Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 37 J Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , 7 Keller fór að dæmi hans og kveikti sé sér í sígarettu, rólegur og flýtti sér ekki hið minnsta. — Hvað ertu eiginlega að hangsa, sagði Fuad og tiplaði óró- legur í kringum hann. Keller dró að sér reykinn, brosti hæðnislega og henti frá sér sígarettunni. Svo opnaði hann töskuna og tók upp Ltígerskammbyssu. Þetta var stórkostlegt vopn. Hann vó hana í hendi sér og skoðaði hana f krók og kring. Hann hafði sannarlega lært að fara með vopn, þegar hann var í útlendingahersveit- inni. Hann gat líka drepið mann með berum höndum, hann gat gengið mílu eftir mílu í steikjandi hita, án þess að þurfa vott né þurt. Hann var sérfræðingur í sjálfvirkum vopnum og skotfimi hans var ævintýraleg. Hann hafði ekki sfzt fengið þjálfun í Indókfna á sínum tíma. Hann var jafnvígur á hvaða skotvopn sem var og kveið engu, fyrst raunin var fólg- in i þessu. — Ég er tilbúin, sagði Keller. Fuad benti upp í hátt tré í nokkurri fjarlægð. — Sjáðu, þarna er skotmarkið. Keller greindi, að eitthvað hafði verið hengt upp í tréð og sást þó varla í það í laufþykkninu. — Þú færð ekki nema tvö skot, sagði Fuad og vætti varirnar. — Þeir settu það skilyrði. Ég vona þú hafir ekki verið að að ljúga að mér, bætti hann lágróma við. — Ég vona þú sért eins fær og þú hefur verið að gorta af. Keller leit á hann fullur fyrir- litningar. — Farðu frá, sagði hann hranalega. Hann lyfti byggunni í axlarhæð og horfði á skotmarkið, það bærð- ist fyrir golunni, þarna lengst uppi. Hann reiknaði út fjarlægð- ina og hraðann. Hann miðaði og áður en sekúnda var liðin hafði hann hleypt af. Litli svarti bögg- ullinn uppi í trénu var hvergi sjáanlegur. — Er þetta eina skotmarkið? Fuad tók af sér gleraugun og svo þurrkaði hann sveitann af enninu. Og andlit hans uppljóm- aðist í brosi. — Já, ekkert annað, ekkert meira. Þetta hefði enginn getað leikið eftir þér. í fyrsta skoti! Hann hvíslaði ekki lengur heldur hrópaði og gaf bendingar í áttina að svarta Mercedesbílnum. Hann hafði staðið við það, sem honum var ætlað. Hann myndi fá peningana sína og enginn gæti ásakað hann um, að hann hefði ekki útvegað manninn, sem hann var beðinn um. Keller setti byssuna aftur í töskuna, henti henni kæruleysis- lega að fótum Fuads og fór aftur inn í bílinn. Til andskotans með þá. Til andskotans með þessa glápendur í Mercedesbílnum. Og með Fuad. Hann var sá bezti af öllum og þeir höfðu verið vitni að því, að honum stóð enginn á sporði. A þessari stundu hafði hann sjálfsvirðingu. Nú var hon- um næstum sama, hvort hann fengi starfið eða ekki. Bflflautan á Mercedesbílnum var þeytt tvívegis. Fuad stökk upp. — Þeir eru ánægðir, hrópaði hann upp yfir sig. — Þetta var merkið. Eitt flaut þýddi, að þeir vildu þig ekki, tvö að þeim litist á þig. Þú ert heppinn maður Keller. Hef ég ekki alltaf sagt, að ég, Fuad Hamedin, myndi færa þér heppni. — Reyndu að halda saman á þér túlanum, hreytti Keller út úr sér. — Heldurðu að þú fáir ekki þína borgun fyrir ómakið. Og auk þess þarf tvo til að semja. Þú segir mér hvað ég fæ mikla peninga og hvert fórnardýrið er. Farðu og segðu þessum þarna í bílnum að ég vilji fá að vita allt og ég gefi mitt svar á sama hátt og hann gaf mér sitt svar. — Fimmtíu þúsund dollarar, sagði hann og átti erfitt með að koma orðunum út úr sér vegna geðshræringar. — Bandaríkja- dollarar. Og vegabréf á hvaða nafni, sem þú vilt. En þú getur ekki fengið að vita meira að svo stöddu. Þú verður að sætta þig við þetta eða ekki, segja þeir. Fimm- tíu þúsund dollarar, Allah! — Þá skaltu bæta við einu vega- bréfi, sagði Keller og kveikti sér í annarri sígareftu. Nú var hann líka farinn að svitna, en hann var staðráðinn í að láta Fuad ekki á sér sjá nein merki geðshræringar. Fimmtíu þúsund dollarar. Hann var þurr í kverkunum og hend- urnar skulfu. — Eitt vegabréf fyrir mig og annað fyrir Souha. Farið og segðu þeim það. Hypjaðu þig, ræfillinn þinn. Nema þú viljir ég fari sjálfur. Fuad trítlaði af stað og Keller losaði um skyrtuna. Hún þrengdi skyndilega að honum í hálsinum. Þetta var fjársjóður. Hann hafði drepið marga menn um dagana og aldrei fengið neitt, sem komst í hálfkvisti við þetta. Hann hafði ekki metið mannslífið mikils. Nú hallaði hann sér aftur f sætinu og kuldabros lék um varir hans. Hann hafði aldrei látið sér til hugar koma, að mannslíf gæti kostað annað eins og þetta. — Allt f himnalagi, sagði Fuad og lokaði á eftir sér. — Þú færð vegabréf fyrir þig og stúlkuna og tíu þúsund fyrirfram og hitt, þeg- ar þú hefur innt verkið af hönd- um. — Þá segjum við það, sagði Keller. — Flautaðu tvisvar til merkis um, að samningurinn sé hér með gerður. Annar kafli — Ég vildi óska þú fengist til að segja mér, hvað er að. Keller hafði keypt handa henni dýrindis kjól og nýja skó. Hann hafði hampað vegabréfinu hennar framan í hana, sem hafði komið með sendli og gaf henni Ifbanskan ríkisborgararétt. — Núna geturðu farið hvert á land sem er, sagði Keller til skýringar. — Þú hefur þjóðerni. Þú ert Lfbani, þú ert ekki flóttamaður lengur, sem ekkert ættland á. — Mig langar ekki að fara neitt, sagði hún. — Ég er ánægð hér. Ég vil ekki vera Líbani. Ég er Palestínukona. Ég vil ekkert af þessu. Hvað hefurðu lofað þess- um mönnum að gera, fyrst þeir láta þig fá svona mikla peninga. Keller gekk til hennar og lagði báðar hendurnar á axlir henni og hristi hana góðlátlega til. Hún var þrjózk eins og baldið barn. — Það kemur þér ekki við. Ég veit hvað ég er að gera og þú ættir að treysta mér. Ég hef sagt þér, að nú getum við bráðum byrjað nýtt Iíf. I stað þess að lifa eins og ræflar og eiga varla málungi matar, þá verðum við rík. Mjög rfk, litla flónið mitt. Jæja, viltu svo vera góða stúlkan og setja niður í töskuna fyrir mig? Hún laut höfði og hann vissi að hún var að gráta. — Ég er svo hrædd, sagði hún. — Ég veit ekki hvers vegna, en hjarta mitt er fullt af kvíða. Hún leit upp og bætti við: Ég er hrædd um okkur bæði. En ég skal gera SZ? SIGGA V/öGA £ ‘ÍiLVERAW SÁ' UVíRNfó- /& VE SSO? y mm kao?\rs2Mka| AP SP/LUM 06 SE1UR ALL' ART/'íyUNl'ORWAR ISAMA SfoKKINN/, VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 1 0-1 00 kl. 10.30 — 1 1.30. frá mánudegi til föstudags. 0 Að kaupa menninguna í sekknum . . . Á dögunum rak Velvakandi augun í auglýsingu frá Þjóðleik- húsinu. Þar var frumsýningar- gestum vetrarins tjáð, að þeir skyldu nálgast ársmiða sfna snar- lega og greiða þá, ef þeir hefðu hug á að halda sætum sínum á frumsýningum í vetur. Það er prýðileg ráðstöfun hjá leikhúsunum að selja fastar áskriftir á frumsýningar og aðrar sýningar. En forsenda fyrir því að hægt sé að búast við að gestir finni löngun hjá sér til að greiða ársmiða hlýtur þó að vera, að þeim sé kunnugt um, hvað verði á boðstólum. Ekki getur leikhúsið gert þær kröfur til gesta sinna að þeir kaupi miða dýrum dómum fyrir allt leikárið og viti ekki um annað nýtt á verkefnaskrá Þjóð- leikhússins en grínleikinn „Hvað varstu að gera I nótt?“ og „Kardemommubæinn". Alténd þykir Velvakanda sem annað- hvort vanmeti forráðamenn Þjóð- leikhússins sína frumsýningar- gesti ellegar það hafi þá reynslu af þeim, að unnt sé að selja þeim inn á hvað sem er, bara til þess eins að mega kallast frumsýn- ingargestur. Ekki verður því að óreyndu trú- að að leikhúsin sýni ekki þá sjálf- sögðu kurteisi að kynna verkefni, áður en þeir krefjast þessa af áhorfendum. 0 Þurfa konur og karlar mis- munandi stóla? Velvakandi hefur veitt því athygli sfðustu mánuði, að hús- gagnaverzlanir hafa ekki sfður en aðrir orðið fyrir áhrifum af „jafn- réttisbaráttu" kynjanna. Lýsir það sér m.a. í þvi að nú eru ekki bara framleiddir „húsbóndastól- ar“. Komnir eru á markaðinn húð- vænir „húsfreyjustólar“. Næst hljóta að koma sérstakir „táninga- stólar“ og ekki verður látið staðar numið, ef að líkum lætur og skipt- ingin á ugglaust eftir að birtast á fleiri sviðum. Allt er gott um jafnrétti. En Velvakanda er spurn: Af hverju þarf að framleiða sérstaka stóla fyrir konur og aðra fyrir karl- menn? Er ekki farið út i dálitlar öfgar í réttlætismálunum þarna? 0 Smáorðsending Velvakandi hefur áður kvartað undan því að enn freistist lesendur til að senda nafnlaus I bréf. Er þvf itrekað að bréf eru , ekki tekin til birtingar, nema • fullt nafn og heimilisfang fylgi. | Óski bréfritarar ekki eftir að nafn ■ þeirra sé undir bréfinu geta þeir * tekið fram hvaða upphafs stafi I eða dulnefni þeir vilja að Vel- I vakandi noti. % Hvar er opið á laugardögum? Neytandi spyr: „Hvernig eigum við, fáfróðir i borgarar, að átta okkur á því 1 hvaða verzlanir ætla að hafa opið I á laugardögum í vetur og hverjar I ætla að hafa lokað. Mér hefur ! sýnzt vera mikill happaglappa- • gangur í þeim efnum. Tökum sem | dæmi síðasta laugardag. Þá voru ■ sumar matvörubúðir opnar, en á J öðrum hékk spjaldið: lokað á I laugardögum. Mig vantaði máln- I ingu og þær búðir sem slíkar vör- . ur selja virtust flestar lokaðar, • þótt ég fyndi loks eina sem hafði | opið. Sömuleiðis þurfti ég að fara l með tvö raftæki — sitt úr hvoru ! umboði — f viðgerð. Opið var á I öðrum staðnum en ekki hinum. I Er ekki hægt að fá að vita þetta á ! sæmilega greinargóðan hátt eða • gilda alls engar reglur og verða | neytendur bara að þjóta borgar- ■ enda á milli og vonast til að ein- J hvers staðar sé opið? Á ekkert I samræmi að vera í þessu?“ I — Kerfið Framhald af bls. 16 stofu, koma víst til með að vera það áfram, fyrst betur gengur fyr- ir þá sjálfa að fá úrlausn mála sinna en Samhjálp að fá fyrir mat fyrir þá. Með sama gangi og verið hefir, neyðumst við til að losa Samhjálp- arheimilið og loka þvf fyrir utan- garðsmenn í bili, þar til fastur fjárhagsgrundvöllur er fenginn, þótt ríki og borg kunni ekki að meta viðleitni okkar með því að styrkja starfsemina. Að lokum vil ég að nábúar mín- ir í Mosfellsdal viti að Samhjálp á enn Hlaðgerðarkot, og mun halda áfram rekstri fyrir utangarðs- menn, sem í sumum tilvikum eru að koma af Litlahrauni, eða öðrum hælum ríkisins. Ef til er einhver sem telur sig vera of fínn til að umgangast slíka, vil ég benda hinum sama á, að þeir þurfa að uppgötva að þá fyrst eru þeir orðnir fínir, er þeir hafa vit á að styðja svona starf, en ekki standa í vegi fyrir því. Það stend- ur engin í vegi fyrir því sem Guð ætlar að gera, heldur mun slíkt verða viðkomandi tjón. Og hvort sem það er gert i merki þess að loka heimkeyrslu okkar, sem aðeins lítil börn gera, eða neita okkur um læknisþjón- ustu, munuð þið gera sjálfum ykkur tjón en ekki okkar starfi, þvf Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem unnið er i nafni Jesú Krists, fær engin stöðvað. Hvorki með þvf að loka heimkeyrslu okk- ar, eða neita okkur um læknis þjónustu. Guð gefi ykkur vizku og náð til að skilja og breyta eftir þvf. |Bí»r0uní>IntJiti niTRvcGinc bœtir nánast aíit! Þaó er hræóilegt að missa málningardósina ofan á nýja teppió, - en ALTRYGGINGIN bjargar málinu.' Vetjiá ALTRYGGINGU fyrír hetmíiíó og fjölskytduna! ÁBYRGÐP Tryggingarfélag fyrir himlindismenn Skúlajiötu 6-í - Rrykjavik Sfinl 2f>!22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.