Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Hróarsson, fráfar- andi leikhússtjóri LA, setur enda- punkt aftan við starf sitt norðan heiða með því að leikstýra (í fyrsta skipti) eigin þýðingu á nýlegu leikriti eftir Matéi Visniec, sem ber þennan langa titil: Saga um pandabirni, sögð af saxófónleikara sem á kærustu í Frankfurt. Matéi Visniec er hálffimmtugur Rúmeni sem þreyði áratug (1977– 1987) sem hundelt og kúgað skáld í heimalandinu á dögum Ceaucescu áð- ur en hann flúði til Parísar þar sem hann býr nú og skrifar á frönsku. Visniec þykir með athyglisverðustu samtímaleikskáldum í Evrópu, hann hefur hlotið fjölda verðlauna og við- urkenninga fyrir verk sín sem sögð eru eiga rætur í absúrdhefðinni og er landi hans Ionesco gjarnan nefndur sem hans helsti áhrifavaldur. Saga um pandabirni er fyrsta verk Visniec sem sýnt er í íslensku leikhúsi og ber að þakka það framtak leikhússtjórans að koma höfundinum á framfæri hér og sýningin vekur vissulega von um að fleiri verka hans rati hér upp á svið. Í greinarstúfi í leikskrá segir Sigurður Hróarsson að verkið sé „um margt afar spennandi verkefni fyrir leikhús. Ekki síst fyrir þá sök að [það] er mjög óráðið hvað efnistök varðar og því opið fyrir mismunandi leiðum í túlkun og framsetningu“. Auðvelt er að samsinna þessu; heimur verksins er óræður, lögmál tíma og rúms leyst upp og skil draums og veruleika óljós. Sigurður segist jafnframt vilja varast „að (of)túlka verkið á prenti; sýningin á að standa ein og óstudd“, en engu að síður stenst hann ekki mátið að gefa í skyn að hér sé kannski verið að fjalla um tímabilið á milli lífs og dauða, rýmið sé hugsanlega „brúin „milli tveggja heima“ sem hverjum og ein- um sé gert að fara yfir; skeiðinu frá því maðurinn „deyr líkamsdauða“ þar til andi hans er reiðubúinn að svífa á vit frekari vistar […]“. Greinilegt er að þetta er sú túlkunarleið sem Sig- urður hefur valið að fara að verkinu og má vissulega segja að margt í text- anum og uppbyggingu hans rennir stoðum undir þessa leið. Þó finnst mér að með þessari ábendingu í leik- skrá hafi leikstjórinn óneitanlega spillt dálítið upplifun áhorfandans á leikslokunum. Í verkinu eru tvær persónur: Hann (Þorsteinn Bachmann) og Hún (Lauf- ey Brá Jónsdóttir) sem vakna saman í rúmi heima hjá honum og eyða síðan saman níu nóttum. Hann veit ekki hver hún er, hvaðan hún kemur eða hvað hún heitir en þráir að hafa hana hjá sér. Hún er dularfull, virðist gædd yfirnáttúrulegum hæfileikum og hafa ýmsa töfra á valdi sínu. Samband þeirra virðist að einhverju leyti vera samband lærisveins og meistara, þar sem hún er í hlutverki meistarans. Í stað „rökrænna“ samtala virðast samskipti þeirra snúast um beitingu og skerpingu skilningarvitanna, kannski í þeim tilgangi að yfirstíga takmarkanir þeirra, geta tjáð sig án orða (eða með einum sérhljóða) og losna úr fjötrum hins líkamlega og jarðneska. Á vegg í herberginu hangir mynd af manni á hvolfi og þegar hún er sett í samhengi við töluna níu (níu nætur) hlýtur hugurinn að hvarfla að Óðni sem hékk níu nætur á vingameiði til þess að öðlast þá visku sem gerði hann vitrastan allra. Óðinn nemur einnig rúnir og galdra, eyddi nóttum með Gunnlöðu og innbyrti skálda- mjöðinn. Allt á þetta sér samhljóm í verkinu; Hún ber Honum gjarnan rauðan drykk og kann skil á göldrum, eins og áður er sagt. Hér er sem sagt verið að vinna með alþekkt minni úr goðsögum; minni sem tengjast vígslu, (sýndar)dauða og endurfæðingu. Sviðssetning Sigurðar og sam- verkamanna hans á þessu athyglis- verða verki er falleg og rík af hug- myndum. En fyrst og fremst er hér um afar skemmtilegt leikhús að ræða. Einfaldar en sniðugar „brellur“ er notaðar í ríkum mæli og ljá sýning- unni svip dulúðar og töfra. Leikmynd Þórarins Blöndals er einföld en notk- un á kvikmyndatjaldi og spegli á bak- sviði þenja mörk sviðsins á áhrifarík- an hátt, sérstaklega var vel lukkuð notkun á spegli undir lok sýningar- innar. Mikið mæðir á leikurunum tveimur sem eru inni á sviðinu nær allan tím- ann (rúmar tvær klukkustundir), en leikur og samleikur þeirra Þorsteins og Laufeyjar Brár var agaður og yf- irvegaður og þeim báðum til sóma. Eftir sterka frammistöðu þeirra beggja virkaði það óneitanlega illa að heyra ótrúlega stirða framsögn meðal „radda“ sem berast handan við dyrn- ar á íbúðinni í lok sýningarinnar. Hér er kannski um „smáatriði“ að ræða en skiptir engu að síður máli í heildar- myndinni. Þrátt fyrir þessa ann- marka hlýtur þessi sýning að teljast listrænn sigur fyrir Leikfélag Akur- eyrar og er glæsilegur endapunktur á starfi fráfarandi leikhússtjóra. Níu töfrum slungnar nætur Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson „Mikið mæðir á leikurunum tveimur sem eru inni á sviðinu nær allan tímann (rúmar tvær klst.), en leikur og samleikur þeirra Þorsteins og Laufeyjar Brár var agaður og yfirvegaður og þeim báðum til sóma.“ LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Matéi Visniec. Íslensk þýðing og leikstjórn: Sigurður Hróarsson. Leik- arar: Laufey Brá Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Leikmynd og búningar: Þór- arinn Blöndal. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson. Leikgervi: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörns- dóttir. Kvikmyndir: Þorsteinn Bachmann. Aðstoð við klippingu: Jóhann Jóhanns- son. Aðstoðarleikstjóri: Hrafnhildur Haf- berg. Samkomuhúsið 16. maí. SAGA UM PANDABIRNI, SÖGÐ AF SAXÓFÓNLEIKARA SEM Á KÆRUSTU Í FRANKFURT Soffía Auður Birgisdóttir HAFBARFJARÐARLEIKHÚSIÐ undirbýr nú af kappi sýningu á leik- gerð Hilmars Jónssonar á Grettis- sögu. Leikhúsið hefur á undanförnum árum gert nokkrar leikgerðir upp úr heimsbókmenntunum eins og Birt- ingi eftir Voltaire, Sölku Völku eftir Halldór Laxness og Síðasta bænum í dalnum eftir Loft Guðmundsson. Nú er komið að Grettissögu. „Leikgerð okkar verður vitaskuld trú bókinni og manninum, þessum mikla manni sem virtist ekkert geta gert rétt. Grettir var réttur maður á réttum stað á röngum tíma. Hann var hetja, skáld og víkingur en því miður fyrir hann var Ísland hans tíma ekki réttur vettvangur fyrir mann af þessu tagi sem auk þess lét skapofsa sinn hlaupa með sig í ófáar gönur. Hann lét sig dreyma um frægð, frama og ferðalög til útlanda þar sem hann myndi slá í gegn. Og viti menn, það gekk eftir. En þegar heim kom tók fá- sinnið og heyskapur við og það var ekki líf við hæfi hetjunnar. Vegna eig- in skapbresta tók því að halla undan fæti og hann endar með því að verða eftirlýstur útlagi, réttdræpur ef til hans næðist. Á þessu stigi er leik- gerðin enn í vinnslu og því óvarlegt að tala um áherslur eða stíl á henni. Hins vegar er ljóst að mikil áskorun felst í því að gera leikverk upp úr Íslend- ingasögu. Fyrir okkur felst hún m.a í því að koma ekki eingöngu sögunni á framfæri heldur einnig siðferði og pólitík þessa tíma, sem og ríkulegu orðfæri, “ segja Hafnfirðingarnir. Leikarar í sýningunni verða Gunn- ar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Er- ling Jóhannesson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og í hlutverki Grettis verð- ur nýútskrifaður leikari Gísli Pétur Hinriksson. Leikstjóri er Hilmar Jónsson, leikmynd gerir Finnur Arn- ar Arnarson, búninga Þórunn María Jónsdóttir og leikgervi Ásta Hafþórs- dóttir. Framkvæmdastjóri er Guðrún Kristjánsdóttir. Hilmar Jónsson, Jón Páll Eyjólfsson, Björk Jakobsdóttir, Finnur Arnar Arnarsson, Ingibjörg Þórisdóttir, Gunnar Helgason, Gísli P. Hinriksson, Vigdís H. Pálsdóttir, Þórunn María Jónsdóttir, Erling Jóhannesson. Hafnarfjarðarleikhúsið Grettissaga á fjalirnar í haust Morgunblaðið/Jim Smart „HYPERCRAZE“ 2002 / Ofurhvörf 2002 nefnist samsýning sem opnuð verður í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, í dag, laugardag, kl. 16. Myndlistarmennirnir sem eiga verk á sýninguni eru Anna Hallin, Birgir Andrésson, Hannes Lárus- son, Hekla Dögg Jónsdóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Ingirafn Steinars- son, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Örn Friðriksson og Rúrí. Yfirskrift sýn- ingarinnar, „Hypercraze“, kallast á við titil fyrstu sýningar Nýlista- safnsins, sem var „Paper for Space“. Sýningin verður opin miðvikudag – sunnudag í hverri viku frá 12–18. Samsýningin Ofurhvörf í Nýló EITT af því sem boðið var upp á á afmælisdegi Kópavogs voru barna- kórstónleikar í salnum. Þarna voru samankomin 29 börn úr Snælands- skóla í Kópavogi. Í frétt af þessum tónleikum í Morgunblaðinu sama dag kemur fram að kórinn sé að und- irbúa ferð á barna- og ungmenna- kóramót í Þýskalandi í júlí nk. Efnis- skránni var skipt í fimm flokka. Fyrst voru íslensk þjóðlög og tví- söngslagið Ísland farsælda frón opn- aði tónleikana. Síðan fylgdu klassik- erarnir Hættu að gráta hringaná, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatns- endarósu og Á Sprengisandi. Næsti flokkur voru lög eftir íslensk tón- skáld. Fyrstur reið á vaðið Páll Ís- ólfsson með laginu Úr útsæ rísa ís- lands fjöll og á eftir fylgdu Smaladrengurinn eftir Skúla Hall- dórsson, Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson, Kvæðið um fuglana og Söngur Dimmalimm eftir Atla Heimi og lofsöngurinn Te Deum eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Þriðji flokkur- inn kallaðist Á ferð um heiminn og var það að finna erlend lög sem sungin voru á frummálinu. Appal- achian Suite II í útsetningu Christine Jordanoff, Schnsucht nach dem Frühlinge (Nú tjaldar foldin fríða) eftir Mozart, hebreska friðar- bænin Hevenu Shalom, sænski sum- arsálmurinn En vänlig grönskas rika dräkt, altarisgöngusálmurinn Tant- um ergo hér í einni af tónsetningum Gabriels Fauré og að lokum Sound the trompet eftir Henry Purcell. Síð- an komu þrjú þekkt lög við texta Halldórs Kiljans Laxness, Maí- stjarnan, Klementínudans og Hvert örstutt spor og að lokum tvö lög sem samin hafa verið fyrir kórinn. Það fyrra er Snælandsskóli eftir Mist Þorkelsdóttur við texta dr. Sigur- bjarnar Einarssonar og síðast var frumflutningur á laginu Kæri Kópa- vogur, texi og lag eftir Ólaf B. Ólafs- son. Þetta er gott lag og einstaklega vel sönghæft bæði í kórsöng og al- mennum söng og vil ég óska Kópa- vogi og tónskáldinu til hamingju með þennan nýja Kópavogssöng. Ánægjulegt var að heyra hve margir kórfélagar fengu tækifæri til einsöngs en alls stigu 12 stúlkur fram og sungu ýmist einar eða nokkrar saman og skiluðu þær sínu með ágætum. Ástríður er mjög góður undirleik- ari. Kórinn söng aðeins eitt lag án undirleiks og hefði í raun verið gam- an að fá fleiri lög undirleikslaus til að sjá getu kórsins. Það er greinilega mikill metnaður í kórstarfi við Snælandsskóla undir stjórn Heiðrúnar. Kórinn söng gegn- umsneitt hreint með örfáum undan- tekningum þar sem tónstaða var dá- lítið reikul. Hljómgun kórsins mætti vera töluvert meiri, lög eins og Úr útsæ rísa þurfa mikið meiri kraft og kórinn sýndi í nokkrum lögum að hann getur hljómað mun meira t.d í Á Sprengisandi og þó sérstaklega í Sound of trompet og lagi Mistar Snælandsskóli, en í þessum lögum náði kórinn að láta húsið hljóma með sér en önnur lög voru frekar hljóm- dauf. Annað sem kórinn þarf að laga er að passa upp á áherslulausar lag- línuendingar. Þetta eru atriði sem kórinn hefur ennþá tvo mánuði til að kippa í lag og kórinn verður örugg- lega góður fulltrúi okkar á mótinu í Þýskalandi. Úr útsæ rísa Íslands fjöll TÓNLIST Salurinn Píanóleikari: Ástríður Haraldsdóttir Söngstjóri: Heiðrún Hákonardóttir Salurinn í Kópavogi 11. maí kl. 17. KÓR SNÆLANDSSKÓLA Jón Ólafur Sigurðsson Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Laugardagur 18. maí Kl. 14.00 Listasafn ASÍ Opnun myndlistarsýningarinnar Andrá. Listakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir, Guð- björg Lind og Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá fanga augnablik tímans í landslag- inu. Kl. 14.00 Bæjarbíó Hafnarfirði Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson. Fyrsta íslenska talmyndin og Hnattflugið, stutt heimildarmynd frá 1924. 2. sýning Kl. 15:00 Broadway Vocal Sampling, kúbanska salsasveitin. Aukatónleikar. ATH. Áður auglýstum tónleikum Maxims Vengerovs, sem vera áttu kl. 16, er frestað til 27. maí kl. 20. Kl. 21.00 Broadway Vocal Sampling, kúbanska salsasveitin. 3. tónleikar. Miðasalan er opin alla daga kl. 11–20. ♦ ♦ ♦ Í ANDDYRI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á teikningum eftir sænsku listakonuna Siri Derkert sem hún gerði við söguna Úngfrúin góða og Húsið eftir Halldór Laxness. Sýningin er í tilefni aldarafmælis skáldsins og er sett upp í samvinnu við Siri Derkert-safnið í Lidingö í Sví- þjóð. Siri Derkert (1888–1973) dvaldi á Íslandi í átta mánuði á árunum 1949– 50. Hún ferðaðist um og höfðu land og þjóð mikil áhrif á hana. Hún kynntist nokkrum Íslendingum, m.a. Halldóri Laxness, og skáldverkum hans og höfðu kynnin af bókum hans og ætt- landi mikil áhrif á hana. „Smásagan Úngfrúin góða og Hús- ið varð kveikjan að myndskreytingum hennar. Þær voru gerðar 1953 og er þetta í eina skiptið sem Siri Derkert hefur einbeitt sér að myndskreyting- um en hún er meðal þekktustu lista- manna Svíþjóðar og skipar sérstakan sess í listasögu 20. aldar. Á árunum 1910–20 var list hennar mikilvægur þáttur í róttækri nýstefnu þess tíma. Upp úr 1960 urðu tilraunir hennar með ný efni vaxtarbroddur þess sem koma skyldi. Nefna má samlímingar (collage), lágmyndir úr ryðfríu stáli, skúlptúra úr girði, frummyndir að myndvefnaði og stórar myndir úr steinsteypu í lit,“ segir í kynningu. Listasöfn í Svíþjóð hafa efnt til sýn- inga á verkum hennar undanfarna áratugi og stór yfirlitssýning var haldin í Norræna húsinu árið 1976. Sýningin er opin daglega til 11. ágúst nk. Sýning á teikningum Siri Derkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.