Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ skipta máli í því sambandi.“ Sagði Ketill nauðsynlegt að endurskoða stefnu og árangur skólans reglulega. Leitað var markvisst að kjarnagildum á samráðsfundi foreldra og kennara og einnig út frá niðurstöðum vinnu kennara með bekkjum sínum. Ketill sagði að þeim niðurstöð- um yrði fylgt eftir ef hags- munaaðilunum þætti Vildar- vogin hentug aðferð að mati allra. Skólinn í kastala? Sigurborg Hannesdóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta ÝMSAR tillögur um hvernig efla megi skólastarfið í Vest- urbæjarskóla, hvernig staðan er í skólanum í dag og hvaða væntingar eru gerðar til hans voru ræddar á samráðsfundi hagsmunaaðila skólans um síð- ustu helgi. Á miðvikudag voru hugmyndirnar og niðurstöður fundarins kynntar foreldrum, kennurum og nemendum. „Hagsmunaaðilar skólans eru starfsfólk hans, foreldrar, nemendur, fyrirtæki í grennd- inni og íbúar í nágrenni hans,“ sagði Ketill Magnússon, félagi í Foreldrafélagi Vesturbæjar- skóla, á fundinum. Aðferðin sem stuðst var við á samráðs- fundinum kallast Vildarvog, en settur var á stofn vinnuhópur milli foreldra og kennara sem skipulögðu verkefnið í skólan- um. Kennarar fóru á undir- búningsnámskeið til að vinna með börnunum að verkefninu og síðar hittust kennarar og foreldrar til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Vildarvogin er aðferð til að virkja skoðanir alls skólasam- félagsins og með henni er unn- ið að því að finna ákveðin kjarnagildi skólans. Við notum þau síðan til að hjálpa okkur að fá sameiginlega sýn á það sem skiptir máli, með þeim reynum við að vega og meta árangur skólastarfsins. Skoðanir allra kynnti ásamt nemendum nið- urstöðu samráðsfunda hags- munaaðila. Sagði hún sam- ráðsskipulag, sem fyrirtækið hefur notað t.d. á íbúaþingum, nú í fyrsta sinn notað til að greina skólastarf á Íslandi. Misjafnt var eftir bekkjum og aldurshópum hverjar niður- stöður nemendanna voru en margir nefndu að bæta þyrfti aðbúnað á skólalóðinni og að þeir vildu gjarnan hafa fleiri vettvangsferðir og heitan mat í hádeginu. Þá nefndu margir að þörf væri á stærra íþróttahúsi og að gaman væri að hver bekkur ætti sitt gæludýr. Á kynningarfundinum kom fram að þegar hafði einn bekkur gert þann draum að veruleika og komið sér upp fiskabúri í kennslustofunni. Krakkarnir voru flestir sammála um að Vesturbæjarskóli væri skemmtilegur skóli og að þar væru allir vinir. Þeir bentu hins vegar á að það væri ekki gaman í skólanum þegar verið væri að stríða og efla mætti gæslu úti í frímínútum. Í ein- um bekknum kom fram að gaman væri ef skólinn væri í kastala og má þar greina áhrif frá ævintýrabókunum um galdrastrákinn Harry Potter. Þá lögðu eldri nemendur áherslu á að fá að hafa stund- um bekkjarkvöld án foreldr- anna. Kjarnagildi skólans fundin Foreldrarnir óskuðu að sama skapi eftir því að a.m.k. einu sinni á ári væru haldnir foreldrafundir þar sem börnin væru ekki viðstödd. Kom fram eindreginn vilji bæði kennara og foreldra á áframhaldandi náinni samvinnu milli þessara tveggja hagsmunahópa. Unnið var markvisst með ákveðin málefni á samráðs- fundi foreldra og kennara og fólk velti fyrir sér vanda- málum, draumum og lausnum. „Hugmyndir komu upp um frekari tengsl skólans og ÍTR og velt var upp spurningunni um hvort krafan væri sterkari um gæslu í skólanum eða menntun,“ sagði Sigurborg er hún kynnti niðurstöður fund- arins. „Hugmyndir komu fram um hvort hægt væri að fá að- keyptan mat sem yrði niður- greiddur sem næmi kostnaði við að reka mötuneyti.“ Þá sagði Sigurborg fundarmenn hafa lýst áhyggjum af Hring- brautinni og þeim umferðar- þunga sem þar er. Brautin þykir skera skólann frá tóm- stundastarfi við KR-heimilið og Frostaskjól. Var því lögð fram sú tillaga að mælast til þess að göngubrú yrði gerð yf- ir Hringbraut og að færa mætti tómstundastarfið meira inn í skólann. „Rætt var um foreldra sem hagsmunahóp sem hefur ólík sjónarmið og gerir aðrar kröfur um skól- ann.“ Kom fram að skilgreina þyrfti betur hlutverk og stöðu foreldranna í skólastarfinu. Ákveðið var að kjarnagildi skólans skyldu vera virðing, metnaður, ábyrgð, samkennd, jákvæðni, traust og gleði. Sagði Sigurborg að notast mætti við þessi gildi þegar tek- ið væri á ólíkustu málum og þau höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfinu. Vildarvog er ný aðferð í stefnumótun í skólastarfi Skoðanir allra skipta máli Morgunblaðið/Jim Smart Foreldrar, kennarar og nemendur Vesturbæjarskóla hlýða á niðurstöður samráðsfundar. Vesturbær Nemendur Vesturbæjarskóla vilja betri aðstöðu á skólalóðinni, vettvangsferðir og heitar máltíðir dag- lega. Sunna Ósk Logadóttir sat fund með kennurum og foreldrum sem vilja tómstundastarfið inn í skólann. SAMSTAÐA er milli minni- og meirihluta borgarstjórnar um breytt form skóladagvist- ar hjá sex til níu ára börnum í grunnskólum Reykjavík. Þetta segir Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna, sem átti sæti í nefnd- inni er vann tillögur þar að lútandi. Helgi Hjörvar, borg- arfulltrúi R-lista og formaður nefndarinnar, segir borgarráð þegar hafa samþykkt tillög- urnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er m.a. gert ráð fyrir að skóladagurinn verði lengdur um eina kennslustund hjá sjö til níu ára börnum sem notuð yrði til heimanáms undir handleiðslu kennara endurgjaldslaust, þannig að sex ára börn verði til klukkan 14 í skólanum en sjö til níu ára börn til klukkan 15. Þá er gert ráð fyrir að tóm- stundastarf í umsjá Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík- ur hefjist að þeim tíma lokn- um. Í bókun borgarráðs um til- lögurnar segir að þeim hafi verið vísað til athugunar fjár- máladeildar, en Helgi Hjörv- ar, formaður nefndarinnar sem vann tillögurnar, segir hið rétta að borgarráð hafi í raun samþykkt þær. Á hinn bóginn hafi þeim hluta, sem lýtur að því hvernig greiðslu til kenn- ara fyrir heimanámsaðstoðina verður háttað, verið vísað til fjármáladeildar. Vænleg leið til að auka jafnrétti til náms Hann segist afar ánægður með breytingarnar og nefnir sérstaklega það sem lýtur að heimanáminu í því sambandi. „Við höfum séð í könnunum á námsárangri að sú breyta sem mestu ræður virðist vera menntun foreldranna og nán- ast eina breytan sem hefur mælanleg áhrif. Því er eðlilegt að álykta að það sé að hluta til vegna þess að þau börn fái góðan stuðning við heimanám- ið. Þá er væntanlega vænleg- asta leiðin til að auka jafnrétti til náms að þau sitji öll við sama borð í heimanáminu og fái öll faglega og góða aðstoð en þurfi ekki að eiga það undir aðstæðum heima hjá sér.“ Helgi leggur einnig áherslu á mikilvægi íþróttaskólans í þessu sambandi en eftir að til- lögurnar hafa náð fram að ganga munu öll sex ára börn í borginni njóta ókeypis íþróttaskóla hjá íþróttafélagi viðkomandi hverfis tvisvar í viku. „Þetta gefur íþrótta- félögunum geysileg sóknar- færi og ég hef mikla trú á því að þetta muni auka íþróttaiðk- un, en ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á því hvað það er orðið brýnt að stuðla að aukn- um hreyfiþroska með öllum tiltækum ráðum.“ Þá telur Helgi að með því að færa frístundastarfið í skólun- um yfir til ÍTR verði gæði þessa starfs aukin verulega í mjög mörgum skólum þótt hann leggi áherslu á að víða hafi mikill metnaður ráðið þessu starfi hingað til. Loks bendir Helgi á að ár- legur kostnaðarauki af þess- um breytingum verði liðlega 220 milljónir verði það sam- þykkt að greiða fyrir heima- námsaðstoð kennara sem kennslu, eins og skólastjórar hafa óskað eftir, í stað al- mennrar vinnu. Þörfin aukist út af löngum vinnudegi foreldra Kjartan Magnússon, fulltrúi sjálfstæðismanna, seg- ir tillögurnar vera hluta af þeirri þróun í skóladagvistar- málum barna eftir að skólarn- ir voru einsetnir. „Með ein- setningu skólanna, sem hófst í valdatíð sjálfstæðismanna, skapaðist þörf fyrir að börn gætu verið áfram í skólanum út af löngum vinnudegi for- eldranna. Að þessu var stefnt með heilsdagsskólanum á sín- um tíma og svo hefur einfald- lega orðið þróun á því verk- efni.“ Hann segir tillögurnar hafa verið unnar í góðri samvinnu og sátt allra nefndarmanna og að það sé tvímælalaust sam- staða hjá minni- og meirihluta borgarinnar um að koma þessu máli í gegn. Samstaða um tillögur að breyttum heilsdagsskóla Reykjavík Búið að samþykkja tillögurnar segir formaður starfshóps sem vann að breyttu fyrirkomulagi VILDARVOGIN er aðferð til að auðvelda fólki að verða sammála um það sem skiptir mestu máli (kjarna- gildi) í starfsemi stofnana og fyrirtækja. Vildarvogin byggist annars vegar á hugmyndafræði siðfræð- innar um samræðu og lýð- ræðisleg vinnubrögð í sam- félaginu og hins vegar á kröfu samtímans um mat á árangri og aukna þjónustu stofnana og fyrirtækja. – Hvaðan er hugmyndin komin? Vildarvogin er upprunin í Danmörku og var fyrst sett fram um 1990. Höfundar aðferðarinnar eru tveir prófessorar við Kaup- mannahafnarháskóla. Síðan hefur hugmyndin þróast og nýtist nú jafnt fyrirtækjum og stofnunum. – Hvernig virkar Vild- arvogin? Vildarvogin er lærdóms- ferli stofnunar eða fyr- irtækis sem unnið er í nokkrum þrepum:  Greina þarf hverjir eru helstu hagsmunaaðilar skólans.  Hagsmunaaðilar ræða saman um hvað skiptir mestu máli í skólastarfinu og verða sammála um kjarnagildi skólans.  Metið er hvort hags- munaaðilunum finnst skól- inn vera að starfa eftir kjarnagildum sínum – þetta er gjarnan gert einu sinni á ári með því að leggja spurningakönnun fyrir hagsmunaaðilana með full- yrðingum um kjarnagildi skólans.  Niðurstöðurnar eru greindar og þær kynntar hagsmunaaðilum.  Skólinn tekur mið af nið- urstöðunum í starfsáætlun skólans ár hvert – hvað má bæta og hvað er verið að gera vel? – Hvað eru kjarnagildi? Kjarnagildi skólans eru safn þeirra gilda sem hags- munaaðilar skólans eru sammála um að skipti mestu máli að halda í heiðri til að skólastarfið verði ár- angursríkt og ánægjulegt. Hér er ekki um að ræða einstakar athafnir heldur eru gildin það sem er und- irliggjandi öllum okkar at- höfnum. Hvað er Vildarvog? Heimild: vesturbaejarskoli.ismennt.is ÞAÐ VORU kröftugir krakk- ar á leikskólanum Hlíð í Mos- fellsbæ sem tóku fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við leikskólann á fimmtudag. Þeim til aðstoðar var hluti þeirra barna sem tóku fyrstu skóflustunguna að leikskól- anum Hlíð 21. september ár- ið 1983. Sólin lék við viðstadda og eftir að skóflustungan var tekin var boðið upp á kaffi og tertur í leikskólanum. Morgunblaðið/Þorkell Börnin tóku fyrstu skóflustunguna Mosfellsbær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar samþykkti á fundi sín- um á fimmtudag 10 milljóna króna aukafjárveitingu vegna sumarvinnu unglinga hjá bænum. Í frétt frá bænum segir að þegar hafi um 80 ungmenni fengið sumarstarf hjá bænum en talsverður hópur sé á bið- lista eftir sumarstarfi. Ung- mennin vinna ýmis störf t.d. hjá garðyrkjudeild og í áhaldahúsi bæjarins. Aukafjárveiting til unglingavinnunnar Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.