Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 22
r ÚRRITVM ævisögu sína og kallaði hana Veraldarsögu Sveins á Mælifellsá. — I hvert sinn, sem bam fer að anda að sér lífslofti og horfa i kringum sig, hefst ný veraldarsaga. Ferill þess I móðurlífi hefur verið ágrip af þroska- sögu alts lífs á jörðinni, — örlög þess siðan, bernska, æska, full- orðinsár, elli, endurtekning allrar mannlegrar baráttu, þar sem mis- munur kjara er hverfandi í saman- burði við Ifkingu þeirra lögmála. sem hver maður er undir seldur. Dauðinn kemur að lokum, heimsendir þessa einstaklings, Ragnarök, þar sem sólin slokknar, stjörnur hverfa og fold sekkur f mar. Ef unnt væri að þekkja og skilja eina mannsævi út í æsar, langa eða skamma, volduga eða vesala, væru rúnir tilverunnar ráðnar. Það munar þvf minnstu fyrir sagnfræðinginn, hvort hann skrifar um allar heimsins þjóðir, mestu stór- veldi, eina þjóð, sem er öllum smærri, eða eitt býli meðal þúsunda: Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu, tíminn langa dregur drögu dauða og lífs, sem enginn veit. Hann þekkir aldrei nema lítil brot af efninu, skilur þaðan af minna f þess- um brotum. Hversu langt mál sem hann ritar, verður það ekki annað en þáttur úr ævisögu hans sjálfs, þótt honum hafi „ þóknazt að klæða hann ! dularbúning allsherjar heimssögu". Ef hann heldur, að það sé meira, vex bókin að vfsu, — vex honum sjálfum i augum. En F raun réttri hefur hún aðeins vaxið um það pund mannlegr- ar skammsýni, sem höfundur hennar hefur fengið í sinn hlut. Forspjall. Islenzk menning, 1 942. Litill vafi er á þvf, að höfundur Völuspár hefur oftar en einu sinni „séð ! tvo heimana", orðið frá sér numinn, svo að honum fannst þvi vera hvfslað að sér, sem hann fann ekki með þvi að brjóta heilann um það. Hann hefur vitað, að æðsta sæla og æðsti skilningur fæst ekki með þvi að leita þess, heldur gera sál sina nógu næma fyrir því og bíða þess svo með stilltum strengjum eins og vindharpan vindsins. Nú opnaðist honum útsýn til þess, að þessi strjálu og dýrmætu augnablik yrðu samfelld, yrðu eilífð, að regin- dómurinn yrði svo i hendur búinn, að hinn riki vildi taka sér þar bólfestu. Þessi nýja útsýn gagntók hann. Jóhannes íshússtjóri Nordal, faðir Sig- urðar. Hann hugsaði ekki né skildi: Hann sá, honum var sýnt. Hann varpaði ekki heiðninni frá sér. Ef til vill hafði hið bezta i henni aldrei verið honum dýrmætara en eftir hina skilnings- lausu árás kristniboðans. En með þvf umburðarlyndi, sem heiðnin hafði fram yfir kristnina (og var eitt af þvi, sem olli falli hennar), tók hann úr hinum nýja öoðskap það, sem hann þurfti til þess að geta fullkomnað Iffsskoðun sina. Allt þetta gerðist i furðu skjótri svipan, eins og titt er um trúarhvörf (sinnaskipti). Þetta var i raun og veru trúarsigur: sundur- klofin sál, sem fann sannindin, er Björg Jósefina Sigurðardóttir, móðir Sigurðar. gátu gert hana heila, — en hann kom um leið fram i skáldlegum inn- blæstri. Örlög heimsins birtust hon- um i hverri myndinni af annarri. En þessar myndir og likingar, sem gerðu tilveruna Ijósa fyrir hann. gera kvæði hans myrkt fyrir oss nútiðarmenn, — kvæðið, sem heillar enn hugi manna og er þó jafnófullkomin mynd af sálarreynslu skáldsins og rastirnar í fjöruborðinu af brimróti hafsins. Skáldið Völuspá, 2. pr.. 1952. [ baðstofunni á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal sumarið 1905. Fóstra Sigurðar, Steinunn Steinsdóttir, i dyrunum. Z. ^,y—. — *- - » H*. ——— , , fc*——-r — ». ~ y , S'i* —**>— y***r*í pvUto-y *—£>. ***(*>**’ *><*.*-. ý.-. -X w—' *>* —% - - , »—» wy. |w»-í »»■■■ V-*-x *-*.-■»—* *» . £*yc»*-»» * ■»— • y**-'*£ \r**,L*’ *■’ *****»»,»i *** i í y-y. tL*y*tf* U|V-*»9. ^ ....... "****-í*-»-C «*—***. ***** Vý*-Cf*» Sýnishorn af rithönd dr. Sigurðar Nordals. Svo hefur verið að orði kveðið, að Egill mætti varla kallast fslendingur. Þetta má til sanns vegar færa. Ættin var nýflutt til Islands, enda elst Egill að nokkru leyti upp i Noregi. Egill er ekki íslendingur í þeim skilningi, að hann sé kominn af íslendingum. En Islendingar eru komnir af honum. Sonatorrek er fyrsta islenzka kvæðið og Egill fyrsti fslendingurinn að þvi leyti, að þá kemur fyrst skýrt fram sú sundurgreining sálarlífsins, sem myndaðist við flutning fslendinga vestur um haf og varð skilyrði þeirra andlegra afreka, sem þeir unnu fram yfir Norðmenn. Egill hefur, eins og alkunnugt er, orðið einn kynsælastur maður á íslandi. Og þó er ætt hans meiri en afkomendur hans. fslendingar hafa, eftir þvi sem timar liða, hallazt meir að dýrkun Óðins en Þórs. Hér hefur einstaklingsins löng- um gætt meir en ættjarðar og ættar. fslendingar hafa átt litla tryggð við torfuna, beitt ættfræði sinni til þess að mikla einstaklinginn fremur en efla ættina. Saga vor hefur orðið mannasaga fremur en þjóðarsaga. Mannfræði hefur orðið bezta grein vor, pólitik hin versta. Vafalaust hefðum vér um sumt verið betur farnir með meira af tryggð og festu Þórs og hinna norsku óðalsbænda. En þjóðin hefur kosið — eins og Egill. Skáldskapur og fræðistörf hafa orðið höfuðlausn islenzkrar alþýðu, er hún komst i hann krappastan. Þegar hagyrðingurinn kveður fyrir munni sér: Að yrkja kvæði ólán bjó eftir fornri sögu, en — gaman er að geta þó gert ferskeytta bögu —, er hann án þess að vita að fara með bergmál af orðum Egils f Sona- torreki: Þó hefr Mims vinr mér of fengnar bölva bætr, ef it betra telk. Hann er að kjósa um dýrkun Þórs og dýrkun Óðins: hversdagslega hag- sæld og farsæld, nytsemi og einlyndi borgarans — og marglyndi lista- mannsins, hinar bröttu og tvisýnu leiðir til sjálfstæðs þroska. Átrúnaður Egils Skallagrímssonar. Skfrnir, 1924. Sjá annað efni á bls. 24 JOHANNHJALMARSSON: SKÁLDIÐ SIGURÐUR NORDAL Ljóð í lausu máli eða prósaljóð hafa verið ort með góðum árangri á íslandi; þetta bók- menntaform, sem franska skáldið Charles Baudelaire gerði einna frægast með bók sinni Petits Poemes en prose, 1869. hefst hér- lendis árið 1919, þegar Fornar ástir eftir Sigurð Nordal (1886—) koma út. Þess ber að gæta, að Sigurður hafði nokkru fyrr birt brot úr Hel, þeim hluta Fornra ásta, sem geymir Ijóð í lausu máli. Matthias Johannessen segir i viðamikilli grein um Fornar ástir í Morgunblaðinu 21. desember 1 969, sem hann nefnir Pislarsaga og uppgjör: „Á sama hátt og óbundin Ijóð Obstfelders höfðu mesta þýðingu fyrir Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Jónsson og þau atómskáld sem síðar komu til sögunnar hér á landi, þannig höfðu prósaljóð hans og Baudelaires mesta þýðingu fyrir Fornar ástir." f Fornum ástum eru nokkrar smásögur, listilega gerðar og forvitnilegar, en það var einkum Hel, sem tók hugi ungra manna fang- inn. Halldór Laxness segir t. d. i Reisubókar- korni: „Ef ég horfi leingra aftur er mér fersk- astur í minni sá fagnaðarviðburður sem þeir kaflar Fornra ásta voru mér, þar sem Nordal segir af Álfi frá Vindhæli. Ég skal gera þá játníngu, að ritsnildin sem birtist mér i þessum köflum fól i sér alveg sérstaka skír- skotun til min i einn tima, bar blátt áfram i sér örlög fyrir mig. Á þessum bókaropnum var i raun réttri nýr heimur skaptur i augum vor islenskra æskumanna þess tima, Ijóðheimur óbundins máls á islensku, sem aldrei hafði áður verið slíkur." Þessum timum lýsir Matthias Johannessen þannig: „Hefðbundna Ijóðformið var i vanda statt. Það var komið í sjálfheldu. Endurlausn- arar þess, Davíð, Tómas og Steinn, voru ekki enn komnir fram á sjónarsviðið. Jafnvel Matthias eys úr skálum reiði sinnar i bréfi til Hannesar Hafsteins yfir Þorgeirsbola rímsins, eins og hann kemst að orði." I eftirmála, sem Sigurður Nordal lætur fylgja fyrstu útgáfu Fornra ásta, segir hann um Hel: „Frá síðari árum eru aðeins brotin, sem ég einu nafni hef kallað „Hel". Af þeim er það fyrsta, Vegamót, skrifað í Höfn vorið 1913 (prentað i Iðunni 1916), það síðasta, Hel, f Oxford, i desember 1917. Ef ég hefði haft meiri tima til ritstarfa af þessu tæi, hefði liklega orðið úr þvi efni löng skáldsaga. Fyrir smásögu var það of viðamikið. En nú átti ég ekki kost á nema fáum og strjálum tóm- stundum. Þannig sköpuðu ástæður mínarmér formið. Þættirnir úr æfisögu Álfs frá Vindhæli gátu ekki runnið saman í skáldsöguheild með breiðum og skýrum dráttum. Þeir urðu að Ijóðabrotum i sundurlausu máli. Ljóðaformið leyfði mér að stikla á efninu, láta langar eyður vera milli brotanna, gefa það i skyn með einni samlíkingu, sem annars hefði orðið að nota margar blaðsiðurtil þess að gera grein fyrir." I annarri útgáfu, 1949, kemst Sigurður Nordal svo að orði i eftirmála: „Við þetta hef ég þvi einu að bæta, að ég efast nú mjög um, hversu „ástæðurnar" hafa ráðið og hvort þetta hefur nokkurn tima verið efni í annars konar frásögn. Allt frá því, er aðalpersónan kom til mín og kynnti sig með orðunum: Álfur heiti eg, Álfur frá Vindhæli, — talaði hann i þessum stil, og hann mundi að líkindum hafa veslazt upp, ef ég hefði reynt að teygja lengri lopa úr brotunum." Þetta styður þá skoðun. að Hel standi Ijóðinu nær en sögunni, enda litur Sigurður Nordal augljóslega á Hel sem Ijóð, samanber eftirmála frumútgáfunnar. Þvi má afturá móti halda fram, að auðveldlega hefði mátt gera skáldsögu úr þvi efni, sem Hel fæst við, að það sé raunverulega Ijóðrænn prósi, en ekki Ijóð. Hvort sem við sláum þvl föstu eða komumst að þeirri niðurstöðu, að það sé á mörkum Ijóðs og prósa, hlýtur það að verða eitt af kennileitum hins nýja Ijóðs um alla framtíð, eitt af fyrstu merkjum nýs bók- menntastils á fslandi. En gefum nánari gaum að eftirmála fyrstu útgáfu: „Enginn getur fundið betur en ég, að forminu á brotum þessum er stórum ábóta- vant. En flest frumsmlð stendur til bóta. Og þó að mér auðnist aldrei að skrifa Ijóð i sundurlausu máli, sem við má una, efast ég ekki um, að sú bókmenntagrein eigi sér mikla framtið. Óbundna stílnum hættir við að verða of froðukenndur og margorður, vanta linur og liki. Ljóðunum hættir við að missa lifs- andann í skefjum kveðandinnar, verða hug- myndafá og efnislitil, hljómandi málmur og hvelfandi bjalla. Óstuðluðu Ijóðin ættu að eiga óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins, og vera gagnorð, hálf- kveðin og draumgjöful eins og Ijóðin. Þau eiga sér krappa leið milli skers og báru. En takist þeim að þræða hana, verður það glæsi- leg sigling" Sigurður Nordal vekur hér máls á þvi, sem nútímaskáld hafa löngum fært fram sem hald- góð rök fyrir réttlætingu nýrrar viðleitni i skáldskap; hann talar um, að Ijóðin „missi lífsandann i skefjum kveðandinnar", en bendir á þá kosti, sem það hefur i för með sér, að Ijóðin hafi „óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins". En hann gerir sér einnig grein fyrir þeirri hættu, sem Ijóði i lausu máli er búin, sé það lesið eins og venjulegt óbundið mál. Varnaðarorð hans við lesandann i eftirmálanum eru enn i fullu gildi, næg ástæða virðist vera fyrir marga að íhuga þau: „Ég veit, að þessi brot heimta mikla alúð, skilning og hugkvæmni frá lesandans hálfu. eins og reyndar öll Ijóð, meira en önnur Ijóð, af þvf að mönnum er svo tamt að lesa óbundið mál i flaustri. En ég vildi biðja menn að lesa þau a.m.k. nokkurnveginn vandlega áður en þeir fordæma þau. Ef til vill er það ofrausn af sumum lesendum að halda, að alt sé vitleysa sem þeir átta sig ekki á við fyrsta lestur. Og menn græða vafalaust meira á að skilja bækur en dæma þær." Það er Ijóst, að Sigurður Nordal gerir ekki smávægilegar kröfur til lesenda sinna. Hann biður þá ekki aðeins um alúð og skilning, heldur hugkvæmni lika. Þetta leiðir hugann að þvi, að hin raunverulega sköpun bók- menntaverks er ekki einungis f höndum skáldsins, lesandinn á þareinnig hlut að máli, og því meiri hugkvæmni sem hann sýnir, þvf betri verður sá árangur, sem skáldið hefur náð i glimunni við viðfangsefnið. Fáar eða engar bókmenntagreinar þurfa jafnmikið að halda á vönduðum og helzt völdum lesendum og Ijóðið — og þá einkum hið nýja Ijóð. íslenzk nútimaljóðlist 1971 Árnanefnd I Kaupmannahöfn hyllir Sigurð Nordal fimmtugan: Sitjandi frá vinstri: Axel Linwald, þjóðskjalavörður, Árni Pálsson, prófessor, Carl S. Petersen, yfirbókavörður, Sigurður Nordal. Standandi: Jón Helgason, prófessor, Ejnar Munksgaard, bókaútgefandi, Bröndum-Nielsen, prófessor, Einar Arnórsson, pró- fessorog Erik Arup, prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.