Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 5 Afkoma verzlunar lakari Eðvarð: Innsigli á kjaraskerðingu Gísli V. Einarsson formaður Verzlun- arráðs Islands: „ Afkoma verzl- unarinnar verður stórum lakari,, Eðvarð Sigurðsson formaðurDags- brúnar: „Bráðabirgðalög- in innsigli á kjaraskerðingu,, EÐVARÐ Sigurðsson formaður Dagsbrúnar vísaði til sam- þykktar miðstjórnar ASl og sagði auk þess: „Það er ljóst, að það er mikil kjaraskerðing framundan og má segja, að bráðabirgðalögin séu innsigli á það. Verkalýðshreyfingin mun reyna að verjast slíkum áföll- um, þó að ekki sé hægt að setja neinar tímasetningar á það, það verður að hafa sinn gang. Svo setur að mér nokkurn ótta um það, til viðbótar því óvissu- ástandi, sem rfkir í sambandi við verðlagsmál og annað, að það geti orðið það mikill sam- dráttur í atvinnulífinu, einkum hér á Reykjavíkursvæðinu, að það verði að hafa gát á, að ekki komi til atvinnuleysis, og það er kannski ekki sfður verkefni að fylgjast með öllum ein- kennum þar að lútandi." GlSLI V. Einarsson formaður Verzlunarráðs Islands sagði: „Hvað verzlunina snertir verð- ur ekki hjá því komizt að líta á þessi bráðabirgðalög um launa- jöfnunarbætur og verðlagsmál f samhengi við þær kvaðir, sem fyrrverandi og núverandi rfkis- stjórn hafa lagt á verzlunina að undanförnu. Þar á ég fyrst og fremst við bindiféð, sem innflytjendum ergert að greiða og í' öðru lagi lækkun á álagn- ingu verzlunarinnar, sem gerð var, er gengi íslenzku krón- unnar var lækkað síðast. Þetta bætist ofan á það ástand, sem ríkti hjá verzlun- inni, er síðustu kjarasamningar voru gerðir, en þá var staðan sú, að verzlunin treysti sér ekki til að skrifa undir samningana, nema til kæmu tilteknar ráðstafanir í álagningarmálum hennar. Voru fyrirheit um lag- færingar gefnar af þáverandi viðskiptaráðherra. Við höfðum enn ekki séð neinar efndir þessara loforða. Verzlunarráð Islands hefur látið gera könnun á afkomu verzlunarinnar og sýna niður- stöður hennar, að verzlunin hefur búið við hríðversnandi afkomu sfðustu árin. Á þetta einkum við um almenna heild- verzlun og smásöluverzlun. Þegar svo síðustu aðgerðir eru teknar inn í dæmið til viðbótar þvf, sem fyrir var, er Ijóst, að afkoman á ársgrundvelli verð- ur stórum lakari. Aðilar verzlunarinnar gera sér grein fyrir því, að mikill efnahagsvandi er á höndum og þeir eru allir af vilja gerðir að taka á sig sinn hluta byrðanna. Hins vegar verður ekki komizt hjá því að benda á, að verzlunin er af framangreindum ástæð- um og öðrum mun ver undir það búin en aðrar atvinnu- greinar að taka á sig þær launa- jöfnunarbætur, sem bráða- birgðalögin gera ráð fyrir. Framhald á bls. 25. & & & \ Læriö A & i * aö f & * dansa Eðlilegurþáttur í almennri menntun hvers einstaklings ætti að vera að /æra að dansa. Ath. Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru í dansi. Auka afsláttur ef foreldrar eru líka. Innritun stendurr. yfir Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Reykjavík: 20345, 25224, 84829 og 27524. Se/tjarnarnes: 84829 Kópavogur: 38 126 Hafnarfjörður: 28 126 Keflavík: 1690 Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík 72122 Dansskóli Sigvalda Reykjavík: 83260 Akranes: 83260 Borgarnes: 83260 Hveragerði: 83260 Jazzdansskóli Iben Sonne Reykjavík: 12384 Hafnarfjörður: 12384 Ballettskóli Eddu Scheving Reykjavík: 43350 \ & & DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi Loftur Júlíusson: Slysin um borð í skuttogurunum Varðandi ómakleg ummæli í f jölmiðlum og alvarlegar ásakanir á skipstjórnarmenn á skuttogur- um varðandi slysin um borð í nokkrum þessara skipa, þá vil ég fyrir hönd stéttarinnar mótmæla harðlega þessum alvarlegu ásökunum. I fyrrgreindum ásökunum eru áberandi orðin „vegna vankunnáttu“, í þvf sam- bandi vil ég benda hér á að þeir skipstjórnarmenn sem tekið hafa við stjórn á okkar skuttogurum eru þeir færustu sem völ er á hérlendis, vegna reynslu sinnar sem vanir skipstjórnar- og afla- menn togskipa af ýmsum stærð- um og gerðum um áraraðir marg- ir hverjir. Aðalorsaka slysanna ber síst að leita eða um að kenna hjá fyrr- greindum mönnum, heldur út- búnaði, staðsetningu og fyrir- komulagi tækja um borð í skipun- um sjálfum, en þar eiga hlut að máli erlendir tæknisérfræðingar sem teiknuðu og smíðuðu viðkom- andi skip eftir erlendum fyrir- myndum sem hafa þróast og fast mótast af framleiðendum þessara tækja og skipa. Skipstjórnar- mennirnir sem dagsdaglega stjórna og nota viðkomandi tæki og skip og bera ábyrgð á að vel fari, eru síðast kallaðir til. Við þá er sagt: gjörið svo vel, takið við þessu. Síðan er lagt af stað í fyrsta túrinn og kemur þá ýmislegt i ljós. Brúin er of framarlega, illa sést út um brúargluggana aftur á dekkið fram og til hliðar, sem þýðir stórskert öryggi skips og skipshafnar. Staðsetning sigling- ar og fiskileitartækja f stýrishúsi á þröngum og óhentugum stöðum, og langt frá þeim stað sem talist getur heppilegastur fyrir skip- stjórnarmanninn þegar mest þarf á að halda varðandi stjórnun skipsins, við trolltöku, á þröngum siglingarleiðum, í skipaþvögu og inn og útúr höfnum. Aftast í stýrishúsinu er síðan komið upp fyrirferðamiklum stjórnunarút- búnaði trollspils, grandaraspils og annarra dekkvfraspila, og sá mað- ur sem stjórna skal viðkomandi tækjabúnaði verður að skáskjóta sér og standa á hlið við þröngan og smáan gluggaútbúnað á aftur- vegg stýrishússins, í órafjarlægð og einangraður frá þeim mönnum sem á dekki vinna við að innbyrða og kasta trollinu, auk annarra starfa þar sem hífingar þarf með. Þetta tel ég vera eina af mörgum slysagildrum um borð f þessum skipum. Fyrrgreind stjórntæki eiga hvergi annarsstaðar að vera stað- sett en niðri á dekki, innanum þá menn sem þar vinna við sfn störf. Utbúnað þennan átti aldrei að fara með upp i stýrishús. Einnig má benda á að útbúnaður margra trollspila í skuttogurum okkar hefur verið hinn mesti skaðvald- ur, og valdið milljóna króna tjóni þar sem tapast hafa heilu trollin með öllum útbúnaði, vegna bremsugalla, ónákvæmra hraða- stillinga og stirðleika í inn- og útskiptingum á víratromlum spil- anna og fleira f þvf sambandi. Slíkir gallar eru einnig miklir slysavaldar. Dekkbúnaður allra íslensku skuttogaranna er slíkur að stór hætta er á, og hafa margir hlotið slæma byltu, og alvarleg slys hlot- ist af. Á vinnudekkinu eru sléttar járnplötur sem málað er yfir á meðan skipið er alveg nýtt. I not- kun, þ.e. þegar verið er að draga og hífa veiðarfærin og annað eftir dekkinu í sjógangi, bleytu og veltingi, þá segir það sig sjálft að öll málning hverfur og eftir verð- ur gljáandi bert járnið, hált eins og íssvell. Undir slíkum kringum- stæðum er hásetum ætlað að fóta sig og vinna sin verk án nokkurs til að grípa í sér til halds og stuðnings þegar á þarf að halda. Það var á árum gömlu kola- kynntu togaranna að vátrygginga- félög gerðu kröfu til að járnplötur þær sem lágu sitthvorum megin við vélarreisn á afturdekki væru upphleyptar (rifflaðar) járnplöt- ur, en ekki sléttar, til að forða mönnum frá slæmum byltum og slysum. Þetta þyrfti strax að at- hugast hér. Ég hefi verið á erlendum skut- togara þar sem dekkið var klætt með viðarklæðningu, og með upp- hleyptum járnplötum og er mikill munur að vinna á slfku dekki öryggisins vegna. Koma má fyrir handriðum með- fram upphækkunum sitthvorum megin á miðju dekki mönnum til halds og stuðnings. Þróunin í smíði staðsetningu og fyrirkomulagi tækjabúnaðar tel ég að hafi tekið allranga stefnu fljótlega eftir að fyrstu skut- togararnir voru smíðaðir og tekn- ir f notkun af þeim sem ekki kunnu skil á togaraútgerð, en verkfræðingar, tæknimenn, véla- og tækjaframleiðendur látnir ráða ferðinni í þessum málum. Fyrsti skuttogarinn sem ég kynntist og var skipstjóri á, Fairtry I, var þannig útbúinn að hann var með tvö stýrishús, ann- að frammi á dekki, en hitt aftast á skipinu beint upp af skutrenn- unni og upp af athafnasvæði þar sem hásetarnir unnu við veiðar- færin og við önnur störf á dekki. Þarna var skipstjóri við stjórnun skipsins þegar troll var tekið og kastað út aftur. Hin ákjósan- legustu skilyrði til að fylgjast með störfum manna á dekki og við að halda skipinu til f misjöfnum veðrum. Þetta sýndi mér að þarna væri hinn eini og rétti staður fyrir skipstjórann við stjórnun, vegna öryggis skips og skips- hafnar. Ég vil beina því eindregið til útgerðarmanna, skipaverkfræð- inga sem koma til með að teikna og láta smíða skuttogara í fram- tíðinni að hafa stýrishúsið upp af skutrennu aftast á skipinu, og munu skuttogurum komandi ára svipa mjög til flutningaskipa okk- ar sem keypt hafa verið hingað til landsins á allra sfðustu árum, og lfka vel vegna hentugs fyrirkomu- lags á dekki og rýmis. Við íslendingar stukkum inní skuttogaraþróunina einum 20 ár- um eftir að hún hófst, af slikum krafti að á aðeins 2 árum höfum við eignast eina 40 slfka, nýja og notaða. Flestir voru þeir valdir og keyptir af útgerðaraðilum sem aldrei hafa átt við togaraútgerð fyrr. Við vorum ekkert að hafa fyrir því að að smá þróa og þjálfa skipshafnir upp í notkun skipa með breytt fyrirkomulag og stað- setningu búnaðar skipanna til hins betra, heldur voru skipin val- in og keypt ný og notuð af mörg- um útgerðaraðilum sem aldrei fyrr höfðu komið nálægt togaraút- gerð á ævi sinni og studdust ein- göngu við upplýsingar sölu- mennskunnar einnar saman. Enda varð útkomann eftir þvf. Slík reynsla er oft dýru verði keypt, og sjómennirnir sem mestar kröfur eru gerðar til og eru með tækin f höndunum og nota daglega verða að venja sig við þær aðstæður og þann út- búnað sem þessi skip hafa upp á að bjóða með öllum kostum og göllum sem þar eru um borð. Að síðustu þori ég næstum að fullyrða að slysatíðni er ekki meiri um borð i þessum skipum hlutfallslega en almennt gerist á öðrum fiskiskipum, og með bætt- um útbúnaði sem ég minntist á hér að framan og með meiri þjálf- un og kunnáttu skipshafnar mun draga stórlega úr slysahættum um borð í þessum skipum. En minnumst þess ætíð að sjómennsku fylgir alltaf meiri slysahætta en landvinna. Verum þess vegna vel vakandi og vinnum að því að draga úr þessum hætt- um sem allra mest. Loftur Júlfusson, formaður skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.