Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 31 Sigríður Sigurðar- dóttir—Mmningarorð Fædd 25. júlf 1896 Dáinn 31. ágúst 1974. Þann 31. ágúst lést aú heimili sínu frú Sigríður Sigurðardóttir, Bjargi við Sundlaugaveg. Hún fæddist 25. júlí 1896 á Hörgslandi á Síðu. Foreldrar hennar voru Sigríður Steingrímsdóttir og Sig- urður Pétursson fyrrverandi landpóstur og bóndi. Sigríður Steingrímsdóttir var af Hlíðarætt og Víkurætt, Sveini Pálssyni lækni í Vfk, en Sigurður Péturs- son var af Hörgslandsætt og ætt síra Jóns Steingrímssonar. Foreldrar Sigríðar fluttust frá Hörgslandi að Árnanesi við Hornafjörð þegar hún var sex ára gömul og þar ólst hún upp. Um tvítugsaldur innritaðist hún í Kvennaskólann í Reykjavík og á skólaárunum kynntist hún mannsefni sínu Erlingi Pálssyni fyrrverandi yfirlögregluþjóni, en hann lést árið 1966. Erlingur og Sigríður bjuggu mest allan sinn búskap á Bjargi og var hjónaband þeirra farsælt og ástríkt í skini og skúrum lífsins. Þau eignuðust 10 börn, 7 dætur og 3 drengi, en drengina misstu þau alla, Pál sex mánaða og hina tvo nýfædda. Dæturnar eru: Jóhanna talsíma- kona, Asdís gift Úlfari Nathanaelssyni verslunarmanni, Ólöf Auður gift Ingvari Gíslasyni alþingismanni, Þuríður Erla gift Helga Hallvarðssyni skipherra, Sigríður Pálína menntaskóla- kennari, Ásta (lést 1. ág. 1973) gift Sigurði Geirssyni heildsala, Hulda gift Davíð Arnljótssyni verkfræðingi. Sigríður hafði mikinn áhuga á félagsmálum á sínum yngri árum. Hún gekk I Sjálfstæðis- flokkinn og var virkur þátttak- andi I störfum flokksins, m.a. fór hún út á landsbyggðina og stofn- aði sjálfstæðiskvennafélög með öðrum félagskonum. Einnig lét hún mjög til sín taka í svonefndu mjólkurmáli. Hún.beitti sér mjög fyrir því að mjólk yrði ekki öll gerilsneydd, svo ungbörn gætu fengið ógerilsneydda mjólk frá búum, sem væru höfð undir sér- stöku opinberu eftirliti. Hún var um tíma í skólanefnd Laugarnes- skólans, en þar var henni mjög umhugað um kristindómsfræðsl- una, taldi kristindóminn vænleg- astan til árangurs við uppeldi komandi kynslóða og besta vega- nestið sem skólinn gæti veitt nem- endum sfnum. Sigríður var stórbrotin kona. Hún var ekki já og nei í senn. Hún var einlæg og hreinskilin og gerði sér sérstakt far um að mynda sér skoðanir um ýmiss konar málefni og lét ekki hlut sinn fyrir neinum ef sannfæring hennar var annars vegar. Sigríður var trúhneigð að eðlisfari. Hún sótti stöðugt samkomur í boðun Fagnaðarerindisins í Hörgshlíð 12 síðustu 14 árin sem hún liföi. Hún talaði oft við fjölskyldu sína og kunningja um þá nauðsyn að hafa öðlast fyrirgefningu syndanna og þar með eilífa lífið í Kristi. Trúar- eldurinn brann í hjarta hennar. Fyrir um það bil 12 árum stór- slasaðist hún í bilslysi og fékk m.a. þungt höfuðhögg. Henni Erla Jóhanns- dóttir—Kveðja Fædd 27/9 1937. Dáin 19/5 1974. „Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, — líf mannlegtendar skjótt.“ H.P. Þegar aldurhnigið fólk og þrotið að kröftum hverfur héðan af heimi, er það eðlilegur kafli í lífsins bók. Þegar ung kona í blóma lífsins er kölluð héðan „á snöggu auga- bragði" stöndum við eftir högg- dofa og eigum erfitt með að trúa þvf, sem gerst hefur, erfitt með að skilja þá órannsakanlegu vegi, sem við blasa. Þannig fór okkur, frændgarði og vinum, f vor við sviplegt andlát Erlu Jóhannsdóttur, en hún lézt hinn 19. maf sl. Erla var fædd 27. september 1937 og ólst upp við mikið ástrfki sem einkabam hjónanna Guð- nýjar Gunnarsdóttur og Jóhanns Tryggva Ólafssonar, en hann lézt 12. febrúar sfðastliðinn. Bjuggu þau fyrst að Krossum á Árskógs- strönd, síðan á Akureyri en loks í Reykjavfk. Erla giftist 10. október 1956 Friðgeiri Olgeirssyni, sem nú er stýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Þau eignuðust einn son, Jó- hann Sigurjón, en hann ber nafn föður hennar og föðurbróður, Sigurjóns Ólafssonar, sem nú er látinn, en með þeim Erlu var ætíð mjög kært. Svo sem títt er um sjómanns- konur, hlaut Erla að bera drjúgan hluta af hita og þunga heimilis síns, auk þess sem hún starfaði lengst af hjá Landssíma íslands. Er þá ótalinn sá þáttur ævistarfs hennar, er síst skyldi gleymt, en það var óþrjótandi aðstoð hennar og umhyggja við foreldra sfna í löngum og erfiðum veikindum þeirra beggja. Við Erla vorum, auk þess að vera systradætur, leiksystur i bernsku og vinkonur á unglings- árum. Þó fundum fækkaði eins og gengur er árin liðu við dagsins önn, sló engum fölva á þessa vin- áttu. Það var í senn ánægjulegt og mannbætandi að eyða hjá henni dagstund, hvort sem rætt var um málefni líðandi stundar eða rifj- aðar upp gamlar bernskuminn- ingar. Og í sumar höfðum við ákveðið að eyða saman nokkrum dögum uppi í Borgarfirði, þar sem við lékum okkur forðum. Forlögin ætluðu þó annað. — Þegar ég hugsa til hennar, minnist ég hennar sem óvenju fallegrar og dagfarsprúðrar konu, sem mælti þeim gjarnan bót, sem á var haílað. Ég minnist hennar sem mætrar húsfreyju og ágætrar dóttur. Og ekki sízt minnist ég gleði hennar yfir litla sonarsyninum, sem hún naut svo skamma stund. Guð blessi þig Erla mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. fannst minnið ekki vera eins gott og fyrir slysið og tók hún sig þá til og lærði allan sálminn „Bjargið alda borgin mín“ og hafði hann oft yfir. Vildi hún með því sýna fjölskyldu sinni og vinum að bæn- ir Drottins þjóns voru heyrðar og minnið hefði aukist. Og það var merkilegt hvað Drottinn var góð- ur við hana, því allt fram á síð- ustu stundu annaðist hún um allt sem að henni sneri, var á stjái um bæinn í ýmsum útréttingum. Sfðasta morguninn sem hún lifði var henni þungt fyrir brjósti, en hresstist í hádeginu. Þegar dóttir hennar fór í vinnuna litlu seinna, þá var hún að sýsla í eld- húsinu og ekki veikindi á henni að sjá. Um kvöldið þegar dóttirin kom heim, lá hún dáin í rúmi sínu með Ritninguna sér við hlið. Það var góður viðskilnaður úr þessum heimi að sofna út frá Orði Lifsins. Ég enda þessa minningargrein með þeim sálmi sem henni var svo kær (4 sálm). Þegar ævi þrautin dvín þegar lokast augun mín þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól. Bjargið alda borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. Vinur. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna fáum við ekki skýrari og skiljanlegri svör í Biblfunni en raun ber vitni? Það er svo oft, sem hún virðist vera óákveðin. Eigið þér svar við þessari spurningu? Þegar Jesús var á þessari jörð var hann spurður alls konar spurninga. Þá létu menn hrífast af góðum svörum rétt eins og nú á dögum. En það er athyglis- vert, að Kristúr var oft óákveðinn i svörum. Hann svaraði einatt spurningum manna með því að spyrja þá annarra spurninga. Hann var t.d. spurður: „Ertu konungur Gyðinga?“ Þá svaraði hann: „Þú segir það.“ Þegar ríki unglingurinn spurði hvað hann ætti að gera til þess að erfa eilíft líf, spurði Jesús hann: „Hvað er ritað í lögmálinu?“ Þegar Jóhannes skírari sendi lærisveina sína til þess að spyrja? „Ert þú sá, sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?“ þá svaraði hann: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið heyrið og sjáið.“ Jesús þekkti vel tilhneigingu fólks til þess að spyrja óþarfra spurninga og vænta léttvægra svara. Hann vissi líka að það mundi ekki færa sér það í nyt, þótt því yrði svarað. í stuttu máli: Hann neitaði að vera „alfræðiorðabók“ og taka þátt í innihaldslausum og gagnslaus- um umræðum eingöngu vegna umræðnanna. Svörin, sem hann gaf, áttu að vekja menn til umhugsunar og athafna. Hann þekkti vel grunn- færnar hugmyndir um lífið og tilveruna og vildi ekki vita af þeim. Hann bauð mönnum að elska Guð, að þjóna honum og trúa á hann. Hann lét sér umhugað um huga og hjarta mannsins. Þvi var það, að „hinn mikli mannfjöldi hlýddi fúslega á hann“, þ.e. öll alþýða manna. Hann var vinur vina sinna, trúr sínum vinnuveitendum og með af- brigðum barngóður. Duglegri manni hef ég ekki unnið með til sjós, enda veit ég, að þeir eru margir, sem sakna handtaka hans og greiðvikni. Rögnvaldur var sonur sæmdar- hjónanna Ölavíu Ölafsdóttur og Jóhanns Pálmasonar frá Stíghúsi í Vestmannaeyjum. Hann ólst upp í foreldrahúsum, byrjaði um Lóa Björk Bóas- dóttir—Kveðja Ein horfin úr hópnum. Lóa Björk Bóasdóttir lést á Landspítalanum að morgni mánu- dagsins 16. september. Okkur bekkjarsystkinum hennar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð kom dánarfregnin svo sannarlega á óvart. Að vísu vissum við flest, að hún átti við alvarlegan sjúk- dóm að stríða, en að hann gæti bundið svo bráðan enda á líf hennar óraði okkur ekki fyrir. Lóa var ætíð hlédræg og lét lítið yfir sér. Aldrei nokkurn tíma nefndi hún sjúkdómserfiðleika sína á nafn, þó svo hún dveldi langdvölum á sjúkrahúsi. Oft sáum við Lóu ekki tímunum saman á veturna. en alltaf var jafn gott að fá hana aftur í hóp- inn. Hún var br. vel gefin og hörkudugleg að !æra. Aldrei drógst hún aftur f námi og var okkur námssystkinum sínum gjarnan fremri. : íklega hefðu margir gefist upp við minna mót- læti. Lóa var við ám í Háskól- anum og gekk þ; afburða vel, eins og reyndar við var að búast. Það er því vissuk ,a einum dug- andi og hugrökku>n þegn færra i þjóðfélaginu og þykir okkur mikill missir að. vottum for eldrum hennarog systkinum inni- lega samúð okkar. Bekkjarsystkini úr M.H. Minning: Rögnvaldur Jóhanns- son frá Stíghúsi lifandi systkinum og öldruðum föður, sem hann barðist svo drengilega fyrir að koma heim til Eyja eftir gosið, votta ég hlut- tekningu mína í sorg þeirra. Georg Stanley Aðalsteinssor fermingu til sjós, og það varð hans æfistarf. Það þótti vel skipað skiprúm, þar sem Rögnvaldur var, eins og sjá má af því, að síðustu tuttugu árin var hann há- seti með þeim kempum Binna heitnum í Gröf á Gullborgu og Guðmundi Inga á Hugni II., sem hafa verið með kunnustu afla- mönnum Eyjanna. Daglega var Rögnvaldur dulur og fáskiptinn, en við skál í góðra vina hópi opnaði hann sinn innri mann og þeir, sem kynntust honum þannig, minnast hans með hlýhug. Ég veit, að ég tala fyrir mun okkar allra, sem unnið höfum með honum um áraraðir, er ég segi, að við sjáum nú á bak eins okkar tryggasta félaga. Eftir- Mér barst andlátsfregn hans á öldum Ijósvakans að kveldi 16. júní s.l. Kom hún mér mjög á óvart, þar sem ég hafði nokkrum dögum áður hitt hann hressan og kátan niðri á bryggju í Eyjum. En það sannaðist nú eins og fyrri daginn, að eigi má sköpum renna. Rögnvaldur eða Röggi á Huginn eins og hann var í daglegu tali nefndur vina á milli, var einhver heilsteyptasti persónuleiki, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.