Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 29 Mynd þessi var nýlega tekin af sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum. Frá vinstri eru: Þðrarinn Þórarinsson form. utanrfkismálanefndar Alþingis, Tómar Karlsson varaform. sendinefndarinnar, Hólm- frfður Jónsdóttir, eiginkona Ingva Ingvarssonar og Ingvi.sem er formaður sendinefndarinnar. Islendingar fá 3 þús. t. sfldar- kvóta fyrir norðan írland FISKUR FRA DALVIK Á BELGÍSKAN MARKAÐ FRYSTIHtJS Kaupfélags Eyfirð- inga á Dalvfk hefur hafið tilraun til að flytja fisk með flugvél á markað f Bclgíu og hefur fyrsti farmurinn þegar farið utan með flugvél frá Iscargo. tvar Baldvins- , son, frystihússtjóri á Dalvfk, sagði Mbl. f gær, að þessi fyrsta tilraun hefði gefizt það vel, að ákveðið hefði verið að halda henni áfram og er áætlað, að næsta ferð verði farin f upphafi næstu viku. Ivar sagði, að fyrir þremur vikum hefði Belgi komið að máli við þá á Dalvík og farið fram á, að þeir gerðu þessa tilraun. Eftir fyrstu tilraun virðast allir ánægð- ir, þar sem fiskur á markaði f Belgíu þolir engan samanburð við íslenzka fiskinn. ívar vildi ekki gefa upp verð það, sem fengist fyrir fiskinn, en hann kvað það sæmilegt. Yfirleitt væru þetta fisktegundir, sem erfitt væri að losna við hér heima, en enn- fremur þyrfti úrval fisktegunda einnig að vera nokkuð mikið. Helztu tegundirnar, sem sendar eru til Belgíu, eru flatfiskur, steinbítur og karfi. Mikið veltur á þvf, að fiskurinn sé vel unninn, því að það lækkar hlutfall flutningskostnaðar mikið, sagði Ivar. Hann kvað áhættuna talsverða, þar sem veður yrði að vera gott og lendandi f Belgíu. Ef það væri ekki, lægi allur fiskur- inn undir skemmdum og allt væri unnið fyrir gýg. Þegar fyrsta ferðin var farin flutti Iscargo-vél- in fiskinn til Belgfu, en tók þaðan kýr, sem flytja átti til Mílanó. Til baka kom hún svo með heimilis- tæki. Ungó Ungó Dansleikur Hljómsveitin Haukar hefur verið erlendis og víðar í sumarfríi nú um mánaðartíma, en nú gefst Haukaunnendum aftur tækifæri til að skemmta sér með þessari frábæru stuðhljóm- sveit. Sætaferðir frá B.S.Í. AUSTURATLANTSHAFSFISK- VEIÐINEFNDIN hefur sam- þykkt að heimila tslendingum að veiða 3 þúsund lestir af sfld á svæði norðan Irlands og vestan Skotlands. Svæði þetta er fyrir vestan 4. gráðu og hafa tslend- ingar yfirleitt Iftið veitt á þvf. Hins vegar er tslendingum heim- SlÐASTLIÐINN föstudag, hinn 13. sept. 1974, var Stórstúku ís- lands afhent vandað og fagurt orgel til afnota í fundarsal templara f Templarahöllinni við Eirfksgötu 5 í Reykjavík, en sá salur var útbúinn fyrir Stórstúku- þingið sfðastliðið vor. Gefendur eru Kristinn Vilhjálmsson, fram- kvstj. Templarahallarinnar, Guð- ný Torfadóttir kona hans, Jón og Anna Sigríður börn þeirra, og tengdasonur þeirra, Finn Fred- riksen, kaupm. í Lilleström í Noregi (skammt frá Osló). Gjöfin er gefin til minningar um hjónin Jón Pálsson bankaféhirði og önnu Sigríði Adolfsdóttur, fósturforeldra frú Guðnýjar, en þau voru virkir starfsmenn í Reglunni; Jón m.a. stórtemplar 1911—1913, og reyndar lands- kunnur fyrir ýmis önnur menn- ingarstörf. Var orgelið vígt með því, að séra Guðjón Guðjónsson æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar Iék á það: „Víst ertu Jesús kóngur klár“ og þrjár prelúdíur eftir Johan Sebastian Bach. Stór- templar, Ölafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri, þakkaði gjöfina fyrir hönd Reglunnar og fól orgelið í umsjá Þingstúku Reykja- vfkur, en húsráð hennar annast rekstur Templarahallarinnar. Einnig tóku til máls ýmsir menn, er mundu merkishjónin Jón Pálsson og önnu Sigrfði Adolfs- dóttur og störf þeirra á ýmsum ilt að veiða 30 þúsund tonn austan gráðunnar. Þessi heimild er fyrir árið 1975, en alls má veiða á svæð- inu 205 þúsund tonn. Þórður Asgeirsson, skrifstofu- stjóri f sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í viðtali við Mbl., að for- maður nefndarinnar hefði borið sviðum þ.á m. Kristinn Vil- hjálmsson. Einnig flutti Finn Fredriksen ávarp, en hann er einn af forystumönnum templara í sínum heimabæ. Yfir 70 manns voru á samkomunni. — Þess má geta, að þar voru tveir templarar frá Færeyjum, Niels Juel Nielsen tryggingafulltrúi í Þórshöfn og kona hans. fram tillögu um kvótaskiptingu aðildarríkja nefndarinnar að veiðum á þessu svæði á fundi nefndarinnar í Bonn f sumar. Ekki var gengið til atkvæða um skiptinguna fyrr en nú nýlega og var það þá gert bréflega. Sam- þykktu íslendingar tillöguna, enda tók hún tillit til krafna Islendinga um 3 þúsund tonn, en áður hafði verið tillaga uppi i nefndinni um 2 þúsund tonn til handa íslendingum. Bróðurparturinn af heimilaðri veiði kemur f hlut Breta, sem mega veiða á svæðinu 109 þúsund tonn. Næstir að kvótastærð eru Norðmenn með 24 þúsund tonn, þá trar með 20 þúsund tonn, Þjóð- verjar með 15 þúsund tonn, Hol- lendingar með 12 þúsund tonn og Danir og Færeyingar með 9 þúsund tonn. Aðrir aðilar eru með smærri kvóta, þar á meðal Islendingar með 3 þúsund tonn eins og áður segir. Góðtemplarar fá orgel að gjöf óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Þingholtsstræti, Laufásveg 2—57, Kjartansgata. Hverfisgata 63 —105, Hátún, Skaftahlíð, Bergstaðastræti, Laugavegur 34—80. Skaftahlíð. Sóleyjargata. ÚTHVERFI Austurbrún, Snæland, Vatns- veituvegur, KÓPAVOGUR Skjólbraut, Þverbrekka. Upp/ýsingar ísíma 35408. HAFNARFJÖRÐUR Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn. Upplýsingar á afgr. Arnarhrauni 14 sími 50374. ARNARNES Blaðburðarfólk vantar FLATIR Blaðburðarfólk óskast. Upplýsingar í síma 52252. KEFLAVÍK óskareftir blaðburðarfólki. Uppl. á afgr. Hafnargötu 48A sími 1 1 13 og 1 1 64. Sendill óskast á afgr. Morgunblaðsins fyrir hádegi. Uppl. í síma 1 01 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.