Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Steingrímur Hermannsson, Garðabæ: Undanfarna mánuði hef ég daglega tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan hafa mér þótt áhrifin veruleg og vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur og úthald hefur aukist, ekki síst í vetrargolfinu. www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Spurning: Ég hefi mikinn munn- þurr, einkum á nóttum. Tungan og munnurinn allur þurr og varirnar hálfdofnar, einkum efri vör. Þessu fylgja líka hröð hjartsláttarköst og þetta virðist spila saman. Þessi köst geta verið frá einu og upp í fimm á einni nóttu. Þetta veldur mér miklum óþægindum. Á daginn veit ég ekki mikið af þessu. Kanntu ráð við þessum kvilla mínum? Svar: Það getur verið að munn- þurrkurinn og hjartsláttarköstin tengist en það þarf ekki að vera. Mér finnst sjálfsagt að bréfritari fari til læknis, ræði við hann og láti skoða málið. Hjartsláttarköst geta verið merki um sjúkdóm og sjálf- sagt að láta kanna það. Munn- þurrkur er ekki eins meinlaus og margir gætu haldið, hann getur valdið verulegum óþægindum eins og bréfritari lýsir, erfiðleikum við að tyggja og kyngja, hann getur verið merki um sjúkdóm eða auka- verkun af lyfi og hann getur valdið alvarlegum tannskemmdum og sýkingum í munnholi. Munn- þurrkur er heldur ekki eitthvað sem fylgir óhjákvæmilega ellinni eins og sumir halda. Munnþurrkur er merki um ónóga munnvatns- myndun og getur haft slæm áhrif á tann- og munnhirðu og munnvatnið skiptir líka máli fyrir meltingu fæðunnar. Munnþurrkur getur átt sér fjöl- margar orsakir. Mörg lyf geta valdið munnþurrki og mörg þeirra geta einnig valdið hjartslátt- arköstum. Þar má nefna sum lyf við þunglyndi, ofnæmi, offitu og Alzheimers-sjúkdómi. Sumir sjúk- dómar geta valdið munnþurrki og hjartslætti og má þar einkum nefna þunglyndi og kvíða. Aðrir sjúkdómar sem oft valda munn- þurrki eru Sjögrens-heilkenni, al- næmi, sykursýki og Parkinsons- veiki. Ýmislegt er hægt að gera og ef munnþurrkurinn er vegna lyfja er oft ástæða til að skipta um lyf eða minnka skammta. Gott er að drekka mikið af vatni eða öðrum ósætum drykkjum en mikilvægt er að forðast tóbak, áfengi og koffín sem þurrka munninn. Kóladrykkir og flestir s.k. orkudrykkir inni- halda koffín. Sykurlaust tyggi- gúmmí er gott og örvar munn- vatnsmyndun og sama gildir um sælgæti og drykki með sítrónu-, piparmyntu- eða kanilbragði. Rétt er að huga að rakastigi á heimili og vinnustað en algengt er að loftið sé of þurrt í húsum, einkum þegar kalt er í veðri. Ef munnþurrkur er til ama á nóttunni er rétt að huga sérstaklega að rakastigi þá, gott er að útvega rakamæli og sjá til þess að rakinn fari helst ekki niður fyrir 40% og alls ekki niður fyrir 30%. Einnig má reyna eftir föngum að sofa með lokaðan munn. Ýmsum ráðum er hægt að beita til að hækka raka í innilofti, nota má ein- föld ráð eins og að setja rök hand- klæði á ofna, vatn í bala og sjóða vatn í opnum hraðsuðukatli en til að ná virkilega góðum árangri þarf sérhönnuð rakatæki sem fást í raf- tækjaverslunum. Inniloft er oft sérstaklega þurrt í mars, apríl og maí en þá er oft kalt og þurrt úti en heitt inni vegna sólskins. Þurrt inniloft veldur ekki bara munn- þurrki heldur þurrkar öll önd- unarfærin og gerir þau viðkvæmari fyrir sýkingum eins og kvefi og hálsbólgu. Hvaða ráð eru við munnþurrki? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM:  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. Fordómur er hleypidómur eða ógrundaður dómur oft byggður á vanþekk- ingu og skilningsleysi. Drifinn áfram af staðalmyndum samfélaga manna, normi. Ákveðnar staðalmyndir hafa iðulega ákveðna ímynd sem slíkur dóm- ur nærist á. Meiðandi fordómar eru heilsuspillandi, til vansa í samskiptum manna og draga úr vergri þjóðarhamingju, heilbrigði og velsæld. Vitundarvakningin Sleppum fordómum á vegum Geðræktar, Landlækn- isembættisins og fleiri samtaka hefur nú staðið yfir í 18 daga, frá 1. maí til 18. maí. Hinn 1. maí hófst dreifing á póstkortum og blöðrum. Á póstkortunum er texti, vitundarvakning um hversdagsfordóma og blöðrurnar sem þeim fylgja eru tákn fordóma. Um 35.000 kortum og blöðrum hefur verið dreift á höf- uðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilstöðum og í Vestmanna- eyjum. Beiðni okkar til viðtakenda var að ígrunda eigin fordóma, orsakir, birtingarform og afleiðingar. Sleppa þeim með því að sleppa blöðrunni í þar til gerð ílát á næstu Shellstöð. Blöðrunum verður svo safnað saman af sjálfboðaliðum í dag, 18. maí, þær færðar á tiltekinn samkomustað utandyra á hverjum fyrrnefndra átta staða (Ingólfstorg í Reykjavík). Blöðrurnar verða blásnar upp og fordómum landsmanna sleppt í loftið. Blöðrunum verð- ur sleppt á sama tíma á stöðunum átta um landið, kl. 17 í dag. Þetta verður hinn táknræni hluti vitundarvakningarinnar. Lok vakningarinnar Sleppum fordómum á höfuðborgarsvæðinu verða mörkuð með tónleikum á Ingólfstorgi sem hefjast kl. 16 og svo verður blöðr- unum sleppt í himnafestinguna kl. 17 líkt og á hinum stöðunum á lands- byggðinni. Vil ég hvetja sem flesta til þess að mæta og taka þátt. Það er von mín fyrir hönd allra sem að vakningunni hafa komið að sem flestir landsmenn telji sér bæði ljúft og skylt að skoða hjarta sitt, líta í eigin barm og vekja eigin vitund með í breytni án meiðandi fordóma. Því svo sann- arlega er það svo að þeir sem ala meiðandi fordóma bergja beiskustu dreggj- ar þeirra sjálfir. Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri Geðræktar.  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Háskóla Íslands, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Rauða kross Íslands, Samtökin ’78, Öryrkjabandalagið og Miðborgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnar. Heilsan í brennidepli Sleppum fordómum VÍSINDAMENN frá taugavís- indastofnuninni Neurosciences Institute í San Diego í Kaliforníu telja sig nú skrefinu nær því að öðlast skilning á dægurlotutakt- inum sem stjórnar svefnmynstri manna að því er greint var frá á netmiðli BBC í vikunni. Við rann- sóknir sínar notuðu vísindamenn- irnir ávaxtaflugur (Drosophila melanogaster), sem ræktaðar voru án þess gens sem viðheldur svefnmynstri flugnanna. Flug- urnar drápust innan nokkurra tíma og leiddi rannsóknin í ljós að ekki þurfti meira en 10 tíma svefnmissi til. Önnur gen flugnanna störfuðu þá ekki jafn vel er flugurnar tóku að þjást af svefnmissi. Væru gen, sem framleiða prótín er valda „hitalosti“, hins vegar örvuð með því að hækka líkamshita flugn- anna að hitastigi mannslíkamans reyndist þó unnt að halda lífi í þeim lengur. Svefnmynstrið talið svipað Þrátt fyrir áralangar rannsókir er enn lítið vitað um hvaða þættir það eru í starfsemi líkamans sem gera að verkum að dýr sofa á nóttunni – eða hvaða lífefna- fræðilega ferli það er sem á sér stað á meðan líkaminn sefur. Ávaxtaflugur þykja hentugar fyrir frumrannsóknir sem þessar þar sem flugurnar eiga margt sameiginlegt með mönnum og er mörg sömu genin m.a. að finna í þessum tveimur tegundum. Svefnmynstur manna er m.a. tal- ið starfa á svipaðan hátt og flugn- anna og kann því að vera að „hitalosts“-próteinið svonefnda geti þar með örvað bata hjá mönnum eftir svefnmissi. Morgunblaðið/Jim Smart Svefnmissir getur valdið miklum vanda. Lækning við svefn- missi í sjónmáli? MIKILVÆGI vatns verður seint of- metið. Ný rannsókn, sem sýnir að það að tryggja að líkaminn hafi nóg vatn dragi úr hættunni á hjartaslagi, gefur enn eitt tilefni til að drekka mikið af hinum mikilvæga vökva. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem vísindamenn í Loma Linda-háskólanum í Kaliforn- íu gerðu, var minni hætta á því að þeir fengju hjartaslag, sem drukku fimm glös eða meira af vatni á dag, en þeir, sem drukku tvö glös eða minna. Rannsóknin tók til 20 þúsund heil- brigðra karla og kvenna á aldrinum 38 til 100 ára og stóð í sex ár. Hún birtist í fræðiritinu American Journ- al of Epidemiology 1. maí. Aðrir vökvar koma ekki í stað vatns Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, komust að þeirri nið- urstöðu að 41% minni líkur voru á að konurnar í rannsóknarhópnum, sem drukku fimm glös af vatni eða meira, fengju hjartaslag, en þær, sem drukku tvö glös eða minna. Ekki eru hins vegar allir vökvar jafnir. Þegar drykkja annarra vökva en vatns, til dæmis kaffis, tes, safa, mjólkur og áfengis, var tekin með í reikninginn jukust líkurnar á hjarta- slagi. Líkurnar á því að konur, sem drukku mikið af öðrum vökvum en vatni, fengju hjartaslag voru rúm- lega tvöfalt meiri og hjá körlum jókst hættan um 46%. Þetta er rakið til þess að þegar fólk drekki vatn sé líkaminn fljótur að draga það til sín og það fari út í blóðrásina og þynni blóðið, sem á meðal annars þátt í því að koma í veg fyrir að það myndist storkukekkir. Aðrir vökvar krefjast hins vegar meltingar, sem getur þýtt að vökvar eru fluttir úr blóði í meltingarveginn með þeim afleiðingum að blóðið þykknar. Vatnsdrykkja eflir hjartað Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatni dælt úr Gvendarbrunnum. Vísindamenn hafa komist að því að með því að drekka fimm glös eða meira á dag af vatni megi draga verulega úr hættunni á hjartaslagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.