Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is NÝJA íþrótta- og sýningarhúsið í Kópavogsdal hefur hlotið nafnið Fífan en húsið var vígt við hátíð- lega athöfn í gær. Hátíðin hófst með inngöngu yf- ir 800 þátttakenda undir lúðra- blæstri Skólahljómsveitar Kópa- vogs. Í broddi fylkingar gekk Jón Arnar Magnússon frjálsíþrótta- kappi með íslenska fánann ásamt félögum úr skátafélaginu Kópum. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, ávarpaði hátíðina og tók við gylltri skóflu til minnis um fyrstu skóflustunguna að hús- inu. Fimleikaflokkur frá íþrótta- félaginu Gerplu sýndi trampól- ínstökk áður en hin formlega íþróttaiðkun hófst í Fífunni. Upp- hafið var með þeim hætti að Guð- mundur Þórðarson, fyrsti lands- liðsmaður Breiðabliks í knattspyrnu og fyrsti landsliðs- þjálfari kvennalandsliðs og drengjalandsliðs KSÍ, skaut úr startbyssu. Upp frá því iðaði allt húsið af lífi. Morgunblaðið/Sverrir Fífan í Kópavogi formlega opnuð EKIÐ var á þrjá hjólreiðamenn, konu og tvær stúlkur, á Kald- árselsvegi við sumarhúsabyggð- ina í Sléttuhlíð ofan Hafnar- fjarðar um níuleytið í gærkvöldi. Þeim var ekið á slysadeildina í Fossvogi en reyndust ekki al- varlega slasaðir, að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði. Stúlka sem datt af hestbaki í Hafnar- firði í gærkvöldi var einnig flutt á slysadeildina. Hún var ekki talin alvarlega slösuð að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Ekið á þrjá hjólreiða- menn Í FYRSTU niðurstöðum rannsókn- ar á eitrunum á Íslandi kemur fram að sjálfsvíg og sjálfsvígstil- raunir eru algengasta ástæða eitr- unar, þá óhöpp og misnotkun er í þriðja sæti og vinnuslys í því fjórða. Þetta kemur fram í út- drætti rannsóknar á vegum eitr- unarmiðstöðvar Landspítala – há- skólasjúkrahúss, Háskóla Íslands, lyflækningadeildar LSH og land- læknis. Tilgangur rannsóknarinnar er að afla sem áreiðanlegastra upp- lýsinga um bráðar eitranir og meintar eitranir sem koma til með- ferðar eða umfjöllunar lækna og annarra heilbrigðisstétta á sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum á eins árs tímabili. Rannsóknartím- inn var frá 1. apríl 2001 til mars- loka 2002. Hönnuð voru eyðublöð og rannsóknin kynnt á stærstu sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um. Einnig var notaður fjarfunda- búnaður við kynninguna. Lyfjaeitranir algengar Fyrstu niðurstöður eru þær að fyrstu sex mánuði rannsóknarinn- ar var skráð 531 eitrun. Þar af voru lyfjaeitranir 234, eitranir vegna annarra efna en lyfja 208 og blandaðar eitranir 98. Í 56 tilvikum voru eitranir hjá sex ára börnum og yngri. Sjálfsvíg eða sjálfsvígstil- raunir voru 189, óhöpp voru til- greind sem ástæða eitrunar í 132 tilvikum, í 110 tilvikum var um misnotkun að ræða og vinnuslys 53. Í útdrættinum kemur fram að frumniðurstöður bendi til þess að fjöldi eitrana hérlendis sé sam- bærilegur við fjölda umferðarslysa þar sem slys verða á fólki. Sjálfsvíg eru algeng- asta ástæða eitrana KAMFÝLÓBAKTER hefur fundist í nokkrum kjúklingabúum að undan- förnu eftir sex mánaða hlé. Jarle Reiersen, dýralæknir alifuglasjúk- dóma hjá embætti yfirdýralæknis, segir að fyrsta greiningin hafi verið gerð í sláturhópum um miðjan apríl og síðan hafi nokkur tilfelli bæst við nú í maí. Jarle segir að embættið hafi náð að finna flest tilvikin í eldi og að þeir kjúklingar hafi þegar verið frystir. Hann treystir sér ekki til að leggja mat á fjölda sýktra fugla að svo komnu máli, ný tilfelli greinist í sí- fellu og því sé tæmandi yfirlit yfir sýkta hópa ótímabært. Sýkingarnar komu upp á svipuðum tíma víðs veg- ar um land og segir Jarle að koma farfugla hafi verið nefnd sem hugs- anleg orsök. „Þetta er algerlega órannsakað og í raun um hreinar getgátur að ræða, en mönnum hefur dottið í hug að starar og spörfuglar hafi leitað í hlýjuna í loftræstikerfum kjúklingabúa í kuldunum að undan- förnu og smit þannig borist í fuglana,“ segir hann. Ekkert kamfýlóbakter-smit hefur fundist síðastliðið hálft ár, sem fyrr greinir, og segir Jarle að viðlíka ár- angur hafi hvergi náðst í heiminum í kjúklingarækt. „Erlendir vísinda- menn eru mjög uppteknir af þessum árangri og öllum er umhugað um að finna út úr því hver skýringin er. Menn spyrja hvað það er sem er að breytast. Meðhöndlun í kjúklingabú- um er nú alls staðar eins, í samræmi við leiðbeinandi vinnureglur sem koma eiga í veg fyrir kamfýlóbakter- mengun. Samvinna framleiðenda og embættisins við bændur er einstök, eins og árangurinn sem náðst hefur bendir klárlega til,“ segir hann. Vilja flytja kjúklinga inn frá Svíþjóð Skortur hefur verið á kjúklingum í verslunum undanfarna mánuði og segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, áhuga fyrir því hjá forsvarsmönnum fyrir- tækisins að flytja inn kjúklinga frá Svíþjóð meðan skortur er. Búið er að útvega tilskilin gögn og pappíra að hans sögn, en ekki búið að sækja um leyfi hjá landbúnaðarráðuneytinu. Kveðst Guðmundur telja eðlilegt að gjöld af fyrirhuguðum innflutningi verði felld niður á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Kamfýlóbakter-sýk- ingar í kjúklingabúum  Skortur frameftir sumri/27 STJÓRN Pharmaco hf. samþykkti í gær að ganga að kauptilboði Hregg- viðs Jónssonar, fyrrv. forstjóra Norðurljósa, á 80% eignarhlut í Pharmaco Ísland ehf. Hreggviður verður forstjóri Pharmaco Íslands og er í forsvari fyrir hópi fjárfesta sem verið er að koma saman. Kaupverð er ekki gefið upp en við- skiptin hafa jákvæð áhrif um þrjá milljarða á efnahagsreikning Pharmaco hf. en gera má ráð fyrir að kaupverðið sé nokkuð lægra. Millj- arðarnir þrír eru annarsvegar inn- borgaðar greiðslur en hins vegar lækkun á skuldum. Pharmaco Ísland ehf. mun yfir- taka alla innlenda starfsemi Pharmaco hf. Með þessari sölu verð- ur sú stefnubreyting á starfsemi Pharmaco hf. að félagið mun einbeita sér algjörlega að starfsemi á erlend- um vettvangi auk þess sem það hætt- ir heildsölu. Að sögn Sindra Sindra- sonar, framkvæmdastjóra Pharmaco hf., gerir salan fyrirtækinu kleift að færa út kvíarnar í Evrópu og eru þreifingar þar að lútandi í gangi. Eitt af skilyrðunum sem kaupand- inn setti fyrir viðskiptunum var að megnið af starfsfólkinu og stjórn- endum starfi áfram hjá fyrirtækinu. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi fyrirtækisins, að öðru leyti en því að nafni þess verður breytt síðar á árinu. Kaupir 80% í Pharmaco Ísland  Sala á/20 LÖGREGLAN á Hólmavík stöðv- aði 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði í gær. Að sögn Hannesar Leifssonar varðstjóra var umferðin þétt og mikið um framúrakstur. Sá sem greiðast ók mældist á 132 kílómetra hraða og má hann búast við að þurfa að greiða 16.000 krónur í sekt. Lögreglan á Hólma- vík hefur lagt aukna áherslu á um- ferðareftirlit á Holtavörðuheiði í kjölfar alvarlegara slysa. Brýnir lögregla fyrir ökumönnum að aka varlega og halda sig á löglegum hraða. 35 teknir fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.