Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAR gengu að kjörborðinu í gær en fastlega er reiknað með því að Bertie Ahern forsætisráðherra og leiðtogi Fianna Fáil vinni þar mikinn kosningasigur. Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan Fianna Fáil náði síð- ast hreinum meirihluta á írska þinginu en skoðanakannanir nú benda til að vel sé mögulegt að Ahern nái slíkum árangri nú. Fianna Fáil hefur um fimm ára skeið verið við stjórnvölinn á Írlandi ásamt Framsækna demókrata- flokknum. Fái Fianna Fáil meira en 83 þingmenn kjörna nú gæti flokk- urinn hins vegar valið að stýra land- inu einn síns liðs, en 166 þingmenn sitja á írska þinginu. Þar sem næsta víst þykir að Ahern verði áfram forsætisráðherra – hvort heldur sem það verður í sam- starfi við aðra flokka eður ei – hafa sjónir manna undanfarna daga beinst að möguleikum Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýðveldishers- ins (IRA), á því að auka þingmanna- fjölda sinn, en einn fulltrúi Sinn Féin á sæti á írska þinginu. Skoðana- kannanir sýna að flokkurinn hefur um 7% fylgi og hafa forystumenn Sinn Féin spáð því að þeir muni a.m.k. fá þrjá þingmenn kjörna nú. Er því ekki útilokað að flokkurinn kæmist í lykilstöðu eftir kosningar, ef til þess kemur að mynda sam- steypustjórn. Leggur Sinn Féin mikla áherslu á að tryggja framgang Martins Ferris í N-Kerry-kjördæminu í suðvestur- hluta Írlands en Ferris afplánaði á sínum tíma tíu ára fangelsisdóm fyr- ir vopnasmygl á vegum IRA. Ahern hefur hins vegar útilokað stjórnarsamstarf með Sinn Féin á meðan IRA hefur ekki lokið við af- vopnun sína. Vegna hins flókna hlutfallskosn- ingakerfis sem við lýði er á Írlandi er ekki gert ráð fyrir að fyrstu tölur úr kosningunum verði ljósar fyrr en í dag. Endanleg úrslit ættu að liggja fyrir seint í kvöld. Reuters Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, skýlir Nicky Kehoe, einum frambjóð- anda flokksins í írsku kosningunum, fyrir rigningunni í gær. Fianna Fáil spáð sigri á Írlandi Bertie Ahern forsætisráðherra úti- lokar stjórnarsamstarf við Sinn Féin Dublin. AFP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, stendur nú frammi fyrir sömu spurningum og einn fyrirrenn- ara hans: Hvað vissi hann og hve- nær? Um þetta er spurt eftir að upp- lýst var, að Bush var varaður við því snemma í ágúst á síðasta ári, að mikil hætta væri á, að liðsmenn al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, hygðust ræna flugvélum í Bandaríkjunum. Bush hefur notið eindæma vinsælda meðal landa sinna, ekki síst vegna viðbragða hans við hryðjuverkunum, en nú þykir hætta á, að eitthvað dofni yfir þeim. Embættismenn Bandaríkjastjórn- ar leggja mikla áherslu á, að upplýs- ingarnar, sem Bush voru kynntar 6. ágúst á síðasta ári, hafi hvorki verið mjög nákvæmar né óvanalegar með tilliti til þess, að flugrán hafi lengi verið eitt af helstu áhyggjuefnum bandarískra öryggisstofnana. Segja þeir, að allar tilraunir til að sverta forsetann og halda því fram, að hann hafi brugðist almannahagsmunum, séu eingöngu af pólitískum rótum runnar. Undir fjögur augu viðurkenna þessir sömu embættismenn, að málið geti haft slæmar afleiðingar fyrir Bush og ríkisstjórnina. „Það er engu líkara en einhver hafi sofnað á verð- inum. Þetta getur skipt sköpum fyrir Bush,“ er haft eftir repúblikana með góð tengsl við Hvíta húsið. Stjórnmálaskýrendur eru á sama máli. Þeir segja, að sjálfur orðstír ríkisstjórnarinnar sé í veði; sú al- menna skoðun, að hún láti jafnan hendur standa fram úr ermum af ábyrgð og festu. „Þetta er það fyrsta, sem fram kemur eftir hryðjuverkin, sem sýnir ekki Bush í fallegu ljósi, og vekur um leið efasemdir um frammistöðu hans og ríkisstjórnarinnar. Ekki er ólík- legt, að vinsældir hans dvíni eitt- hvað,“ sagði Andrew Kohut, sem annast hefur skoðanakannanir fyrir Pew-rannsóknastofnunina. Á fyrstu vikum eftir hryðjuverkin naut Bush stuðnings 90% landa sinna en þótt hann hafi minnkað nokkuð, sé nú um 75%, væru allir forseta full- sæmdir af honum. Þetta gæti þó breyst, verði ekki gefnar fullnægj- andi skýringar á aðgerðaleysinu eftir að fyrrnefndar upplýsingar komu fram. „Almenningur bíður eftir skyn- samlegum skýringum og það stendur upp á forsetann að gefa þær,“ segir Geoffrey Garin, sem annast skoðana- kannanir fyrir demókrata. Segir hann, að Hvíta húsið verði einnig að útskýra hvers vegna það hafi tekið svona langan tíma að segja frá upp- lýsingunum, sem lágu fyrir 6. ágúst í fyrra. Það var CBS-sjónvarpsstöðin, sem sagði fyrst frá þeim sl. miðviku- dagskvöld og daginn eftir staðfesti Hvíta húsið fréttina. Sagan rifjuð upp Thomas Mann, fræðimaður hjá Brookings-stofnuninni, segir, að hingað til hafi spurningar um við- brögð við ýmsum viðvörunum fyrst og fremst beinst að alríkislögregl- unni, FNI, og leyniþjónustunni, CIA. „Nú allt í einu beinast þær að rík- isstjórninni,“ segir Mann og bendir á, að þær megi skoða í ljósi sögunnar. „Hvað forsetinn vissi og hvenær hann fékk að vita það“ var þunga- miðjan í rannsókninni á hlutverki Nixons í Watergate-hneykslinu. Sá, sem spurði þeirra spurninga fyrst opinberlega, var Howard H. Baker, þáverandi öldungadeildarþingmaður en nú sendiherra Bush í Japan. Hvað vissi Bush og hvenær? Upplýsingar um, að varað hafi verið við hugsanlegum flugránum og hryðju- verkum al-Qaeda um mitt síðastliðið sumar setja Bandaríkjastjórn í vanda. Washington. Los Angeles Times. AP Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þá sagði hún, að Bush hefði aðeins fengið almennar upplýsingar um að liðs- menn al-Qaeda ráðgerðu flugrán í Bandaríkjunum. VAXANDI ótti er við, að til harðra átaka komi með harðlínuöflunum í Ír- an og umbótasinnum, með klerkun- um, sem fara í raun með völdin, og al- menningi í landinu. Mohammad Khatami, forseti landsins, hótaði ný- lega að segja af sér fengi ríkisstjórnin ekki tækifæri til að koma til móts við óskir þjóðarinnar og undir þessa kröfu hefur nú einn harðlínuklerk- anna tekið. Verkföll eru daglegt brauð í Íran og þá ýmist verið að mótmæla því, að fólki eru ekki greidd laun eða þá svo lítil, að ekki er unnt að lifa á þeim. Unga kynslóðin er í uppreisnarhug vegna kúgunar klerkaveldisins og at- vinnuleysis og átök milli ungs fólks og öryggissveita eru tíð. Atvinnuleysið er opinberlega 13% en allir vita, að það er miklu meira, og verðbólgan, sem líka er sögð vera 13%, er ekki undir 20%. Eiturlyfja- neysla vex og glæpum fjölgar og það endurspeglast meðal annars í því, að næstum daglega er verið að hengja menn. Þeir, sem það geta, flýja land í leit að atvinnu og frelsi. Ebrahim Am- ini erkiklerkur í hinni helgu borg Qom sagði nú í vikunni, að vegna óánægju almennings væri hætta á, að upp úr syði í írönsku samfélagi. „Þjóðfélagsleg sprenging“ „Fólk er óánægt og af skiljanlegum ástæðum. Ég veit, að yfir okkur vofir þjóðfélagsleg sprenging,“ sagði Am- ini. „Ef ástandið versnar, sem það gerir, verður stjórnvöldum hætt.“ Amini sagði, að byltingin fyrir 23 árum hefði átt sér stað vegna þess, að fólk sætti sig ekki við óréttlætið og kúgunina, og bætti við, að engin stjórn gæti haldið völdum með ofbeld- inu einu. Khatami forseti sagði á fundi með kennurum í Teheran 5. maí sl., að hætta væri á samfélagslegri upp- lausn. Hótaði hann að segja af sér, kæmu klerkarnir í veg fyrir nauðsyn- legar umbætur. Í fyrradag sagði Kha- tami, að einkavæðing og erlend fjár- festing væri lífsnauðsyn fyrir Íran, en klerkarnir mega hvorugt heyra. Vaxandi ótti við að upp úr sjóði í Íran Almenningur að gefast upp á kúgun klerkanna Teheran. AFP. AP Íranskar konur með mynd af Mohammad Khatami forseta. UM það bil eitt þúsund breskir og ástralskir hermenn börðust við liðs- menn al-Qaeda-samtakanna og talib- anahreyfingarinnar í umfangsmikl- um átökum í austurhluta Afgan- istans, og féll fjöldi hinna síðar- nefndu, að því er breski herinn greindi frá í gær. Aðgerðirnar hófust síðdegis á fimmtudag, er ástralskir sérsveitarliðar urðu fyrir árás og komu hundruð breskra hermanna Áströlunum til aðstoðar. Roger Lane, undirhershöfðingi í breska hernum, sagði að átökin hefðu átt sér stað í Paktia-héraði á svæði sem talibanar og al-Qaeda hefðu lengi ráðið. Búist væri við að aðgerðirnar stæðu í nokkra daga. Fréttastofan Afghan Islamic Press greindi frá því í gær að um tíu manns hefðu látist er bandarísk sprengjuflugvél hefði varpað sprengjum á þorp í héraðinu Khost í fyrrinótt. Brúðkaup hefði staðið í þorpinu og hefðu gestir þar hleypt af skotum upp í loftið eins og siðvenja væri og vera kynni að áhafnir banda- rískra þyrlna sem hefðu verið á sveimi í nágrenninu hefðu talið að óvinir væru að skjóta á þær. Barist í Afganistan Bagram-herstöðinni í Afganistan. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.