Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÆNTINGARNAR eftir nýjasta og næstsíðasta kafla Stjörnustríðs- bálksins hafa verið miklar. Eðlilega, hann er sá farsælasti síðan Star Wars (sem fyrir tilstuðlan fjölgunar myndanna er einnig kölluð Episode IV – A New Hope) sló öll þekkt að- sóknarmet fyrir aldarfjórðungi. Tvær til viðbótar fylgdu í kjölfarið; (Episode V) The Empire Strikes Back (’80) og (Episode VI) Return og the Jedi (’83). Hefur framleiðandinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn, George Lucas, jafnan gefið sér 3 ár á milli mynda, að undanskilinni eyð- unni á milli Return of the Jedi og nýju framhaldsþrennunnar sem hófst 1999 með Star Wars: Episode I – The Phantom Menace. Nú er röðin komin að Episode II, sem nefnist Attack of the Clones – Árás klónanna, mikilvægri tengingu á milli Episode I, sem olli frekar von- brigðum þó hún yrði mest sótt Stjörnustríðsmynda á heimsvísu (reyndar var hún einnig vinsælli í Vesturheimi en hin upprunalega Star Wars, sem komst ofar á aðsóknarlist- anum, þökk sé geysi vel lukkuðum endursýningum ’97), og lokakaflans, Episode III, sem verður frumsýnd 2005. Það skiptir miklu máli að Lucas hefur bætt um betur frá síðustu mynd og færir okkur aftur á á réttan kúrs, inní dulúðina sem umlykur per- sónur, atburði og umhverfi uppruna- legu Stjörnustríðsmyndanna þriggja sem seiddu til sín bíógesti á árunum í kringum ’80. Þá þótti önnur mynd bálksins, The Empire Strikes Back, frummyndinni fremri og sömu sögu er að segja af Attack of the Clones, sem hefur mikla yfirburði yfir The Phantom Menace, tvímælalaust veik- asta hlekkinn í allri keðjunni. Aðalpersóna fimmta kaflans, sem gerist þegar áratugur er liðinn frá at- burðunum í Episode I, er Jedinn Anakin Skywalker (Hayden Christ- ensen). Hann hefur verið í strangri þjálfun hjá lærimeistara sínum, Obi- Wan Kenobi (Ewan McGregor), sem sér í þessum tvítuga pilti glæstustu von Jedastéttarinnar. Anakin bíður þess óþreyjufullur að fá að sanna sig, þess fullviss að hann eigi eftir að verða mestur og bestur allra Jeda. Tækifærið kemur er gömul vin- kona hans úr Episode I, Padmé/ Amidala drottning á Naboo, þarfnast verndar er viðsjár miklar verða inn- an Lýðveldisins. Myndin hefst á hríf- andi atriði er skínandi geimskip kem- ur inn til lendingar með Padmé, sem nú er ekki lengur drottning heldur þingmaður Lýðveldisins. Hún slepp- ur naumlega frá morðárás og ljóst að öryggi hennar er í hættu. Þá er vita- skuld kallað á Obi-Wan, sem kemur rakleiðis til hjálpar með sinn unga lærisvein sér við hlið. Það kemur í ljós að tilræðismaðurinn kemur frá fjarlægri plánetu í stjörnukerfinu og er Obi-Wan sendur þangað að spæja en Anakin hinn ungi fær það veiga- mikla hlutverk að fylgja Padmé til Naboo og gæta hennar. Anakin leynir ekki eldheitum til- finningum sínum til Padmé, né þeim fyrirætlunum að hann hyggist stjórna sem einvaldur í Lýðveldinu þegar hans tími kemur og óvild sinni í garð Obi-Wans, sem Anakin öfund- ar og segir að treysti sér ekki. Þar með brýtur hann grundvallarreglur Jedanna, sem eiga að vera hafnir yfir reiði, hatur og ást. Á meðan kannar Obi-Wan fjar- læga reikistjörnu þar sem óvígur her vélmenna er í smíðum og á að hjálpa Jedunum í baráttunni við aðskilnað- arsinna. Það eru óútreiknanlegar blikur á lofti og lenda þau öll, Obi- Wan, Padmé og Anakin, um síðir í höndum aðskilnaðarmanna undir stjórn fyrrverandi Jedans Dooku greifa (Christopher Lee), sem hyggst ganga frá þeim að hætti Róm- verja hinna fornu; etur þeim á móti forynjum í hringleikahúsi og óvígum her klóna og afstyrma. Hægt en markvisst byggir Lucas upp undanfara lokaátaka endahnúts- ins, Episode III, sem kemur á mark- aðinn að þrem árum liðnum. Breyt- ingarnar á Anakin eru farnar að taka sinn toll, hinir illu eiginleikar hans, græðgi, hatur og öfund, að ótalinni ástinni, að varpa honum í fang þess illa. Umbreytingin í Darth Vader er hafin. Hann bætir keti á bein allra aðalpersónanna og er einkar ánægju- legt að sjá tilburði McGregors, sem er nú búinn að ná völdum yfir Obi- Wan, gera þessa merkispersónu virðingarverða og trúverðuga. Gamli Lee er jafn óborganlegur hér sem í Hringadróttinssögu en Portman er líflítil og áhugalaus og Christensen enn einn sætabrauðsdrengurinn sem gæti orðið fljótgleymdari en Mark Hamill. Það væri synd að segja að gneistaði á milli þeirra. Sjálfsagt fær Árás klónanna tví- skipta dóma. Þeir sem kunna að meta hreinræktuð ævintýr og afþreying- armyndir, að ekki sé talað um aðdá- endur bálksins, eiga að geta skemmt sér vel yfir myndinni sem örugglega fær bullandi aðsókn. Burðirnir felast í betri sögu og átökum, meira tilfinn- ingaflæði og holdi klæddum per- sónum í anda fyrri þrennunnar. Mátulegri áherslu skrípa á borð við Jar Jar, magnaðri tónlist Williams, sem hefur náð sér á flug að nýju og það er stór kostur. Þá fléttar Lucas skemmtilega saman sína framandi furðuveröld og fegurð „gamla heims- ins“, í undurfögrum tökum frá Ítalíu og Spáni. Allt þetta gefur Fimmta kaflanum meiri fyllingu og skipar honum sess sem þriðju bestu mynd- inni í bálknum. Þrátt fyrir miklar framfarir frá The Phantom Menace hefur Lucas enn ekki tekist að magna fullkomlega seiðinn sem um- vafði Star Wars og The Empire Strikes Back, hann gæti birst í loka- kaflanum. Stríð á réttri stefnu „Þrátt fyrir miklar framfarir frá The Phantom Menace hefur Lucas enn ekki tekist að magna fullkomlega fram seiðinn sem umvafði Star Wars og The Empire Strikes Back,“ segir m.a. í umsögninni. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Kringlubíó, Borgarbíó Akureyri, Nýja bíó Keflavík Leikstjóri: George Lucas. Handrit: George Lucas. Kvikmyndatökustjóri: David Tatterall. Tónlist: John Williams. Aðalleikendur: Ewan McGregor, Samuel L. Jackson, Hayden Christensen, Natalie Portman, Ian McDiarmid, Frank Oz, Ant- hony Daniels, Christopher Lee, Pernilla August, Jack Thompson, Ahned Best. Sýningartími 144 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2002. STAR WARS: EPISODE II – ATTACK OF THE CLONES (ÁRÁS KLÓNANNA)  Sæbjörn Valdimarsson ÁRLEGA er haldin norræn ung- liðakeppni í djassi. Í fyrra var norska sveitin MOTIF kjörin sú besta á Norðurlöndum og gladdi það íslenska djassgeggjara mjög því píanistinn er íslenskur og einn efnilegasti djass- leikari okkar; Davíð Þór Jónsson frá Akranesi. Davíð var við tónlistarnám í Þrándheimi þegar Ole Morten bassa- leikari stofnaði sveitina þar í bæ árið 1999. Það virðist hafa verið gott mannval í skólanum því þeir piltar eru hver öðrum betri hljóðfæraleik- arar og einn þeirra kominn í fremstu röð ungra norskra djassleikara, stór- trommarinn Håkon Mjåset Johansen, sem hingað kom í fyrra með fanta- góðu norsku tríói, Urban Connection. Ég er líka viss um að trompetleik- arinn, Mathias Eick, á eftir að láta mjög að sér kveða í norrænum djassi í framtíðinni. Hann hefur þegar sett mjög persónulegt mark á spunastíl sinn þarsem trompetstíll síðboppsins blandast frjálsari leik og minnir stundum á Don Chery í klemmdum hlaupum á efra tónsviði trompetsins. Öll tónlist kvöldsins var eftir bassa- leikarann Ole Morten utan tvö, þaraf síðasta lag fyrir hlé sem var gamall ópus eftir Davíð Þór: Vúps. Það var í þeim ópusi sem listin kviknaði fyrir alvöru í leik þeirra félaga, en fyrstu þrjú lögin, John Dough, Get On Up og ballaðan Her Pices, þarsem Atle Nymo blés fallegan sóló trillum- skreyttan, hefðu öll getað verið á efn- isskrá hljómsveitar Frederiks Nor- éns eða annarra fínna djasssendi- boðasveita. Enda sagði sessunautur minn stundarhátt eftir fyrsta ópusinn ,,þetta eru meiri hraðafíklarnir“. Trompetsóló Mathiasar í Vúps var hunang og skartaði þeim einkennum er ég nefndi hér að framan. Við þurft- um heldur ekki að skammast okkar fyrir Davíð Þór sem meitlaði bopp- fönkið í bakgrunninum og lék síðan línur á mið og neðsta tónsviði flygils- ins, stundum rofnar af hljómum. Þetta gerir hann gjarnan og tekst þá að magna sterka spennu í spuna sín- um. Sjaldnast er hann þó spuninn samstiga eins og hjá Eddie heitin Costa heldur má segja hans samliggj- andi. Eftir hlé var boðið upp á sannkall- aða tónaveislu. Upphafsópusinn nefndist Triple Niple með skírskotun til Trinkle Trinkle Theloniusar Monks og þar spann Davíð Þór sóló í sama anda og í Vúps, bara miklu efn- ismeiri. Síðan var villtur ópus sem sótti nafn til Monthy Python-gengis- ins: We Are The Knights Who Say NI! og enn var Davíð Þór í essinu sínnu og Håkon sló einn magnaðan sóló. Síðan uppófst mjúk ballaða, Blindfolded, og höfundur lék listilega á bassann undir blæstrinum. Þarna, einsog alltaf á tónleikunum, var sam- spilið fínt, hljómsveitin þétt og frelsi einstaklingsins blómstraði í þágu heildarinnar. Án þagnar var haldið beint í lag eftir norska kollega þeirra er nefndist Untitled For The Masses og Mathias bætti enn einum gimsteini í safn sitt og tónninn mjúkur án þess að málmurinn hyrfi nokkru sinni. Hendingarnar voru oft firnalangar en alltaf vel mótaðar. Síðasta lagið á efn- isskránni var Portrait. Atle upphóf leikinn einsog nýstokkinn úr Ballads John Coltranes og síðan var píanó- vamp áður en síðbopplína tók völdin. Atle blés klassískan harðboppsóló eft- ir kúnstarinnar reglum, andinn dreg- inn sem sjaldnast og ýlfrað uppi. Hrynsveitin keyrði hann miskunnar- laust áfram en í sólói Mathiasar var skipt um gír. Þar kallaðist harðboppið á við frjálsari spuna. Davíð var aftur á móti rapsódískur í einleikskafla sín- um. Þetta er topphljómsveit atvinnu- manna af bestu gerð. Það eina sem markaði æsku þeirra var óljós endir laga, á stundum sem gleðihlátur fylgdi. Aukalagið var stutt og ljóðrænt, Ny ballade, og yljaði mörgum um hjartarætur sem ekki gátu fylgt harð- boppinu til lengdar. Hafi MOTIF þökk fyrir komuna. Davíð Þór dvelur hér vonandi áfram og vinnur að nýj- um verkum. Í lokin held ég mér sé óhætt að fullyrða að þetta séu bestu djasstónleikar hérlendis það sem af er árinu og vonandi fylgja fleiri af þessum gæðaflokki í kjölfarið. Ungir og villtir DJASS Múlinn í Kaffileikhúsinu Mathias Eick trompet, Atle Nymo ten- órsaxófónn, Davíð Þór Jónsson píanó, Ole Morten Vågan bassi og Håkon Mjås- et Johansen trommur. Fimmtudags- kvöldið 9. maí 2002. MOTIF Vernharður Linnet ÚR frændagarði nefnist sýning tveggja færeyskra myndlistamanna á miðjum aldri á nýjum málverkum, þeirra Ólivs við Neyst, f. 1951, og Ankers Mortensens, f.1961. Hinn tíu árum eldri Olivur hefur komið við sögu hér áður, sýndi í Fold fyrir fimm árum og svo hefur hann verið með á nokkrum samsýningum fær- eyskra listamanna á höfuðborgar- svæðinu, Akureyri og Ísafirði. Í augum Íslendinga ekki síður en Dana er færeysk myndlist dálítið al- veg sérstakt sem iðulega ratar beint í hjartastað, ekki þó fyrir að vera heimslist, heldur átthagalist með al- veg sérstöku tímalausu yfirbragði. Þótt Færeyingar séu hálfu nær heimslistinni en við Íslendingar, samgöngur góðar við meginlandið og England, eru þeir fjarri því jafn nýj- ungagjarnir, hefur drjúgum betur tekist að varðveita hið upprunalega í þjóðmenningu sinni. Samt verða þeir að sækja myndlistarmenntun sína til útlandsins og þá aðallega Danmerk- ur eins og landinn fyrrum. Þeir hafa meðal annars ekki troðið ótal stílteg- undum í húsagerð á tvist og bast um höfuðborgina, annars staðar í þétt- býli, né verið jafn yfirmáta gjarnir að valta yfir fornar menjar og eldri geymd. Mörgum landanum yljar um hjartaræturnar að koma til Þórs- hafnar, sem hefur yfir sér sitthvað af yfirbragði gömlu Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akraness, en fast- ari, samfelldari og heilla yfirbragð. Niðurrif fyrri gilda í húsagerð og listíðum er oftar en ekki stórum frekar vanhugsað slys en framför, einkum ef í stað framþróunar og staðbundinnar stílfegurðar kemur framandi stílrugl og sjónmengun. Dregið saman í hnotskurn má orða það svo, að Færeyingar flýti sér hægar en Frónbúar, eru í það heila ekki jafn leiðitamir og gjarnir til nýj- unga og sýndarmennsku. Þetta tel ég borðleggj- andi staðreyndir, og upp- lýsandi að hafa þær í huga þegar nálgast skal sýnis- horn færeyskrar myndlist- ar, eins og listhúsið Fold kynnir þessa dagana. Hér er ekki um íhaldssemi að ræða, öllu frekar eðlislæga samkennd með umhverfi sínu og náttúrusköpunum allt um kring, svona líkt og kemur fram í bókum Will- iam Heinesens og annarra færeyskra skálda og rithöf- unda. Og þó er fjarri að myndverk þeirra félaga séu bókmenntalegs eðlis, eða skari skáldskap af nokkru tagi nema þá hreint mynd- rænan. Olivur við Neyst er jarð- rænni í litagleði sinni, lita- spilið frjótt og margslung- ið, haldið saman af fjölþættri myndbyggingu. Hann tónar myndefnið og hryn litbrigðanna að segja má, því að málverkin búa yfir hljóðrænum eiginleik- um líkt og menn skilja þá, meðtaka og skynja á mynd- fleti. Útfærslan virkar óhlutbundin og sértæk en um leið opnast skoðandan- um greið leið inn í innri lífæðir myndflatarins sem eins og iðar af hlutvöktum og þekkjanlegum kenni- leitum með náttúruna sem miðlægt leiðarstef. Í hinu stóra málverki, Hugskot frá Klaksvík, kristallast þetta allt og þar sameinast margir bestu eiginleikar listamannsins... Það má svo vera alveg rétt sem Anker Mortensen segir, að Olivur sé eins og einni kynslóð á undan hon- um, verk forverans hluti hefðar sem hann sjálfur vinni út frá. Þörfin fyrir huglæga birtingarmynd verundar- innar sem einkennt hefur færeyska myndlist kemur einkar vel fram í myndum Ankers, en hann er um leið alþjóðlegri. Virðist ekki búa í Fær- eyjum nema hluta ársins, en hefur haslað sér völl í Kaupmannahöfn og sýnt víða í Danmörku og tekið þátt í Haustsýningunni í Ósló (1985). Mað- ur kennir áhrifa víða að í myndverk- um listamannsins sem hefur að auki meiri þörf fyrir útvíkkun málverks- ins og að vinna á breiðari grundvelli. Það eru einkum skírskotanir til kviku hafsins sem einkenna vinnu- brögð hans, litirnir loftmettaðri og formin stærrri. Einna hrifmestar eru stóra málverkið, Lágarsálmur, sem blasir við er gengið er inn í sal- inn, og myndin innst í hægra horni, Vindurinn blæs hvar sem hann vill, sem býr yfir ríkri, artístískri kennd. Listamaðurinn vinnur einnig í málm- grafík og þar kemur fram næm kennd fyrir línuspili... Ólivur við Neyst: Hugskot úr Klaksvík, olía á léreft. Tveir fær- eyskir málarar MYNDLIST Listhúsið Fold Opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Til 20. maí. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK OLIVUR VIÐ NEYST/ ANKER MORTENSEN Bragi Ásgeirsson Anker Mortensen: Lágarsálmur, olía á léreft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.