Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 13 Faydeau í Þjóðleikhúsinu: Skrif aði leik- rit til að losna við skólann GEORGE Faydeau er leikhúsgest- um hér að góðu kunnur fyrir leik- rit sitt Flð á skinni, sem Leik- félag Reykjavfkurhefurnúsýnt yfir 200 sinnum og ávallt fyrir fullu húsi á hverri sýningu, — og mun sýna það áfram f haust. Fyrsta frumsýning Þjóðleikhúss- ins f haust er á einu kunnasta verki Faydeau, Hvað varstu að gera f nótt? Alls skrifaði Faydeau 35 leikrit, en hann byrjaði 7 ára gamall að skrifa. Astæðan til þess þá var sú, að hann vildi losna við skólann, og þegar pabbi hans spurði hann, hvað hann hefði fyr- ir stafni, úr þvf að hann lærði ekki lexfurnar sfnar, svaraði hann þvf til, að hann skrifaði leik- rit. „Haltu þá bara áfram að skrifa leikrit", sagði pabbi hans þá, og það gerði strákur eftir það eða þar til hann lézt 1921. Faydeau er einn kunnasti gaman- leikjahöfundur Frakka á þessari öld. Ekki er ráðlegt að rekja gang leiksins, þvf þar fer mörgum sög- um fram, ýmist undir sæng eða Frumsýning á: Hvað varstu að gera í nótt? undir rúmi á koppnum, en allt snýst um ástir og úr verður mikill misskilningur. Leikstjóri er Christjan Lund frá Svfþjóð, en hann er kunnur f leikhúslffinu þar. Að undanförnu hefur hann mest unnið hjá sænska sjónvarp- inu. Lund hefur sviðsett tvö leik- rit hérlendis hjá Leikfélagi Reykjavfkur f Iðnó, Þjófa Ifk og falar konur og Beggja þjónn. Að- stoðarleikstjóri er Sigmundur örn Arngrfmsson. Leikmyndir gerði Þorbjörg Höskuldsdóttir Sigrfður og Gfsli í hlutverkum sfnum í sðfanum. Anna Kristfn og Bessi f hlutverkum sfnum á rúmstokkn- um. Bessi og Sigrfður f hlutverkum sfnum á rúmstokknum listmálari, og hún teiknaði einnig búninga. Leikritið Hvað varstu að gera f nótt? var frumflutt f Parfs árið 1908, en það eins og önnur leikrit Faydeau þykir sfgilt gamanleik rit, og hafa leikrit hans verið sýnd mjög vfða f Evrópu á undanförnum árum. Hlutverkin f leiknum eru alls 17. Aðalhlutverkin tvö eru Ieikin af Sigrfði Þorvaldsdóttur og Gunnari Eyjólfssyni. Þá leikur Arni Tryggvason, Pochet föður Améliu, (Sigrfður Þorvaldsdótt- ir) og Valur Gfslason leikur rík an, gamlan frænda. Bessi Bjama- son fer með hlutverk prinsins f leiknum, en hann kemur mjög við sögu. Margrét Guðmundsdótt- ir leikur Irene greifafrú og Ævar Kvaran fer með hlutverk hers- höfðingja. Þá fer Gfsli Alfreðsson með hlutverk Etienne, sem er stórt f leiknum. t minni hlutverk- um eru leikararnir Flosi Ölafs- son, Guðmundur Magnússon, Klemenz Jónsson, Anna Kristfn Arngrfmsdóttir, Bryndfs Péturs- dóttir, Guðrún Stephensen og Brfet Héðinsdóttir. Gunnar og Sigrfður f hlutverkum sfnum á rúmstokkn um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.