Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 11 Til sölu 47 m2 sumarbústaður með tveimur svefnherb. og svefnlofti. Veggir og loft panilklædd, kamína í stofu. Tveir litlir sólpallar og geymsluskúr. Birkigróður á lóðinni. Fallegt útsýni. Nánari upplýsingar á mbl.is, hjá Fasteignamiðlun Vesturlands, sími 431 4144, fastvest@simnet.is og hjá eigendum í símum 893 2621 og 863 2622. Fasteignamiðlun Vesturlands - sími 431 4144 SUMARHÚS Í EYRARSKÓGI, SVÍNADAL INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði við síðari umræðu um árs- reikning borgarinnar í borgarstjórn í fyrrinótt að borgarstjóri forðaðist að tala um aðalatriði málsins, fjár- hagsstöðu Reykjavíkurborgar. Hún talaði ekki um skuldastöðu borgar- innar, hallarekstur borgarsjóðs, hallarekstur Orkuveitu og Reykja- víkurhafnar. Inga Jóna sagði að þær upplýs- ingar sem sjálfstæðismenn hefðu um fjármál borgarinnar kæmu allar frá meirihlutanum, úr ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir 2001. „Ef þið ásakið okkur um blekkingar og að fara með rangar tölur þá eruð þið að bera á borð rangar tölur í þessum efnum,“ sagði hún og vísaði ásökun- um á bug. Hún sagði að rekstur borgarinnar 2001 hefði farið 12,3% fram úr upp- haflegri fjárhagsáætlun. Tekjurnar hefðu hækkað um 5,7%. Fjárfesting- ar hefðu farið 58% fram úr áætlun. Öll frávik ættu sér skýringar en borgarstjóri hefði sérstaklega rætt um hvað mikill árangur hefði náðst í áætlanagerðinni. Rekstur Reykja- víkurborgar hefði aukist um 42% á föstu verðlagi á árunum milli 1997 og 2001. Nettóskatttekjur hefðu hækk- að um 47%. Skuldir borgarinnar hefðu margfaldast á tímum R- listans. Þær tengdust borgarsjóði annars vegar og samstæðunni, þ.e. öllu sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, hins vegar. Nettóskuldir samstæðunnar frá ársbyrjun 1994 til ársloka 2001 hefðu 8,5 faldast á föstu verðlagi. Aukningin væri 3,7 millj- arðar kr. á föstu verðlagi eða 12 milljónir á dag, en á liðnu ári hefðu skuldir borgarinnar hækkað um 23 milljónir á dag. Hún sagði að borgarsjóður hefði lækkað skuldir sínar á undanförnum árum að stærstum hluta með til- færslum frá fyrirtækjum borgarinn- ar í borgarsjóð. Því yrði að skoða heildarmyndina, en borgin hefði fengið 17 milljarða frá Orkuveitunni umfram það sem hefði gerst á því kjörtímabili, þegar sjálfstæðismenn hefðu stjórnað borginni síðast, og svo 7 milljarða frá Félagsbústöðum. Varðandi rekstur borgarsjóðs vísaði hún í rekstrar- og framkvæmdaryf- irlit ársreikningsins og sagði að í fjárhagsáætlun hefði verið gert ráð fyrir 441 millj. kr. hagnaði en hallinn hefði orðið 2.654 millj. kr. eða um 3 milljarða breyting. Stærsti hluti skýringarinnar væri að fjárfestingar hefðu farið langt fram úr öllum áætl- unum. Reykjavíkurhöfn rekin með halla Inga Jóna sagði að Reykjavíkur- höfn væri nú rekin með halla annað árið í röð. Í fyrra hefði verið 15 millj. kr. tap. Í ár hefði verið gert ráð fyrir 69 millj. kr. hagnaði en tapið orðið tæplega 77 milljónir. Meginskýring- in væri sögð vera sú að sú skuldsetn- ing sem hefði verið leidd yfir fyrir- tækið þegar ákveðið hefði verið að kaupa húseignir Stáltaks og Slipps- ins á verði sem hafi verið langtum hærra en eðlilegt hafi talist og eng- inn hafi getað réttlætt. Einnig hefðu orðið kaflaskil hjá Orkuveitu Reykjavíkur á liðnu ári. Tapið hefði verið 533 millj. kr. en gert hefði verið ráð fyrir 1.121 millj. kr. í hagnað. Í stað þess að fyrirtæk- ið hefði skilað 4,3 millj. kr. frá rekstri inn í fjárfestingar skilaði það um 2,8 millj. kr. Í stað þess að taka 4,5 millj- arða að láni hafi það þurft að taka 6,3 milljarða að láni. Hún sagði að þeir fjórir milljarðar sem hefðu verið fluttir til borgarsjóðs hefðu verið teknir að láni erlendis, hafi rétt verið greint frá. Inga Jóna sagði að fjármálastjórn R-listans hefði leitt til stöðugrar skuldaaukningar, vaxandi þenslu í borgarkerfinu og vaxandi kostnaðar við skuldir og fjármagn og veikt sterkustu fyrirtæki borgarinnar. Eftir að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hafði tekið aftur til máls sagði Inga Jóna að borgarstjóri hefði vikið sér undan því að svara því að það hefðu verið ákvarðanir úr Ráðhúsinu sem hafi valdið því að Reykjavíkur- höfn væri rekin með tapi og látin vera með yfirdráttarlán vegna skuldsetningar sem fyrirtækið hafi verið knúið út í. Mergurinn málsins væri sá að að Reykjavíkurhöfn hefði ekki tekið ákvörðun um kaupin sem væru ástæða tapsins. Þær ákvarð- anir hefðu verið teknar í Ráðhúsinu og knúnar í gegn í hafnarstjórn, þeg- ar hafnarstjóri hafi verið fjarver- andi. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, um málflutning meirihlutans Forðast að tala um skuldir og halla INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerði skuldastöðu Reykjavíkurborgar að umtalsefni við síðari umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í fyrrinótt. Hún benti á að skuldir borgarsjóðs í hlutfalli af skatttekjum hefðu lækkað úr 96,08% 1997 í 55,51%, peningaleg staða hefði verið neikvæð um 61,34% 1997 en um 28,80% í fyrra og rekstur málaflokka án vaxta hefði verið 83,50% 1997 en 79,22% 2001. Skuldir á íbúa á árs- lokaverðlagi 2001 hefðu lækkað úr 169.000 kr. í 134.000 kr., peningaleg staða úr því að vera neikvæð um 108.000 kr. á íbúa í að vera neikvæð um 70.000 kr., og skatttekjur hefðu hækkað úr 183.000 kr. á íbúa í 241.000 kr. Samkvæmt efnahags- reikningi hefðu skuldir á ársloka- verðlagi 2001 lækkað úr 17.295 mkr. 1997 í 15.004 mkr. 2001. Eigið fé hefði hækkað úr 76.415 mkr. 1997 í 126.753 2001. Afkoma fyrirtækja borgarinnar í heild hefði versnað úr 967 mkr. hagnaði 1997 í 755 mkr. tap í fyrra og væri það eina árið á nýliðnum fimm árum þar sem afkoman væri nei- kvæð. 2001 hefði verið 533 mkr. tap á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og í endurskoðunarskýrslu komi fram að það megi rekja til gengistaps, hækk- unar lífeyrisskuldbindingar og taps á fjárfestingu í hlutabréfum. Hrein eignaaukning í formi fjárfestingar í fastafjármunum hafi numið 6.810 mkr. Borgarstjóri sagði að um 77 mkr. tap Reykjavíkurhafnar mætti einnig rekja til gengistaps, aukinna vaxta- gjalda og áhrifa frá dótturfélögum. Ingibjörg Sólrún sagði að skýrsla Borgarendurskoðunar gæfi sér lítið tilefni til umfjöllunar um ársreikn- inginn umfram það sem hún hefði gert í framsögu sinni við fyrri um- ræðu. Hún vildi samt árétta að hún teldi réttara að segja rekstur mála- flokka í heild vera 0,4% undir áætlun heldur en 2% umfram áætlun eins og fram kæmi í skýrslunni. Heildarút- gjöld hafi ekki farið fram úr áætlun í rekstrarrömmum sem úthlutað hafi verið til málaflokka heldur reiknuð áfallin lífeyrisskuldbinding. Misvísandi umræða Ingibjörg Sólrún sagði að misvís- andi umræða hefði verið uppi varð- andi fjármálastjórn borgarinnar og fjárhagslega stöðu hennar. Hún sagði að auðvelt væri að flækja um- ræðuna og nefndi að lykiltölur og einstakar fjárhæðir í ársreikningi Reykjavíkurborgar 2001 og fjár- hagsáætlun sama árs væru ekki samanburðarhæfar, því mun fleiri sjóðir og fyrirtæki væru í ársreikn- ingi en fjárhagsáætlun. Samanburð- ur á niðurstöðutölum úr samstæðu- reikningi fjárhagsáætlunar annars vegar og ársreiknings hins vegar væri vita marklaus. Áætlanir um rekstur stofnana borgarinnar væru í heild í mjög góðu samræmi við nið- urstöðu og því væri afar ómaklegt að tala um óábyrga áætlanagerð. Ingibjörg Sólrún sagði að sjálf- stæðismenn hefðu talað um stofnun Félagsbústaða sem einhvern blekk- ingarleik til að færa fé milli sjóða í borginni, en rekstur leiguíbúða hefði verið í lamasessi í stjórnartíð sjálf- stæðismanna og enginn hefði dregið í efa að umsýsla Félagsbústaða, sem hefðu verið stofnaðir 1997, með leiguíbúðum hafi skilað öllum aðilum hagsbótum. Hún gerði einnig lóðir að umtals- efni sínu og sagði að nægt lóðafram- boð væri á höfuðborgarsvæðinu. Fráleitt væri að halda því fram að sala á byggingarétti, oft á tíðum út- boð, hafi áhrif á verð íbúðarhúsnæð- is, einfaldlega vegna þess að um mjög lítinn hluta markaðarins væri að ræða. Húsnæðisverð á höfuðborg- arsvæðinu hefði ekki hækkað vegna lóðaskorts heldur vegna almenns uppgangs í efnahagslífinu, mikilla væntinga almennings um framtíðar- tekjur, aðflutnings fólks til höfuð- borgarsvæðisins og breytinga á lán- um Íbúðalánasjóðs auk ofurvaxta. Loks sagði Ingibjörg Sólrún að sjálfstæðismenn hefðu haldið því fram að Reykjavíkurlistinn bæri ábyrgð á því að störf flyttust frá Reykjavík til nágrannasveitarfélag- anna. Í skýrslu Aflvaka hf. í apríl kæmi fram að 1998 til 2000 hafi störf- um á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 12.000, þar af um 8.400 störf í Reykjavík. Þetta væri sannleikur þessa máls. Hún sagði að umræðan um að Reykjavík væri illa stödd og á undanhaldi væri hrein bábilja. Full- yrðingar um betri fjármálastjórn í sveitarfélögum undir stjórn sjálf- stæðismanna væri líka klisja og vitn- aði hún í eftirlitsnefnd með fjármál- um sveitarfélaga máli sínu til stuðnings. Borgarstjóri um ársreikning borgarinnar fyrir árið 2001 Fjárhagsáætl- anirnar hafa staðist vel Morgunblaðið/Kristinn Alfreð Þorsteinsson, Hrannar Pétursson og Helgi Hjörvar á borgarstjórnarfundinum. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001 var samþykktur á fundi borg- arstjórnar í fyrrinótt með átta samhljóða atkvæðum fulltrúa R-listans. INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði á borgarstjórnarfundinum í fyrrakvöld að þegar fyrirtækið Lína.Net hefði verið stofnað hefði verið rætt um að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af peningum almennings inni í fyrirtækinu en í fyrstu hefðu verið lagðar um 200 millj. kr. í það. Hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í fyr- irtækinu hefði vaxið úr 67% í 75%, en samkvæmt ársreikningi hefði tapið verið 172 millj. kr. Rekstrargjöld hefðu numið 426 millj. á liðnu ári en ekki væri hægt að sjá á ársreikn- ingnum hverjar tekjurnar hefðu ver- ið. Sýndar tekjur væru 384 millj. kr. og samkvæmt því væri hallinn 42 millj. kr. Hluti af þessum 384 millj. kr. væri sala á ljósleiðara til Íslands- síma, en skv. gögnum fyrri ára mætti ætla að um væri að ræða um 150 millj. kr. Eftir stæðu 230 til 250 millj. kr. sem væru þá hinar raunverulegu tekjur.126 millj. kr., sem væru færð- ar undir rekstrartekjur, væri hagn- aður vegna sölu tetrakerfis og raf- dreifikerfis til Orkuveitunnar. Afskriftareglu hefði líka verið breytt, sem virtist fyrst og fremst þjóna þeim tilgangi að sýna minna tap. Hluti fjármagnskostnaðar eða 24 millj. kr. væri líka eignfærður og viðskiptavild væri eignfærð upp á 87 millj. kr. Þegar ársreikningurinn væri borinn saman við 9 mánaða uppgjör 2001 kæmi í ljós að þessi við- skiptavild hefði verið gjaldfærð og hefði verið gefin ákveðin skýring á því, en engu að síður vildi hún fá svör við ýmsum spurningum. Gott álit endurskoðenda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að ekki ætti að beina spurningum til stjórnarformanns Orkuveitunnar heldur snúa sér til endurskoðanda fyrirtækisins og spyrja hann hvers vegna reikning- arnir væru færðir eins og raun bæri vitni. Í ársreikningnum kæmi fram hjá endurskoðendum Deloitte & Touche að það væri álit þeirra að samstæðuársreikningurinn gæfi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2001, efnahag þess 31. desem- ber 2001, og breytingu á handbæru fé á árinu, í samræmi við lög, sam- þykktir félagsins og góða reiknings- skilavenju. Borgarstjóri sagði að tekjur Línu.Nets væru um 127 milljónir vegna langtímasamnings við Ís- landssíma og aðrar tekjur af gagna- flutningum 257 milljónir. Tap á árinu 2001 ætti samt ekki að koma á óvart miðað við fram lagðar viðskiptaáætl- anir. Ljóst væri að fyrirtækið þyrfti að bæta stöðu sína verulega og gert væri ráð fyrir ákveðnum umskiptum á líðandi ári. Guðlaugur Þór Þórðarson benti á að á sínum tíma hefði verið talað um að allt að 200 millj. kr. færu í Línu.- Net, en á liðnu ári hefði Orkuveitan sett 670 milljónir í fyrirtækið. Bað um skriflegar spurningar Alfreð Þorsteinsson sagði að mikl- ar breytingar á gengi á liðnu ári hefðu haft mikil áhrif á rekstrarnið- urstöðu ársreikninga allra stórra fyrirtækja. Hins vegar væri hreinn hagnaður Orkuveitunnar 1.470 millj- ónir á fyrstu fjórum mánuðum líð- andi árs. Hann sagði að eigið fé Orkuveitunnar væri upp á 38 millj- arða og ekkert óeðlilegt væri við það að fyrirtækið greiddi eiganda sínum arð. Hann sagði ennfremur að Inga Jóna hefði átt að láta sig vita að hún væri með spurningar varðandi árs- reikninga Línu.Nets svo hann gæti aflað nauðsynlegra svara og beindi því til borgarfulltrúans að hann sendi sér spurningarnar skriflega sem hann kæmi síðan til endurskoð- anda félagsins. Hæfi dregið í efa Inga Jóna sagði að viðbrögð Al- freðs Þorsteinssonar vegna ósvar- aðra spurninga hennar um Línu.Net bentu til þess að hann hefði ekki hugmynd um hvað væri að gerast í rekstrinum. Hafi hann ekki áttað sig á því „leyfi ég mér að draga í efa hæfi hans til að stjórna þessu fyrirtæki og stjórna Orkuveitunni,“ sagði hún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að það væri ekki í sínum verkahring að svara þeim spurningum sem Inga Jóna hefði sent sér 11. apríl sl., þar sem Orkuveitan væri sameignarfyr- irtæki og borgarstjóri færi ekki með hlut Orkuveitunnar á aðalfundi Línu.Nets heldur forstjóri Orkuveit- unnar. Því hefði hún komið spurn- ingunum áfram til Orkuveitunnar og endurskoðanda Línu.Nets, sem hefðu svarað borgarfulltrúanum. Deilt um tekjur og tap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.