Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 65 alveg ótrúlegur ilmur.... OFT vaknar sú spurning af hverju mannkynið eigi að vernda náttúruna. Eins og flestar aðrar stórar spurn- ingar er spurn- ingin fyrst og fremst siðferði- legs eðlis og lýtur að því hvað við sem samfélag vilj- um gera, en ekki endilega að því hvað við getum mögulega gert. Þrjú megin við- horf eru uppi varðandi náttúruvernd í heiminum í dag. Í fyrsta lagi er hefðbundinn mannhverfur hugsunarháttur sem segir að ekkert skipti máli nema það sem snertir manninn sjálfan. Sam- kvæmt þessum hugsunarhætti er maðurinn eina lífveran sem hefur yf- irhöfuð einhvern rétt. Í öðru lagi er viðhorf sem gerir ráð fyrir því að hugsandi dýr, eins og t.d. hundar, hestar og simpansar, eigi sér ákveðin réttindi. Samkvæmt þessu er rétt að setja lög um dýravernd sem ná þó einungis til þeirra dýra sem maðurinn hefur mest samskipti við. Í þriðja lagi er síðan lífhverft við- horf sem segir að allar lífverur eigi rétt til þess að vera til í sjálfu sér. Líf- ríkið eigi sem sagt rétt á því að vera til, vaxa og dafna óháð því hvað manninum finnst. Skemmst er frá því að segja að lífhverfa viðhorfinu vex stöðugt fylgi um allan heim og eru æ fleiri sem mótmæla því sem þeir kalla „yfirgang mannsins“ gagnvart lífrík- inu. Það vill stundum gleymast, en hver einasta tegund lífvera sem er með okkur á jörðinni er sannkallað meistaraverk. Flestar lífverur hafa þróast og aðlagast umhverfi sínu í milljónir ára. Hver einasta tegund er þannig eins og stórt bókasafn þar sem ótal bindi eru skráð niður í formi kjarnsýra DNA. Fjöldi þeirra gena sem skapa barrtré eða manneskju skipta t.d. tugum þúsunda. Gena- mengi náttúrunnar er þess vegna af- ar stórt en fer þó sífellt minnkandi eftir því sem fleiri lífverur hverfa af sjónarsviðinu. Því má heldur aldrei gleyma, að hver lífvera sem við mætum á förnum vegi er sköpunarverk í sjálfu sér. Líf- veran hefur nafn, milljón ára sögu, og á sér sinn stað í veröldinni. Gena- mengi lífverunnar er einnig lagað að sérstöku búsvæði og hlutverki í vist- kerfinu. Niðurstöður vísindanna sýna, að lífið á jörðinni er erfðafræðilega skylt. Allar lífverur hafa þróast af sömu upprunalegu einfrumungun- um. Þessi skyldleiki er augljós, sé hugsað til þess að allar lífverur á jörðinni eru byggðar upp af frumum sem hafa efnaskipti við umhverfi sitt. Erfðafræðileg þekking allra lífvera er einnig geymd í DNA- og RNA- kjarnsýrum sem síðan er umbreytt í prótein. Það má e.t.v. orða það þannig að lífhvolf jarðar hafi byrjað að hugsa þegar maðurinn varð til. Þannig má segja með vissum rökum, að maður- inn sé heilabú náttúrunnar, en að náttúran sé okkar líkami. Ekki síst vegna þessa höfum við mennirnir þá siðferðislegu skyldu að hugsa vel um sköpunarverkið og að vernda lífríki þess. INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR, M.Sc., umhverfisfræðingur, Fálkagötu 17, Að hugsa um lífríkið Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur: Ingibjörg E. Björnsdóttir ÁGÆTA Guðrún Ebba. Vegna skrifa þinna í Morgunblað- ið 14. maí sl. langar mig að koma eft- irfarandi athugasemdum á framfæri: Foreldrar heyrnarlausra barna voru hafðir með í ráðum þegar ákveðið var að leggja Vesturhlíðar- skóla niður og sameina hann Hlíð- arskóla. Foreldrar heyrnarlausra barna eru almennt hlynntir verkefninu og telja það til hagsbóta, bæði hvað verðar menntun og félagslíf barna sinna. Bæði foreldraráð Hlíðaskóla og Vesturhlíðarskóla hafa frá upp- hafi verið mjög jákvæð gagnvart verkefninu og sýnt því mikinn áhuga. Formaður félags heyrnarlausra, sem er jafnframt skólastjóri Vestur- hlíðarskóla, hefur verið þátttakandi í verkefninu frá byrjun og í lykilað- stöðu til að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Foreldrar hafa gagnrýnt vinnuað- ferðir við verkefnið, en það þýðir ekki að þeir séu á móti því sem slíku. Þvert á móti er þeim mjög í mun að vel sé vandað til verks. Þeim skila- boðum hefur verið komið áleiðis til hlutaðeigandi aðila. Foreldrar barna á skólaaldri eru sá hagsmunahópur sem er best til þess fallinn að meta og gefa umsögn um tilhögun menntunar barna sinna. Því er eins farið með foreldra heyrn- arlausra barna. Við erum metnaðar- fullur hópur sem höfum lagt mikla vinnu í að kynna okkur hvernig hagsmunum barna okkar verður best borgið innan skólakerfisins. Því er skynsamlegt og eðlilegt af fræðsluyfirvöldum að hafa okkur með í ráðum í svo stóru verkefni sem sameiningin er. Eins og áður sagði þá hefur það verið gert, þó svo að við höfum leyft okkur að setja út á vinnubrögðin á ákveðnum stigum málsins. Ég skora á frambjóðandann Guð- rúnu Ebbu að kynna sér málefnið betur áður en hún fjallar um það í fjölmiðlum. Það er heyrnarlausum börnum til hagsbóta. Með vinsemd og virðingu, BRYNDÍS SNÆBJÖRNSDÓTTIR, formaður foreldraráðs Vesturhlíðarskóla. Foreldrar verði hafðir með í ráðum Frá Bryndísi Snæbjörnsdóttur: Svar til Guðrúnar Ebbu RIGZIN Choekyi er afbrotamaður. Þessi þrjátíu og sex ára gamla nunna situr í fangelsi í Tíbet fyrir að syngja ættjarðarsöngva. Fyrir það dæmdu kínversk stjórnvöld hana í sjö ára fangelsi. Afbrot Rigzin er sýnu óvenjulegra fyrir þá sök að það er framið á óvenju- legum stað. Rigzin söng þessa söngva innan veggja Drapchi-fang- elsisins í Lasa í Tíbet. Þar afplán- aði hún dóm fyrir annan tjáning- arglæp; mótmæli á opinberum vettvangi. Árið 1990 mælti Rigzin Choekyi fyrir frjálsu Tíbet ásamt nokkrum öðrum nunnum. Aðgerðir þeirra voru friðsamlegar, fámennar og stuttar. Fyrir þær dæmdu kín- versk stjórnvöld hana í fimm ára fangelsi. En Rigzin lét ekki af skoðun sinni. Hún og þrettán aðrar nunn- ur tóku ættjarðarsöngva upp á seg- ulband, sem smyglað var í fang- elsið. Þessum söngvum hefur síðan verið dreift um Tíbet, og um heim allan og eru aðgengilegir á vefslóð- inni www.drapchi14.org. Fyrir tjáningu sína hefur Rigzin Choekyi þurft að sitja tólf ár í fangelsi. Í hartnær áratug hefur hópur Ís- lendinga fylgst með þessari nunnu. Þetta er hópur 6 hjá Íslandsdeild Amnesty International. Þessi hóp- ur hefur með ýmsum hætti vakið athygli á mannréttindabrotum, sem þessi tíbeska nunna sætir. Í hartnær áratug hefur hópurinn unnið að því að fá Rigzin Choekyi leysta úr haldi. Eins og kínverskra stjórnvalda er vani hefur hópurinn engin svör fengið við bréfasend- ingum þessi ár. Þó er vitað að fangelsisyfirvöld hafa varann á sér í framkomu sinni við fanga sem eru undir smásjá hópa á vegum Am- nesty. Því er ástæða til að ætla að allt starf hópsins í langan tíma hafi borið ávöxt. Aðbúnaður í Drapchi- fangelsi, þar sem Rigzin afplánar dóm sinn, er slæmur, og fangar sæta misþyrmingum. Því skiptir miklu að fangelsisyfirvöld sjái að umheimurinn lætur sig skipta hvernig einstaklingum reiðir af í fangelsinu. Nú hillir undir tíðindi af Rigzin. Í ágúst á þessu ári hefur Rigzin fullnustað tólf ára dóm sinn. Þá mun þessi þrjátíu og sex ára nunna hafa eytt þriðjungi ævi sinnar í fangelsi, fyrir þær sakir að tjá hug sinn. TORFI JÓNSSON, félagi í Amnesty International. Sungið í Tíbet Frá Torfa Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.