Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Einar frændi. Mér finnst svo ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig. Ég verð svo leið og sorgmædd þegar ég hugsa um að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, mér finnst það svo ósann- gjarnt. Mér líður strax betur þegar ég hugsa um hvað þér líður vel núna, þú þarft ekki lengur að berjast við þennan andstyggilega sjúkdóm. Núna ertu kominn til mömmu og afa og ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér. Þú varst svo skemmtilegur og góður frændi og nú á síðustu árum góður félagi og vinur. Ég hef alltaf litið upp til þín, alveg síðan ég man eftir mér. Ég á svo ótal góðar minn- ingar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst til Akureyrar þegar ég var lítil. Alltaf var spilað og sung- ið hjá ömmu og afa í Víðilundinum. Oft spiluðum við saman, ég og Þórdís á fiðlur og þú á gítarinn eða á píanó. Helst vildi ég alltaf gista líka hjá ömmu og afa ef þú varst í heimsókn og oftar en ekki var þá farið í smá grettukeppni fyrir svefninn og amma grét af hlátri. Ég man þegar við Þórdís fengum að fara með þér og Hildigunni í Holt. Þú söngst með okkur alla leiðina, keðjusöng og fjór- söng. Svo á einhverjum afskekktum sveitavegi leyfðir þú okkur að sitja hjá þér til skiptis í bílstjórasætinu og við fengum að stýra. Við vorum sambýlingar þrisvar sinnum á síðustu þremur árum. Fyrst í íbúðinni hans Palla frænda, síðan varstu hjá okkur af og til á Laugarásveginum og svo fengum við Hildur að vera hjá þér í þrjá mánuði í byrjun síðasta árs. Þessi sambúð var eins skemmtileg og við var að búast því það var alltaf gaman að vera í kringum þig. Við horfðum oft á Friends og hlógum mikið og oft eld- uðum við okkur góðan mat, ég lærði ýmislegt af þér í eldamennsku. Þú varst alltaf svo góður og elsku- EINAR KRISTJÁN EINARSSON ✝ Einar KristjánEinarsson fædd- ist á Akureyri 12. nóvember 1956. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 8. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. maí. legur við Hildi Karitas og henni fannst svo gaman að vera í kring- um þig og alltaf þegar þið kvöddust kyssti hún þig á kollinn og þú kitlaðir hana aðeins með skeggbroddunum. Þú barðist eins og hetja við sjúkdóminn og varst svo ótrúlega duglegur og hugrakk- ur. Aldrei kvartaðir þú eða varst neikvæður. Sama hvað þú varst veikur og með mikla verki, þú sagðir alltaf að þér liði ágætlega. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa verið hjá þér á spítalanum síð- usta dagana þína. Að geta setið hjá þér, haldið í höndina þína og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig. Ég kveð þig með söknuði, elsku frændi. Hvíl í friði Guðrún Silja. Á góðri stund haustið 1997 ákváðum við hjá Máli og menningu að gefa út disk með óvenjulegri hljómsveit, Rússíbönum, sem þá hafði verið að halda annálaða dans- leiki vítt og breitt um bæinn. Tónlist- arútgáfa hafði verið með nokkrum rassvasablæ hjá okkur, aukageta og þá fyrst og fremst tónlist sem við höfðum gaman af og flytjendur sem okkur þótti skemmtilegir. Þessi út- gáfa vatt þó fljótlega upp á sig því þarna vorum við allt í einu komin með alvöruband, diskurinn fór meira að segja að seljast, og því var að ýmsu að hyggja sem við vorum áður óvanir. Þá var gott að eiga Einar Kristján að. Hann var hljómsveitarstjórinn, „foringinn“ eins og Guðni kallaði hann stundum, og stýrði þessu batt- eríi af festu og skynsemi. Hann hafði ráð undir rifi hverju og sinnti öllu kvabbi af miklu þolgæði og ráð- kænsku. Á þessum árum var hann næstum daglegur gestur hjá okkur á Laugavegi 18, enda var stutt fyrir hann að koma upp á ritstjórnarkon- tóra eftir sitt kaffi latte á Súfistan- um. Eftir að tónlistarútgáfan var orðin sérstök deild og Edda orðin til hélt Einar áfram að halda öllum þráðum Rússíbana í styrkri hendi, höggva á hnúta, hvetja sína menn áfram til frekari dáða og leggja drög að framtíðinni. Eftir að hann veiktist sýndi hann svo fádæma hetjuskap, gafst aldrei upp og það eru aðeins fá- einar vikur síðan hann spilaði á ógleymanlegum tónleikum þeirra Rússíbana með Ímu Þöll í Salnum. Það var okkur mikill innblástur að sjá hve karlmannlega Einar Kristján glímdi við sín veikindi, framganga hans bar vitni æðruleysi og hugarró sem bar manninum fagurt vitni. Að leiðarlokum þökkum við hjá Máli og menningu og Eddu ákaflega gott og farsælt samstarf, um leið og við vottum öllum ástvinum Einars okkar dýpstu hluttekningu. Páll Valsson, Skúli Helgason. Við Einar kynntumst þegar við vorum ungir drengir, báðir með ástríðufullan áhuga á gítarleik. Þeg- ar ég heyrði í Einari vissi ég strax að þar fór einstakur tónlistarmaður. Einar átti mjög auðvelt með að pikka upp spennandi gítarfrasa og var strax 13 ára orðinn mjög glúrinn gít- arleikari. Við spiluðum saman af og til og deildum tónlistaráhuganum með félögunum. Það var því hópnum mikið áfall þegar Einar tilkynnti, eft- ir að hafa heyrt í Björgvini Halldórs- syni, að hann ætlaði að gerast söngv- ari. Sem betur fer varð ekkert úr því. Um tíma fékk Einar mikinn áhuga á Hendrix, hann átti trúlega allar Hendrixplöturnar og kunni þær til hlítar. Hann fann það út þegar hann var að æfa sig á rafmagnsgítarinn og vildi ekki ónáða aðra í húsinu með því að plögga í Vox-magnarann, að ef hann setti hausinn á gítarnum upp við fataskáp fékk hann meiri hljóm. Þannig átti hann til að æfa sig. Einar setti tvímælalaust mark sitt á samferðamenn sína og engan veit ég sem átti fleiri vini. Alltaf þegar ég hitti annan mann sem þekkti Einar barst talið fyrr eða síðar að Einari. Einar virðist hafa verið miðpunktur í mörgum vináttusamböndum. Hann lagði líka rækt við vini sína og erum við Guðný þakklát fyrir að hafa átt hann að vini. Einar var mjög orðglöggur maður og átti það til að skjóta inn í um- ræðuna óborganlegum orðasamsetn- ingum. Þegar við Guðný opnuðum veitingahús nefndi hann það strax Jógakaffi vegna áhuga okkar á Jóga og matarbakkana kallaði hann „brottnámsbakka“. Ég vildi óska að ég hefði skrifað eitthvað af þeim fleygu setningum sem flugu frá Ein- ari en ónákvæmar minningar verða víst að nægja mér nú. Elsku Anna, Hildigunnur, Guð- rún, Angantýr, Óttar, Bergþóra, aðrir ættingjar og vinir Einars, missir okkar er mikill en við eigum alltaf minninguna um þennan glað- væra og góða dreng sem setti svo sterkan lit á tilveru okkar. Blessuð sé minning hans. Leó G. Torfason. Þegar við fréttum að Einar Krist- ján Einarsson væri látinn setti okkur hljóða. Þrátt fyrir vitneskju okkar um sjúkdóm hans fannst okkur það svo fjarri lagi að þetta gæti komið fyrir hann, sem í okkar hópi var allt- af hrókur alls fagnaðar. Við kynnt- umst Einari í gegnum tónlistina og alla tíð síðan höfum við haldið sam- bandi, mismiklu, eftir hvernig á stóð. Á þessum árum gerðist margt skemmtilegt og þá sérstaklega þeg- ar við spiluðum saman fyrir norðan á áttunda áratugnum. Þá þegar var hann orðinn afburðagóður gítarleik- ari og miðlaði okkur af kunnáttu sinni af mikilli þolinmæði og natni. Í hans huga var tónlist áskorun, því erfiðari, því betra. Um leið og við sendum aðstand- endum Einars Kristjáns samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans viljum við segja, að það er okkur mikils virði að hafa notið vináttu Einars Kristjáns þessi ár, og við munum minnast hans alla tíð. Er við minnumst áranna okkar saman inn í hugann læðist þýður ómur. Alltaf var hjá okkur glens og gaman og gjarnan heyrðist fagur strengja- hljómur. Kveðja frá vinum Einar Arngrímsson og Júlíus Jónasson. Fimmtudaginn 16. maí sl. var bor- inn til grafar kær vinur minn, Einar Kristján Einarsson, sem ég vil minn- ast hér með örfáum orðum. Fundum okkar Einars bar fyrst saman þegar við, sem guttar, vorum sumarlangt í sveit í Þistilfirði. Hann í Holti en ég á Gunnarsstöðum. Ekki ristu okkar fyrstu kynni djúpt en vel man ég að við hinir strákarnir öfund- uðum Einar mikið af því hve lipur hann var í fótbolta, þótt ekki ætti það fyrir honum að liggja að leggja fót- menntina fyrir sig. Næst lágu leiðir saman í fjórða bekk Menntaskólans á Akureyri og fylgdumst við að til stúdentsprófs þremur árum síðar. Margt var brallað á þessum tíma og ýmislegt skrafað, ýmist heima á Mýrarveginum eða hjá Einari í Þing- vallastrætinu. Löngum stundum var eytt við að hlusta á og greina músík, enda var Einar þá þegar orðinn öfl- ugur á gítarinn og löngu búinn að snúa baki við boltanum. Að afloknu stúdentsprófi skildi leiðir og hitt- umst við ekki eftir það nema ein- staka sinnum. Þó var í hvert skipti sem leiðir lágu saman sem aðskiln- aður hefði aðeins varað um örskots- stund og menn settust niður og tóku upp þráðinn þar sem frá hafði verið horfið. Einar var mjög hrífandi persónu- leiki sem átti einstaklega auðvelt með skapa um sig jákvætt andrúms- loft og hrífa aðra með sér með já- kvæðni og glettnislegum húmor. Þegar við Einar hittumst síðast var ljóst hvert stefndi og hugsaði maður þá hryggur til þess að þurfa að sjá á eftir þessum góða dreng yfir móðuna miklu svona alltof, alltof fljótt. Nú hefur Einar kvatt okkur hinsta sinni og haldið til nýrra heima. Ég þykist þess fullviss að þar muni hann líkt og hér lífga upp á tilveruna með glettni sinni og eflaust mun hann taka fram gítarinn við rétt tækifæri og heilla þá sem á leik hans munu hlýða. Eftirlifandi eiginkonu, dóttur og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls góðs drengs. Björn Ingimarsson. Svo lengi hafði ég vonast til að þurfa aldrei að skrifa þessar línur. Svo lengi hafði ég vonast til að þurfa aldrei að heyra vondu fréttirnar, sem mér hafa þó þegar borist. Svo lengi hafði ég vonað að þessi mis- kunnarlausi sjúkdómur, sem svo margan góðan dreng hefur að lokum lagt að velli, mundi, þó ekki væri nema í þetta sinn lúta í lægra haldi. Svo lengi hafði ég vonað. Í þögulli leit að einhverju sem gæti linað sorgina og söknuðinn, gríp ég til þess ráðs að minnast allra þeirra góðu stunda sem ég hef átt í gegnum árin með mínum gamla góða vini og spilafélaga, Einari Einars- syni. Þegar grannt er skoðað, er reyndar aðeins um góðar stundir að ræða því að einhvern veginn var það svo að þar sem Einar var, réð gleðin og kátínan ríkjum svo að ekki var pláss fyrir neitt annað, nema ef vera skyldi músíkina. Þó að sá tími sem við Einar spiluðum saman í hljóm- sveitum norður á Akureyri fyrir u.þ.b. 25 árum, hafi aðeins staðið yfir í nokkur ár, varð hann til þess að við bundumst vinaböndum sem staðið hafa fram á þennan dag. Vissulega skildu leiðir þegar Einar flutti suður, en af og til höfum við hist og rifjað upp gömlu góðu dagana fyrir norð- an, nú síðast fyrir rúmu ári síðan. Sá fjöldi minningagreina sem þeg- ar hefur birst um Einar, ber vitni um það, hve vinamargur og vinsæll hann var og hve margir eiga um sárt að binda vegna ótímabærs fráfalls þessa góða drengs. Þar hef ég litlu við að bæta, ég tek undir öll þau fal- legu orð sem þar hafa fallið í hans garð að leiðarlokum. Með þungri sorg og söknuði kveð ég þig, kæri gamli vinur, ég gleymi þér aldrei. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð og vona að góður guð stýri þeim styrkri hendi í gegn- um þessa þungu raun. Þorleifur Jóhannsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta 1                   #       #          .@ . .@,& 3 # 5 /B  '    /A  %5  2(   '  " 2 (  +++/!     #  342   5  9 4  $ &9 4!" (") 9 4$ ( > 9 4!"  - $   9 4$ :&  !" + *+ $ + *+  %    '                            '              .@2&-(8 , *  C !5  2(    '  # 2    "   2   !  #   4    !" "3+'+5 !" '  (") $ -%   '+5 !" 3  "$ 1" 9     !" 3  )$    5 *%+   $     !" $* *+  %                    7'@D&, . % <  - ); 2(   '  #  ""   ++6)*   "  !                ("  '!" !"     '!" E$        E$                       ' 9 6',, &@ ,E 5/=  %5  2(    3!7  '      # ++$   ++5  )*       "  !     5!   4  ! #!" 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.