Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 21
ÚR FORNUM ÁSTUM •Faðir minn sigldi burtu. Það var á heiðum vordegi með hvitum skýjadreglum, og vindur stóð af landi. Hann kom aldrei aftur, og engin bára hefur skolað beinum hans upp í fjöruna. Móðir min horfði út á sjóinn i tvö misseri. Annað haustið féll fyrsta mjöllin á nýgert leiði hér suður undir hamrinum. Eg hata sjóinn og hef þó haft hann fyrir augunum, siðan eg opnaði þau, — hata hann i ofviðrunum, þegar hann bölsótast við bakk- ana fyrir neðan túnið og leikur sér að skipun- um úti fyrir eins og vargur að bráð sinni, — hata hann i logninu og þokunni, þegar hann mókir grár og ólundarlegur og öll leiðindi eilifðarinnar hvíla eins og martröð á brjóstum hans, — en allra mest í sólskini og vorvindi, þegar hann felur ógnir sinar i gervi leiksins. Þá heillaði hann föður minn til sín og drap gleði móður minnar. Eg hélt um daginn, þegar hann bar bátinn þinn hingað. að hann væri að gjalda mér föður- og móðurbætur. En nú er hann að seiða þig frá mér aftur, og eg stend eftir á ströndinni fátækari en nokkuru sinni fyrr. Farðu ekki frá mér, Álfur. Aldrei getur nokkur kona unnað þér heitar en eg, þvi eg á ekkert nema þessa tilfinningu. Þú leitar gæf- unnar eins og allir menn, en gættu þín, að þú leitir hennar ekki langt yfir skammt. Er nokkur friðsælli blettur til á jörðinni en eyjan min, með bæinn á miðju túni milli fjalls og fjöru? Er ekki himinninn opinn yfir henni, og er hér ekki nægilegt rúm til alls þess, sem er nokkurs virði, að unnast og biðja, eldast saman og deyja saman? — — — Vist er eyjan þin yndisleg, Una, og eg vildi að eg gæti að skilnaði þakkað hverjum stíg, sem við höfum gengið, og kysst hvern blett, þar sem ást þin hefur Ijómað um mig. En samt er hún nú að verða mér að fangelsi, og sá, sem finnur, að hann er fjötraður, spyr ekki um, hvort fjöturinn er úr járni eða rósum. Reyndu ekki að telja mér hughvarf. Sérðu ekki, hvernig báturinn minn togar í landfest- ina og vill út? Eg elska hafið, fjölbreytt og sívakandi, og aldan, sem er dauð, ef hún nemur staðar, er samborin systir mín. Þegar eg hef dvalið um hrið á sömu slóðum, blikna blómin i kringum mig, og sólin tapar skini sinu. Eg leita gæfunnar, og eg finn hana, þegar eg missi hennar, því sjálf leitin er gæfan. Boðorð hennar er: Leitið, og finnið ekki! Gæfan er ekki til þess að eiga hana, heldur þrá hana og eignast, sleppa henni og minnast hennar. Gæfan er ekki ein, heldur i ótal brotum. og gæfan er að eiga kost á öllum þessum brotum. Sá, sem tekur einn kostinn og segir: Þetta er min gæfa, þetta er gæfan, — hann hefur misst allra hinna kostanna, þúsund sinnum meira en hann vann, jafnvel þótt hann hefði höndlað stærsta brotið. Eg gekk hér upp á hamrana t gærkveldi til að njóta þess í siðasta sinn að horfa yfir bæinn þinn og túnið. En augun leituðu út á sjóinn, út i bjarmann við hafsbrúnina. Eg sá mann sigla á báti beint út i roða sólarlagsins. Sjórinn fossar við kinnungana og sýður undir kjölnum. Fæturnir doðna upp, eins og súðin væri hlaðin rafmagni. Allt iðar og titrar fyrir sjónum hans, svo að hugann sundlar við. Himinn og haf löðra i blóði, og loki hann augunum, sér hann græna, eldbrydda viga- branda þjóta i myrkrinu með feiknahraða. Þá rís land á bakborða, rauðir klettar og bláir tindar. Augun leita hvildar á ströndinni eins og flugmóðir fuglar, og fæturnir heimta fast land að stiga á. í hamslausri gleði stýrir hann bátnum beint upp i fjöruna, brýtur hann i spón og stekkur sjálfur á land, glaður eins og nýfæddur guð og slyppur eins og eingetinn sonur hins ófrjóva hafs. En augun eru enn þá blóðhlaupin og flótta- leg og andlitið i djúpum hrukkum. Bóndadótt- irin, sam situr lömbin úti á tanganum, flýr heim til bæjar. og húskarlarnir á akrinum lyfta kvíslunum og búast til varnar. En gest- urinn kastar sér niður á jörðina og kyssir hana. siðan gengur hann á akurinn og leggur báðar hendurnar á plóginn. Það er friðartákn- ið. Hann plægir akrana og stigur þungt til jarðar til þess að finna staðfestu moldarinnar. Dagarnir liða við holla vinnu og kvöldin við Ijúfa hvild. Það er eins og hann væri gróinn upp úr jörðinni meðal þessa rólynda sveita- fólks. Bóndadóttirin með glóbjarta hárið og sólbrenndu handleggina er nú vinkona hans, og hann tilbiður hana með lotningu sveita- pilts, sem elskar i fyrsta sinn. Á kvöldin, þegar hann hvílir sig i hlaðbrekkunni, kemur hún og leggur höndina yfir augu hans. Þá finnst honum þessi hönd, sem hylur allan heiminn fyrir honum, lika vera meira virði. Og allt i kringum þau grær gullið á ökrunum. Haustið kemur, og hann ekur fullum vögn- um af korni til borgarinnar. Honum eru taldar út skínandi hrúgur af gulli. Við málmhljóm- inn vakna gamlar minningar. Sveita- Itfið verður hversdagslegt og borgin töfr- andi. Hann kastar sér út í iðuna og grýtir gullinu i kringum sig. Margir vilja vera gestir hans. Næturnar verða dagar og dag- arnir nætur. Njótum augnabliksins, kampavinslöðursins af lifinu! I kvöld er gleðin á okkar bandi. Dans og vin og konur! — Eitt kvöld situr hann i glæsilegasta skemmtisal borgarinnar, einn úti i horni. Fyrir framan hann iðar lifið, haf af hvítum örmum og mjúkum lokkum, stirndur himinn af tindrandi steinum og glampandi augum. Það er eins og gólfið svigni í breiðum bylgjum undir dansinum. Honum verður litið út i gluggann. Í myrkrinu bregður fyrir bleikum andlitum, tærðum af hungri, afmynduðum af glæpum. Og mitt á meðal þeirra er ung stúlka, sem grætur rofin heit, og gamall bóndi, sem otar krepptum hnefanum að svikaranum. Vitleysa! Lifið er draúmur, skin- andi draumur. Er það ekkert nema draumur? Þarna kemur Chloe til hans, faðmurinn er opinn og varirnar rauðar. Hrafnsvartur lokkur hefur villzt niður á hálsinn og liðast þar eins og höggormur. Draumur, ekkert nema draum- ur? Hann réttir hendurnar fram á móti henni, en hrindir henni frá sér: Vik frá mér, satan! — Og hann þýtur aleinn út i haustmyrkrið. Snöggvast slær óhug á gestina. Brjálaður? segir einn. Féþrota! segir annar. Og aftur gengur gólfið i breiðum bylgjum undir dansin- um, þangað til föl morgunskiman fer að vætla inn um gluggatjöldin og varpa náblæ sínum á lampaljósin. Um vorið sést einkennilegur gestur á torg- um bæjarins. Hann er bleikur af föstum og vökum, og augun stara stór og dökk á eitt- hvert fjarlægt takmark, sem aðrir ekki sjá. Alþýðan safnast að þessum alvarlega manni, sem heimtar jafnan rétt fyrir allt, sem lifir, og ber djúpa virðingu fyrir hverju barni, sem fæðist, af því að allir eiga jafna hlutdeild í hinni óleysandi gátu lifsins. Yfirvöldin brosa að þessum meinlausa sérvitringi, þykir gott, að hann styttir lýðnum stundir. En orð hans eru hættuleg, þvi þau eru þrungin af sorg yfir þjáningum mannanna og hinni heilögu sann- færingu þess, sem er orðinn sjálfum sér einskis virði. Þegar loks á að handsama hann, er það of seint. Alþýðan slær hring um hann, og byltingin er óumflýjanleg. Einbúinn utan úr mörkinni er orðinn að hershöfðingja. Augun verða aftur snör eins og i val, engin hreifing óvinaliðsins dylst honum, og hann kann við öllu ráð. Þessi her af allsleysingjum er ósigrandi, — og að lokum er foringjanum lyft upp i autt hásætið við fagnaðaróp múgsins. En hann varpar af sér purpuraskikkjunni og segir: Bræður mínir, eg er gestur i þessu landi, og burtfarartími minn er kominn. — Hann gengur að ungri föru- konu, sem stendur þar með barn sitt á hand- leggnum, tekur það og lyftir þvi upp i hásæt- ið: Lútið framtiðinni, sem er að fæðast. hinum óteljandi kostum lífsins! — Hann gengurofan að ströndinni, leysir þar litinn bát, vindur upp seglin og veifar brosandi hendinni. Og vestan- vindurinn ber mig burtu, slyppan og snauðan, lengra austur í lönd morgunroðans, þar sem sólin kemur upp og ævintýrin f æðast.------ Kom eg aftur til þin, þá rektu mig burtu, og lokaðu dyrunum. Þá er eg ekki lengur sá, sem þú elskar nú. En fréttirðu einhvern dag, að eg hafi orðið til úti á reginhafi, þá kastaðu rauðri rós i bylgjurnar i minningu mina. Þá hef eg dáið ungur — án þess að lækka seglin. Og þú veizt aldrei, Una, nema það hafi verið myndin þin, sem eg sá blika í brjósti siðustu öldunnar, sem eg mætti — og molaði bátinn minn. Lffið leiddi mig inn í höll sina og sýndi mér niu konungsdætur, hverja annarri fegurri. All- ar syndir jarðarinnar og unaðssemdir paradís- ar leiftruðu á þúsund vegu i augum þeirra. Og lífið sagði: Kjóstu! Hvernig ætti eg að kjósa? Eg kýs þær allar. Kjóstu eina! Varpaðu mér heldur i myrkrastofu, og lofaðu mér að dreyma um þær allar. Siðan er eg landflótta og förumaður á leiðum jarðarinnar, en ek í.purpura og gullreið um óravegu draumanna. III. Hvíldarlausa lif! Sé neistinn, sem á að brenna þig upp til agna, einu sinni tendraður, þá slokknar hann ekki, sofnar aldrei, fyrr en hann hefur unnið verk sitt að fullu. Þér er ekki til neins að leita griðastaðar. Þú ert eins og veðhlaupahestur, sem hleypur eirðarlaust að marki, sem honum er aldrei ætlað að ná, marki, sem ef til vill hefur aldrei verið nema hugarburður. Augnablikin þjóta fram hjá mér eins og visin strá, sem vindurinn feykir. Og öll eru þau ófullkomin. Þráin er blandin ótta og óvissu, fullnægingin beiskju vonbrigðanna, og á minninguna slær náfölva vofunnar, minninguna, sem er mér þó hóti Ijúfust, af því að henni ræð eg helzt. Reyndu ekki að ná handfestu eða fótfestu i lifinu. Þér færi þá eins og manni, sem er að hrapa fyrir björg og gripur eftir snösunum, sem hann dettur fram hjá. Þær rífa hendur hans og tæta sundur. Ekkert nema aukin harmkvæli. Þú verður ekki stöðvaður. Fallið er i sjálfum þér. Og endirinn er ykkur jafnvis báðum: dauðinn. Hann biður. Óravegir. Fornarástir. 1919. 3rdal heið- ið háskól- lordal um er hann lorsritgerð- Hafs sögu Norðmenn og Heimskringlu. Réttara hefði samt verið að segja: „ Þjóðir, sem eiga sér sögu, deyja ekki." Allar þjóðir hafa átt sér sögu, ef orðið er tekið í merkingunni: örlög. Gleymist þessi saga, verður hún enginn lif- gjafi. Sé hún ekki þannig sögð, að almenningur laðist til að lesa hana, verður hún engin eign. Þó að til hefðu verið norskir annálar frá miðri 9. öld til 1177 með jafnmiklu áreiðanlegu söguefni og í Heims- kringlu er fólgið, hefðu þeir aldrei vakið eldmóð Norðmanna. Frásagnarsnilli Snorra og skáldleg andagift réðu mestu um það. Heims- kringla er frábært dæmi þess, að sögurit geta orðið meira en skýrsla um liðna atburði. Þau geta sjálf skapað sögu. Það, sem kann að hafa verið missagt, þegar Snorri ritaði það, hefur orðið að sannmælum með þvi að ieiða Norðmenn til nýrrar framsóknar. hvað sem fornri frægð Ifður. Sumir óttast, að meiri hætta en gagn stafi af sögunni, hún geti gert menn að skýjaglópum eða nátttröll- um, þeir blini um öxl sér og fari að ganga sjálfa sig niður i jörðina. Allt þetta getur komið fyrir, sé hún rang- lega skráð eða heimskulega lesin. En þó að Islendingum hafi oft verið brugðið um að lifa i fornöldinni og hafi stundum hræðzt það sjálfir, ætti dæmi Jóns Sigurðssonar eins að losa þá við blindan ugg i þeim efnum, — þess manns, sem var i senn allra fróðastur um sögu þjóðar sinnar og allra djarfastur og hagsýnastur i bar- áttunni fyrir viðreisn hennar og hvers konar hagsbótum. Sé rétt á sagnfræðinni haldið, fer þvi fjarri, að hún eigi að leggja á menn neinn herfjötur fortíðarinnar. Ástundan hennar er greiðasta og oft eina leiðin til þess að gera þá frjálsa, hæfa að lifa I samtiðinni og taka á vanda- málum liðandi stundar. Forspjall. íslenzk menning, 1942. Þvi má vitaskuld halda fram, að Passiusálmarnir séu samir, hvernig sem þeir séu til komnir, og væru okkur samir, þótt við vissum ekkert um höfundinn, jafnvel ekki nafn hans, fremuren skáldanna, sem ortu Völuspá og Sólarljóð. Þá yrði að ráða allt, sem unnt væri að vita um hann. af sálmunum sjálfum. Nú er þvi ekki að neita, að snuður i æviatriði og einkalif skálda og rithöfunda, eins og i bóklegar fyrirmyndir þeirra, hafi um skeið keyrt nokkuð úr hófi. Þegar fræðimenn hafa leitað dauða- leit að þess háttar efni og fundið fáein korn í nef sér, hættir þeim við að gera sér helzti mikinn mat úr þeim. Hráefni í skáldskap liggur á hvers manns götu. Hitt skilur milli feigs og ófeigs, hvað úr því er unnið, — hvort það verður eins og bögglað roð fyrir brjósti skáldanna, dautt og ómelt, eða lífræn næring og vaki eigin sköpunar. En þótt þarna hafi verið timabundnar öfgar á ferli, verð- ur ekki úr þeim bætt með öðrum gagnstæðum. eins og átt hefur sér stað i svonefndri „nýrri gagnrýni", sem þegar með skirnarheitinu frá frumkvöðlum sínum ber vitni um viðleitni þeirra að gera hana að tizkustefnu. Samkvæmt henni á ekki að gefa neinn gaum að höfundum skáldrita, heldur rannsaka þau eins og hvert þeirra væri jafneinangrað sem loftsteinn. Þarna er auðsæ ein af krampateygjum húmanískra fræða nú á dögum, tilraun að gera eðlilega hluti að launhelgum og telja almenningi trú um, að þau séu „vis- indi". Margt af þessu stafar beinlínis Þrir ættliðir: Jóhannes ishússtjóri, dr. Sigurður, Jóhannes seðlabankastjóri og Jón tónskáld. af vanmetakennd óhagnýtra mennta andspænis náttúru- og eðlisfræðum. Það er ekki nema eðliieg fróðleiks- þörf og ræktarsemi, að gaumur sé gefinn að þvi, sem ráða má um Hallgrim Pétursson af heimildum og öðrum skáldskap hans og ritum. Um þetta skal ekki fjölyrt, því að fæst af þvi verður hér unnt að nýta. En Passíusálmarnir eru svo persónuleg- ur skáldskapur, að einhvers konar samband þeirra við örlög höfundarins hefur lengi verið óhjákvæmilegt umhugsunarefni og mun svo enn verða. meðan þeir eru lesnir og hafðir um hönd. Hallgrimur Pétursson og Passiusálmarnir, 1970. Ólöf Jónsdóttir Nordal. Endurminningin um veraldarsög- una, sem mig óraði fyrir í barnæsku, hefur hvarflað að mér við og við, heillandi og hálfgleymd, stundum nær og stundum fjær, — likt og Björnstjerne Björnson lætur Árna kveða: Og hljómurinn hvislaði i laufi og laut, F laufi og laut. Ef drengurinn hlustaði, hljóp hann braut, þá hljóp hann braut. Með aldrinum verða slikar minn- ingar manni ekki annað en angur- 'vært gaman: að bera kálgarðshol- una, sem hann er að pæla upp, saman við þau akurlönd, sem einu sinni átti að leggja undir plóginn. Hann finnur, að jafnvel þessi litli blettur verður aldrei ræktaður eins vel og skyldi, fer að sjá alla stærð fornra drauma í smæð hans. Þó að eg hafi haldið tryggð við nafnið, sem bókin hlaut i skírninni, hefur mér stundum legið við að uppnefna hana Veraldarsögu íslendinga: sögu íslendinga i veröldinni og handa ver- öldinni. Eg hef alltaf dáðst að göml- um Skagfirðingi, sem tók saman SIGURÐURNORDAL En langfeðga lúðir svipir, er ljómuðu í vitund þinni, og margir þeir gnúðir gripir, er glitruðu í þínu minni eiga ekki athvarf víðar, þeir endurgrafast í rústir. Málmbrot og þöglar þústir þaðan koma upp síðar. Þú mundir meira en vér allir og mundir fyrir oss alla. Eins og erlendra hallir, sem einnig um síðir falla. O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.