Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ É g vaknaði upp við vondan draum í morgun. Geld- inganesflokkurinn hafði unnið borg- ina, heitir hann það ekki ann- ars? Og ég hugsaði (enn í draumnum): Hvert á ég að flytja? Ekki í Hafnarfjörð, ekki í Garðabæ, hvað þá Kópavog. Hvað get ég gert? En það er víst seinni tíma vandamál. Geldinganesið, hvar er það, hver er þar, hvernig er það, hvenær varð það eitthvað og hvers vegna er það aðalmálið? Jú, það er einhver eyja þarna uppi í Grafarvogi, þar eru menn að sprengja grjót í suðurhlíð- unum, það á að grafa nesið allt sundur og saman og flytja svo af- raksturinn vestur í Ána- naust. Er það ekki annars? Geld- inganesflokk- urinn, þ.e. flokkurinn sem setur Geldinganesið á oddinn í þeirri kosningabaráttu sem stendur yf- ir í Reykjavík, hefur a.m.k. lagt mesta áherslu á að koma þess- um skilaboðum, af öllum, til kjósenda í höfuðborginni. Og því hefur verið haldið fram að Geld- inganesið verði það sem ræður úrslitum í borginni næsta laug- ardag. Hvernig getur það verið? Hversu margir hafa komið út í Geldinganes, aðrir en hundaeig- endur og þeir sem flokkurinn smalar þangað til að útlista ranglega framtíðarsýn borgaryf- irvalda varðandi nesið. En Geld- inganesflokkurinn hefur t.d. boðið eldri borgurum í skoð- unarferð um Geldinganes. Jú, ég fór og kíkti á herleg- heitin. Þetta var í annað skipti sem ég kom í Geldinganes á æv- inni. Þegar ég kom síðast var grjótnámið ekki byrjað, engir tíu til tuttugu tonna hnullungar liggjandi ofan í geil eftir spreng- ingar eins og núna. En nesið er að öðru leyti óbreytt að mig minnir, þúfnalandslag og fugla- söngur. Það er verið að sprengja og taka grjót til að klæða strand- lengjuna í Reykjavík, við Kletta- garða og víðar. Grjótið úr Geld- inganesi ku vera afbragðsgrjót og lágmarkssprengingar þarf til að nálgast stóra og hentuga steina. Einhvers staðar þarf að nálgast þessa steina, eða hvað? Hér verður ekki farið út í hvað Geldinganesflokkurinn sem þá hét Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera við nesið þegar hann stjórnaði borginni á sínum tíma, nefnilega leggja það undir stór- iðju. Slíkt vill sem betur fer enginn hafa lengur innan borg- armarkanna. (Hins vegar þykir í lagi að nota hálendið og Aust- firði og jafnvel fleiri hluta lands- ins undir mannvirki stóriðj- unnar.) Geldinganesflokkurinn leggur áherslu á íbúðabyggð í suð- urhlíðum Geldinganess, hafnar höfn og grjótnámi. Sjónvarps- auglýsingin er vissulega áhrifa- mikil en þar eru auðvitað rang- færslur, enda var manni nú einhvern tímann kennt að horfa ekki á auglýsingar, hvað þá trúa þeim. Stærsta rangfærslan er bút- urinn stóri sem svífur upp af Geldinganesi. Hann er tíu sinn- um stærri en það grjótnám sem fyrirhugað er á staðnum og er leyfilegt samkvæmt umhverf- ismati, en grjótnámið verður innan við 3% af Geldinganesi eins og komið hefur fram. Augljósasta rangfærslan er sú að grjótið úr Geldinganesi verði keyrt vestur í Ánanaust og not- að í uppfyllingu þar, sem Geld- inganesflokkurinn er jú líka andvígur. Það er náttúrulega ágætt að benda á að á sama tíma og grafið er á einum stað er fyllt upp á öðrum. En sá er raunveruleikinn. Efnið er reynd- ar ekki það sama. Grjót er notað til að klæða, möl er notuð til uppfyllingar. T.d. er hægt að fylla upp í grjótnámuna í Geld- inganesi með möl þegar þar að kemur. Fleiri rangfærslum hefur Geldinganesflokkurinn alið á. T.d. að íbúðabyggð í Geld- inganesi verði ekki að veruleika ef áætlanir borgaryfirvalda nái fram að ganga þar sem áformað sé að hafa iðnaðarhöfn í Geld- inganesi og þar verði Sundahöfn númer 2. Staðreyndin er sú að slíkt er bannað samkvæmt að- alskipulagi. Vissulega stendur til að hafa höfn í Geldinganesi en einnig blandaða byggð með íbúðum og atvinnurekstri, en engar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar fyrr en eftir fimmtán ár. Hvað sem gerist næsta laug- ardag, get ég náttúrulega flutt í Geldinganes eftir hvað … tutt- ugu ár? Eða kannski í Vatns- mýrina … Skipulagsmálin eru óumdeilanlega mikilvægur mála- flokkur í sveitarstjórnarkosn- ingum og ásamt Geldinganesinu eru innan þessa málaflokks t.d. flugvöllurinn og Vatnsmýrin, miðbærinn og ráðstefnuhús. Því miður fer flugvöllurinn ekki fyrr en árið 2016 í fyrsta lagi en Geldinganesflokkurinn ætlar „að beita sér fyrir var- anlegri niðurstöðu um flugvall- armálið með viðræðum við rík- isvaldið og aðra hagsmunaaðila um skipulag í Vatnsmýrinni og fá þar aukið landrými undir blandaða byggð, án þess að veg- ið verði að flugöryggi eða geng- ið gegn hagsmunum Reykjavík- ur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum.“ Hvað þýðir þetta? Það er a.m.k. ljóst að flugvöllurinn er ekki kosninga- mál á þessu ári. Að lokum: Loksins liggur fyr- ir að reisa eigi almennilegt tón- listar- og ráðstefnuhús. Enda ekki seinna vænna þar sem þetta hefur verið í umræðunni svo lengi. Það er líka brýn þörf á að reisa nógu stórt ráð- stefnuhús svo að 2.000 börn og foreldrar þeirra þurfi ekki aftur að þola eitthvað á við NATO- fund, víggirðingar og íslenska lögreglumenn með skotvopn í miðjum prófum í maí. Vondur draumur Sjónvarpsauglýsingin er vissulega áhrifamikil en þar eru auðvitað rang- færslur, enda var manni nú einhvern tímann kennt að horfa ekki á auglýs- ingar, hvað þá trúa þeim. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is EFTIR að hafa setið undir linnulaus- um neikvæðum áróðri Sjálfstæðis- flokksins fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar get ég ekki lengur orða bundist yfir þeim hugmynd- um sem þeir hafa um borgina okkar. Sjálf- stæðismenn tala um miðborgina eins og þar sé allt í rúst og ekkert að gerast, sumir þeirra segjast ekki vilja fara þangað af því að þar sé svo vond lykt. Þvílíkur málflutningur. Þeir eru í raun að draga upp mynd af miðborg Reykjavíkur sem á alls ekkert skylt við raunveruleikann. Þeir ættu líka að íhuga það að það er einmitt mál- flutningur af þessu tagi sem gerir þeim sem unna miðborginni erfið- ara um vik að byggja upp ímynd hennar. Reykjavíkurlistinn hefur gert mikið til þess að lífga upp á mið- borgina síðustu átta árin. Á valda- tíma Sjálfstæðisflokksins hnignaði miðborginni hægt og örugglega og þeirri þróun var erfitt að snúa við. Gleymum því ekki heldur að hægt er að nota ýmsar mælistikur til að meta hver staða miðborgar Reykja- víkur er. Það er vissulega stað- reynd að verslun hefur minnkað sem hlutfall af allri verslun í Reykjavík. Borgin hefur verið að þenjast til allra átta og samkeppni við sterka kjarna í öðrum hverfum og öðrum sveitarfélögum hefur vaxið mikið. Við þessari þróun er fyrst og fremst hægt að bregðast með því að fjölga íbúum í og við miðborgina því rannsóknir á versl- unarhegðun sýna og fólk verslar einfaldlega sem næst heimili sínu. Hugmyndir Reykjavíkurlistans um uppbyggingu Skugga- hverfsins, íbúabyggð á Slippsvæðinu, landfyll- ingu vestur í bæ og uppbyggingu í Vatns- mýri munu allar verða til þess að styrkja verslun í miðborginni. Að auki mun Lauga- vegurinn snúa vörn í sókn þegar þar verða byggðar nýjar og nú- tímalegar verslanir og bílastæðahús við Hverfisgötu. Allt tal um að borgaryfirvöld hafi gefist upp er því hreint og beint bull. Mannlíf í miðborg En miðborg er ekki bara verslun, önnur mælistika til að meta mið- borg Reykjavíkur er að skoða mannlífið og menninguna. Miðborg Reykjavíkur er miðstöð skemmt- analífs á höfuðborgarsvæðinu. Þangað streyma þúsundir á hverju einasta kvöldi og um hverja einustu helgi til að gera sér glaðan dag. Í miðborg Reykjavíkur koma þús- undir á hverjum degi til að borða á veitingastöðum, rölta milli kráa og kaffihúsa og dansa á danshúsum. Á Austurvelli ríkir sannkölluð borg- arstemmning síðdegis á sólardög- um þegar fólk flatmagar þar í sól- inni og minnir stemmningin einna helst á Nýhöfn í Kaupmannahöfn þar sem Danir safnast saman síð- degis og sötra sinn bjór. Í miðborg Reykjavíkur er líka blómstrandi menningarlíf, listasöfn, leikhús, gallerý og vinnustofur listamanna. Reykjavíkurlistinn reisti Listasafn Reykjavíkur í miðborginni, þar er Listasafn Íslands, Íslenska óperan, Þjóðleikhúsið, Iðnó og brátt bætist Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við. Í miðborg Reykjavíkur fer síðan fram menningarnótt sem Reykja- víkurlistinn kom á til að færa menn- inguna nær fólkinu og til að styrkja miðborgina. Allir Reykvíkingar þekkja stemmninguna á menning- arnótt, líka sjálfstæðismenn. Vörn í sókn Þetta er sú mynd sem ég hef af miðborg Reykjavíkur. Það hefur tekist að snúa vörn í sókn, margt hefur breyst til batnaðar og mið- borgin er vissulega lifandi og blóm- leg. Þessari þróun þarf að halda áfram og Reykjavíkurlistanum er best treystandi til að halda starfi því áfram. Það yrði miðborg Reykjavíkur ekki til framdráttar ef örlög hennar ættu að ráðast í hönd- um fólks sem hefur predikað það að undanförnu að miðborgin sé niður- nítt og illa lyktandi sóðahverfi. Reykvíkingar vita betur og falla ekki fyrir bullinu í Sjálfstæðis- flokknum um miðborgina okkar. Við þekkjum okkar miðborg, finnst hún falleg og þar viljum við njóta lífsins. Miðborg Reykjavíkur er mið- stöð menningar og mannlífs Steinunn Valdís Óskarsdóttir Reykjavík Það yrði miðborg Reykjavíkur ekki til framdráttar, segir Steinunn V. Óskars- dóttir, ef örlög hennar ættu að ráðast í höndum fólks sem predikar að miðborgin sé niðurnítt og illa lyktandi sóðahverfi. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti Reykjavíkurlistans. RANNVEIG Guð- mundsdóttir alþingis- maður skrifar í Morg- unblaðið í dag (16. maí) og heldur því meðal annars fram að sú uppbygging, sem átt hefur sér stað í Kópavogi undanfarin 12 ár, hafi verið óum- flýjanleg – og hafi ekkert með pólitíska stefnumörkun að gera. Þetta er maka- laus framsetning hjá þingmanninum, sem á að vita betur enda fyrrverandi bæjar- fulltrúi í Kópavogi. Rannveig á móti landakaupum Það var nefnilega þannig að Rannveig Guðmundsdóttir lagðist alfarið gegn því í bæjarstjórn að Kópavogsbær keypti Fífuhvamm en í því landi hafa ný hverfi Kópa- vogs byggst upp. Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag, sem þá mynduðu meirihluta með Al- þýðuflokki, urðu að treysta á stuðning Sjálfstæðisflokksins þeg- ar gengið var frá landakaupunum í bæjarstjórn. Kaupin fóru fram ár- ið 1980 en eigendurnir höfðu einn- ig átt í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg. Ef Kópavogi hefði ekki tekist að kaupa landið hefði bærinn verið landlaus og án möguleika til vaxtar. Í dag lætur Rannveig svo að því liggja að allt frá árinu 1980 hafi legið fyrir að sú þróun sem orðið hefur síðastliðin ár gengi eftir. Ef Rannveig Guð- mundsdóttir og Alþýðuflokkurinn sálugi (nú Samfylking) hefðu náð sínu fram hefði Kópavogur aldrei eignast landið og því ekki getað skipulagt hverfi, út- hlutað lóðum og unnið að nauðsynlegum framkvæmdum í land- inu. Á móti uppbyggingu Allir þeir sem vilja kynna sér afstöðu for- vera Samfylkingar- innar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, til þeirrar uppbygg- ingar sem átt hefur sér stað í Kópavogi frá árinu 1990, geta gert það með lestri flokksblaða sem út komu fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 1994. Blöðin má finna á hinu nýja og glæsilega Bókasafni Kópa- vogs. Vinstri menn gagnrýndu þá harðlega stefnu meirihlutans, stefnu sem Sigurður Geirdal og Gunnar Birgisson hafa staðið fyrir. Í hverju einasta blaði Alþýðu- flokksins kosningavorið 1994 var því haldið fram að það væru herfi- leg mistök að úthluta lóðum í Smárahverfi, þangað vildi enginn flytja, eignir stæðu óseldar og tómar og yfirvofandi væri gjald- þrotahrina verktaka. Allt meiri- hluta Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks að kenna. Vinstri menn spöruðu svo sannarlega ekki stóru orðin fyrir kosningarnar 1994. Þeir gagnrýndu þá pólitísku ákvörðun sem fólst í uppbyggingu nýrra hverfa. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa! Pólitísk ákvörðun Það var auðvitað um algera stefnubreytingu að ræða í málefn- um Kópavogs þegar meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók við árið 1990. Þá hófst upp- byggingin sem stendur enn. Upp- byggingin fólst ekki aðeins í út- hlutun lóða, heldur einnig í stóraukinni þjónustu. Fólk vill búa þar sem þjónusta er mikil og góð. Þess vegna hefur fjölgað í Kópa- vogi. Eða heldur Rannveig Guð- mundsdóttir að það hafi ekki áhrif á ímynd bæjarfélagsins að Lista- safn Gerðar Helgadóttur skyldi klárað? Þar var ekki slegið eitt hamarshögg í meirihlutatíð vinstri flokkanna 1986–1990. Heldur Rannveig Guðmundsdóttir að hin mikla uppbygging íþróttamann- virkja og skóla hafi ekki áhrif þeg- ar fjölskyldur velja sér búsetu? Í Kópavogi voru allir grunnskólar einsetnir árið 1997 – fyrst sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu! Svo má áfram telja en Rannveig Guð- mundsdóttir heldur því fram að uppbyggingin í Kópavogi hafi gerst af sjálfu sér, vegna land- fræðilegrar legu! Barnaskapur Rannveigar Páll Magnússon Kópavogur Rannveig Guðmunds- dóttir lagðist alfarið gegn því í bæjarstjórn, segir Páll Magnússon, að Kópavogsbær keypti Fífuhvamm en í því landi hafa ný hverfi Kópavogs byggst upp. Höfundur er aðstoðarmaður ráðherra og fyrrverandi varabæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.