Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 I SUMAR hóf Erlendur Lysteinsson bóndi á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu byggingu óvenju stórra fjár- húsa ásamt hlöðu. Er nú búið að steypa grunn að fjárhúsun- um og hlöðubyggingin er langt komin. Verður haldið áfram með byggingarnar meðan tfð leyfir. Fréttaritari Mbl. brá sér heim að Stóru-Giljá og bað Erlend að lýsa byggingunum, en hér er um að ræða stærsta fjárhús landsins svo og hlöðu. Erlendur segir þannig frá: Fjárhúsin verða 45x19,8 m að flatarmáli eða 891 fm og eiga að rúma um 900 fjár á garða. Garðarnir verða 4, hver þeirra 43 m á lengd og 2 m breiður fóðurgangur innan við þá. Hey- inu verður ekið fram garðana á vagni, sem gengur á spori á garðaböndunum. Hægt verður að aka vagninum inn í hlöðuna og fast að heystálinu, því að gólfhæð í hlöðunni verður hin sama og á fóðurganginum. Vagninn mun verða knúinn með rafmagnsmótor, sem væntanlega mun ganga fyrir rafmagni frá rafhlöðum. Sá, sem gefur, á að geta staðið í vagninum fram garðana og mokað úr honum á leiðinni. Görðunum verður lokað með járnrimlum meðan verið er að gefa og að því loknu verða sömu rimlar felldir yfir heyið þannig, að féð á ekki að geta slætt þvf niður í krærnar. Þetta Erlendur Eysteinsson á Stóru-Giljá er stærsti fjárbóndi landsins. Hann var með 1100 fjár á fóðrum s.l. vetur, og f sumar átti hann 2500 fjár á fjalli. Hann lagði 12—1300 fjár inn til slátrunar f haust en um 200 lömb setti hann á fóður, „til viðhalds og aukningar" eins og hann orðaði það. Ljósm. Mbl. SS. Stærsta f járhús landsins: Á að rúma 900 fiár á garða kemur líka í veg fyrir að féð ryðjist um of á garðana meðan verið er að gefa, en við því væri hætt, þegar garðarnir eru svona langir. t krónum verða grindur og undir þeim 2,5 m djúpur kjall- ari fyrir taðið. Húsin verða undir einu risi. Ef fénu er gefið inni um sauð- burðinn, er nauðsynlegt að hafa vaktaskipti við gæslu fjár- ins og ætlunin er að gera skýli fyrir gæslumann efst í miðjum húsunum til þess að hann geti auðveldlega fylgst með ánum. Grunnflötur hlöðunnar er 50x9 m eða 450 fm, vegghæð 4,6 m og rúmmál 2250 rm. Á báðum stöfnum verða bílfærar dyr og þvf hægt að aka í gegnum hana. Súgþurrkunarkerfið verður þannig úr garði gert að hægt verður að taka einstaka hlúta þess upp jafnóðum og gefið er úr hlöðunni og því hægt að fara með öll nauðsynleg tæki þangað inn eftir þörfum. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að hægt sé að fylla hlöðuna að mestu með moksturstækjum f stað þess að þurfa eingöngu að nota blásara. Súgþurrkunar- kerfið er svo hægt að leggja f réttar skorður jafnóðum og þess gerist þörf. I miðri hlöð- unni verður styrktarveggur og á honum bflf ærar dyr. —Björn. Hlaðan er á við fjölbýlishús f Reykjavík. Bflarnir gefa góða hugmynd um stærð hússins og litlu þústirnar tvær, en það eru smiðir að störfum. BRETAR OG V-ÞJOÐ- VERJAR NEIKVÆÐIR Bonn,London, Kaupmannahöfn, Gautaborg 26. sept. — NTB, Reuter. TALSMAÐUR Bonn-stjórnarinn- ar sagði, að Vestur-Þjóðverjar æsktu viðræðna við Norðmenn áður en þeir aðhefðust nokkuð f útfærslu fiskveiðilögsögunnar úti fyrir Norður-Noregi. Sagði hann, að Þjóðverjar veiddu á milli 50 og 100 þúsund lestir árlega á um- ræddu svæði og þvf gæti útfærsla norsku fiskveiðilögsögunnar skaðað mjög hagsmuni þeirra. „Brezka stjórnin fagnar því, að Norðmenn vilja hefja viðræður um aðgerðir til verndar fiskstofn- um,“ sagði talsmaður hennar á fimmtudag. Hann neitaði að ræða nánar þær aðgerðir, sem Norðmenn segjast ætla að grípa til, þar sem Bretum hefur ekki verið tilkynnt formlega um þær, en hann bætti þó við að í augum Breta væri munur á þvf að leita eftir viðræð- um um heppilegar aðgerðir, sem grípa mætti til til verndunar fisk- stofnum, og viðræðum, sem hafn- ar væru eftir að gripið hefði verið til aðgerðanna. Itrekaði hann þá skoðun Breta, að þeir væru and- vígir útfærslu fiskveiðilögsögu einstakra rfkja, nema fyrir þeim væri stoðí alþjóðalögum. Sjávarútvegsráðherra Dana, Nils Anker Kofoed, sagði á fimmtudag, að hann hefði ekkert út á það að setja, að Norðmenn færðu út í 50 mílur „fyrir norðan, þar sem þeir verða að taka tillit til sjómanna þar.“ En ég vona, að þeir virði núverandi fiskveiðilög- sögu fyrir vestan og sunnan og færi hana ekki út líka,“ bætti hann við. „Persónulega er ég mótfallinn útfærslu. Ég hefði heldur viljað, að samið væru um kvótaveiðar," sagði Kofoed. Utfærslan mun snerta lítt hagsmuni danskra sjó- manna, að því er danski ráðherr- ann sagði. Talsmaður sænsku stjórnar- innar, Rune Johansson, sagði, að ákvöröun Norðmanna um að færa út f 50 mílur, snerti ekki sænska sjómenn, heldur fyrst og fremst Breta og Rússa. „Þetta getur hins vegar leitt til þess, að Bretar færi út sína fisk- veiðilögsögu og þá horfa málin öðru vísi við okkur," sagði Johansson. — 50 mílur Framhald af bls. 1 yrði stefnt fyrir Alþjóðadómstól- inn í Haag. Um tilgang þessara aðgerða sögðu ráðherrarnir, að þær væru nauðsynlegar til verndunar norska þorskstofninum og vitn- uðu þeir f orð vfsindamanna, sem telja hann nú í bráðri hættu. Sögðu þeir, að aðstæður hefðu breytzt eftir að Sovétmenn sögðu upp alþjóðlegu samkomulagi um kvótaveiðar á þorski. Norska stjórnin hafði áður margsinnis lýst því yfir, að hún ætlaði ekki að færa út fiskveiði- lögsöguna fyrr en niðurstöður hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lægju fyrir. En undan- farnar vikur hefur hún verið und- ir stöðugum þrýstingi sjómanna, sem kvartað hafa undan því, að veiðarfæri þeirra séu eyðilögð af erlendum togurum undan Norð- ur-Noregi, og hafa samtök þeirra haft uppi kröfur um útfærslu í 50 mílur. Formaður Norska sjómanna- sambandsins, Johan J. Toft hefur lýst ánægju sinni með tilkynn- ingu stjórnarinnar og bent á, að hún væri tilkomin vegna þrýst- ings frá sjómönnum. — Varnar- samningur Framhald af bls. 1 var, að varnarliðsmönnum skyldi fækkað en Islendingar tækju að sér tiltekin störf, sem hingað til hafa verið unnin af Bandaríkja- mönnum. Þá var einnig ákveðið, að allir vamarliðsmenn skuli búa innan vallarins svo fljótt sem verða má. Ákveðið var að aðskilja almenna flugstarfsemi frá vam- arsvæðinu og að Bandarfkjamenn taki þátt I þeim kostnaði, sem af því hlýzt. Nánari viðræður um fram- kvæmd einstakra atriða munu fara fram í Reykjavík." Einar Ágústsson sagði I stuttu samtali við Mbl. eftir viðræðurn- ar, að samkomulag þetta þýddi, að unnið yrði að breytingum á til- högun varna á íslandi samkvæmt varnarsamningnum frá 1951 og nauðsynlegar breytingar gerðar innan ramma hans. Sagðist Einar vera ánægður með árangur við- ræðnanna og væri samkomulag þetta í samræmi við stjórnarstefn- una. Sagði hann, að nú væri hægt að taka upp nánari viðræður um útfærslu þessa samkomulags. Frederick Irving, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, hélt fund með fréttamönnum eftir við- ræðurnar og lýsti ánægju sinni með samkomulagið. I íslenzku viðræðunefndinni voru, auk ráðherrans, Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri, Hans G. Andersen, sendiherra, Haraldur Kroyer, sendiherra og Þorsteinn Ingólfsson, sendiráðs- ritari. Ræddu þeir fyrir hádegi við James Schlesinger, varnar- málaráðherra, og fleiri aðila f Pentagon en áttu því næst stuttan fund með Henry Kissinger utan- ríkisráðherra. Snæddi viðræðu- nefndin síðan hádegisverð í boði Sisco. Einar Ágústsson sagði, að bæði Schlesinger og Kissinger hefðu sýnt áhuga og samkomu- lagsvilja og verið vel heima í þess- um málum. Utför dr. Sigurðar ídag 1 DAG kl. 13.30 verður gerð útför dr. Sigurðar Nordals frá Dómkirkjunni. Mennlamálaráðuneytið hef- ur ákveðið að beita sér fyrir þvf, að dr. Sigurðar Nordal, prófessors, verði minnst f skól- um landsins og verk hans kynnt á skólaárinu 1974—75. Kynningin verður undirbúin á vegum ráðuneytisins. Gnúpverjahreppur: Lagið tekið og rambað á milli bæja Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, 26. sept. ÞAÐ ER nú fátt að segja héðan núna nema þurrkurinn og kuldinn, nístandi kuldi. Mest af fé er nú komið heim og kom féð sæmilegt af fjalli þótt heldur sé það lakara en sl. ár, en þá var nú líka metár. Við fengum fínt veður í Skaftholtsrétt, steikjandi hita og sólskin, og það var létt yfir mannskapnum og gaman að vera þar. Lagið var að sjálf- sögðu tekið svo undir tók og um kvöldið fór unga fólkið á ball, en aðrir voru ýmist heima eða fóru á milli bæja. Fjall- ferðin sjálf gekk vel þótt veður væri slæmt. Jón. Grímsey: r Etum okkar kjöt á dýra verðinu Grfmsey 26. sept. HÉR ER ruddaveður, slydda öðru hverju og stöðugur norð- anþembingur, allt upp f 50 hnúta. Við segjum þó allt ffnt hérna, annaðhvort væri nú hjá okkur eyjamönnunum, þvf alit vol Ifkar okkur helvfti illa. Það hefur aldeilis verið landlega hér að undanförnu, en peir skruppu þó á sjó f fyrradag, strákarnir, og fengu helv.,. brælu. Við erum nú að slátra hérna f rólegheitunum f mat- inn. Menn eiga hér vel fyrir sig af fé og við étum okkar fé, meira að segja á dýra verðinu þvf við fáum engar uppbætur og þurfum þær heldur ekki. Krakkarnir, sem sækja fram- haldsskólana á landinu, eru nú farin héðan og skólinn hér er að byrja. Hér eru nú 6 hús f byggingu, en þar af eru tvö fokheld. Und- anfarið hefur eitt og eitt hús verið byggt hér með margra ára millibili, en nú eru sem sagt sex á þessu ári og byggj- endurnir eru ungir menn, þrfr mcira að segja kornungir um tvftugt. Menn hafa það sem sagt gott hér og eru eldkaldir. — Alfreð. Hnífsdalur: Ljótt útlit með rækjusölu Hnffsdal 26. sept. HÉÐAN er nú fátt að frétta, það er nú venjan að við fáum fréttirnar frá ykkur þarna syðra, en engu að síður byrjar rækjuveiðin hér 1. okt. n.k. þótt útlitið sé nú ljótt með sölu á rækjunni. Allir markaðir eru yfirfullir erlendis og Englendingar, sem hafa keypt af okkur Islendingum um 500—600 tonn undanfarin ár, vilja aðeins kaupa 80 tonn I ár og á lágu verði. Það verður þó allavega byrjað á rækjuveið- inni hér hvað sem úr verður. Hér eru allir við sæmilega heilsu og kaupa sér glundrið annað veifið eftir efnum og ástæðum. Fólk hér, sem hefur kannað nýja hringveginn hér í Djúpinu, segir, að þar opnist mjög skemmtileg leið út með öllum fjörðum. A þessari leið er aðeins ein heiði, Þorska- fjarðarheiðin. Fólk bfður spennt eftir, að verkinu ljúki, en svo er ætlað í haust. — Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.