Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 25 Mörgum fannst langspilið hið mesta furðuverk Rabbað við Önnu Þórhallsdóttur söngkonu sem er sjötug í dag — Þegar ég kom heim frá Danmörku með langspilið mitt sumarið 1961, fannst mörgum það hið mesta furðuverk. Þórarinn Guð- mundsson sagði mér til dæmis, að svona hljóðfæri hefði hann aldrei séð fyrri og þeir voru fleiri, sem tóku undir það. Þetta segir Anna Þórhalls- dóttir söngkona, en Mbl. átti við hana stutt samtal í tilefni af því að hún er sjötug í dag. Hún hefur ferðast með lang- spilið sitt víða um landið og leikið á það og sungið. — Ég er fædd á Höfn í Hornafirði, segir Anna — og í huga mínum er ég alltaf Hornfirðingur, þótt ég hafi búið hér í Reykjavík í 46 ár. Til Reykjavíkur kom ég fyrst árið 1 91 9 og gekk á Kvenna- skólann. En árið 1923 hélt ég til söngnáms í Danmörku og sótti einkatíma hjá Kristine Hoffmann, sem var norskur kennari og skrifaði auk þess um tónlist. Eftir að ég kom heim starf- aði ég sem símstöðvarstjóri á Höfn f Hornafirði í tvö og hálft ár, en réðst síðan til Bæjarsímans og síðan til Landsímans. Aðspurð um, hvenær hún hefði síðan snúið sér að söng að nýju sagði Anna: — Ég veiktist 1945 og fékk frí frá vinnu um hríð. Fór þá í Juliardtónlistarskólann f New York, frægan og mikils- metinn skóla og var þar í 2 skólaár. Eftir að heim kom söng ég víða á skemmt- unum, og á samkomum og í kirkjum. Ég söng bæði klass- iska tónlist og kirkjulega tón- list. Árið 1958 kom út plata með íslenzkum sönglögum í flutningi mínum og held ég að mér sé óhætt að segja að sú plata hafi víða farið. Á næstunni er væntanleg önnur plata, þarsem ég syng og leik undir á langspil. Eru 34 gömul íslenzk lög á þeirri plötu og er hún gefin út í Mílanó. — En hvenær kemur svo langspilið til sögunnar? Ég hafði heyrt um langspil- ið, segir Anna. — Og þegar ég var í Kaupmannahöfn 1960 benti próf. Jón Helga- son mér á að í Musik Historisk Museeum væru þrjú íslenzk langspil og ég skoðaði þau og fékk svo smíðað eftir þeim. Þessi þrjú höfðu varðveitzt frá árinu 1770, en áður hafði ég kynnt mér að á Þjóðminja- safninu hér var þá ekkert langspil. Það tók eina fjóra mánuði að smíða hljóðfærið og þá átti ég eftir að læra á það. Aftur var Jón próf. mér hjálplegur og benti mér á að f Konunglegu bókhlöðunni væri að finna pésa eftir Ara Sæmundssen, amtmanns- skrifara á Akureyri um hvern- Anna Þórhallsdóttir söng- kona. Myndin tekin þegar hún var við nám í New York. ig ætti að leika á það og eftir honum lærði ég að mestu, en þó ekki allt um stillingu hljóð- færisins, sem er vandasöm. Mér tókst að grafa upp lexi- kon, þar sem sagði frá því og tóku nú við langar og strang- ar æfingar. — Ég spilaði síðan opin- berlega á langspilið í fyrsta skipti fyrir norska útvarpið sumarið 1961 áður en ég kom heim. Og hér heima hef ég víða farið og leikið á það og sungið. Meðal annars fór ég í ferðalag um landið árið 1966 og kom fram á fimmtán stöðum, spilaði og söng. Kannski má segja ég hafi farið með eins konar list um landið þá — á eigin vegum þó, segir Anna og hlær við. Nú oft hef ég spilað og sungið á sjúkrahúsum, á Hrafnistu, Reykjalundi og víðar. Sjaldnast hef ég aug- lýst, þetta hefur verið dægra- stytting fyrir mig og vonandi einhver skemmtan fyrir áheyrendur mfna og ég vonast til að halda áfram. — En eitt sérstaklega hjartfólgið mál á ég núna, segir Anna. — Það er að koma aftur upp gömlu tveggja strengja fiðlunni, en hún hvarf úr ís- lenzku þjóðlífi um 1 800, að því er talið er. Til þess þyrfti ég að fara til útlanda, því að hér fengist hún vart smíðuð. En verkefnið er sannarlega verðugt, að mínum dómi Geta má þess að lokum að Anna hefur einnig sent frá sér eina bók „Brautryðjendur á Höfn í Hornafirði" og fjallar bókin um ævistarf foreldra hennar þar, uppbyggingu Hafnar og atvinnulíf. Anna Þórhallsdóttir dvelur á æskuslóðum sínum í Hornafirði á afmælisdaginn. — Afkoma verzlunar Framhald af bls. 5 Runólfur Pétursson formaður Iðju: „Óánægðir með að dreif a þessu á yfirvinnu og næturvinnu” RUNÓLFUR Pétursson for- maður Iðju sagði: „Ég er óánægður með, að þessu skyldi dreift yfir á eftirvinnu og næturvinnu. Þetta kostar það, að stór hópur af okkar fólki, sem ekki hefur eftirvinnu og því síður næturvinnu, fær þarna minna en ef þetta hefði aðeins komið á dagvinnuna eins og við vildum. Og svo getur það komið lfka, ef samdráttur verður, að dragi úr eftirvinnu og næturvinnu og þá höfum við samið nokkuð mikið af okkur, miðað við það, að hækkunin hefði komið hrein á dagvinnu- tekjurnar. Þetta er hlutur, sem við Iðjumenn erum óánægðir með, en kemur aftur á móti til góða fyrir verkamannasam- böndin og sveinafélögin, sem hafa að segja má fasta eftir- vinnu. Þau fá tiltölulega meiri launahækkun en lægst launaða fólkið, sem er iðnverkafólk. Annars er lítið meira um þetta að segja á þessu stigi, þar til maður hefur séð og getað kynnt sér reglugerðina". Stjórn BSRB mótmælir EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt á fundi stjórnar Bandalags starfsmanna rfkis og bæja 23. sept. s.l.: „Stjórn BSRB mótmælir þvf, að ríkisstjórnir rjúfi gerða samninga og svipti opinbera starfsmenn umsaminni verð- lagsuppbót í heilt ár, jafnfram þvf sem þegar hafa orðið og fyrirsjáanlegar eru verulegar hækkanir vöru og þjónustu. Af- leiðing þessa er einhver mesta kjaraskerðing, sem orðið hefur i einum áfanga. Láglaunauppbætur þær, sem áformaðar eru, munu hvergi nærri nægja til að bæta kaup- skerðingu opinberra starfs- manna, sem alls engar bætur fær, hefur nú þegar verið svipt- ur með vísitöluskerðingu þeirri 20% launahækkun að meðal- tali, sem samið var um f síðustu kjarasamningum og fyrirsjáan- legar eru álíka verðhækkanir, sem launafólki er ætlað að bera bótalaust. Bandalagsstjórnin ákveður að láta gera ítarlega greinar- gerð um kjaraskerðingu opin- berra starfsmanna og leggja hana fyrir á formannaráð- stefnu BSRB, sem haldin verð- ur 9.—11. okt. n.k. og fjalla mun um efnahagsmál." Bankamenn mót- mælakjara- skerðingu MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Sam- bandi íslenzkra bankamanna, þar sem stjórn þess mótmælir þvf, að ríkisstjórn rjúfi gerða kjarasamninga með lagaboði. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: „Stjórn Sambands fsl. banka- manna mótmælir því, að rfkis- stjórn rjúfi gerða kjarasamn- inga með lagaboði. Afleiðing þess að svipta bankastarfsmenn verðlagsbót- um í meira en heilt ár er meiri kjaraskerðing en þekkzt hefur, að við það bætist, að ekki hefur komið fram, að settar verði hömlur á verðhækkanir og virð- ist þvi stefnt út í óvissuna með það, hver kaupmáttur launa verður á næstu mánuðum. S.I.B. telur, að grundvallar- atriði sé að miða við lágmarks- kaupmátt launa, þegar gerðar eru slfkar kjaraskerðingarráð- stafanir. Láglaunauppbætur þær, sem fyrirhugaðar eru, munu hvergi nægja til að mæta umræddri sviptingu verðlagsuppbóta. Þá verður S.I.B. að benda á, að á öllum tímum hafa dýrtíðar- ráðstafanir stjórnvalda bitnað fyrst og fremst á fastlauna- mönnum og verður að leggja á það áherzlu, að stefnubreyting verði þar á. Stjórn S.I.B. telur, að kjör fastlaunamanna séu ekki sú meinsemd, sem gerir kjara- skerðingarráðstafanir nauðsyn- legar, því til staðfestingar má benda á síðustu kjarasamninga S.I.B. og bankanna. Stjórn S.I.B. hefur ákveðið að láta fara fram könnun á þeirri kjaraskerðingu, sem orðin er og verða mun í næstu framtið, og verður niðurstaða þeirrar könnunar send fjöl- miðlum.“ þeim f jölgar sem fara i sólarfri i skammdeginu ■ -;i JL -• .. '*■ "S’ ^ ÉSI&ÍÍfií 31.400. V? ifslátt. sé um Vegna slfellt aukinna viðskipta og langrar reynslu okkar á Kanaríeyjum getum við boðið ferðir þangað á besta fáanlega verði. Þannig kostar 2ja vikna ferð nú frá krónum 28.800 og 3ja vikna ferð kostar frá krón- einmg hópafslátt, senp Tfimur 2.500 krónum á manrr ef um er að ræða 30 manna félagshóp eða stærri. Þetta hagstæða verð gildir jafnt fyrir alla okkar viðskiptavini. Upplýsingar um Kanaríeyjaferðir hjá skrifstofum flugféíaganna og umboðsmönnum þeirra FLUCFÉLAG LOFTLEIDIR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.