Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ framundan eru og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fjárfest er í. Félagið mun áfram einbeita sér að fjárfestingum í fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, sem talin eru hafa góð tækifæri til að selja vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum,“ segir í frétt um samrunann. Með sameiningunni verða stærstu hluthafar sameinaðs félags Íslands- banki, Landsbankinn, Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins og Búnaðar- bankinn. Hlutabréf í Íslenska hugbúnaðar- sjóðinum og Talentu-Hátækni eru STJÓRNIR Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins hf., Talentu-Hátækni og Talentu-Internets hafa komist að samkomulagi um sameiningu félag- anna undir nafni Íslenska hugbún- aðarsjóðsins hf. Með samkomulag- inu sameina krafta sína þau félög á Íslandi sem hafa sérhæft sig í áhættufjárfestingum í upplýsinga- tæknifyrirtækjum. Sameinað félag verður því stærsti einstaki fjárfest- irinn á þessu sviði hér á landi. „Að mati stjórna félaganna verður sameinað félag betur í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem skráð á VÞÍ og mun sameinað félag áfram verða skráð. Þar sem Talenta- Hátækni og Talenta-Internet eru stofnuð í Lúxemborg er tæknilegri útfærslu á samrunanum ekki endan- lega lokið. Boðað verður til hluthafa- funda félaganna og á þeim fundum verður endanleg útfærsla kynnt fyr- ir hluthöfum. Lagt verður til að Íslenski hug- búnaðarsjóðurinn gefi út hlutafé að nafnverði 335.180.000 krónur þannig að heildarhlutafé félagsins að því loknu nemi 1.163.430.393 krónum. Slík hækkun miðast við að hluthafar í Talentu-Hátækni fái 0,205 hluti í Ís- hug fyrir hverja krónu nafnverðs og hluthafar Talentu-Internet fái 0,26 hluti í Íshug fyrir hverja krónu nafn- verðs. Til að greiða fyrir samrunanum mun Íslandsbanki tryggja sölu á þeim eignum Talentu-Hátækni og Talentu-Internet sem ekki falla að fjárfestingarstefnu sameinaðs fé- lags. Hér er einkum um að ræða hlutabréf í Columbus IT Partner A/S og Halló!-Frjálsum fjarskiptum auk smærri hluta í nokkrum öðrum félögum. Talenta-Hátækni og Íshug sameinast ● BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra útlána um 0,60 prósentustig. Lækkun inn- lánsvaxta er heldur minni, eða á bilinu 0,05–0,5 prósentustig, mis- munandi eftir einstökum innláns- formum bankans. Þessar breytingar á vaxtakjörum Búnaðarbankans eru í kjölfar tilkynningar Seðlabanka um lækkun stýrivaxta um 0,50 prósentu- stig næstkomandi þriðjudag. „Í ljósi þess að bankinn er sann- færður um að vextir komi til með að lækka áfram þá hefur Búnaðarbank- inn ákveðið að lækka strax útláns- kjör heldur meira en sem nemur lækkun Seðlabanka á stýrivöxtum,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Búnaðar- bankinn lækkar vexti MIKLAR breytingar hafa orðið á hluthafalista Eimskipafélagsins síð- ustu daga. Búnaðarbankinn var kominn með tæplega 22% eignar- hlut í félaginu, en hefur síðan minnkað hlut sinn mikið og er nú með innan við 3%, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Þar með eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf. á ný orðnar stærsti hluthafi Eimskipa- félagsins og eiga nú tæplega 14% hlut eftir að hafa bætt við sig um 2% í viðskiptum síðustu daga. Líf- eyrissjóður verslunarmanna er nú næst stærsti hluthafi Eimskipa- félagsins með tæplega 6,7%, en átti áður um 3,3% hlut. Stóð aldrei til að eiga bréfin lengi Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að ástæður þeirrar stóru stöðu sem bankinn hafði í Eimskipafélaginu hafi verið sala bankans á hlutum í Útgerð- arfélagi Akureyringa og Skag- strendingi. Eimskipafélagið hafi greitt með eigin bréfum, en aldrei hafi staðið til að eiga þau bréf til lengri tíma og bankinn hafi að mestu verið búinn að tryggja sér útgönguleið fyrirfram. Nú hafi megnið af bréfunum verið selt og ekki sé ætlunin að eignast stóra eignarhluti í Eimskipafélaginu. Sjóvá-Al- mennar aft- ur stærsti hluthafinn í Eimskip              !  " # $       %&   '   ( ' $)       * +        " # $   ,       - %     ./ 0110          2 STJÓRN Pharmaco hf. samþykkti í gær kauptilboð Hreggviðs Jónsson- ar, fyrrverandi forstjóra Norður- ljósa, í 80% eignarhlut í Pharmaco Ís- land ehf. Hreggviður verður forstjóri Pharmaco Ísland og er í forsvari fyrir hóp fjárfesta sem verið er að setja saman. Búnaðarbanki Íslands hefur milligöngu um viðskiptin og kemur að fjármögnun. Kaupverð er ekki gefið upp á þessari stundu að öðru leyti en því að viðskiptin hafa jákvæð áhrif um þrjá milljarða króna á efna- hagsreikning Pharmaco hf. Gera má ráð fyrir að kaupverð sé nokkuð lægra. Milljarðarnir þrír eru annars vegar innborgaðar greiðslur og hins vegar lækkun á skuldum á efnahagsreikningi, að sögn Sindra. Miðað er við að kaupin taki gildi 1. júlí nk. að undangenginni áreiðan- leikakönnun. Hreggviður hefur frest fram að því til að semja við fjárfesta og fjármögnunaraðila og segist hann vænta þess að fá þá til samstarfs á næstu dögum og vikum, en hann hafi merkt mikinn áhuga. Í kjölfar birt- ingar á sex mánaða uppgjöri félags- ins mun Pharmaco hf. gefa út endur- skoðaða rekstraráætlun. Pharmaco Ísland ehf. mun yfirtaka alla innlenda starfsemi Pharmaco hf. en Pharmaco hf. mun eiga 20% í Pharmaco Ísland ehf. og Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco hf., mun taka sæti í stjórn Pharmaco Ís- land ehf. Með þessari sölu verður sú stefnu- breyting á starfsemi Pharmaco hf. að félagið mun einbeita sér algjörlega að starfsemi á erlendum vettvangi auk þess sem heildsöluhluta starfseminn- ar er nú hætt. Félagið verður nú eignarhaldsfélag um eignarhald í stærsta lyfjafyrirtæki Búlgaríu, Balkanpharma, danska lyfjaþróunar- fyrirtækinu Colotech A/S, íslenska líftæknifyrirtækinu UVS, líftækni- og efnaframleiðslufyrirtækinu Prim- ex ehf., ásamt smærri hlutum í öðrum félögum, auk 20% eignarhlutar í Pharmaco Ísland ehf. Að sögn Sindra Sindrasonar munu viðskiptin gera Pharmaco kleift að færa út kvíarnar í Evrópu og eru þreifingar í gangi þar að lútandi. „Þetta gefur okkur aukinn slag- kraft,“ sagði Sindri. „Með samruna Balkanpharma og Pharmaco hf., árið 2000, var tekið fyrsta skrefið af mörgum sem stjórn félagsins hyggst stíga í erlendri markaðssókn. Með sölu innanlands- deildar er fylgt þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið að félagið sé leið- andi í þróun, framleiðslu og sölu lyfja í Austur-Evrópu. Salan rennir enn styrkari stoðum undir efnahags- reikning Pharmaco hf. og færir félag- inu hátt í 3 milljarða króna, sem skapar grundvöll fyrir frekari útvíkk- un félagsins á erlendum mörkuðum,“ segir í tilkynningu frá Pharmaco. Pharmaco Ísland leggur minna til afkomu Hjá Pharmaco Ísland starfa um 130 manns í 7 markaðsdeildum og heildsöludeild og eitt af skilyrðum kaupandans er að uppistaðan af starfsfólki og stjórnendum starfi áfram, að því er fram kom í máli Sindra Sindrasonar í gær. Félagið rekur heildverslun með lyf, snyrtivörur, heilsuvörur, rann- sóknarvörur og lækningatæki. Fé- lagið hefur 35% markaðshlutdeild á lyfjamarkaði. Velta þessarar starf- semi, þ.e. Pharmaco Ísland, hefur verið um fjórðungur veltu Pharmaco en áhrif innanlandsstarfseminnar á afkomu Pharmaco hafa verið mun minni, að því er fram kom í máli Sindra Sindrasonar á kynningar- fundi í gær. Starfsemin væri enda mjög ólík og ekki hægt að gera sömu kröfu um arðsemi. Hreggviður segist telja að tæki- færi til að hefja sókn á þessum mark- aði séu fyrir hendi og þ.a.l. til að bæta afkomu Pharmaco Ísland. Hann seg- ir einnig vert að taka stöðugleikann inn í mat á fyrirtækjum. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starf- semi félagsins, að öðru leyti en því að nýtt nafn þess mun kynnt síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Pharmaco. Sala á Pharmaco Ísland gefur þrjá milljarða Hreggviður Jónsson verður forstjóri og kaup- ir 80% af Pharma- co Ísland ásamt ósamsettum hópi fjárfesta Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Pharmaco, Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco hf., Hreggviður Jónsson, verðandi forstjóri Pharmaco Ísland ehf., og Guðmundur Guðmundsson frá Búnaðarbankanum. VEGNA samruna Hewlett-Packard og Compaq hefur orðið breyting á áherslum hjá Aco-Tæknivali sem hafði umboð fyrir Compaq-vörur á Ís- landi. Skilti með merki HP hefur ver- ið hengt utan á verslun Aco-Tækni- vals. Að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Aco-Tæknivals og Opinna kerfa, er það vegna þess að við samruna HP og Compaq hverf- ursíðarnefnda merkið af markaði og það veldur áherslubreytingu hjá um- boðsaðilum Compaq. Opin kerfi hafa verið umboð fyrir HP á Íslandi og verða það áfram. Aco- Tæknival var umboð Compaq en að sögn Frosta mun sameinað fyrirtæki HP og Compaq virða áður gerða samninga. Aco-Tæknival mun nú geta selt HP-vörur beint, eins og það gat reyndar einnig áður, að sögn Frosta. Aco- Tæknival getur selt HP-vörur Morgunblaðið/Golli HAGNAÐUR samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 562 millj- ónum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 20 milljónir. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 615 milljónum í ár, sem er 31,2% af tekjum tímabils- ins, en 373 milljónum á síðasta ári, sem var 27,5% af tekjum þess tíma- bils. Haraldar Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf., segir í tilkynningu frá fé- laginu að rekstrarafkoman á fyrstu þremur mánuðum þessa árs sé mjög viðunandi. „Að mörgu leyti voru aðstæður í rekstri fyrirtæk- isins hagstæðar, bæði hvað varðar veiðar, vinnslu og afurðaverð, en auk þess hafa áhrif ýmissa hagræð- ingaraðgerða undanfarinna ára verið sífellt að koma betur í ljós. Gengishagnaður 200 milljónir Áætlaður hagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) og veltufé frá rekstri verður að líkindum heldur lakari en gert var ráð fyrir í des- ember fyrir árið 2002 í heild, vegna styrkingar íslensku krónunnar það sem af er árinu. Styrking krón- unnar mun hins vegar skila sér í já- kvæðari fjármagnsliðum en áætlað var og líkur eru á að afkoma ársins í heild verði góð,“ segir Haraldur. Gengishagnaður félagsins vegna lána í erlendri mynt var rúmlega 200 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 565 milljónum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Veltu- fjárhlutfall hækkaði úr 1,67% um síðustu áramót í 1,98 í lok mars og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 25,5% í 28,8%. Heildarafli skipa félagsins var tæplega 81 þúsund tonn á tíma- bilinu, þar af um 6 þúsund tonn af bolfiski og 75 þúsund tonn af upp- sjávarfiski. Hagnaður Haraldar Böð- varssonar 562 milljónir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.