Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Undarlegur skóladagur Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne Músin: (einni áttund hærra) Mi-mi-mi, í skólan- um, í skólanum er skemmtilegt að vera ... Rúnki: En þeir skrækir. (Allir taka undir hver með sinhi rödd). Geitin: (flissar) Elgurinn: Þú átt ekki að hlæja geit. Áfram með sönginn. Músin: Það eru ekki fleiri vísur, kennari. Elgurinn: Nei, það er alveg rétt. Jæja. Þá er það . . við skulum nú sjá ... Músin: Einkunnirnar. Elgurinn: Já, einmitt, einkunnabókin . . . það er laugardagur i dag (flettir). Við skulum nú sjá, hvernig þið hafið staðið ykkur. Grísinn: Uff, uff. HOGNIHREKKVISI © 1,74 McN*«|kt Synd., In«, Afi sjáðu — Högni reddar sér. íkorninn: Æ, æ (kliður frá hinum) Rúnki refur: Já, það er nú annað en gaman. Elgurinn:(hringir bjöllunni). Yfirlit yfir vikuna. Bangsi: lestur . . . gott, reikningur . . . sæmilegt . . . skrift... sæmilegt.Þú mátt vera ánægður, Bangsi. Rúnki refur: (hermir eftir) Þú mátt vera ánægður Bangsi. Bangsi: (hreykinn og feiminn) Já, bara sæmilegt. . . framlappirnar á mér eru bara svo klunnalegar .. og svo er ég stundum dálítið seinn í kollinum. Elgurinn: Já, þú hefur tíu þumalfingur og dálítinn grautarhaus. En þú gerir þitt bezta. Kidda kráka: Lestur . . . lestur . . . lélegt . . . reikningur . . . gott, skrift . . . sæmilegt. Já, það er slæmt með lesturinn, Kidda kráka ... þú talar of mikið ... allt of mikið. Rúnki refur: Alveg sammála, kennari. Kráka: Kra, kra . . . ég get ekki að því gert, kra, kra, það er eðli mitt kra, kra, kra. Elgurinn: Já, það er víst áreiðanlegt. Þú talar og talar og hugsar svo ekki fyrir tvo aura. Ojamm og jæja. Kráka: 0, jamm og jæja. Kra-kra. Elgurinn: Þá er það Imbi íkorni. Já, ekki sem verst, Imbi, þú ert snar í hugsun . . . stundum ef til vill full-snar. Rúnki refur: Já, full-snar. Elgurinn: En þér gengur vel að læra. Sæmilegt í skrift, annars allt ágætt. íkorni: Thi-hi-hi. Elgurinn: Litla mús . . . eins og venjulega, þrisvar sinnum ágætt með stjörnu. Litla mús, þú bregst mér ekki. Músin: Ég þakka, kennari. Elgurinn: Og þá er það geitin. Mér er óskiljanlegt, hvernig þú ferð að því að fá svona góðar einkunnir. Ég held, að þú lesir aldrei lexíurnar þínar. Geitin: Jú, jú, ég les, þangað til allt hringsnýst í hausnum á mér. Rúnki refur: Geitin fær þrisvar sinnum ágætt. Þetta er svindl. Þessa verður að hefna. Ég skal... ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta Það er lítil mannraun að kreista hvem einstakan yrmling í sundur, en þeir eru svo margir, og bitið hinna brennir mig á meðan. Ég er orðinn þreyttur á að berjast við fjöldann. Allir eru á móti mér!“ „Það er af þvi, að þú hefir illan málstað,“ mælti Anna blíðlega. Ofdramb og hroki sigra aldrei. Rangt mál, sem sótt er með valdi og ofurkappi, vekur hvem óspilltan mann til andstöðu, og fyrr eða síðar vex sú andstaða ofbeldismannin- um yfir höfuð. Þú mátt þakka guði fyrir það, að almenn- ingur hefir látið þig sjá merki óvildar sinnar svo snemma, að enn er tími til afturhvarfsins, áður en til meiri vandræða er stofnað.“ „Getur vel verið. Ég hefi heyrt mörg beisk orð þessa dag- ana. Ég skil ekki í, að ég eigi þau öll skilið.“ „Ég veit ekki, hver orð þú hefir heyrt, eða hvað fyrir þig hefir borið. Ég veit það eitt, að almenningur er undir sömu syndina seldur og við hin. Honum hættir við öfgunum. Það verða menn að afsaka. Og þú hefir til ómildra dóma unnið; það veiztu sjálfur.“ „Ég kem ekki hingað sem neinn iðrandi syndari,“ mælti lögmaður. „En ég vildi þó feginn fá enda bundinn á þetta mál og sættast við þig, ef þess væri nokkur kostur.“ „Það þykir mér vænt rnn að heyra,“ mælti Anna, en það var auðheyrt á málrómi hennar, að hún bjóst ekki við þeim hún átti með honum, eða bömin, sem hún átti með mannin- um, sem hún var gift, að honum látnum? — ólöf ríka, frænka okkar, sem ættinni hefir hingað til þótt sómi að, tók einn af sveinum föður síns til fylgilags við sig. Afkomandi þeirra var Gissur biskup. Verður hærra komizt í tigninni hér á landi?“ „Já, Gissur biskup! — Þar komu fram gjöld syndarinnar. Þar komst smalablóðið til valda!“ „Séu allar yfirsjónir höfðingja á þessari öld smalablóði að kenna, þá kemur það æði víða fram. Menn fara þá að ef- ast helzt til mikið um dyggðir mæðra okkar. — Nei, látum hina dánu liggja ódæmda. Nú skulum við halda okkur við efnið. Þú ætlar að gifta mig burt sem ekkju. Er ekki svo?“ „Sem jómfrú verðurðu varla gefin héðan af.“ „Sennilega ekki,“ mælti Anna með beiskri glettni. „En þú hefir mann á takteinum, sem gerir sér þetta að góðu?“ „Mann af góðum ættum . . ..“ „... sem aðeins vantar fé til að geta notið sín,“ greip Anna fram í. „Ég kann þetta utan bókar. Hann ætlar að vinna þetta til fjárins, að taka mig að sér! ha-ha-hæ! Og þetta ætlast þú til, að ég geri mér að góðu!“ „Þú leggur allt út á versta veg.“ „Guðrún Gottskálksdóttir neitaði að giftast eftir fall sitt. Hún hafnaði því, að festarmaður hennar, biskupinn, tæki hana í sátt við sig. Hún vildi ekki byrja hjúskap sinn með auðmýkt og fyrirgefningarbón. Heldurðu, að ég sé skapminni en hún?“ Lögmaður þagði nokkra stund. Þegar hann hóf máls aftur, var sem bænarkveinstaf brygði fyrir í rómnum: „Ég er bamlaus, Anna mín,“ mælti hann, „og líklega dey ég barnlaus. Þá eiga böm ykkar, systra minna, að erfa mig að lögum. Ég hefi brotizt upp úr fátæktinni og sjálfur flkÖthofgunkdffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.