Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 40
 GISHS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Það voru mörg börn, sem fylgdust með í Hafravatnsrétt nú f vikunni og það er enginn smávegis bændasvipur á unga fðlkinu, sem er hér á myndinni að gæla við þennan myndarlega hrút. Krakkarnir bangnir, nei ekki aldeilis, þeir kunna nú að taka til hendinni f réttunum og kanna hve vænt féð kemur af fjalli. Sundurskotin björgun- arskýli á Vestfjörðum TVÖ SKVLI Slysavarnafélags Is- lands á Vestfjöröum urðu illa úti í sumar fyrir tilverknað skotglaðra manna, en einnig hefur verið stol- ið ýmsum neyðarvarningi úr slysavarnaskýlum á Vestfjörðum. Við höfðum samband við Jón Guð- bjartsson, formann Slysavama- deildarinnar Hjálpar á Bolungar- vík, og sagði hann, að alltaf af og til undanfarin ár væru framin skemmdarverk og þjófnaðir í sumum skýlum vestra. „Skýlið í Skálavík,“ sagði Jón, „hefur fengið að vera í friði en skýlin í Stigahlíð, Skálavíkurheiði og Ós- hlíð hafa öll orðið fyrir þjófnuð- um og skemmdarverkum. I Stiga- hlíð hefur t.d. verið stolið ullar- fatnaði, kynditækjum, skófatnaði og öðru, en skýlin í Óshlfð og á Skálavíkurheiði voru öll sundur skotin í sumar. Meira að segja síminn í skýlinu á Skálavíkur- heiði var sundur skotinn og skotið hefur verið f gegnum húsið í Ós- hlfð. Er það anzi mikil bíræfni, því ekkert hefur verið aðgætt hvort menn kynnu að vera þar inni. Annars þykir okkur verst hve vægt er tekið á þeim, sem fremja slíka verknaði. Það komst til dæmis upp, að hinir skotglöðu menn voru héðan frá Bolungar- vík, en það hefur ekkert verið gert í málinu ennþá.“ 99 Bretar virði tvímæla- laust sömu reglur og okkar menri’segirsjávarútvegs ráðherra um friðuðu svæðin á Strandagrunni „ÉG tel, að Bretar hafi ekki neinn rétt til þess að stunda veiðar f friðaða hólfinu á Strandagrunni. Þeim ber tvfmælalaust að virða þær friðunarreglur, sem okkar skip verða að virða,“ sagði Matthf- as Bjarnason sjávarútvegsráð- herra f viðtali við Morgunblaðið f gærkvöldi, en hann var þá nýkom- inn frá Kaupmannahöfn úr emb- ættiserindum. „Það væri til Iftils að vera að friða þessi svæði,“ sagði hann, „ef Bretar fengju að djöflast f túninu, en ekki okkar menn. Annars voru þessi friðun- arlög sett f tfð fyrirrennara míns að tillögu Hafrannsóknastofnun- arinnar og hefur þetta verið mjög umdeilt meðal sjómanna." Kvaðst Matthfas mundu ræða þetta mál f sjávarútvegsráðuneytinu á morg- un og sfðan við Hafrannsókna- stofnunina eftir helgi. Vöruskiptajöfnuður: OHAGSTÆÐUR 8V2 MILLJARÐ UM HAGSTOFA Islands hefur birt bráðabirgðatölur um verðmæti út- og innflutnings fyrir fyrstu 8 mánuði þessa árs. Vöruskipta- jöfnuðurinn er þessa mánuði óhagstæður um 8,5 milljaðra, alls var flutt inn fyrir 29,6 milljaðra, en út fyrir 21 milljarð. A sama tfma f fyrra var vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um 1,2 millj- arði króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í ágúst- mánuði einum var óhagstæður um 3,8 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 80,4 milljónir. I ágúst var flutt inn fyrir samtals 2.859,5 milljónir en útflutningur nam 2.855,7 millj- ónum króna. Fyrstu 8 mánuði þessa árs var flutt út ál og álmelmi fyrir 3,3 milljarða. Af innflutningi voru skip fyrir 2,9 milljarða, flugvélar 152 milljónir og efni til lands- virkjunar að mestu vegna Sig- ölduvirkjunar 365 milljónir króna. Innflutningur til ISALS nam 1,9 milljörðum króna. Viðlagasjóður: 600 þús. kr. yfirdráttar- vextir á dag Yfirdráttur Viðlagasjóðs gagn- vart Seðlabanka Islands nemur nú 1300 milljónum kr. og hefur svo verið síðustu vikur. Viðlaga- sjóður greiðir um 16% í vexti af þessari upphæð þannig að vaxta- greiðslur Viðlagasjóðs af yfir- drættinum einum nema um 600 þús. kr. á dag. Hestur á rölti í plastfötu VAKTMAÐUR f Aburðarverk- smiðjunni tilkynnti lögreglunni f Arbæjarhverfi f fyrrakvöld, að hann hefði séð hest á vappi þar skammt frá með einn fótinn fast- an f plastfötu. 1 gær hafði lögregl- an uppi á hestinum og var hann þá ennþá á röltinu með plastföt- una. Fjarlægði lögreglan fötuna, sem hestinum mun haf áskotnazt f heimsókn á ruslahaugana, sem eru á þessu svæði. Kvennaskólinn hundrað ára Kvennaskólinn í Reykjavík verður 100 ára þriðjudaginn 1. okt. n.k. Kvennaskólinn er elzti starfandi gagnfræðaskóli á Islandi og var í fararbroddi í mik- illi hreyfingu í íslenzkum skóla- málum, sem hófst á þjóðhátíðar- árinu 1874 og stjórnarskrárbreyt- ingunni það ár. Stofnandi skólans var frú Þóra Melsteð og Páll Mel- steð. Þóra stýrði skólanum í 32 ár, en auk hennar hafa 3 konur veitt skólanum forstöðu, þær Ingibjörg H. Bjarnason, Ragnheiður Jóns- dóttir og dr. Guðrún P. Helga- dóttir. Guðmundur náði hálfum stór meistaratitli á Costa Brava „ÞAÐ VAR vitað strax eftir sfð- ustu umferðina, að Júgóslavinn Kurajica var hærri en ég að stigum. Hins vegar varð skák- stjóranum eitthvað á f mess- unni, og það var einmitt við hann, sem AP-fréttastofan ræddi, og þannig er þessi mis- skilningur kominn hingað til lslands,** sagði Guðmundur Sigurjónsson skákmeistari f samtali við Mbl. f gær, en hann var þá nýkominn frá Costa Brava. I samtalinu kom fram, að á skákmótinu þar náði Guðmundur Sigurjónsson stór- meistaraárangri, og hefur þvft skilst, að það hafi ekki verið talað hlýlega um hann hér uppi á Islandi, en það er að sjálf- sögðu ómaklegt. Þetta er alveg fyrirtaks náungi. Hann náði nú stórmeistaraárangri í annað sinn á árinu, og verður út- nefndur stórmeistari á næsta þingi Alþjóða skáksambands- ins.“ Guðmundur sagði, að hann og Kurajica teldust báðir sigur- vegarar mótsins með 7'A vinn- ing af 11. Júgóslavinn hefði hlotið fleiri stig, því hann lagði að velli menn, sem höfðu fleiri vinninga samanlagt í mótinu en rekstri þar sem ég hef ekki fyrir neinni f jölskyldu að sjá.“ Árangur Guðmundar á skák- mótinu á Costa Brava er sá bezti, sem hann hefur náð síðan hann fór út í atvinnumennsku f skák og aðeins einu sinni áður hefur hann náð jafngóðum árangri. Það var á alþjóðlega mótinu I Reykjavík 1970, en í þvf móti varð hann sigurvegari. Þá náði hann einnig stór- meistaraárangri, en hann kemur ekki til reiknings nú, þvf þá var Guðmundur ekki enn orðinn alþjóðlegur meist- ari. Mótið á Costa Brava var Guðmundur Sigurjónsson. Ljósm. Mbl. Guðl. Sigm. Skákstjóranum varð á í messunni og af því spratt misskilningurinn krækt sér f hálfan stórmeistara- titil eins og það er kallað. 1 nóvember n.k. teflir hann á mjög sterku móti f Sovétrfkjun- um, og ef hann nær eins góðum árangri þar, tryggir það honum stórmeistaratitil. „Ég vil nota tækifærið og leiðrétta þann misskilning, sem fram kom, að Kurajica hefði kært úrskurð skákstjórans. Slíkt kom aldrei til greina, þvf við vissum báðir frá upphafi hvor okkar var hærri. Mér þeir menn, sem Guðmundur vann. Þeir skipta með sér 1. og 2. verðlaunum og það, að Júgóslavinn er hærri að stigum, þýðir nánast það eitt, að hann eigi að taka á undan við verð- laununum. Ekki kvað Guðmundur verðlaunin hafa verið neitt sérstaklega há. „Ef einhver heldur, að atvinnu- mennska I skák mali gull, þá er það mikill misskilningur. Hún gefur þó alltaf eitthvað í aðra hönd, og ég er nú heldur ódýr í ágætlega mannað, þrír stór- meistarar, 7 alþjóðlegir meist- arar og tveir titillausir. Guðmundur tapaði ekki skák í mótinu, alveg eins og 1970, og náði nákvæmlega þeim vinn- ingafjölda, sem til þurfti í stór- meistaraárangur, 7'A vinning. Því er hálfur titill f höfn, og nú þarf hann að ná stórmeistara- árangri á 16 manna móti til að hljóta útnefningu sem stór- meistari. Og það er einmitt 16 manna mót, sem er næst á dagskrá hjá Guðmundi. „Mitt næsta verk- efni verður mjög sterkt mót, sem haldið verður Sovétríkjun- um, nánar tiltekið f borginni Tiflisi nálægt Svartahafi. Það hefst í lok nóvember og lýkur um miðjan desember. Ég veit ekki ennþá hverjir tefla á þessu móti, en mótin f Sovétríkjunum eru ætið mjög vel mönnuð. Ætli það verði ekki 6—8 stórmeistar- ar með á þessu móti. Þá mun ég Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.