Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 5. einvígisskákin — Guðmundur Framhald af bls. 40 taka þátt í 16 manna móti í Hollandi í janúar n.k., en það verður ekki eins sterkt. Annað hef ég ekki ákveðið í augnablik- inu, en ég hef fengið boð um að taka þátt í skákmótinu á Costa Brava að ári liðnu, en það er alltof snemmt að tala um það nú.“ Guðmundur mun nú hvíla sig eftir skákmótið á Spáni, en brátt tekur hann til við æfingar fyrir mótið í Tiflisi. Hann sagð- ist ætla að helga sig skákinni áfram, a.m.k. út næsta ár, enda þótt það gæfi ekki eins mikið í aðra hönd og lögfræðin. FIMMTU einvígisskák þeirra Karpovs og Kortsnojs lauk í Moskvu í gærkvöldi, eftir að hún hafði farið í bið. Skákin hófst með enskum leik, eins og L og 3. skák- in, er tefldist þó fljótt yfir í drottningarindverska vörn. Sfðan kom upp staða, sem um flest er einkennandi fyrir Benónf-byrjun. Kortsnoj stóð betur lengst af og þegar skákin fór í bið voru sér- fræðingar sammála um, að staða hans væri betri, þótt fæstir þyrðu að spá honum sigri afdráttarlaust. Skömmu eftir að tekið var til við skákina að nýju vann Kortsnoj skiptamun, en ítrekaðar vinnings- tilraunir hans strönduðu á öruggri vörn Karpovs og eftir að leiknir höfðu verið 67 leikir blasti jafnteflið við. Skákin fer nú hér á eftir: Hvftt: V. Kortsnoj. Svart: A. Karpov. Drottningarindversk vörn. I. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf 3 — b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6. d4 — o-o, 7. Dc2 — c5, 8. d5 — exd5, 9. Rg5 — g6, 10. Ddl —d6, II. o-o — Ra6, 12. cxd5 — Rc7, 13. a3 — Rd7, 14. Rf3 — Bf6, 15. e4 — b5, 16. Bf4 — Rb6, 17. Hel — a5, 18. Dc2 — Bg7, 19. Hadl — b4, 20. Rbl — Ba6, 21. h4 — He8, 22. Bg5 — Dd7, 23. Kh2 — bxa3, 24. Rxa3 — Da4, 25. e5 — Bf8, 26. Dxa4 — Rxa4, 27. exd6 — Bxd6, 28. Bcl — Hab8, 29. Rd2 — Be2, 30. Rdc4 — Bxdl, 31. Hxdl — Hed8, 32. Rxd6 — Hxd6, 33. Rc4 — Hf6, 34. Bf4 — Hxf4, 35. gxf4 — Rxb2, 36. Hbl — a4, 37. d6 — Re6, 38. Bd5 — a3, 39. Rxa3 — Rxf4, 40. Bf3 — Hb4, 41. d7 (bið- leikurinn) — Re6, 42. Rc2 — Hb8, 43. Re3 — Kf8, 44. Rc4 — Hb4, 45. Bd5 — Hxc4, 46. Bxe6 — Ke7, 47. Bxc4 — Rxc4, 48. Hdl — Kd8, 49. Kg3 — Re5, 50. Kf4 — Rxd7, 51. Kg5 — Ke7, 52. Kh6 — Re5, 53. Kxh7 — Rf3, 54. Hhl — Ke6, 55. Kg7 — c4, 56. Hh3 — Re5, 57. Ha3 — Kf5, 58. Hc3 — Ke4, 59. Hcl — Kd4, 60. f4 — Rd3, 61. Hfl — Ke4, 62. f5 — Re5, 63. Kf6 — Rg4, 64. Kg5 — Re3, 65. fxg6 — fxg6, 66. Hcl — Kd3, 67. Kxg6 — Rg2, og hér sömdu keppendur um jafntefii. Siglufjörður; Haugasjór Siglufirði 26.sept. EG HRINGDI síðdegis út á Sauðanes hérna utan Siglu- fjarðar og þá voru þar 8—9 vindsti^ norðanhríð og hauga- sjór. — Matthfas. ÚR lUIVMDR. SIGVRÐAR NORDALS Ef dæma skal um feril Snorra I heild sinni, verða rit hans þyngst á metunum. Þar fann hann það tak- mark, sem var meira en eigin met- orð, þar vann hann að háleitri, innri hvöt og hugði sér lltt til lofs og ekki til launa fyrir. Þar var óðalið, sem hann var borinn til, og hefði hann fallið á þeirri eigu sinni, hefði hann verið heilagur, eins og Ólafur Haraldsson. Margir mestu rithöf- undar heimsins hafa lifað llfi sinu með sams konar upplag og Snorri og ekki orðið að fundið. Þeir hafa ekki orðið að heyja bar- áttu Islenzks höfðingja á fyrri hluta 13. aldar. Og hafi þeir kom- izt út I hringiðu veraldlegrar bar- áttu, eins og Bacon lávarður af Verulam, sem á margan hátt svipar til Snorra. hafa þeir ekki borið þaðan hreinna skjöld. Og samt ættum vér sizt að óska, að Snorri hefði aldrei orðið höfðingi, heldur tekið þann kost að verða krúnurakaður klerkur eða kyrrsæt- inn búandmaður með hugann allan við fræði sln. Að vlsu hefðu misfell- urnar á ævi hans þá orðið minni, verkin Kklega fleiri og stærri, þvl að starfsþrekið hefur verið frábært. En bækur verða ekki metnar I pundum, og þeir rithöfundarnir eru ekki létt- astir á metunum, sem leggja alla reynslu fjölbreyttrar ævi I eina eða tvær bækur. Verk Snorra hafa haft ómetanlegan ávinning af æviferli hans, einmitt eins og hann var. Frá- sögn hans ber öll vott um smekkvfsi höfðingjans. frjálsa hugsun og vlð- sýni. Hann er algerlega laus við kreddur, mærð og lærdómstildur. Hann skilur söguna ekki einungis með vitsmunum slnum, heldur með reynslu sinni. Hann hefur ekki ein- ungis skrifað sögu, heldur lika lifað sögu. Þess vegna bera ræðurnar I söguritum hans og frásagnir um ráð- stefnur og samninga af flestu öðru I þeirri grein. Og metorðagirnin, sem veldur svo mörgu I fari hans, leggur lika Ijómann um höfðingjalýsingar hans. Hann var þar að lýsa þvi, sem hann helzt vildi vera, en aldrei auðnaðist á þann hátt, sem hann hafði dreymt um. En I sagnarituninni héldu honum ekki sömu bönd og I baráttunni um metorð og völd. Sturla Sighvatsson og aðrir ribbaldar meinuðu honum ekki að láta höfðingsskap Ólafs helga, Þorgnýs lögmanns, Erlings Skjálgssonar og Einars þambarskelfis njóta sln. Ein- mitt á þennan hátt er mikið af þvi dýrmætasta I bókmenntum heimsins til orðið. Þær hallir, sem menn fengu ekki byggt á jörðu. hafa þeir reist að þvi glæsilegri á friðlandi listarinnar. Höfðinginn. Snorri Sturluson, 1920. Hvað er það, sem gefur manninum þá firnadjörfung að risa gegn ofurefli náttúrunnar, dauðanum sjálfum, telja sig í ætt við æðri heim, vona og trúa? Það getur ekki verið neitt, sem hann á og verður frá honum tekið, ekki auður og völd, sem eru völt eins og hjól. ekki verklegar minjar, sem eru eins og hörkveikur i tröllahönd- um efnisins. Ein stjarna, sem villtist út af braut sinni, gæti á svipstundu gleypt jörðina og allt, sem á henni er. Jafnvel á eldgosum og land- skjálftum kunnum vór engan hemil að hafa. Þess vegna er sigur verk- fræðinnar á fossinum ekki nema sýndarsigur, sem mannsandinn vinn- ur með þvi að beita efni gegn efni. Og þess vegna teflir síra Matthias ekki fram gegn fossinum albrynjuð- um og alvopnuðum verkfræðingi, heldur barninu, eins og það kom nakið af móðurlifi og mun aftur nak- ið héðan fara. Bak við tár þess vakir afl, sem er annars eðlis en afl foss- ins. Það verður ekki aðskilið frá sálinni sjálfri, og lögmál þess er af öðrum heimi en lögmál efnisins. Það er tilfinningin. Hún getur orðið manninum ofviða, hún getur kólnað, en hún finnur aldrei ofurefli sitt á likan hátt og vitið. þegar það skilur ekki, og viljinn, þegar hann getur ekki. Hún er takmark i sjálfu sér, að henni virðist allt stefna. Án hennar er hinn mesti spekingur ekki annað en lifandi lik. Vér getum aumkað allt, sem finnur ekki til, jafnvel stjörnur himinsins. Og vár kunnum ekki að lýsa hæstu hugsjón manns- andans. guði, öðru visi en að kalla hann þvi nafni æðstu tilfinningar, sem vér þekkjum, — segja: Guð er kærleikur. Því miður villast tilfinningar manna einatt út af réttri braut. Við- kvæmnin snýst i gremju og hatur. Menn gleyma, að hin minnsta sál er meira virði en allt, sem skynlaust er, þeir eiga allir að þjóna lífinu og lifið stefnir að kærleika. Þeir snúast hver gegn öðrum, snúast i flokk með dauðanum. Styrjaldirnar eru greini- legustu dæmi um þessi svik lifsins við sjálft sig, en nóg önnur eru á hverju strái. Jafnvel skáldunum er tamt að mæla hlutina eftir stærð þeirra i rúmi, láta viðáttuna skyggja á manngildið, finnast frammi fyrir furðuverkum náttúrunnar allt vera svo „litið og lágt. sem lifað er fyrir og barizt er móti". Hve mörgum mönnum, sem að Dettifossi hafa komið, mun hafa dottið i hug að bregðast við honum eins og Matt- htas gerir f þessu kvæði, láta fossinn ekki minna sig á smæð mannsins, heldur eilift gildi hans? Hann hefur sagt um föður sinn, að hann hafi verið „mannvinur mikill". Og hvað er í raun og veru eðlilegra, ef lifið stefnir að kærleika og maðurinn er meira virði en allt annað. sem vér þekkjum? Og samt er þetta ákaflega fágætt. Fyrir utan baráttuna og sam- keppnina, sem gerir menn úlfum lika, hafa fæstir þeirra nokkurn tima vaknað til þess að skilja einstak- lingsgildi og tilfinningar annarra. Þeir eru eins og maðurinn, sem Kristur gaf sjónina og sagði: „Eg sé mennina, eg sé þá á gangi, rétt eins og tré." Matthias átti þá gáfu að sjá mennina ekki eins og tré, heldur varð hver maður honum lifandi ein- staklingur, sem hann skildi, mat og elskaði. Og ekkert annað gat hrifið hug hans eins og maðurinn. Mannúðin varð drottnandi einkenni hans. Hann var ekki meira til- finningaskáld en margir aðrir. En tilfinningar flestra skálda eiga sér miklu þrengri leikvöll: Þeir yrkja um sjálfa sig, um fáa ástvini, varpa til- finningum sinum til dauðra hluta. sem kasta þeim aftur til sjálfra þeirra eins og bergmáli. Skáldskapur Matt- hiasar leitar burt frá honum, út á meðal mannanna. Eftir hann er til furðu litið af geðbrigðakvæðum, varla nokkurt ástakvæði. En flest kvæði hans mega heita kærleiks- kvæði, svo tamt var honum að yrkja um aðra menn, til annarra. vegna annarra. Og auðvitað er þessi mannúð ekki árangur heimspeki- legra ályktana, þó að megi rétt- læta hana á þann hátt. Matthias var óvenjulega næmur á lifandi sálirnar i kringum sig, hann fann ekki fyrir sér þann múrvegg skilningsleysis, sem venjulega skil- ur mann frá manni. Hann var svona gerður. Aðrir menn eru næmari á aðra hluti. En ef kærleik- urinn er mestur I heimi, þá er enginn vafi á þvi, að hann hefur valið sér góða hlutskiptið — bezta hlut- skiptið. Áuk þess var sira Matthias svo mikill lánsmaður. að honum var ein- staklega auðvelt að láta mannúð sína I Ijós i lifi og list. Manni varð hlýtt í návist hans. Að kynnast hon- um var eins og að koma til föður- húsa, sem maður hafði ekki vitað um áður. j Ijóðum hans renna saman margir þættir, stórfelld imyndun. fádæma vald á tungunni, andagift og lærdómur. Um það völundarhús er hægt að rekja sig eftir ýmsum þráð- um. En það er trúa min, að mannúð- in sé rauði þráðurinn: hún visi bezt leiðina, hvort sem leitað er skilnings á því, sem heimurinn taldi galla á ráði hans, eða rakin braut hans til hæsta þroska. Matthías við Dettifoss. Eimreiðin, 1921. Samhengið i máli og menntum fslendinga er engin tilviljun. Vér höf- um ekki varðveitt það fyrir svefn og einangrun, ekki verið nein Þyrnirósa meðal þjóðanna. heldur vakað yfir því og staðið á varðbergi, höfundar og lesendur verið samtaka. Það væri engin fjarstæða að kalla fslendinga mestu bókmenntaþjóð heimsins, — ekki i þeim skilningi. að þeir hafi skapað mest af fullkomnum verkum, þótt þeir hafi komizt furðu langt I þvi efni, — heldur af þvi, að engin þjóð önnur hefur að tiltölu gefið bók- menntum svo mikið af kröftum sin- um, svo mikið af ást sinni og alúð, engin þjóð leitað þar svo almennt fróunar og sótt þangað þrek. Ef til vill á saga mannkynsins ekkert áþreifanlegra dæmi þess, hver orku- lind og eliilyf andleg starfsemi er, jafnvel þó að sum verkin, sem samin eru, lærð og lesin. sé hvorki höfug að efni né algjör að formi. En bókmennta-arfleið þjóðarinnar er enginn dúnsvæfill, sem hún getur lagzt á til þess að dreyma um liðna daga. Vér megum búast svo við, að enn sé óslitin barátta fram undan. Vér höfum að visu rekið af höndum oss ýmis áhlaup. En sigurlaun lifsins eru aldrei hvild, heldur kostur á að halda vörninni áfram. Erlend áhrif streyma nú yfir land vort við auknar samgöngur, margt af þeim horfir til framfara, ef ekki skortir heilbrigðan mælikvarða til þess að meta þau og velja úr þeim. En tunga vor er ekki við þessum nýjungum búin. Hún getur nefnt allar þær, sem nöfn eiga skilið, en hún þarf tima til þess, og á meðan ryðjast erlendu orðin inn óboðin og flekka hana. Ný yrkisefni koma með nýjum sjónhring, og skáldum vorum kann að þykja erfitt að fella þau í skorður hinnar fornu Ijóðlistar. Það má búast við, að gjörðar verði til- raunir til þess að kasta burt stuðla- setningu islenzkra braga. En einmitt þetta tvennt: hreinleikur tungunnar og stuðlar Ijóðanna — hafa verið merki, sem jafnan sýndu, hvort menning og menntir þjóðarinnar voru hnígandi eða hækkandi. En hættan getur ekki einungis stafað frá þeim. sem vilja opna mál vort og menntir upp á gátt fyrir erlendu vogreki. Hitt er ekki síður varhugavert, að vilja gera landið að þjóðlegu fjósi, þar sem enginn erlendur Ijósgeisli skin inn, en japlað er og tönnlazt á Eddum og fornsög- um um aldir alda Slik einangrun hlyti að leiða af sér, að erlendu áhrifin brytust síðar inn með enn meira forsi og óbilgirni, og yrði þá eitt af tvennu: að þau sópaði burt hinni fornu menningu vorri með öllu eða tvenns konar menning yrði i landi, og bæri báðar skarðan hlut. Er vandséð, hvort verra væri. — En svo illa þarf ekki að fara. Það ber einmitt vott um heilbrigði menningar vorrar, að hún hefur getað lært og þegið af öðrum þjóðum án þess að missa eðli sitt, — auðgazt án þess að fara i mola. Og svo má enn fara. En til þess þurium vér um fram allt, sem gagnvægi móti hinum erlendu áhrif- um. mikla þekkingu og réttan skilning á sögu bókmennta vorra frá upphafi til enda og ekki sizt á seinni öldum. Misskilningur þeirra manna, sem tala um forn-íslenzku og ný- islenzku, kemur ekki einungis niður á fortíðinni, heldur veldur hann ábyrgðarleysi gagnvart framtiðinni. Það er óvandgjörðara við „ný- íslenzkuna", eins og dæmi hinna Norðurlandamálanna sýna, heldur en íslenzkuna, sem er elzta lifandi menntamál álfunnar. En hvers vegna eigum vér að varðveita þetta samhengi? Er það nokkuð annað en-metnaður? Að visu er það metnaður. Þær kynslóðir, sem héðan af glataði þvi, myndi verða frægar að endemum, nema aðrar enn vesalli kæmi á eftir. Allt þjóðerni er að miklu leyti tilfinningamál. En auk metnaðarins má leiða að þvi ýmis skynsamleg rök, að íslendingar sé betur farnir en ella, ef þeir varð- veita samhengið sem vandlegast, bæði með því að þekkja bókmenntir sinar og sögu þeirra frá upphafi til enda og taka tillit til þeirrar arfleifð- ar, þegar þeir skapa ný verk. Samband vort við bókmenntir 10. —14. aldar verður miklu nánara, ef vér gerum oss grein fyrir þvi, að hvergi er slitinn þráðurinn milli vor og þeirra, hvergi hlé á. En mest er þó um það vert, að bókmenntir vorar, sem sífellt myndast, sleppi ekki þessum þræði. Að þvi skapi, sem vér fjarfægjumst fortiðina, fjarlægist hún oss. En vér höfum ekki efni á því. Fornbókmenntir fslendinga eru enn gildustu bókmenntir Norður- landa. Ibsen og Strindberg munu fyrnast og blikna, eins og Oehlenschláger og Tegnér, en Auð- unar þáttur og Hrafnkels saga eru jafnung nú og á 13. öld. Það tæki langan tima fyrir oss að skapa i skarðið, ef þessi verk yrðu útlend fyrir oss, og fullar bætur þeirra gæt- um vér aldrei fengið. fslenzk lestrarbók. 1924. Einn af fyrrverandi merkisprestum islenzku kirkjunnar sagði frá því i blaðagrein fyrir mörgum árum, að sfra Matthías hefði einu sinni ávarpað Hafnarstúdenta í fundarlok með þessum kveðjuorðum: „Guð blessi ykkur, drengir. Honum er alveg sama, hvort þið trúið á hann eða ekki." Prestinum þótti þetta vel mælt. Og það er það llklega. Að minnsta kosti er varhugavert að gera sér hugmyndir um guð i líkingu við hégómagjarnan valdabraskara, sem er aðaláhugamál, að menn trúi á. hann. Svona ummæli geta verið gagnleg mótmæli gegn guðshug- mynd meistara Jóns. En rista þau samt ekki grunnt, þó að skáldið af guðs náð léti þau fjúka i stemningu? Það má segja, að loftinu sé sama, hvort við öndum þvi að okkur eða ekki, og vatninu, hvort við drekkum það. En er það sama fyrir okkur? Er ekki guðs náð fyrir trúaðan mann eins og lifsloft, sem hann andar að sér? Og er það vist að guði sé sama? Mér eru alltaf minnisstæð þessi orð, sem irska skáldið W. B. Yeats talar um sem eins konar vitrun: „Tvær mannlegar sálir eru aldrei hvor ann- arri likar. Þess vegna er ást guðs á hverri sál óendanleg, þvi að engin önnur sál getur fullnægt sömu þörf guðs." Þetta er allt annað sjónarmið en vandlæting Jahve. Og sé guði ekki sama um okkur. hvorki sin vegna né okkar vegna, og trúarlifið lifsloft fyrir sálina, getur guði þá verið sama, hvort við öndum að okkur þessu lofti eða köfnum? Ég get ekki annað en spurt. Svörin verða að koma frá þeim, sem betur vita. Líf og dauði 1940. Mannkyninu ber vitanlega að taka öllum framförum í vfsindum, réttlæti og bættum kjörum fegins hendi. Það er svo sem ekki efamál, að skemmti- legra væri að hafa heimsveldis- stefnu, sem næmi stjörnugeiminn, en bítast og berjast um yfirráð þessa litla hnattar, svo að mannslffum, hamingju og verðmætum sé sóðað i ráðlausu æði. En að hverju gagni kæmi það allt manninum, ef hann fyndi ekki hjarta sínu ró og sælu? Hann á að finna það í bræðralagi, samfélagskennd — og i listunum. sem ofurmennið á að leggja sig niður við, þótt það sé vaxið upp úr „hinni andlegu reynslu af fmynduðum heimi". En — getum við enn sem komið er hugsað þá hugsun, að hver maður verði ekki alltaf innst I sálu sinni einn, þrátt fyrir allt bræðralag, eða vildi hætta að vera það, þótt hann ætti kost á þvf? Og hvað um listirnar? Eiga þær rétt á að lifa, aðeins til dægradvalar, ef þær birta ekki leyndardóma tilverunnar með einhverjum hætti, sem vísindin ná ekki til? Platón vildi, eins og kunnugt er, ekki hafa nein skáld F framtiðarriki því, sem hann hugsaði sér. Það kom að visu úr hörðustu átt, þar sem hann var sjálfur stórskáld og rit hans lifa engu sfður vegna listar- gildis þeirra en speki. En það var rökrétt afleiðing af þvi að vilja reisa þjóðfélag á grundvelli skynsamlegrar hugsunar, sem skáldin einatt virðast trufla. Og skáldin eru enn vandræða- börn i „skipulögðu" þjóðfélagi þviað annaðhvort hættir þeim við að trufla skipulagningu hugarfarsins eða skipulagningunni við að kreista úr þeim allan anda í greip sinni. Ef við Iftum á þá litlu reynslu, sem mann- kynið á sinum stutta ferli hefur öðl- azt um þroskaskilyrði lista og lista- manna, og drögum ályktanir af henni, þá er ekki ástæðulaust að bera kviðboga fyrir framtíð þeirra i sæluríki efnishyggjunnar. Lista- mennirnir kynnu t.d. að verða allt of ánægðir með kjör sín, þvi að alkunn- ugt er, að þrá til einhvers sem þeir hafa ekki handa á milli, er ein líftaug allrar listar. Nú á dögum þykir mörgum sá skáldskapur einn góð latína, sem stefnir að þvi að glæða samfélagshyggju og réttlætisþörf. En ekki geta skáldin haldið áfram með slikt, þegar allt er fullkomnað. Hitt er samt mest áhyggjuefni, að við fjölda hinna mestu listamanna eiga ummæli Mefistofelesar um Faust: Nicht irdisch ist des Toren Trank und Speise (þessi heimskingi lætur sér ekki lynda jarðneskan mat og drykk). Mest af hinni stórfelldustu tónlist er religtöst i eðli sinu, húsa- gerðarlistin hefur náð hámarki sinu i musterurn og kirkjum, Ijóðrænn skáldskapur er einatt runninn úr hugarástandi, sem er náskylt reynslu dulsæismanna o.s.frv. Eg á bágt með að hugsa mér annað en alltaf verði til menn, sem finna túlkun tilverunn- ar engu siður I fúgu, symfónfu eða Ijóðrænu kvæði en i eðlisfræði og stærðfræði, annars konar túlkun að visu, en jafnómissandi á sinn hátt. Það má vel vera, að öll kenninga- kerfi trúarbragðanna liði undir lok, jafnvel öll skipulögð trúarbrögð. En annaðhvort leitar hin andlega reynsla, sem hefur verið slagæð þeirra, sér þá rikari útrásar ( öðrum myndum, einkum heimspeki, siðgæði og listum, eða allar þessar greinir verða hálfdautt hismi, hversu glæsilegt sem yfirborð þeirra kann að sýnast. Og þá vil eg fyrir mitt leyti þakka minum sæla fyrir, að eg hef heldur fengið að lifa nú á dögum, svo ill sem öldin er, en í framtíð ofurmennanna. Dialektisk efnishyggja, 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.