Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Langt er um liðið síðanskrifari dagsins sat áskólabekk og las þarmeðal annars íslensku og íslenska mál- og setningafræði. Vafalaust hafa kennsluhættir breyst mikið síðustu 40 árin þótt áherslurnar hljóti að flestu leyti að vera líkar því, sem áður var. Meg- inreglur málsins hafa ekki tekið neinum stakkaskiptum á þeim tíma. Meðal þess, sem staldrað var við í kennsluefninu, var nokkuð, sem heitir frumlag, andlag og umsögn eða með öðrum orðum meg- inatriðin í uppbyggingu hverrar setningar. Umsögnin eða sögnin lagar sig ávallt að frumlaginu eins og til dæmis í þessari setningu: Ég kasta kylfunni. „Ég“ er frumlagið og sögnin „að kasta“ lagar sig að því og stendur í 1. persónu eintölu. Andlagið er „kylfunni“ og er í þágufalli vegna þess, að sögnin stýrir því. Einhverjum kann að finnast það mesti óþarfi að rifja upp þessi sjálfsögðu sannindi en það er þó ekki gert að tilefnislausu. Það verður nefnilega æ algengara að sjá og heyra þessa meginreglu brotna, einkanlega í fjölmiðlunum. Fer þá yfirleitt og kannski alltaf saman, að með frumlaginu fer eignarfallseinkunn til nánari út- skýringar. Um þetta má tína til mörg nýleg dæmi en hér verða tvö látin duga: „Meginþorri hermannanna yf- irgáfu borgina í morgun“ og „Fjöldi aðspurðra sögðu.“ Frumlagið í þessum tveimur setningum er annars vegar „meg- inþorri“ og hins vegar „fjöldi“, hvort tveggja í eintölu, en sagn- irnar hafðar í fleirtölu. Hér er fleirtölumynd eignarfallseinkunn- anna látin stýra tölunni en að sjálf- sögðu eiga sagnirnar að vera í ein- tölu, yfirgaf og sagði. Þessi ruglingur tekur raunar ekki aðeins til sagnorða, heldur einnig til lýsingarorða. Sem dæmi um það má nefna „… og hundruð annarra bygginga skemmdar“. Hér stendur lýsingarorðið með hundruð og á því að vera hvor- ugkyn fleirtölu eða skemmd. Að þessu mættu margir huga. – – – Framburður íslenskrar tungu hefur breyst mikið í tímans rás og víst er, að við nútíðarmenn ættum í erfiðleikum með að skilja það mál, sem talað var fyrir sjö eða átta hundruð árum og hvað þá fyrr. Ein af þeim breytingum, sem áttu sér stað á 14. og 15. öld, var sú, að farið var að bera fram ll sem dl. Sem dæmi má nefna, að orðið fall er nú borið fram fadl, hollur er hodlur og þannig fram eftir göt- unum. Þessi framburðarbreyting hefur þó aldrei náð til gælunafna hvernig sem á því stendur. Silli er Sil:i eins og mig minnir að það sé hljóðritað, Lilla er Lil:a og Kalli er Kal:i. Þágufall af orðinu kall er hins vegar borið fram kadli. Breytingin átti sér heldur ekki stað á undan eignarfalls s-i. Við segjum enn með Ara fróða eða höf- um að minnsta kosti gert, að landið hafi verið „viði vaxið milli fjalls (fjal:s) og fjöru“ og getum tekið undir það, sem Bjarni Orkney- ingabiskup segir í Málshátta- kvæði, að „falls (fal:s) er von að fornu tré“. Nú ber það æ oftar við, til dæm- is í útvarpi, að þulir og fréttamenn burðist við að segja „fjadls“ og „fadls“ og þurfa stundum að vanda sig við að ná þeim vægast sagt erf- iða framburði. Fyrir skömmu var kynntur þáttur í umsjón „Þór- hadls“, ekki Þórhal:s, og ekki er annað að heyra en Hallur Hallsson sé ávallt „Hadlson“. Það hefur hvarflað að mér, að hér sé fólk að vanda sig en bara á röngum forsendum. Þótt flestar beygingarmyndir orðanna hafi dl þá á það ekki við í eignarfalli, sem endar á s-i. – – – Áhrif enskunnar eru mikil og lúmsk og birtast ekki bara í slett- um og óíslenskulegri setn- ingaskipan. Þau má líka greina í framburði, ekki síst þegar um er að ræða erlend heiti önnur en ensk. Þá er reynt að bera þau fram upp á ensku. Wagner heitir stund- um „Wogner“ eða eitthvað í þá átt- ina og ýmis latnesk heiti eru skrumskæld í tilraunum manna til að gefa þeim enskan hljóm. Þannig er það líka með nokkur ættarnöfn, sem ég veit ekki betur en séu af dönskum eða norrænum uppruna, til dæmis Johnsen og Johnson. Þessi nöfn hafa allt fram á síð- ustu ár verið borin fram „Jonnsen“ og „Jonnson“ en nú virðist annar hver maður segja „Djonnsen“ og „Djonnson“. Nú getur raunar vel verið, að Danir séu farnir að bera þessi nöfn fram upp á ensku enda virðast þeir oft hrifnari af þeirri tungu en sinni eigin. Þannig var það að minnsta kosti þegar þrír danskir bankar sameinuðust í einn, sem fékk nafnið Unibank. Þá var starfsfólkinu beinlínis uppá- lagt að segja ekki „úníbank“, held- ur „júníbank“. Það þótti fínna. Áhrif ensk- unnar má líka greina í framburði svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir skrifar í Morgunblaðið 14. maí sl. um þá ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að leggja niður sérdeildir. Ekki ætla ég að svara fyrir Fræðslumiðstöð en óneitanlega finnst mér Guðrún Ebba vita lítið um þessi mál. Að minnsta kosti lætur hún sér nægja yfir- borðskennda umfjöll- un. Sérdeildir voru í nokkrum skólum Reykjavíkur en alls ekki öllum eins og skilja má á Guð- rún Ebbu. Nemendur sóttu þess vegna sérdeildir utan skólahverfis síns. Í Austurbæjarskóla var til dæmis sérdeild unglinga og hana sóttu nemendur úr nálægum skól- um sem og Austurbæjarskóla. Sérdeildir höfðu vissa galla. Þær voru formlegar og þungar í vöfum, sérstakir inntökufundir voru haldnir að viðstöddum fulltrúum Fræðslumiðstöðvar. Þá voru deild- irnar tiltölulega lokaðar og þar fengu þeir nemendur einir aðstoð sem áttu við mestu erfiðleikana að stríða. Hinir sem þurfa minniháttar aðstoð sátu gjarnan á hakanum. Það er almenn tilhneiging um alla Evrópu að sem flestir nem- endur stundi nám í almennum skól- um. Þetta hefur líka verið þróunin á Íslandi. Þetta er kallað skóli án aðgreiningar. Þetta er hinn jafn- réttissinnaði skóli nútímans. Reyndar hefur Ísland gengið hvað lengst í þessa átt. Guðrún Ebba virðist vera á móti þessu og vill kannski gamaldags skóla með að- greindum hólfum. Sérdeildir gengu á vissan hátt gegn skóla án aðgreiningar. Hver er til dæmis munurinn á lokaðri sérdeild og sérskóla? Vissulega skapar skóli án að- greiningar ný úrlausn- arefni fyrir kennara. En þessi úrlausnar- efni eru spennandi. Þau eru að sérhver nemandi fái nám við hæfi í skóla án að- greiningar. Sérdeildir lagðar niður Það eru nokkur ár síðan Fræðslumiðstöð ákvað að fara þá leið að leggja niður sér- deildir. Það á því ekki að koma neinum á óvart, allra síst fyrrver- andi formanni Félags grunnskóla- kennara. Það var ekki gert til að láta sér- kennslunemendur út á guð og gaddinn eins og Guðrún Ebba læt- ur í veðri vaka. Í stað fárra mið- stýrðra sérdeilda er það nú lagt í hendur hverjum skóla að móta leið- ir í sérkennslu. Og skólarnir verða þá að standa sig og foreldrar að gera á þá kröfu geri þeir það ekki. Með þessu minnkar miðstýring Fræðslumiðstöðvar. (Það er mér fagnaðarefni og ætti líka að vera frambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins tilefni til gleði, ekki lítið hafa þeir hamast gegn meintri miðstýr- ingu Fræðslumiðstöðvar. En auð- vitað á til að mynda fyrrverandi menntamálaráðherra að vita að miðstýring grunnskólanna kemur ekki fyrst og fremst frá Fræðslu- miðstöð heldur frá ráðuneytinu. Undanfarin ár hefur miðstýring menntamálaráðuneytisins á grunn- skólunum einmitt stóraukist. Það er því öfugmælavísa þegar fyrrver- andi menntamálaráðherra þykist ætla að berjast gegn miðstýringu grunnskólanna í Reykavík. En þetta var útúrdúr innan sviga). Nýjar leiðir Ég fagna ákvörðun Fræðslumið- stöðvar. Í stað opinberra sérdeilda eiga skólarnir nú að móta eigin leiðir til að koma til móts við nem- endur með sérþarfir. Kennararnir fá því að reyna á eigið frumkvæði við að byggja upp ný úrræði. Í Austurbæjarskóla var sérdeild unglinga. Við gripum tækifærið fegins hendi og breyttum til. Við settum á fót Námsver unglinga þar sem allir nemendur geta fengið sértæka námsaðstoð, ekki aðeins þessir fáu sem voru teknir inn á formlegum fundum að fengnu sam- þykki fulltrúa frá Fræðslumiðstöð. Starfsemi námsversins er miklu sveigjanlegri og hægt er að koma til móts við breytilegar þarfir miklu fleiri nemenda. Og námsver- ið sinnir fleiri nemendum heldur en sérdeildin gerði og fyrir minna fé. Ég gæti lýst námsverinu ítarleg- ar en hér er ekki tilefni til þess. Enda er meginatriði málsins að sérhver skóli getur nú og á að móta eigin leiðir í sérkennslu. Svo finnst mér að frambjóðendur til borgarstjórnar eigi að kynna sér málin áður en þeir tjá sig opinber- lega. Og reyna að vera oggolítið málefnalegir. Um sérkennslu og sérdeildir Eiríkur Brynjólfsson Menntun Meginatriði málsins er, segir Eiríkur Brynjólfs- son, að sérhver skóli getur nú og á að móta eigin leiðir í sérkennslu. Höfundur er kennari. UMRÆÐAN SAGAN er ólygnust. Saga 20. aldarinnar færir okkur heim sanninn um, að fólki vegnar betur í þjóð- félögum frelsishyggju en forsjárhyggju. Sama má segja um sveitarfélög. Þetta stafar m.a. af því, að valdsmenn for- sjárhyggjunnar af vinstra armi stjórn- málanna leggja áherzlu á að færa fé úr einum vasanum í ann- an, jafnvel þó að sífellt minna verði til skipt- anna. Hugmyndafræði frelsis- hyggjumanna hins vegar snýst um að virkja einstaklingsframtakið til að stækka kökuna, sem til skiptanna er. Fá þá allir aukinn hlut, einnig hið opinbera, vegna aukins höfuð- stóls til skattlagningar. Nýlega voru birtir ársreikningar Reykjavíkurborgar. Þeir bera það með sér, að meirihlutinn í borgar- stjórn er stefnulaust rekald. For- sjárhyggjan, sem þar er við völd, er að hneppa Reykvíkinga í skulda- fjötra. R-listinn gerir nákvæmlega ekkert til að stækka kökuna, sem til skiptanna er meðal borgaranna, enda er hagvöxtur eitur í beinum forkólfa þar á bæ. Skuldasöfnunin virðist gjörsamlega komin úr bönd- unum. Skattahækkanir á borgarbúa blasa við, ef svo fer fram sem horfir, því að ekki verður endalaust hægt að ausa úr sjóðum Orkuveitunnar. Höfuðborginni mun þá því miður taka að hnigna, eins og ýmsir þykj- ast nú þegar sjá merki um. Hér er um vel þekkt einkenni duglausrar vinstrimennsku að ræða. Hjá for- ystu R-listans, sem á rætur að rekja til ólíkra stjórnmálaflokka, togast á svo ólík sjónarmið, að engin sam- staða er möguleg um skynsamlega stefnumótun og skelegga fram- kvæmd. Fyrir þetta gjalda höfuð- borgarbúar og landsmenn allir. Það er staðfest með því, að kosninga- stefnuskrá R-listans nú er í raun og veru hvorki fugl né fiskur, heldur moðsuða, sem sögð er kosta 2–3 milljarða króna, en þar er þó hvergi gerð grein fyrir áætlun um fjár- mögnun. Í ljósi reynslunnar má ganga að því sem vísu, að hrossa- kaupin innan R-listans enda ann- aðhvort með lántökum eða skattahækkunum. Svo ósvífnir eru nú for- kólfar R-listans orðnir, að þeir líkja fyrri að- ferðinni við að útbúa æskuna með nestis- böggla til framtíðar. Í raun draga þeir úr ráð- stöfunartekjum hennar um ókomin ár. Það er hins vegar enn tækifæri til að snúa af þessari óheilla- braut. D-listinn í Reykjavík hefur skuld- bundið sig með 10 lof- orðum til handa Reyk- víkingum til að hefja víðtæka framfarasókn á næsta kjörtímabili, nái hann tilskildum stuðningi borg- arbúa til þess. Ólíkt R-listanum hef- ur D-listinn jafnframt skuldbundið sig til að lækka álögur á borgarbúa. Engum þarf að koma á óvart, að R- listinn skilur ekki, hvernig þetta er hægt, og einmitt hér kemur fram reginmunurinn á framboðunum tveimur. Í stað doða vegna glund- roða við stjórnvölinn verður lífi hleypt í atvinnustarfsemina, t.d. með samkomulagi við ríkið um átak í samgöngumálum, en þar ríkir nú pattstaða vegna þess, að R-listinn dregur lappirnar við að samþykkja hagkvæmustu kostina, en drepur málum á dreif með daðri við rán- dýrar lausnir, sem ríkið eðlilega ekki getur fallizt á. Framtaksleysi R-listans hefur framkallað lóðaskort, sem hefur í för með sér böl vegna verðspreng- ingar á lóðum og á húsaleigu. Jafn- vægi á lóðamarkaði mun á hinn bóg- inn lækka húsnæðiskostnað leigutaka og húsbyggjenda og efla byggingariðnaðinn. Að koma á slíku jafnvægi væri sjálfsögð ráðstöfun af hálfu borg- arstjórnar. Engu er hins vegar lík- Stétt með stétt Bjarni Jónsson Reykjavík Í stað doða vegna glund- roða við stjórnvölinn, segir Bjarni Jónsson, verður lífi hleypt í atvinnustarfsemina. Á höfuðborgarsvæð- inu sem orðið er eitt atvinnusvæði er afar mikilvægt að vinna saman með nágranna- sveitarfélögunum að sameiginlegum og brýnum hagsmuna- málum. Ég nefni dæmi sem snerta Garðabæ: tengingar útivistarstíga á milli sveitarfélaga, fráveit- umál iðnaðarhverfis- ins í Molduhrauni og nýtt sameiginlegt vatnsból með Kópa- vogi, Bessastaða- hreppi og jafnvel Hafnarfirði. Mikið hefur vantað upp á sam- starfsvilja Garðabæjar og Kópa- vogs að koma varanlegum göngu- og hjólreiðarstígum á milli bæj- arfélaganna yfir Kópavogslækinn. Sú tenging mun opna leið að stíg- aneti Kópavogs og Reykjvíkur. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur ekki haldið vel á þessu máli og eftir margra ára barning innan bæjarstjórnar Garðabæjar hefur lítið þokast. Ekki stendur þó á vilja Vegagerðarinnar í þessu máli sem kannaði nýlega nokkrar leiðir ásamt kostnaðarmati. Iðnaðarhverfið í Molduhrauni er svo að segja í bakgarði Hafn- arfjarðar. Holræsa- lagnir eru í hverfinu, en engin fráveita og því fer skólpið í rot- þrær við hvert hús. Lagning fráveitu í kerfi Garðabæjar er bæði dýr framkvæmd og hefði í för með sér umtalsvert rask. Hins vegar liggur beint við að semja við Hafnfirð- inga um viðtöku skólpsins í þeirra frá- veitu. Í stað þess að semja um málið við Hafnfirðinga eru málin látin dankast þar til nú að í óefni er komið. Nýtt vatnsból Vatnsveita Garðabæjar við Víf- ilsstaðavatn er barn síns tíma. Erf- itt hefur reynst að halda uppi þrýstingi í öllum bænum og fullséð er að vatnsveitan kemur ekki til með að anna þörfinni á góðu neysluvatni í stækkandi bæjar- félagi. Við í Garðabæ eigum að taka höndum saman með nágrönn- um okkar og koma upp sameig- Vinnum nánar með nágrönnum Einar Sveinbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.