Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 57 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I við erum að leita að nokkrum duglegum einstaklingum til samstarfs í arðbæru verkefni — ert þú kannski einn af þeim? — hafðu samband við ebusiness@centrum.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Lífeyrissjóðurinn Hlíf heldur ársfund sinn mið- vikudaginn 22. maí 2002 kl. 18.00 á Hótel Sögu, Ársal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum verður borin upp tillaga stjórnar um sameiningu Lífeyrissjóðsins Hlífar við Sameinaða lífeyrissjóðinn. Stjórn Lífeyrissjóðsins Hlífar. HÚSNÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast fyrir þýska sendiráðið Þýska sendiráðið óskar eftir þriggja til fjögurra herbergja húsi eða íbúð til leigu, helst sem næst sendiráðinu (Laufásvegi 31). Húsnæðið þarf að vera laust í byrjun september 2002. Leigutími 4 ár. Tilboð óskast send til sendiráðsins, símar 530 1100 og 530 1103, fax 530 1101 eða tölvu- póstur embager@li.is . KENNSLA Til tungumálakennara Evrópumerkið veitir viðurkenningu fyrir — nýjar og árangursríkar leiðir í tungumála- kennslu, — notkun nýrra miðla til að efla tungumála- kunnáttu nemenda. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2002. Umsóknir sendist Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, Neshaga 16, 107 R. Netfang: rz@hi.is, sími 525 58 13. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu menntamálaráðuneytisins: http://www.mrn.stjr.is/mrn/mrn.nsf/pages/ althjodlegt . NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Borgarhöfn 6, Lækjarhús, þingl. eig. Guðlaugur J. Þorsteinsson og Laufey Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðar- ins, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.10. Fiskhóll 11, 0201, þingl. eig. Svava Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 14.30. Hafnarnes 2, 0101, þingl. eig. Guðrún Ragna Sveinsdóttir og Razil Valeriano Steinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lands- banki Íslands hf., aðalbanki, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.00. Hagatún 1, 0201, þingl. eig. Guðmundur Ingi Steinsson, gerðarbeið- andi Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 14.50. Hoffell 2a, þingl. eig. Ragnar Leifur Þrúðmarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.20. Hæðagarður 10, þingl. eig. Margrét Herdís Einarsdóttir, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.30. Hæðagarður 16, þingl. eig. Erlingur Ingi Brynjólfsson og Rut Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki FBA hf., fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.50. Miðtún 12, þingl. eig. Sveinn Rafnkelsson, gerðarbeiðendur Íbúða- lánasjóður, Lífeyrissjóður Austurlands, Olíuverslun Íslands hf. og Vaki-DNG hf., fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 14.20. Smárabraut 19, þingl. eig. Jón Haukur Hauksson og Sesselja Stein- ólfsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, fimmtudaginn 23. maí 2002 kl. 13.40. Sýslumaðurinn á Höfn, 16. maí 2002. TIL SÖLU Skorradalur - sumarhús Til sölu stórglæsilegur 45 fm sumarbústaður auk svefnlofts og gestahúss í landi Dag- verðarness í Skorradal. Húsið stendur á skógi- vöxnu landi, nálægt Skorradalsvatni, með geysifögru útsýni yfir vatnið og til fjalla. Verönd og sólpallar eru kringum húsið. Hér er um að ræða vandað hús í einu vinsæl- asta sumarhúsahverfi landsins. Innan við klst. akstur frá Reykjavík. Ásett verð 9,9 millj. Bústaðurinn er til sýnis alla helgina. Upplýsingar gefa Runólfur í síma 892 7798 og Halldór í síma 898 1232. HÖFÐI fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 533 6050 — hofdi@hofdi.is . TILKYNNINGAR Gvendur dúllari býður til bóka- veislu um helgina. M.a.: Strandamenn, Bergsætt, V-Skaftfellingar, Ættir Þingeyinga, Eyfirskar ættir, Fremrihálsætt, Manntalið 1703, 1801 og 1845, Hæstaréttardómar ób. ásamt fleira góðgæti. Nú erum við að dúlla. Gvendur dúllari, Kolaportinu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 19. maí: Reykjavegur (R-4). Mél- tunnuklif – Höskuldarvellir. Gengið um Leggjabrjótshraun að Sandfelli og þaðan með Núpshlíðarhálsi að Höskuldar- völlum. Brottför kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. FERÐIN KRÝSUVÍK – DJÚPA- VATN FELLUR NIÐUR. 22. maí: Þorbjörn — Útivistar- ræktin. Góð kvöldganga í skemmtilegum félagsskap. Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Útivistar. Ekkert þátttökugjald. 26. maí: Esja (E-2) Tindstaða- fjall. Annar áfangi Esjugöngu. Brottför kl. 10:30. Fararstjóri: Sigurður Jóhannsson. Verð kr. 1.500/1.700. Mánudagur 20. maí, annar í hvítasunnu; Hestfjall og Gull- foss að austanverðu. Í lok ferðar verða heimsóttir Sól- heimar í Grímsnesi þar sem heitt kaffi og kökur verða á boðstól- um (innifalið í fargjaldi). Verð 2.500/2.800 kr. Fararstjórar: Sig- urður Kristjánsson og Leifur Þor- steinsson. Brottför í báðar ferðir kl. 10.30 frá BSÍ og komið við í Mörkinni 6. Enn eru nokkur sæti laus í sum- arleyfisferð um Dali og Strandir 28. og í ferð um Vatna- leiðina 29. júní. www.fi.is, texta- varp RUV bls. 619. Það mun hafa verið á vordögum 1975 sem Minningarsjóður um Guðmund Böðvarsson, skáld, hóf að starf- rækja orlofshús fyrir rithöfunda að Kirkju- bóli í Hvítársíðu. Guðmundur hafði látist árinu áður, en jörðina sat eldri sonur hans, Sigurður, ásamt konu sinni Erlu og börnum þeirra þremur. Samskiptin milli húsanna voru tíð enda ekki nema steinsnar á milli. Undirritaður tók þessu boði fegins hendi og nýtti óspart aðstöðuna ein fimm sumur ásamt fjölskyldu sinni. Þetta voru skemmtilegir tímar. Að fá að vera heimagangur í húsi SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist á Kirkjubóli 20. apríl 1937. Hann lést á heimili sínu 17. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykholtskirkju 27. apríl. skáldsins með útsýni til Eiríksjökuls. Að eiga þess kost að bjóða börnum sínum dvöl í sveit í sambýli við þessi barngóðu hjón, Sigurð og Erlu. Eins og nærri má geta var ein afleiðing vistarinnar að maður heillaðist inn í veröld Guðmundar Böðvars- sonar, ekki bara skáld- skaparveröld hans, heldur búandheim hans einnig. Ég hafði gert mér í hugarlund að allir skáldbændur hlytu að hafa verið búskussar, en dæmi Guðmundar sýndi, svo ekki var um villst, bónda af lífi og sál þar sem verkunnáttu og útsjónarsemi andaði frá hverjum hlut. Því var eins farið með son hans Sigurð. Hér var ekki bóndi í vörn heldur vaskri sókn á mörgum víg- stöðvum. Öll nýjustu undur hey- vinnslutækninnar voru virkjuð og þótt undirlendi Kirkjubóls væri ekki mikið lét hann sig ekki muna um að drífa upp heyfeng á leigutúnum héð- an og þaðan í sveitinni. En í hverju fólust persónutöfrar hans? Til bráðabirgða sting ég upp á að þeir hafi helgast af því hve gaman honum þótti að lifa. Búskapurinn var honum ástríða fremur en kvöð og ríkri félagsþörf sinni fann hann útrás með því að flengjast um sveitina sem organisti fimm kirkna, meðlimur í kór og kórstjórnandi. Hann hafði til að bera þetta aðalsmerki bóndans sem felst í skorti á sérhæfingu og þeirri takmörkun sem henni er ein- att samfara. Hann lét sig allt skipta og samræður við hann um hvaðeina – áhyggjumál, gamanmál, skáldskap- armál – voru kannski það sem hæst ber þegar horft er um öxl. Ég sé hann fyrir mér úfinn og órakaðan í grábláa sloppnum sem upp úr miðri 20. öld varð að einkenn- isbúningi íslenskra bænda. Fast á hæla honum fylgir strolla af krökk- um, gjarnan afkvæmi hinna gistandi rithöfunda. Andaktug fylgdu þau þessu stórveldi hvert fótmál og Sig- urður lá ekki á liði sínu við að upp- fræða þau, fimm ára drengur kom hlaupandi úr fjósinu með þau tíðindi, „að nautið hefði verið að gifta sig“, þannig hafði Sigurður kosið að út- skýra fyrir barninu hina miklu at- höfn. Nú eru víst ein sautján ár síðan þessu ævintýri lauk, hvað okkur rit- höfundana varðar. En það er með menn á borð við Sigurð, þeir lifa með manni óháð endurfundum, færast jafnvel í aukana eftir því sem fjær dregur. Við hjónin og synir okkar eigum Kirkjubóli mikið gott upp að inna. Og ég veit að ég mæli fyrir munn fé- laga minna margra og fjölskyldna þeirra þegar ég flyt þeim hjónum, Sigurði og Erlu, heilar þakkir fyrir þessi skemmtilegu ár. Við hið skyndilega fráfall Sigurðar bónda rifjast upp eitt hinna dul- mögnuðu ljóða Guðmundar Böðvars- sonar, Falið í grasi: Þú færð að sofa er vorsins vörmu hendur vagga í gælni og rælni stráum ungum og ljósgrænn stararsprotinn talar tungum við tjarnarvatnið blátt, en drottins sól, á degi mikils friðar, hún dregur örþunn slæðutjöld til hliðar: ó hafið ekki hátt, og hratt og kyrrlátt yfir undirlendi og allt til miðra hlíða skugga vefur af litlu skýi. Hljóður hreyfir við hárlokkum þínum góður blær. Þú sefur. Falið í grasi, fallið þér úr hendi, þitt gamla leikfang liggur þér við hlið. Pétur Gunnarsson. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.