Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 8

Morgunblaðið - 18.05.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KNAUS 400 KNAUS Sport & fun Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, fax 544 4211 netsalan@itn.is KNAUS HJÓLHÝSI Ý M S A R G E R Ð I R COMPI-CAMP TJALDVAGNAR SÖLUSÝNING Í DAG OPIÐ FRÁ KL. 11-17 VIKING FELLIHÝSI Blindrabókasafnið 20 ára Þjónar á þriðja þúsund manns Blindrabókasafnið ertuttugu ára umþessar mundir, en þar hefur verið unnið mikið og gagnlegt starf í gegnum árin og starfsem- in er stöðugt að eflast. Helga Ólafsdóttir er for- stöðumaður safnsins og hún svaraði nokkrum spurningum um starfsem- ina á þessum tímamótum þess og um ráðstefnu sem safnið gengst fyrir með styrk frá Norrænu ráð- herranefndinni. – Á hvers vegum er Blindrabókasafnið og hvernig er það rekið? „Blindrabókasafnið er ríkisstofnun og heyrir undir menntamálaráðu- neytið. Safnið er rekið fyrir framlög úr ríkissjóði. Und- anfarin ár hefur það aflað dálít- illa tekna með sölu á bókum sem valdar eru úr hljóðritasafni þess og settar á almennan bóksölu- markað. Söluverkefni safnsins heitir Orð í eyra og hefur það mælst mjög vel fyrir. Margir vilja geta keypt fleiri bækur, en safnið verður að sníða sér stakk eftir vexti í þessum efnum og getur ekki bætt við mörgum nýj- um titlum árlega. Styrktarsjóður og Vinafélag eru starfandi við safnið og eru þessir stuðnings- aðilar safninu mikils virði.“ – Hver var tilurð og forsaga stofnunar safnsins, hvenær var það stofnað og hvar er það til húsa? „Safnið á rætur að rekja til hljóðbókaþjónustu Borgarbóka- safns og Blindrafélagsins. Þessir tveir aðilar hófu hljóðbókaþjón- ustu árið 1975 með þeim hætti að Blindrafélagið sá um hljóðritun og Borgarbókasafn um útlánin. Lög um Blindrabókasafn Íslands voru samþykkt frá Alþingi fyrir tuttugu árum, 11. maí 1982. Safn- ið er til húsa að Digranesvegi 5 í Kópavogi.“ – Hver eru markmið Blindra- bókasafns Íslands? „Að sjá blindum og sjónskert- um og öðrum sem eiga erfitt með að færa sér í nyt hefðbundið let- ur fyrir bókasafnsþjónustu. Safnið framleiðir hljóðbækur og lánar út, jafnframt er framleitt efni á blindraletri eftir óskum hvers og eins lesara. Námsbóka- þjónusta safnsins sér framhalds- skólanemum með lestrarörðug- leika fyrir námsefni á snældum og blindum námsmönnum á öll- um skólastigum fyrir námsefni á blindraletri.“ – Hverjar eru helstu áherslur safnsins nú um stundir? „Þjónusta og starfsemi blindrabókasafna byggist á veru- legri tæknivæðingu þeirra og Blindrabókasafn Íslands leggur nú mikla áherslu á að fylgjast vel með tækniþróuninni sem er mjög hröð um þessar mundir. Safnið er nú að þróa aðstöðu sína á sviði stafrænnar hljóð- tækni, en nú er að koma fram ný gerð hljóðbóka, Daisy, þar sem efnið er tekið upp á tölvu og því miðlað á geisladiskum til lesenda. Þessar nýju hljóðbækur gjörbreyta möguleikum lesandans til að færa sig til í textanum, fletta og leita, en gömlu hljóðbækurnar eru mjög stirðar hvað þetta varð- ar. Þetta er alveg sérstaklega þýðingarmikið fyrir námsefnið og nú eru allar námshljóðbækur safnsins gerðar sem Daisy-bæk- ur. Nýverið var vefur safnsins opnaður, www.bbi.is. Hann er sérstaklega auðveldur fyrir blinda og sjónskerta að ferðast um, einfaldur í byggingu og með möguleika á að velja letursstærð og liti, sem getur skipt sköpum fyrir sjónskerta. Hann eykur möguleika lánþega safnsins á að velja sér bækur. Tækniframfarir miða að bættri þjónustu og góð þjónusta við lán- þegana er í heiðri höfð.“ – Hvað eru mörg verk í safn- inu og hvernig gengur að byggja upp og bæta við? „Titlar hljóðbóka eru yfir 5.000 og um 150 titlar bætast við í safninu árlega. Í þremur hljóð- klefum þess fer fram stöðugur lestur. Blindraleturstitlar eru um 500, en þess má geta að blindraletursbækur eru einungis varðveittar á safninu í tölvutæku formi og prentaðar sérstaklega út við hvert útlán, enda bækurn- ar mjög fyrirferðarmiklar í prentuðu formi.“ – Hvað hafa margir aðganga að safninu, hverjir nota það og er það mikið notað? „Safnið þjónar á þriðja þúsund manns um land allt. Lánað er til einstaklinga og stofnana svo sem almenningsbókasafna og dvalar- heimila, sem lána áfram til skjól- stæðinga sinna. Stærstu lán- þegahóparnir er aldrað fólk og nemendur með dyslexíu. Stöðug aukning hefur verið í útlánum frá því að safnið var stofn- að og útlán síðasta árs voru 52.000.“ – Hvað er næst á döfinni hjá Blindra- bókasafninu? „Safnið stendur fyrir ráð- stefnu í byrjun júní, sem snýst einkum um nýja miðla og tækni varðandi upplýsingaefni, ekki síst námsefni. Nordbok, þ.e. Norræna ráðherranefndin, hefur styrkt safnið til að halda ráð- stefnuna. Þar mun tæknifólk frá Norðurlöndunum bera saman bækur sínar, m.a. um tækniþró- un við hljóðbókagerð.“ Helga Ólafsdóttir  Helga Ólafsdóttir tók próf í bókasafnsfræði og dönsku 1976 frá Háskóla Íslands. MLS frá Florida State University í Talla- hassee 1987. Kennari í dönsku við Gagnfræðaskóla Garða- hrepps 1971–72 og við Mennta- skólann við Sund árin 1973–76. Bókavörður við Borgarbókasafn frá hausti 1976–1982. For- stöðumaður Blindrabókasafns Íslands frá stofnun þess árið 1982. Eiginmaður Helgu er Hilmar Skarphéðinsson, en Helga á eina dóttur, Steinunni Stefánsdóttur. Stöðug aukning verið í útlánum Geldinganes-grjótið ætlar að reynast R–lista-merinni fjötur um fót. EFTIR að fregnir hafa borist af háu fasteignaverði góðra einbýlishúsa í Þingholtunum hafa fasteignasalar haft samband við eigendur gamla Borgarbókasafnshússins við Þing- holtsstræti, Esjuberg, og kannað hvort það væri til sölu. Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi tölvufyrir- tækisins Oz og einn eigenda hússins, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið en ítrekaði að húsið væri ekki á söluskrá. Hann sagðist vera að einbeita sér að því verkefni að koma upp frum- kvöðlasetri fyrir ungt fólk í húsinu og áætlanir miðuðust við að starf- semin gæti hafist um næstu áramót. Esjuberg ehf., félag í eigu Guðjóns Más, keypti húsið af Reykjavíkur- borg fyrir 70 milljónir króna haustið 2000, með það að markmiði að koma þar upp frumkvöðlasetri fyrir ungt fólk. Fyrir um ári var nafni félagsins breytt í Frumkvöðlaaðstaðan ehf. og sagði Guðjón að viðræður stæðu yfir við fjárfesta um að koma að því félagi með hlutafé. Áhugi á gamla Borgarbókasafnshúsinu – Esjubergi Stefnt að opnun frumkvöðla- seturs um næstu áramót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.