Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 ÍHnrgittttM&foiífr Utgefandi hf. Árvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr eintakið egar Sigurður Nordal kvaddi verk sín, talaði hann um viðskilnað. Ekkert verk er svo mikið og merkilegt, að það standi sjálfu lífinu framar. Nú er enn komið að viðskilnaði, þegar Sigurður Nordal kveður ævistarf sitt, „virðulegasti menningar- fulltrúi íslendinga um langt skeið“, eins og forseti íslands hefur komizt að orði, leggur í förina sem allir verða að fara, meira að starfa guðs um geim, eins og hann sjálfur taldi reynslu sína og annarra benda til. Af þeim sökum markar viðskilnaðurinn nú einnig þáttaskil í arfi ís- lendinga, sem alla tíð var aðaláhugaefni Sigurðar Nordals. Morgunblaðið minnist Nordals í dag, þakkar langt lífsstarf hans og fagnar því, að hans er m.a. sér- staklega minnzt í skólum landsins. Vart hefur nokkur húmanisti gefið þjóð sinni dýrari gjafir: vísindamaðurinn hefur lyft samhengi menningar vorrar í æðra veldi og skáldið aukið þessa sömu menningu að list og lífsvið- horfum. Morgunblaðið minnist Nordals í dag með sérstök- um hætti og kemur hann þar sjálfur ekki sízt við sögu, enda verður honum ekki reistur veglegri bautasteinn en hann hefur sjálfur gert. Forseti ís- lands, herra Kristján Eld- járn, segir í minningar- grein í Mbl. í dag: „Fágæt- ur persónuleiki og vinur er að vísu horfinn, en eftir stendur ævistarf Sigurðar Nordals sem gjöf hans til ókominna tíma.“ Maðurinn og mannssálin voru Sigurði Nordal jafnan efst í huga. Það er því eng- in tilviljun, að Mbl. birtir í dag sýnishorn af rithönd hans, með yfirskriftinni „Kostir mannssálarinnar“. Þessi ritgerð var aldrei prentuð. En fyrirsögn hennar leiðir hugann að kjarnanum í lífsstarfi og skáldskap Nordals. Nordal segir í Lífi og dauða m.a.: „Menning, kultur, í æðsta og strangasta skilningi þess orðs, er andlegur og siðferðilegur einstaklings- þroski, sem er ekki miðað- ur við gagn né laun. Hann ber ávöxt af sjálfu sér eins og gott tré. Hann hefur fyrirheit fyrir annað líf, ef það er til, eins og Sókrates sagði, „að góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnurn". En við gerum jafnvel þá kröfu, að við vöndum ekki hugarfar okkar og líferni af ótta við refsingar eða von um laun annars heims. Þá er viðleitnin ekki eins hrein. Hún á að vera sálar- leg eðlishvöt — á sama hátt og móðurástin er eðlishvöt, sem að vísu er nauðsynleg fyrir viðhald lífsins, en veit ekki af því, heldur gleymir öllum tilgangi í umhyggju sinni fyrir afkvæminu ...“ Og á öðrum stað í sama riti kemst hann svo að orði: „Staða mannsins í tilver- unni er með þeim ósköp- um, að hann sér allt niður fyrir sig, en ekkert upp fyr- ir sig ...“ En Nordal þoldi mönnum illa lága hugsun. Hann vildi ekki, að unnt væri að líkja þjóð sinni við gyltuna í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar, sem etur akarnið við rætur trésins, en veit ekki, hvaðan það kemur vegna þess, að hún hefur aldrei litið upp í laufkrónuna. Þessa skulum vér nú minnast að viðskilnaði — og ógleymanlegs persónu- leika Nordals, sem fór á kostum í góðra vina hópi, drakk í sig hræringar sam- tíðarinnar, var ekki ein- ungis skáld og fræðimaður, heldur diplómat og rektor, einlyndur í þroska sinum, marglyndur að upplagi og eðlisfari og svo eftirminni- legur, að erfitt er að dæma um, hver hefur sett meiri svip á menningar- og þjóð- líf Islendinga á vorri öld, vísindamaðurinn, skáldið — eða maðurinn Sigurður Nordal. Hann mun ekki síður koma við sögu þjóðar vorr- ar í framtíðinni en á þessari öld samtíðar vorrar. NORDAL r~r^F!----- THE OBSERVER J2T^ ______-■______ Eftir Patrick O’Donovan Harold Wilson, leiðtogi Verkamannaflokksins, Jerome Thorpe, leiðtogi Frjálslynda flokksins, Edward Heath, leiðtogi íhaldsflokksins. Skiptir engu máli, hver sigurvegari verður? HINN óbreytti kjósandi í Bretlandi er hreint ekkert ánægður með að nýjar kosningar skuli nú vera í vændum Ekki eru nema sjö mánuðir, síðan kosið var. Lítill áhugi verður á þess- um kosningum nema meðal æstra flokksmanna og stjórnmálamann- anna sjálfra í öðrum löndum gripur um sig sérstök tilfinning, þegar kosningar eru í nánd, borgarar uppveðrast af spennu og líta á þetta sem skemmti- legan leik og hver maður skuli taka þátt í honum Þótt þetta ástand hafi oft rikt fyrir kosningar i Bretlandi þá sýnist sem það verði ekki nú. í augum meiri- hluta brezkra kjósenda gefa kosning- arnar engin fyrirheit um að þeir geti valið þar eina ákveðna leið til björg- unar vegna efnahagskreppunnar í landinu f augum kjósenda felst þessi kosningarbarátta aðeins i endalausum sjónvarpsumræðum stjórnmálamanna, auknum skrifum stjórnmálasérfræðinga i blöðin og fl. þvillku. Það mun hafa í för með sér leiðin- lega og langdregna fundi i skólum eða í kirkjum og öðrum sölum Ekk ert bendir til að þessir fundir eða niðurstaða þeirra skipti sköpum fyrir framtið þjóðarinnar. Og þó viðurkenna allir, að nauð- synlegt sé að kosningar fari fram. Vegna þess að i siðustu kosningum fékkst úr svo fáu skorið Vegna þess að núverandi stjórn er minnihluta- stjórn og íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn leyfa Verkamanna- flokknum aðeins að stjórna að nafn- inu til Og vegna þess að slik jafn- vægislist sem stjórn Wilsons hefur orðið að stunda siðustu sjö mánuði er i andstöðu við eðli brezkra kjós- enda og gerir þá óörugga Brezkir kjósendur vilja að ríkisstjórnin hafi starfhæfan meirihluta i þinginu, jafnvel þótt meirihluti hennar sé byggður á minnihlutafylgi kjósenda eins og komið hefur fyrir. Svo að flest hnigur i þá átt að álykta megi að mikill meirihluti kjós- enda myndi draga andann léttar, ef hreinn meirihluti fengist, jafnvel þótt ekki væru allir dús við þann meirihluta (Hér verður að sjálf- sögðu að undanskilja stjórnmála- mennina sjálfa og einarða flokks- menn) Og kjósendur leggja áherzlu á að sá meirihluti sem fengist ein- beitti sér að einu verkefni, þv! eina verkefni, sem er verulegt áhyggju- efni brezku þjóðarinnar nú — efna- hagsástandið i landinu, sem virðist gersamlega komið úr öllum bönd- um. Öll önnur mál — þótt mikilvæg séu ! sjálfu sér — koma i annað sæti. Þar er m.a. átt við hið erfiða ástand á írlandi. Auðvitað eru þjóðernisflokkarnir litlu ekki sama sinnis, bæði í Wales og Skotlandi Ekki mun boðskapur þeirra heldur verða það, sem ræður úrslitum í þessum kosningum. Þá er spurningin um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu Bret- ar fóru hálfvolgir í bandalagið og ýmsar likur benda til að meirihluti brezkra kjósenda sé andvigur aðild að EBE, ekki vegna þess að hún boðar brot á aldagömlum hefðum, heldur vegna þess að þá býður i grun að aðildin sé þeim enginn ábati og muni fremur veikja stöðu Bret- lands en hitt þegar fram í sækir. Allir frambjóðendurnir gera sér áreiðanlega Ijósan raunveruleikann í kosningabaráttunni. Hagur manna hefur versnað og gæti versnað enn. Vöruskortur hefur gert vart við sig, og þar sem sá skortur er einnig á nauðsynjavörum eins og sykri, salti, kjötvörum o.fl. þá veldur það auk- inni spennu. Það ástand sem rikir í efnahagslifi Bretlands tjóir ekki að rekja til vondrar stjórnar einvörðungu, ekki heldur til sérhagsmunagirni verk- lýðssamtakanna, eða stirfni atvinnu- rekenda né heldur til olíukreppunn- ar Ailt á þetta sinn þátt í vandan- um En það er enginn einn bölvald- ur. Vissulega gera menn sér Ijóst að vandi Breta er sá sami og flest lönd heims eru að glíma við En það hjálpar ekki hinum óbreytta kjós- anda sem verður að velja sér björgunarlið eftir beztu samvizku Svo að þessar kosningar eru sér- stæðar á margan hátt Fólk sem venjulega hefur getað greitt atkvæði og talið það vera í þágu sjálfs sín verður nú að greiða atkvæði án þess að geta treyst þvi að hagsmuna þess verði gætt af þeím sem til valda komast Siðustu daga hafa talsmenn flokk- anna haft uppi svipuð kosningalof- orð og venja er til. En að þessu sinni spyr kjósandinn, hverju verði hann þurfi að greiða þessi kosningaloforð Verklýðssamtökin lofa að gera engar kröfur sem muni reisa efnahaginn upp á rönd — að minnsta kosti ekki, ef Verkamannaflokkurinn vinn- ur sigur. Og fáir virðast leggja trún- að á þau orð Öfgasinnar á báðar hliðar hafa verið beðnir að hafa sig hæga Ætla mætti það skipti ekki megin- máli hver verður sigurvegari í þess- um kosningum Hver sem vinnur verður neyddur til að gera sömu ráðstafanirnar og þær verða ekki vinsælar hjá almenningi. Þess vegna þarf starfhæfan meirihluta til að gera þær ráðstafanir, Talað er um samsteypustjórn og margir eru tor- tryggnir á slíkt En hvernig sem á allt er litið þá verða þetta um margt óvenjulegar kosningar (Lauslega þýtt og stytt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.