Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1974, Blaðsíða 1
Samkomulag í Washington um varnarmál: Varnarsamningur óbreyttur — 400manna fœkkun í varnarliði—Islendingar starfa í radarstöðvum —Aðskilnaður farþegaflugs og herflugs í gær náðist samkomulag í Washington, um nokkrar breytingar á framkvæmd varnarsamningsins við Banda- ríkin. Helztu breytingar samkvæmt þessu samkomulagi verða þessar: samningnum upp með 12 mán- aða fyrirvara. Hér fer á eftir frásögn Geirs Haarde, fréttaritara Morgun- blaðsins f Washington af viðræð- unum og yfirlýsing sú, sem birt var f lok þeirra: Fækkað verður f varnariiðinu um 400 manns. Kemur það fram f frétt frá AP-fréttastof unni og hefur Morgunblaðið aflað sér upplýsinga um að sú tala er rétt. Nú eru um 3300 menn f varnarliðinu en verða eftir fækkunina um 2900 menn. Fækkun þessi kemur fyrst og fremst fram f hópi þeirra bandarfsku varnarliðs- manna, sem starfa við radar- stöðvarnar. Munu Islendingar taka við störfum þar eftir því sem unnt verður að útvega mannafla til þeirra starfa en þjálfun þeirra mun taka nokk- urn tfma. Fækkun þessi er f samræmi við tillögur sem Bandarfkjamenn sjálfir gerðu f növembermánuði fyrir tæpu ári. Allir varnarliðsmenn eiga samkvæmt þessu samkomulagi að búa innan Keflavfkurflug- vallar en til þess þarf að auka húsakost á vegum varnarliðs- ins á flugvellinum. Almenn flugstarfsemi verður aðskilin frá starfsemi varnar- liðsins. Munu Bandarfkja- menn standa undir kostnaði við þá kerfisbreytingu. Undir- búningur að slfkri breytingu var kominn á lokastig f tfð viðreisnarstjórnarinnar. Jafn- framt má gera ráð fyrir, að Bandarfkjamenn aðstoði við útvegun fjármagns til bygg- ingar nýrrar flugstöðvar fyrir almennt farþegaflug á Kefla- vfkurflugvelli. Með þessu samkomulagi er fallin niður sú endurskoðun varnarsamningsins við Banda- rfkjamenn, sem hófst f júlf- mánuði 1973 er vinstri stjórn- in krafðizt endurskoðunar skv. 7. gr. samningsins en f sam- ræmi við þá grein var hægt frá 25. des 1973 að segja varnar- VIÐRÆÐUM Einars Agústsson- ar, utanríkisráðherra, og Sisco, varautanríkisráðherra Banda- rfkjanna, lauk í dag með sam- komulagi um eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Framhald viðræðna um varnarmál fór fram í Washington 26. sept. sl. milli Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra og vara- utanríkisráðherra Banda- rfkjanna, Joseph Sisco. Samkomulag náðist um ýmsar breytingar á framkvæmd varnar- samningsins frá 1951. Ákveðið Framhald á bls. 2. Frá fundi ráðherranna með fréttamönnum. Frá vinstri: Eivind Bolle, sjávarút- vegsráðherra, Trygve Bratteli, forsætisráðherra og Jens Evensen, nýskipaður fiskveiðilögsöguráðherra. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Samkomulagið í samræmi við stefnu ríkisstiómarinnar MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gærkvöldi til Geirs Hallgrfmssonar, forsætisráðherra og innti hann álits á samkomulagi þvf, sem gert var f Washington f gær. Forsætisráðherra sagði: „Hér er um það að ræða, að samkomulag hefur tekizt við Bandaríkjamenn I samræmi við stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar f varnar- og öryggismálum. Felld er niður endurskoðun á varnarsamningnum sjálfum og i því felst, að honum verður ekki sagt upp þar sem þær breytingar á varnarviðbúnaði á tslandi, sem stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar miðar að, rúmast innan óbreytts varnarsamnings. Breytingin á fyrirkomulagi varnarviðbúnaðar er, eins og f stefnuyfirlýsingunni segir, fólgin í þvi, að Islendingar taka meiri þátt í störfum þeim, sem varnar- liðið hefur hingað til innt af hendi og ekki er hernaðarlegs eðl- is. Er hér ekki sízt átt við störf í radarstöðvum. Um þetta fer eftir nánara samkomulagi og eftir því sem íslendingar geta látið í té mannafla en það tekur nokkurn tíma að þjálfa menn til þessara starfa. Þá felst í þessu samkomu- Norðmenn færa út í 50 mílur á næsta ári Ösló 26. september — AP. NTB. MINNIHLUTASTJÓRN norska Verkamanna- flokksins tilkynnti á fimmtudag, að hún ætlaði að útiloka togara frá ákveðnum svæðum úti fyrir strönd Noregs nú á þessu ári og færa út fiskveiði- lögsöguna meðfram strönd Norður Noregs úr 12 sjómflum f 50 á næsta ári. Jens Evensen, viðskipta- og kaupskipamálaráð herra verður frá og með föstudegi leystur frá störfum um stundarsakir og skipaður ráðherra fiskveiðilögsögu og hafréttar. Mun hann starfa f tengslum við utanríkisráðuneytið. A meðan þetta fyrirkomulag varir, mun Einar Magnusson, gegna störfum viðskiptaráðherra, en hann hefur verið helzti ráð- gjafi Evensens um olíumál. Tilkynnt var um þessar áætlan- ir stjórnarinnar á blaðamanna- fundi sem Trygve Bratteli, for- sætisráðherra, Eivind Bolle, sjáv- Evensen arútvegsráðherra, og héldu á fimmtudag. „Við vonum, að við getum lokað ákveðnum svæðum fyrir togurum án árekstra við önnur lönd og við erum vissir um, að þau munu skilja afstöðu okkar,“ sagði Bratt- eli. Það verður í verkahring Even- sens að skýra afstöðu Norðmanna fyrir stjórnum annarra rfkja og Bratteli sagði, að hann mundi ræða við Breta, Vestur-Þjóðverja, Pólverja, Frakka, Sovétmenn og líklega Hollendinga um friðuðu svæðin og útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Bratteli lagði áherzlu á, að þess- ar aðgerðir væru aðeins til bráða- birgða, þar til alþjóðlegt sam- komulag hefur náðst um 200 milna efnahagslögsögu. Evensen sagði, að hann byggist við, að viðræður við aðrar þjóðir hæfust seint í næsta mánuði. Hann sagði einnig, að hann ætlaði að gefa Efnahagsbandalaginu skýrslu um allar aðgerðir Norð- manna í þessum málum. Ráðherrarnir sögðu á fundin- um, að stjórnin myndi fara í einu og öllu eftir alþjóðareglum og haga viðræðunum þannig, að ekki yrði hætta á, að Norðmönnum Framhald á bís. 2. lagi, að varnariiðsmönnum öllum verði búin aðstaða á Kefiavfkur- flugvelli með auknum húsakosti þar og síðast en ekki sizt, að unnið verði að því eins fljótt og verða má, að skilið verði á milli starf- semi varnarliðsins annars vegar og almenns farþega- og farmflugs hins vegar. Vitaskuld eru ýmis atriði eins og fram kemur í frétta- tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins ekki frágengin og verður nán- ar um þau rætt f viðræðum hér heima." V-Þjóðverjar vilja viðræður Bonn 26. september — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP Á FIMMTUDAG ftrekaði vestur- þýzka stjórnin, að hún vildi leggja sitt af mörkum til að leysa landhelgisdeilduna við lslend- inga. Karl Mörsch, aðstoðarutanríkis- ráðherra, skýrði þinginu frá þvf, að Vestur-Þjóðverjum hefði ekki borizt formleg tilkynning um þann ásetning íslenzku ríkis- stjórnarinnar að færa fiskveiði- lögsöguna út í 200 mílur. Þjóðverjar eru reiðubúnir að hefja viðræður við íslendinga og að gera allt til að verja hagsmuni þýzkra útgerðarmanna, sagði Mörsch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.