Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 17 HARÐNANDI afstaða Banda- rfkjamanna gagnvart olfurfkj- unum hefur leitt til þess, að bollalagt er hvort til átaka geti komið f heiminum um olfuna. James Schiesinger, landvarna- ráðherra Bandarfkjanna, hefur reynt að eyða þessu tali með yfirlýsingu þess efnis, að hernaðaraðgerðir séu ekki ráð- gerðar til þess að tryggja óhindraða olfuflutninga og koma f veg fyrir hækkanir á olfuverðinu, en bollalegging- arnar halda áfram. Jafnframt er gert ráð fyrir að á fundi utanríkis- og fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, Vest- ur-Þýzkalands, Bretlands, Japans og Frakklands í Camp David um næstu helgi verði ákveðið að grfpa til sameigin- legra aðgerða til þess að mæta hættunni á hækkandi olíuverði. Bandarískir embættismenn segja, að engin ákvörðun verði tekin á fundinum, en um það er rætt, að koma verði á fót ein- hvers konar samtökum olíuinn- flutingsríkja til þess að kljást við samtök olíuframleiðslu- ríkja, OPEC. Ósveigjanleg afstaða Banda- ríkjastjórnar hefur komið fram í ýmsum yfirlýsingum undan- fama daga. Ein síðasta yfirlýs- ingin kom frá Nelson Rocke- feller á miðvikudaginn, þegar hann sagði, að það væri „nánast ógerningur að leysa verðbólgu- vandann í Bandarikjunum og rétta við greiðsluhallann ef Arabar héldu áfram að hækka olíuverðið". Jafnframt hefur afstaða þingmanna harðnað. Frank Church öldungadeildar- þingmaður leggur til, að Banda- ríkjamenn hætti allri aðstoð við olfuframleiðslulönd, sem neita að lækka olíuna. Ford forseti og Kissinger utanríkisráðherra sögðu báðir á mánudaginn, að áframhaldandi hækkun olíuverðsins fæli f sér hættu á heimskreppu og gæti lamað allt skipulag alþjóðasam- starfs. Upphaflega mótaði Ford hina harðnandi stefnu í ræðu þeirri, sem hann hélt f Alls- herjarþinginu í síðustu viku, þegar hann varaði við því, að hægt væri að nota matvæli sem vopn gegn þeim, sem notuðu olíuna fyrir vopn. Bæði Ford og Kissinger, sem talaði einnig á Allsherjarþinginu, hvöttu til alþjóðasamstarfs til þess að leysa orkukreppuna og koma á fót nýju verðlagskerfi, sem allir gætu sætt sig við. Þessar yfirlýsingar bera þess vitni, að bandarískir ráðamenn séu að komast að þeirri niður- stöðu, að helztu iðnaðarríki heims verði að sýna hörku ef þau eigi að komast hjá veruleg- um skakkaföllum f efnahags- málum. Stefnubreytingin sést á því, að fyrir aðeins nokkrum mánuðum lagði Kissinger á það mikla áherzlu, að forðazt bæri að gefa nokkrar yfirlýsingar, sem gætu reitt olíuframleiðend- ur til reiði. Aðalvandinn virðist hins vegar sá að samræma hina harðnandi afstöðu tilraunun- um, sem eru gerðar til þess að koma á friði í Miðausturlönd- um. Viðbrögð Araba hafa verið á þá lund, að ræður Fords og Kissingers jafngildi ógnun við fullveldi þeirra. Fyrirsögn í blaðinu „Beirut" var talin dæmigerð: „Ford hótar að taka olíu Araba með valdi.“ Dálka- • höfundur blaðsins „An Nahar" sakaði Bandaríkjamenn um að beita fjárkúgunaraðferðum og sagði, að Arabar hefðu aðeins um tvennt að velja, að gefast upp eða halda áfram að hækka olíuna og taka afleiðingunum. En svar olíuframleiðsluland- anna við ræðum Fords og Kiss- ingers hefur verið krafa um, að Bandaríkin og önnur iðnaðar- rfki lækki verð á útflutningi sfnum. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa áður varað vestræn ríki við því að setja á fót samtök olíunotendaríkja eins og talið er að rætt verði um á fundinum i Camp David um helgina, og hótað alls konar hefndarráð- stöfunum ef hugmyndinni verði hrundið í framkvæmd. En á það er bent, að ásadandið f olíumálunum sé þegar orðið svo slæmt, að það geti varla versn- að, og Kissinger virðist hafa ákveðið að einbeita sér að lausn þessara mála. Hann telur efna- hagserfiðleika Vesturlanda al- varlega ógnun við stjórnmála- jafnvægi þeirra og óviðunandi, að örfá olíurfki tryggi sér gffur- legt vald til þess að lama hag- kerfi háþróuðustu ríkja heims- ins. Kissinger virðist staðráð- inn í að sjá til þess, að Banda- rfkjamenn taki í sínar hendur skelegga forystu í efnahagsmál- um Vesturlanda. Að vfsu reyndi Kissinger að leysa orkumálin með ráðstefnu þeirri, sem hann efndi til f Washington í febrúar og sú til- raun fór út um þúfur, aðallega vegna afstöðu Frakka, sem lögðust gegn tilraunum til þess að móta sameiginlega afstöðu gegn olíuríkjunum. En sfðan hefur aukizt skilningur á af- leiðingum samtakaleysis, áhrifavalds olíuframleiðslu- landanna, hráefnaskorts og olíuverðhækkana í öllum iðnað- arlöndum. Kissinger telur, að eina lausnin séu sameiginlegar varnir í efnahagsmálum og hann virðist reiðubúinn til þess að veita þá forystu, sem þarf. Mikið getur oltið á afstöðu Frakka, og hækkandi olíuverð hefur raunar komið hvað harð- ast niður á þeim. Þeir hafa ákveðið hámarksinnflutning á olíu fyrstir vestrænna þjóða og gert áætlanir um orkuskömmt- un í verksmiðjum og á heimil- um. Nýir menn eru við stjórn- völinn, en Jean Sauvanargues utanríkisráðherra hefur ítrek- að þá skððun stjórnar sinnar, að deilumálin verði aðeins leyst með samningum og samvinnu. Annars óttast hann, að komið geti til efnahagsstríðs. Svipaður ótti um efnahags- strfð hefur komið fram á fundi fjármálaráðherra samveldis- landanna í Ottawa, og í Vestur- Evrópu. Þessi ótti getur sett svip sinn á viðræðurnar f Camp David. Ljóst er, að vestur-þýzku stjórninni og fleiri ríkisstjórn- um í Vestur-Evrópu hefur gramizt, að ekkert samráð var haft við þær áöur en Ford og Kissingar mótuðu hina nýju og hörðu afstöðu Bandaríkja- stjórnar. Frakkar munu senni- lega túlka sjónarmið Araba á fundinum þótt fulltrúi Frakka á orkumálaráðstefnu, sem nú er haldin í Detroit, hafi lýst þeirri skoðun sinni, að Frakkar muni taka þátt f samstarfi með öðrum þjóðum um „áþreifan- legar aðgerðir til þess að lækka olíuverðið". Viðræðurnar í Camp David geta reynzt erfiðar þótt meiri vilji sér til samkomu- lags um aðgerðir en á orkuráð- stefnunni f febrúar. Þær geta sýnt hvort samstaða er um varnir í efnahagsmálum Vest- urlanda og hvort slíkar varnar- aðgerðir muni leiða til efna- hagsstrfðs. Flóðin f Norður-Honduras skoluðu þessu húsi f heilu Iagi upp á brú þessa f Aguan-dalnum. Deilur um tölu látinna Tegucígalpa, Honduras 26. september — Reuter. ALÞJÓÐLEGA hjálparstarfið á flóðasvæðunum f Norður- Honduras gekk betur f dag, en rfkisstjórn landsins gaf upp hærri dánartölu enn einu sinni í andstöðu við áætlanir banda- rfskra sérfræðinga. Cesar Batres, utanrfkisráðherra Honduras, sagði á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna f dag, að 10.000 manns hefðu farizt f flóðunum, sem fellibylurinn Fifi kom af stað, en það eru a.m.k. 1000 fleiri en hjálparstarfsstjórnin hafði áætlað. Yfirmaður hjálparstarfs Bandarfkjanna á þessu svæði sagði f gær, að hann hefði ekki staðfestar fréttir af meira mann- tjóni en 1000, og um 10.000 manns, sem þörf hefðu fyrir hjálp. Þessar tölur hans eru að mestu f samræmi við ágizkanir annarra erlendra manna á staðnum. En ljóst er, að flóttamennirnir, sem nú eru flestir I sérstökum búðum, eru alvarlega þurfandi fyrir mat og lyf, og kom sulturinn berlega f ljós f gær, þegar kalla þurfti út herinn til þess að koma f veg fyrir, að múgurinn brytist inn í járnbrautarvagna fulla af ban- önum f borginni Ceiba. Andreas Papandreou: Kosningar bjóða Konstantín heim Aþenu 26. september —Reuter. ANDREAS Papandreou, leiðtogi griskra sósíalista, sagði í dag, að nýjar kosn- ingar, sem búizt er við að verði i nóvember, kynnu að vera gildra til þess að koma Konstantín konungi aftur til valda. Papandreou, sem nú er leiðtogi Samhell- ensku sósíalistahreyfingar- innar, sagði á blaðamanna- fundi, að ríkisstjórn með meirihluta að loknum kosningum gæti boðið Konstantín að snúa aftur til konungdóms. „Ekkert gæti bannað þeim að gera slíkt,“ sagði Papandreou. Bömum Kennedys hótað Quincy, Massachusetts 26. september — Reuter. BLAÐAFULLTRUl Edwards Kennedy hefur skýrt frá þvf, að daginn áður en Kennedy til- kynnti, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forsetakjörs árið 1976, hefðu honum borizt hótanir gagnvart börnum hans. Hann neitaði þó, að hótanirnar hefðu átt nokkurn þátt f ákvörðun Kennedys. Alrfkislögreglunni, FBI, vartil- kynnt um hótanirnar, en Kennedy safnaði f jölskyldunni saman á heimili hennar f Hyannisport f Massachusetts. Heimildir segja, að hótanirnar hafi komið frá samtökum öfga- manna til vinstri. Daginn eftir tilkynnti Kennedy, að hann mymji ekki bjóða sig fram 1976 vegna skyldna sinna gagnvart fjöl- skyldu sinni. Sagði hann þá ákvörðun endanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.