Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 r i fólk — fólk — fólk — fólk L Á Fjöldi lamba með mesta móti í ár í síðustu viku var mikil um- ferð bænda innan úr Svarfaðar- dal og Árskógsströnd til Dalvík- ur, enda var slátrun þá í f ullum gangi. Hver vörubflsfarm- urinn af jarmandi lömbum fylgdi öðrum inn í gegnum þorpið að sláturhúsinu. Fremur var farið að kólna á Norður- landi og því voru lömbin vel feit og stór. fesin að komast inn fyrir, enda höfðu þau vfst litla hugmynd um hvert yrði framlag þeirra til þjóðarfram- leiðslunnar. í sláturhúsinu hittum við þá Kristínn Guðlaugsson, slátur- hússtjóra og Jóhannes Haralds- son, skrifstofustjóra, Kristinn sagði, að slátrun hefði byrjað 16. september og slátrað yrði um 12.060 lömbum. „Hér starfa 56 manns við slátrun," sagði Kristinn, sem er nýtekinn við starfi sláturhús- stjóra, en áður var hann verk- stjóri, fyrst hjá Dalvíkurhreppi og síðan kaupfélaginu. „Slátr- un mun standa í viku, en við slátrum fyrir bændur úr Svarf- aðardal og Árskógsströnd inn að Arnarneshreppi. Reyndar kom til greina, að við slátruðum fyrir Ölafsfirðinga lika, en það varð úr, að húsið hjá þeim yrði lagfært, svo að þeir gátu séð um sína slátrun sjálfir. Hjá okkur hefur líka verið gerð breyting. Húsið þótti ekki nógu gott til að hægt væri að flytja út kjöt héðan. t sumar voru þess vegna gerðar endur- bætur, svo nú ættum við að geta uppfyllt allar kröfur.“ Kristinn sagði, að kjötið væri sent til Ákureyrar og sama væri um gærurnar, eftir að þær hafa verið saltaðar. „Ég hef starfað við sláturhús- ið í 30 ár,“ sagði Jóhannes, „og unnið hér öll störf.“ Aðspurður sagði Jóhannes, að fyrsta sláturhús á Dalvfk hefði tekið til starfa árið 1913. „Slátrun hefur breytzt mikið síðan ég man fyrst eftir,“ sagði Jóhannes. „Þetta er þriðja sláturhúsið hérna og því hefur sjálfu verið breytt mikið und- anfarin tvö ár, eftir því sem kröfur um hreinlæti hafa orðið strangari." Um fjölda sláturlamba sögðu þeir Kristinn og Jóhannes, að hann væri með mesta móti í ár. „Það hefur verið öldugangur í þessu, en undanfarin sumur hafa bændur látið fleira lifa en venjulega." Þá sögðu. þeir, að stærð dilka væri nú vel í meðal- lagi.“ Pje Skrokkarnir fláðir og innyflin rifin úr. Jóhannes Haraldsson og Kristinn Guðlaugsson við nýju skrokkana. Georg Viðar: Kerfíð og utan- garðsmennirnir Er Samhjálp hvítasunnumanna keypti húseignina Hlaðgerðarkot í Mosfellssveit, varð stórkostleg breyting til batnaðar fyrir starf- semina, sem þá hafði farið fram f bflskúr við Sogaveginn f 2 ár. Þrátt fyrir þá staðreynd, að þangað leitaði margur útigangs- maður, og fékk að liggja, og marg- ur hungraður fengi þar mat, og sjúkir lyf, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að frá sjónarmiði heilbrigðisyfirvalda hefði það án vafa þótt óleyfileg aðstaða. Við nefnilega lifum f landi þar sem menn eiga að hafa leyfi til að mega gefa hungruðum mat, og lofa utangarðsmönnum að sofa, eða gefa sjúkum lyf. Aldrei var ég samt ónáðaður af hinum ótal mörgu og fínu embættis- mönnum þessa bæjar, með sína stimpla og pappírsvesen, ef frá er dreginn einn, er var svo elsku- legur að koma og bjóðast til að taka lögtak í mínum fábreyttu innanstokksmunum. Óhætt mun þó að fullyrða, að enginn bilskúr á landi voru hafi hlotið meiri um- tal og auglýsingu, ekki vegna skúrsins sjálfs, heldur þess starf s, sem þar fór fram. Þangað leituðu nefnilega margir þegnar þessa velferðarrikis, og fengu andlega og líkamlega aðhlynningu, sem hveigi var annars staðar að fá. Þangað kom margur svefnvana og hungraður útigangsmaður, og fékk mat f maga og svefnpláss, og f mörgum tilvikum lyf og fatnað. Reyndar veit ég, að pappfrsmenn kerfisins hefðu þótt ótækt að rúmið var oft ekki annað en teppi á gólfi eða ef betur stóð á, svefn- poki á rúmbálk. Veit ég eftir glfmu mína við menn kerfisins, að þeir hefðu aldrei gefið mér góð- kenningarstimpil fyrir aðstöðuna f skúrnum góða, hefði ég um það sótt. Fremur ætti að lofa utan- garðsmönnum úti að sofa og éta, en láta þá hírast í bílskúr, er ekki nyti réttinda kerfisins. Takmark Samhjálpar hefur verið frá byrjun að veita hungruðum mat, húsnæðislausum skjól, íatalausum fatnað, veita sjúkum lyf og læknisþjónustu, að ógleymdri hinni andlegu fæðu frá orði Guðs, ritningunni. Með öðr- um orðum, andleg og líkamleg endurhæfing. Árangur af viðleitni þessari hefur verið mjög góður. I Hlaðgerðarkoti, sem var í eigu Mæðrastyrksnefndar hefur í ára- tugi verið rekið líknar- og mannúðarstarf. Þar fengu þreytt- ar mæður ásamt börnum sfnum hvíld og endurnæringu. Síðustu 10 ár rak Reykjavíkurborg þar skóla fyrir börn, er orðið höfðu eftir í skóla af ýmsum orsökum. Aðeins örfáum dögum eftir að Reykjavíkurborg flytur út flytja Samhjálparmenn inn og hefja sitt starf í sama dúr og áður, nema hvað aðstaðan bauð uppá miklu fullkomnari þjónustu. Hinn 10. júní kom fyrsti skjólstæðingur þangað, piltur, er var að losna af Litlahrauni daginn áður. Og upp frá því tók að rigna yfir beiðnum og óskum um hjálp, frá mönnum er hvergi áttu athvarf að sofa í nema í yfirgefnum togara, bfl eða stigagangi, eða jafnvel á bekk í almenningsgarði, ef lögreglan ekki hafði aðstöðu til að stinga viðkomandi inn. En þótt svefn sé nauðsynlegur, þarf meira til, og kannski getur þú lesandi minn giskað á hve matseðillinn á áður- nefndum stöðum er fjölbreyttur. í bílskúrnum góða gilti sú regla, að meðan til var húsrúm, var mönnum boðið inn, matur og drykkur veittur, og lyf ef til þurfti, ásamt því sem best er: Bæn og orð frá Heilagri ritningu. í öll þau ár, er Mæðrastyrksnefnd rak hér hvíldarheimili, að ógleymdum þeim 10 árum, er borgin rekur hér skóla, hefur hús- ið notið allra þeirra stimpla og viðurkenningar, er þurft hefur, enda húsið í alla staði vel úr garði gert til slíkra nota. En nú byrja allt í einu vandræði að steðja að, er ekki þekktust í bílskúrnum góða. Eftir að læknir og heilbrigðis- nefnd hefur skoðað húsakynni, koma allt í einu svo stórkostlegir gallar á húsinu í ljós, að furðulegt er, að hér skuli hundruð manna hafa dvalist og lifað af, og það með leyfi læknis og heilbrigðis- nefndar. Sem sagt, þótt Reykja- víkurborg með allt sitt hreinlæti og góðkenningarstimpla hafi getað notað húsið fyrir unglings- börn, þarf að gera margar kostnaðarsamar breytingar til að það megi lofa mönnum, sem 1 sumum tilvikum hafa ekki komið í rúm í marga mánuði, og látið sér duga að halla sér á bekk í almenningsgarði eða tómu bfl- ræksni, að eiga athvarf um stundarsakir. Margur maðurinn, er kemur af hinum fullkomnu bælum og fangelsum ríkisins, og eru útskrifaðir beint á götuna, hafa verið stoppaðir áður en leiðin lá í rennusteininn aftur, og boðið vist 1 Hlaðgerðarkoti meðan viðkomandi er að leita sér at- vinnu og húsnæðis. Þegar það er fundið, er fyrst hægt að búast við, að maðurinn geti orðið nýtur þegn að nýju. Og takmark Sam- hjálpar er að hjálpa ólánsfólki, sem lent hefur útaf lífssporinu, og leiða það að nýju inná rétt spor, og gjöra það þannig að nýt- um þegnum. Sem dæmi um aðfinnslu má nefna til gamans, að teikningar, er fylgdu húsinu, og hafa þótt nógu góðar fyrir Reykjavíkurborg, eru nú, er Sam- hjálp flytur inn með utangarðs- menn hins íslenska velferðar- þjóðfélags, ófullnægjandi og fást ekki viðurkenndar. Það þarf víst engan speking til að sjá hvað er hér á bak við, enda líka stutt að minnast svipaðs atviks er Klepps- spítali keypti hús í fínu hverfi í Reykjavík, en nágrannamir töldu sig of ffna að búa í námunda við slíktfólk. Strax og Samhjálp eignaðist Hlaðgerðarkot, rigndi yfir okkur beiðnum frá mönnum er voru f neyð og áttu ekkert heimili; en þráðu það en gátu ekki, því skjól- stæðingar Samhjálpar eru flestir menn, sem eru þrælar eiturs, er hið íslenska ríki hefur einkaleyfi á að selja og dreifa, og heitir áfengi. Ef ég hitti sveltandi mann, er biður mig um brauð, gef ég honum það ef ég á það til. Hið sama gildir um húsnæði. Ég hefi í rúm 2 ár hýst menn, er ég vissi, að hvergi áttu heima, vegna þess, að Guð hefur kallað mig til þjónustu við sig, og ég hlýði honum fremur en pappírsapparatinu með stimpl- um sínum og silkihúfuvinnu- brögðum. Heilög ritning segir, að framar beri að hlýða Guði en mönnum, og ég held mig við ritn- inguna en ekki kerfið. Og nú þeg- ar Drottinn hefur opnað mér margfalt betri möguleika en ég hafði f bflskúrnum til að hjálpa hinum mörgu útigangsmönnum þessa velferðarþjóðfélags, sem þurfa að ráfa um götur og stræti, kaldir og svangir, þá ætla ég að nýta aðstöðuna, þótt það hjartalag mitt samrýmist ekki vilja nábúa minna. Og þótt heilbrigðisfulltrúi hafi hótað að koma og loka heim- ili mínu með fógetavaldi, og héraðslæknir hafi neitað að veita okkur læknisþjónustu, veit ég, að Guð mun blessa starfið í Hlað- gerðarkoti. Margur tekur sér penna í hönd og ritar langlokur um rónana, sem séu allstaðar til ama og leið- inda, og eitthvað verði að gera. Nú hefur það verið markmið Sam- hjálpar að fækka slíkum óláns- mönnum, og gengið vel. En hvað gera hinir pennaglöðu meir en að skrifa um ástandið. Fram til þessa hefurreksturSamhjálpar rúllað á frjálsum framlögum er góðhjart- aður almenningur hefur af hendi látið rakna. Aðallega hefur þó verið gengið í vasa hvítasunnu- manna, auk þess hafa hlutaveltur og happdrætti lyft starfinu upp. Og nú bætist við reksturinn af- borgun á stóru húsi, og hvað skal þá gera. I meir en þrjá mánuði hefur verið stritað við hið opin- bera, en lítill árangur sést. Margir skjólstæðingar Samhjálpar voru daglegir gestir á biðstofu Félags- málastofnunarinnar, en nú eru þeir sumir komnir í atvinnu, eða á leið útí atvinnulffið, þótt um 100% sigur sé ekki að ræða. Þrátt fyrir beiðnir, hefur ekki verið möguleiki fyrir Samhjálp að fá styrk fyrir þá sem sátu þar daglega og fengu aura sem að sjálfsögðu fóru beint í áfengi í flestum tilfellum. Með öðrum orð- um, það virðist ganga betur fyrir þá sjálfa að fá aúr sem sfðan fer í áfengi en fyrir Samhjálp að fá fyrir mat ofan í þá. Nú sem stendur er því unnið að því að koma vistmönnum Hlað- gerðarkots útí atvinnulífið eftir því sem hægt er. Hina, sem verið hafa fastagestir Framfærsluskrif- Framhald á bls. 37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.