Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 21 fyrir gott boddí fiegar flig vantar gott bón A B X /S ÍA 9 0 2 0 7 0 7 -3 SAMTÖK banka og verðbréfafyr- irtækja (SBV) standa nú fyrir út- gáfu upplýsingabæklings vegna nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Bækl- ingnum er ætlað að upplýsa starfs- fólk og viðskiptavini fjármálafyr- irtækja um réttindi og skyldur samkvæmt lögunum. Starfshópur á vegum SBV hafði áður sett fram álitsgerð fyrir að- ildarfélög SBV þar sem gerð var grein fyrir lögunum og kannað hvernig einstök ákvæði sneru að starfsemi fjármálafyrirtækja. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SBV, segir í samtali við Morgunblaðið að SBV hafi átt gott samstarf við Persónuvernd í þessari vinnu. „Í framhaldi af gild- istöku laganna töldum við rétt að skoða betur hvaða áhrif þau hefðu á starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Því var stofnaður starfshópur sem skilaði álitsgerðinni fyrr á þessu ári eftir mikla og góða vinnu. Við vorum í ágætu samstarfi við Per- sónuvernd við vinnslu þessa máls og fengum m.a. þær upplýsingar að atvinnulífinu yrði gefinn nokkuð rúmur tími til að laga starfsemi sína að breyttum lögum,“ segir Guðjón. Guðjón segir að ein af tillögum starfshópsins hafi verið að fjár- málafyrirtæki gæfu út aðgengileg- an bækling, þar sem helstu stað- reyndir og upplýsingar væru settar fram á hnitmiðaðan hátt. Bæklingurinn kemur úr prentun í næstu viku og verður þá dreift til aðildarfélaga SBV í stóru upplagi, þ.e. banka, sparisjóða, lánastofn- ana og verðbréfafyrirtækja. Undanþágur frá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga Lög nr. 77/2000 um persónu- vernd og meðferð persónuupplýs- inga gilda um sérhverja rafræna vinnslu persónuupplýsinga, þ.e. vinnslu upplýsinga sem tengja má beint eða óbeint við einstakling, rafræna vöktun, sem og handvirka vinnslu persónuupplýsinga sem eru eða eiga að verða hluti af skrá. Í bæklingnum eru skilgreind hug- tök eins og persónuupplýsingar, vinnsla persónuupplýsinga, ábyrgðaraðili, vinnsluaðili og sam- þykki. Farið er yfir rétt viðskipta- vina og skyldur fjármálafyrir- tækja. „Helstu breytingarnar með nýju lögunum eru að nú eru lagðar rík- ari kröfur á ábyrgðaraðila. Út- gangspunkturinn í lögunum er að einstaklingurinn ráði sjálfur hvaða vinnsla fari fram um hans per- sónulegu upplýsingar, hver vinni og hvernig. Þannig er almennt skilyrði um að afla þurfi samþykk- is fyrir vinnslu persónuupplýsinga. hins vegar eru ákveðnar undan- þágur frá því,“ segir Guðjón. „Meginniðurstaðan í okkar vinnu í samstarfi við Persónuvernd er að starfsemi fjármálafyrirtækja sé þess eðlis að við þurfum ekki sér- stakt samþykki fyrir hefðbundinni vinnslu. En svo gæti farið að ein- stök fyrirtæki setji skilyrði um samþykki fyrir vinnslu inn í við- skiptaskjöl í auknum mæli.“ Í bæklingi SBV segir: „Fjár- málafyrirtækjum er þó almennt heimilt að vinna persónuupplýs- ingar án samþykkis samkvæmt framansögðu. Sérstaklega ef vinnslan er nauðsynleg til að efna samning sem viðskiptavinur er að- ili að eða til að gera ráðstafanir að beiðni hans áður en samningur er gerður. Auk þess getur vinnslan verið nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á fjármála- fyrirtæki.“ Guðjón segir að á sama hátt komist SBV að þeirri niðurstöðu að yfirleitt sé vinnsla persónuupp- lýsinga í fjármálafyrirtækjum und- anþegin tilkynningarskyldu til Persónuverndar, en slík tilkynn- ingarskylda er meginreglan varð- andi vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögunum. Skýrari réttarstaða Guðjón bendir á að þær per- sónuupplýsingar sem fyrirtæki innan SBV vinna með, flokkist ekki sem viðkvæmar persónuupp- lýsingar. „Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um einstakling sem skráðar eru, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint er hægt að rekja til við- skiptavinar. Upplýsingar um fjár- mál einstaklinga teljast til per- sónuupplýsinga en þó ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga samkvæmt skilgreiningu laganna,“ segir í bæklingnum. Hins vegar gera lögin ríkar kröfur um að við- eigandi öryggisráðstafanir séu við- hafðar við vinnslu allra persónu- upplýsinga. „Þessi nýju lög gera réttarstöðu bæði fyrirtækja og viðskiptavina skýrari. Það er mikilvægt að hafa skýran lagaramma en á hinn bóg- inn mega lögin aldrei vera of stíf. En SBV telja að þessi lög og það svigrúm sem þau gefa séu almennt séð til bóta. Lögin hafa t.d. leitt til þess að við leggjum út í þessa vinnu,“ segir Guðjón. Upplýsingabæklingur SBV um áhrif nýrra laga um persónuvernd á fjármálafyrirtækin Ríkari kröfur til ábyrgðaraðila FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.