Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Hús. Sendiráð Bandaríkjanna vantar hús eða stóra íbúð til leigu. Uppl. í sendiráðinu alla virka daga frá kl. 9—6, sími 24083. Prentsmiðjan verður lokuð frá kl. 1 2 í dag vegna útfarar Dr. Sigurðar Nordals, prófessors. Prentsmiöja Guðjóns Ó. Langholtsvegi 111. Stúlkur — Konur Óskum að ráða konur til starfa í verksmiðju okkar í Mosfellssveit. Vaktavinna. Bónus. Frír flutningur starfsfólks til og frá Reykjavík. Álafoss h. f., sími 66300. 6. leikvika — leikir 21. sept. 1 974. Úrslitaröð: X1X — 111— 112 — 121 LEIÐRÉTTING 2. Vinningur: 10 réttir — kr. 1 9.500.00. 844 — 1268 — 2282 — 9229 — 35178 — 35659 — 38158. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK , MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓL/ ÍSLANDS NÁMSKEIÐ Myndlista-og Handíðaskóla íslands frá 1. október '74 til 20.janúar'75 ITeiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fi. 5, 6 og 7 ára, mánudaga og fimmtudaga kl. 10.40— 1 2.00. Teiknun, málun, klipp og þrykk. Kennari: Sigríður Jóna Þorvaldsdóttir. 2. fl. 5, 6 og 7 ára, mánudaga og fimmtudaga kl. 1 4.00—1 5.20. Teiknun, málun, klipp og mótun í pappamassa. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 3. fl. 8, 9 og 1 0 ára þriðjudaga og föstudaga kl. 9—1 0.20. Teiknun, málun, klipp og mótun í pappamassa, dúkskurður og prent. Kennari: Þórður Hall. 4. fl. 8, 9 og 10 ára, mánudaga og fimmtudaga kl. 1 5.40 — 1 7.00. Teiknun, málun, klipp og mótun i pappamassa, dúkskurður og prent. Kennari: Jóhanna Þórðardóttir. 5. fl. I 1 og 1 2 ára, mánudaga og fimmtudaga kl. 17.1 0—1 8.30 Teiknun, málun, klipp og mótun i pappamassa, dúkskurður og prent, leir. Kennari Jóhanna Þórðardóttir. 6. fl. II og 1 2 ára, þriðjudaga og föstudaga kl. 1 5.40—1 7.00. Teiknun, málun, klipp, mótun, dúkskurðurog prent, leir. Kennari: Jón Reykdal. 7. fl. 1 3, 14 og 1 5 ára, þriðjudaga og föstudaga kl. 17.10 — 1 8.30. Teiknun, málun, mótun, dúkskurðurog prent, leir. Kennari: Jón Reykdal. Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 1. október. Innritun fer fram daglega frá kl. 2—5 á skrifstofu skólans, Skipholti 1. Námskeiðsgjöldin greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri. Reykjavík, Skipholt 1, Sími 19821 Fréttamenn hafa að undanförnu spurt Julie Eisenhower í þaula um heilsu föður hennar, Nixons, fyrrverandi forseta. Hún hefur nýlokið við að gera fimm kvennaþætti fyrir sjónvarpsstöðina NBC. Matsveinar fiskiskipum Fundur verður haldinn laugardaginn 28. sept. að Lindargötu 9 kl. 2. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 9. þing Sjómannasambands íslands. Uppsögn samninga. LJOSMÆÐRAFELAG ÍSLANDS heldur félagsfund mánudaginn 30. sept. n.k. kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Fundarefni: |. Inntaka nýrra félaga. II. Félagsmál. III. Myndasýning. IV. Önnur mál. Nýútskrifaðar Ijósmæður sérstaklega boðnar á fundinn. Fjölmennið. Stjórnin. Danskennsla Þ.R. Kennsla í gömlu dönsunum og þjóðdönsunum hefst á mánudaginn 30. sept. Kennt er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Flokkar fullorðinna, byrjenda og framhald á mánudögum og miðvikudögum. Unglingaflokkar á fimmtudögum að Fríkirkju- vegi 1 1. Barnaflokkar á mánudögum. Yngri flokkar hreyfileikir, söngdansar ofl. Eldri flokkar íslenskir og erlendir þjóðdansar og gömlu dansarnir. Kennslustaðir Alþýðuhúsið v. Hverfisg. og Fellahellir í Breiðholti. Innritað er í Alþýðuhúsinu á laugardaginn kl. 1 —2,30 og á mánudag frá kl. 4. Sími 1 2826. Börn í Breiðholti. Innritað verður i Fellahellir á mánu- daginn frá kl. 4. r Islenzkur hestur gefinn hressingar- heimili í Noregi Frá Agústi I. Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Osló. Á BEITOSDÖLEN í Noregi hefur í nokkur ár verið starfandi hress- ingarhæli fyrir blinda og fatlaða. Er heimilið að meginhluta reist fyrir fé, sem safnað var í Noregi árið 1968, en árangur þeirrar söfnunar þótti með eindæmum góður. Á fjórum dögum söfnuðust 8,2 milljónir norskra króna, eða rúmlega 160 milljónir íslenzkar. 60 manns geta dvalizt á heimili þessu í einu og hefur það mikið verið notað af fólki víðs vegar að úr Evrópu og m.a. hefur einn Is- lendingur notið dvalar þarna. Meðal þess sem boðið er upp á hressingarheimili þessu er reið- skóli, sem nýtur mikilla vinsælda. Til skamms tíma bauð skóli þessi aðeins upp á hross af norskum stofni, en fyrir nokkru bættist íslenzkur hestur 1 safnið og ber hann nafnið Beitur. Það voru samtök Norðmanna, sem eiga íslenzka hesta, sem höfðu frumkvæðið að því, að heimilinu I Beitosdölen var gef- inn þessi íslenzki hestur. Reidar Jonson, forustumaður í þessum samtökum, hafði samband við Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunaut og falaðist eftir íslenzk- um hesti til að gefa heimilinu. Gunnar sneri sér til Sambands íslenzka samvinnufélaga, og gaf SlS norsku samtökunum hestinn til að gefa sfðan hressingarheimil- inu. Var hesturinn afhentur með viðhöfn fyrir nokkru. Til athafn- arinnar kom Reidar Jonson ríð- andi á fslenzkum hesti og var hon- um vel fagnað. Afhenti Reidar fslenzka hestinn Beit, en Erik Storhaug þakkaði fyrir hönd stofnunarinnar og Sigurður Haf- stað bar kveðju frá Islandi. Gjafir og skatt- ar Rockefellers Washington 24. september — NTB NELSON Rockefeller, varafor- setaefni Fords forseta, upplýsti í gærkvöldi, að hann hefði ekki greitt tekjuskatt árið 1970, en Rockefeller er einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna. Tekjur hans þetta ár voru þó 2,4 milljónir dollara. Ástæðuna fyrir því, að Rockefeller greiddi ekki tekju- skatt, sagði hann vera þá, að hann hefði fengið mikinn frádrátt vegna stórgjafa til góðgerðar- starfsemi. Rockefeller stendur nú í yfirheyrslum fyrir öldunga- deildarþingmönnum áður en út- nefningin á honum sem varafor- seta verður staðfest. íbúð til leigu 3 herb. og eldhús, jarðhæð á besta stað í bænum. Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegí á mánudag merkt: 5238.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.