bæði trufli skil- greiningu hugtaksins „visinda" og leiði sagnfræðina sjálfa á glapstigu. Að visu breytist ekki fortiðin sjálf. KVEÐJA TIL SIGURÐARNORDALS Þú hverfur oss eigi í hljótt skugganna ríki því ættjörðin, vor móðir þitt yfirbragðsmikla nafn mun skrá í dagsljósið og djúp sögunnar strauma — þitt heiðsvala nafn en hjúpa það ekki í drauma. Sem vegstjarna það vakir þar með ljóma og leit vorri beinir á brautirnar heim: til íslands og lífsins leyndarfullu dóma. Dr. Sigurður Nordal í skrifstofu sinni, Rauða herberginu, heima á Baldurs- götu. Ein síðasta myndin. Með vinum (Mörtu Thors og Ragnari í Smára) og barna- börnum. Myndin er tekin vorið 1973 að heimili dr. Jóhannesar Nordals. En þekkingin á henni er i molum, og því má skilja hana á ýmsa lund. Hver kynslóð litur á hana sínum augum, hver stjórnmálaflokkur, trúarflokkur eða einstaklingur getur valið úr henni og skýrt hana eftir vil sinni og dul. I baráttu sinni leita menn þar einatt' liðveizlu, skipa fylkingum framliðinna nauðugum viljugum undir merki sitt. Þvi verða stundum þau hausavixl, að hlutdrægir stjórn- málamenn umskapa fortiðina i eigin mynd i stað þess að læra af henni. Sagan getur bæði orkað á til- finningar manna og brýnt vilja þeirra. Ræktarsemi við land og þjóð leitar þar svölunar og glæðist við. Sagan á mikinn þátt i að auka ætt- jarðarást, viðnámsþrótt og metnað. Allt þetta þekkja Islendingar mæta vel. Fleira hefur þar áhrif en frægð og gengi liðinna alda. Hannes Finns- son samdi eitt merkasta sögurit vort frá siðari öldum: Um mannfækkun af hallærum —, i þeim tilgangi að stappa stálinu i þjóðina eftir Móðu- harðindin. Efni þess er að mestu ömurleg skýrsla um hörmungar fyrri tima. En samt var það lögeggjan: Allt þetta hefur þjóðstofninn lifað af. Eig- um vér þá að láta hugfallast? í minningunni geta raunir for- feðranna hitað niðjunum i hamsi engu siður en framinn. þótt með öðrum hætti sé. En mikið verður hér jafnan undir þvi komið, hvernig frá er sagt. „Þjóðir, sem hafa átt sér sögu, deyja ekki," sagði norski sagnaritarinn Ernst Sars. Auðsjáan- lega miðar hann sérstaklega við Sigurður N( ursdoktor v ann í Leeds. Sigurður N það leyti, varði doki ina um C helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.