Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Sexföld vonbrigði Félag rafveitustjóra sveitar- félaga hefur sent blaðinu eftir- farandi: Álögur á notendur rafveitna sveitarfélaga vegna rekstrar- halla Rafmagnsveitna rfkisins verða Ifklega 360—470 m.kr. á næsta ári f stað 70 mkr. áður. Alögur á notendur rafveitna sveitarfélaga vegna rekstrar- halla Rafmagnsveitna rfkisins verða Ifklega 360—470 mkr. á næsta ári f stað 70 mkr. áður. Félag rafveitustjóra sveitar- félaga vekur athygli á, að með frumvarpi til laga um svonefnt verðjöfnunargjald á raforku, sem lagt var fram á Alþingi s.l. vetur og samþykkt á nýaf- stöðnu sumarþingi, voru álög- ur vegna rekstrarhalla Raf- magnsveitna rfkisins um það bil sexfaldaðar, þ.e. ór 70 mkr. á ári í 360—470 mkr., eftir því hvort þær fá enga eða 30% hækkun nú f haust. Þar með eru álögur ríkisins á almennri raforkusölu, þar með talinn söluskattur, orðnar 32%. Rétt er að benda á eftirfar- andi atriði: I frumvarpinu, sem sam- þykkt var, voru ekki færð rök fyrir nauðsyn þessa stórhækk- aða gjalds. Vísast þar til um- sagnar Sambands islenzkra rafveitna. Félagið lýsir von- brigðum yfir því, að ekki skuli hafa verið tekið tillit til óska sambandsins um breytingar á frumvarpinu. Meðal smásöluverð Raf- magnsveitna ríkisins árið 1973 var 2,55 kr./kwh. Meðalverð flestra annarra rafveitna var hærra. Endurtekið skal hærra, því almenningur virðist hafa staðið í þeirri trú, að verð Raf- magnsveitna ríkisins sé til muna hærra en hjá rafveitum sveitarfélaga. Þetta er rangt. Sem dæmi má nefna að meðal- söluverð Rafveitu Keflavíkur var 2,80 kr./kwh, Rafveitu Sel- foss 3,07 kr./kwh, Rafveitu Hveragerðis 3,10 kr./kwh, og Rafmagnsveitu Reykjavíkur 2,93 kr./kwh. Augljóst er þvf, að margar rafveitur selja raf- orku við hærra verði en Raf- magnsveitur ríkisins. Mismun- ur í gjaldskrám er margvísleg- ur, þannig seija Rafmagnsveit- ur ríkisins hlutfallslega mikla orku samkvæmt lágum gjald- skrárlið, sem mundi valda hverri rafveitu stórfelldum hallarekstri, enda hefur eng- inn önnur rafveita á landinu treyst sér til að taka hann upp (svonefndur marktaxti). A sl. ári voru 28% af orkusölu Raf- magnsveitna ríkisins skv. þess- um lága taxta, en tekjur af þeirri sölu aðeins 15% af heildartekjum. Flestar rafveitur landsins, eigi síður rafveitur sveitarfé- laga en ríkisins, eiga nú við mikla fjárhagsörðugleika að etja. Hafa sumar þeirra jafn- vel orðið að taka erlend lán til að standa undir rekstri og eðli- legri aukningu veitukerfis, vegna þess að þær hafa ekki fengið umbeðnar gjaldskrár- hækkanir. Það veldur því ekki síður vonbrigðum, að ríkis- valdið skuli sérstaklega leysa fjárhagsvandræði Rafmagns- veitna rfkisins með þvf að skattleggja aðrar rafveitur og viðskiptavini þeirra, án þess að hyggja að vandamálum þeirra. Skorað er á stjórnvöld að hefjast þegar handa við endur- skoðun á skipulagi og rekstri Rafmagnsveitna ríkisins með það fyrir augum að fela sveit- arfélögunum sjálfum alla raf- orkudreifingu. Félag rafveitustjóra sveitarfélaga. X-9 T— UÖSKA SJÁBU, OGUR... EG HEF FENGlB AFSU'ATTAR- r KORT j MEB ÞVI AÍ) NOTA KORTlB, FA. EG 10% AFSLATTAf . HVAÐA SAUMAVEL SEM , SR / ^ J SMAFÚLK Þó skalt ekki halda, að ekki megi gagnrýna þig, bara af þvf að þó ert skóli! I 5AV THAT lT'5 TlME (JE ALL TAK£ A CL05ER LOOK AT- 50ME OF OUR CMEKI5MEP IN5TITUTUN5Í Eg segi, að tfmi sé til kominn, að við skoðum nánar sumar af ást- fólgnustu stofnunum okkar! Komdu aðeins nær, krakki, og ég læt múrstein hrynja ofan á þig! I KOTTUWINN feux V1IG VANTAR AUR EN ÉG GETEKKI OPNA€> SPAR'- BAUkinn ! VILTU EKKI OPNA MINN SVONA \ LEIÐINNI^_^rf SL/tM KLtPA )?ETTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.