Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRIR B. Kolbeinsson, for-maður Félags íslenskraheimilslækna, segir sér-fræðinga í heimilislækn- ingum mjög óánægða með kjör sín, heimilslæknar séu orðnir langþreytt- ir á eilífu karpi með kjör og starfs- réttindi og segir hann að atgervis- flótti úr stéttinni sé þegar hafinn. Óttast hann að heilsugæslunni hnigni verði ekki hlustað á kröfur heimilis- lækna. „Baráttumál okkar er að ráðuneyt- ið viðurkenni að samsetning þessa hóps hefur breyst frá því lög um heilsugæsluþjónustuna voru sett árið 1973,“ segir Þórir. Í löggjöfinni hafi verið gert ráð fyrir því að heilbrigð- isþjónustan yrði lagskipt í grunn- þjónustu, þjónustu sérfræðinga og sjúkrahúsa. Þórir segir að sú lag- skipting hafi aldrei virkað, t.d. hafi fleiri en heimilislæknar sinnt grunn- þjónustunni. „Heimilislæknum með sérfræðiréttindi hefur fjölgað mjög síðan þá og krafa okkar er að vera meðhöndlaðir á sama hátt og aðrir sérfræðingar varðandi starfsréttindi og launakjör. Aðrir sérfræðingar geta valið milli þess að vinna á sjúkrahúsi, á stofu eða í einhverju hlutfalli þar á milli. Við höfum ekki þann valkost,“ segir Þórir. Sérfræð- ingar í heimilislækningum geti ein- ungis unnið við sérgrein sína á heilsugæslustöðvum. Þessu sé nauð- synlegt að breyta. Áður fyrr gátu læknar fengið leyfi til að starfa utan heilsugæslustöðv- anna, en slíkt leyfi hefur ekki verið veitt í 13 ár, að sögn Þóris. Hann seg- ir að í dag séu 13 sjálfstætt starfandi heimilislæknar eftir í þessu kerfi, en þeim hefur farið fækkandi síðustu ár. Þeir starfa á lægri taxta en aðrir sér- fræðingar. Meirihluti lækna myndi vilja starfa áfram á heilsugæslu- stöðvunum Þórir segist ekki óttast að heilsu- gæslustöðvarnar leggist af, verði heimilislæknum gert mögulegt að opna eigin stofu. Hann telur að meiri- hluti heimilislækna væri hlynntur því að starfa áfram á heilsugæslustöðv- unum, þó með ákveðnum úrbótum. Þórir nefnir að t.d. væri hægt að gera læknum kleift að vinna ákveðna daga vikunnar á gjaldskrársamningi. Einnig þurfi að bæta kjör læknanna og efla faglega stjórnunarmöguleika. „Ríkisreknu heilsugæslustöðvarn- ar geta haft upp á heilmikið að bjóða sem myndi jafnvel heilla fleiri til að vinna þar en á stofu. Margir myndu vilja kjósa að vinna á heilsugæslu- stöðvum með því samstarfsfólki sem þar er og við þá vinnu sem þar er rek- in. Ríkið hefur upp á ákveðið öryggi að bjóða, t.d. hvað varðar lífeyrisrétt- indi, námsleyfi og fleira.“ Heilsugæslulæknar fóru, að eigin ósk, undir kjaranefnd árið 1996. „Það vill eiginlega enginn kannast við af- kvæmið í dag,“ segir Þórir. Á þeim tíma höfðu 90% heilsugæslulækna sagt upp störfum og verið frá vinnu í sex vikur. Samningaviðræður voru komnar til sáttasemjara. „Það var lit- ið svo á að í rauninni værum við emb- ættismenn, sem væru það þýðingar- miklir að það yrði að tryggja að svona staða kæmi ekki upp aftur. Þá kom einhvers staðar þessi tillaga um að fara undir kjaranefnd. Talið var að nefndin myndi gæta þess að okkar laun og kjör yrðu stöðugt leiðrétt og uppfærð og um leið yrði komið í veg fyrir að svona ófremdarástand skap- aðist. Hugmyndin var talin góð og eftir þessa sex vikna baráttu var ákveðið að fara þessa leið,“ segir hann. Vilja undan kjaranefnd Aðspurður segir Þórir lækna al- mennt sammála um það í dag að þeir hafi ekki fengið það sem þeir von- uðust eftir frá kjaranefnd. Hann seg- ir þó ýmislegt jákvætt hafa komið frá nefndinni. Fastalaun heimilislækna hafi verið hækkuð hlutfallslega sem leiddi til þess að heimilislæknar fóru að taka sér frí og vinnuálagið breytt- ist. „En sú leiðrétting sem við vorum að vonast eftir hefur ekki fengist og kjaranefnd hefur reynst vera miklu hægvirkari og seinvirkari en við átt- um von á. Því virðist það henta kerf- inu illa í dag að heyra undir kjara- nefnd,“ segir Þórir. Hann segir heimilislækna tilbúna til að horfa á aðra möguleika en að heyra undir kjaranefnd. „En þá vilj- um við að það sé gert með því að kjör okkar taki mið af kjörum annarra sérfræðinga, og öðrum samningum eins og sjúkrahúslæknasamningum og gjaldskrársamningum sérfræði- lækna,“ segir hann. Fram hefur komið að ólíklegt sé að lagt verði fram frumvarp um að stétt- in verði leyst undan kjaranefnd nema heimilislæknar óski eftir því sjálfir og að samstöðu lækna hafi til þessa skort. Þórir segir að ekki hafi verið gerð formleg könnun meðal heilsu- gæslulækna um hvort þeir vilji fara undan kjaranefnd. „Það sem við í for- ystusveitinni höfum haldið fram er að menn þurfi að vita hvað það þýðir að fara undan kjaranefnd. Eitt af því sem verður að vera tryggt er að menn fái sambærileg kjör og starfs- réttindi og aðrir sérfræðingar,“ segir Þórir. „Mér finnst stundum eins og að það gæti þess ótta hjá viðmælendum okkar að við séum einfaldlega að ræða um að leggja niður heilsugæsl- una í þeirri mynd sem hún er í dag. Það erum við ekki að gera. Þegar bú- ið er að opna inn á þann valkost að heimilislæknar geti opnað eigin stofu, viljum við fá nánari viðræður við ráðuneytið um það hvernig þarf að huga betur að skipulagi heilsu- gæslunnar og uppbyggingu. Heilsu- gæslan er grunnþjónusta og þýðing- armesta þjónustan sem er skipulögð hér í landinu. Engin önnur þjónusta getur virkað vel nema grunnþjónust- an sé skilvirk,“ segir Þórir og bætir við að heimilislæknar hafi viljað benda á að það sé hægt að fara fleiri leiðir að því að láta grunnþjónustuna virka vel en gert er hér á landi. Heilsugæslustöðvakerfið víðar í vanda Hann segir að í fjölda ára hafi ríkt sátt meðal heimilislækna í Dan- mörku. „Þar eru læknar verktakar og fá það hlutverk að byggja upp heilsugæsluþjónustu. Norðmenn notast við listunarkerfi, þannig að hver læknir annast 1.500 skjólstæð- inga og ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem þarf að veita þeim,“ segir Þórir. Hann segir að norskir læknar séu mun sáttari í dag, en þeir voru áður en þessu kerfi var komið á fót fyrir tveimur árum. Athyglisvert sé að heimilislæknar hafi verið óánægðir í Svíþjóð og Finnlandi, þar sem kerfið er svipað og hér, „þannig að heilsu- gæslustöðvakerfið er í vandræðum víðar en hjá okkur,“ segir hann. Þórir segir að margir læknar séu óánægðir með að vera launþegar og vilji ráða því sjálfir hvernig þeir hagi vinnu sinni. Hann segir að hægt væri að gera gjaldskrársamning við heim- ilislækna strax í dag, án þess að það fari undir kjaranefnd. Notuð yrði sams konar gjaldskrá og hjá öðrum sérfræðingum, samið fyrir hvaða gjaldliði verði greitt og þannig mætti standa undir rekstri læknastofunnar og launum læknis- ins. Aðspurður hvort slíkt hefði í för með sér að þjónustan yrði dýrari fyr- ir almenning segir Þórir erfitt að full- yrða um það. Þjónustan yrði á sama verði og önnur þjónusta sérfræðinga, nema samið yrði um að grunnþjón- ustan yrði á lægra verði. Hann segir að heimilislæknar hafi m.a. átt í könnunarviðræðum við heilbrigðis- ráðuneytið um slíkan gjaldskrár- samning, segist kalla þetta að „hleypa sérfræðingunum í heimilis- lækningum út fyrir girðinguna“. Þórir segir erfitt að bera saman laun heimilislækna við laun annarra sérfræðinga þar sem launin eru sam- ansett á mismunandi vegu. Hann segir þó að í skýrslu Ríkisendurskoð- unar frá síðasta ári hafi heimilislækn- ar verið í meðallagi meðal sérfræð- inga, en þar hafi ekki verið tekið tillit til vinnuálags. Þegar áhrifin af Læknavaktinni, sem er hlutafélag í eigu lækna sem sér um vaktþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, voru tekin burt hafi kjör heilsugæslulækna í Reykjavík verið lökust allra lækna. Þórir bendir einnig á að læknar á heilsugæslustöðvum um landið fái greitt mun lakar fyrir vakt í heilsu- gæslu en læknar sem vinna á heil- brigðisstofnunum Þórir segir heildarlaun hjá sumum dreifbýlislæknum betri en kjör lækna í borginni vegna vaktabyrði. „Það eru ekki heildarkjörin sem skipta máli. Það skiptir máli ef fasta- kjörin eru ófullnægjandi,“ segir Þór- ir. Sjálfur starfar hann sem heimilis- læknir á Hellu. Hann segir mikla vaktabyrði vera fylgjandi starfi á landsbyggðinni og að hann telji það ekki kost. Það sé þreytandi til lengd- ar að starfa á vöktum og er hann t.d. 2⁄3 af hverjum mánuði á gæsluvakt. Óttast um nýliðun í greininni „Við höfum verið að benda á að heilsugæslan í dag er komin í vand- ræði, það vantar mönnun og við erum að missa út fólk,“ segir Þórir. Hann óttast að áhugi unglækna á að leggja heimilislækningar fyrir sig muni dvína þar sem vissulega velti þeir fyrir sér hvernig kjör bíða þeirra að námi loknu. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar, sagði ný- lega í Morgunblaðinu að áhuginn hafi þvert á móti stóraukist frá því sem áður var. Fjórtán ungir læknar hafi sótt um fjórar námstöður sem Heilsugæslan hefur upp á að bjóða. Þórir segir þetta ánægjulegar fréttir. „Við teljum okkur ekki síður vera að berjast fyrir nýliðunum en þeim sem eru í faginu í dag,“ segir hann. Þórir segir að nokkrir af þeim heimilislæknum sem hafi lokið dokt- orsprófi hafi þegar eða hyggist hverfa til annarra starfa. Hann segir að sífellt verði erfiðara að fá afleys- ingalækna og oft þurfi að grípa til þess ráðs að ráða læknanema á 4.–5. ári til að hlaupa í skarðið fyrir heim- ilislækna. „Við lítum svo á að verði ekki farið að koma fram við sérfræð- inga í heimilislækningum eins og aðra sérfræðinga eigi heilsugæslunni aðeins eftir að hnigna. Þessi valkost- ur [að geta opnað einkastofur] verður að vera fyrir hendi til að það geti orð- ið raunhæfar úrbætur hjá heilsu- gæslunni sem muni laða lækna að til að vinna á heilsugæslustöðvunum,“ segir Þórir. Þórir B. Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna Fái sömu launakjör og rétt- indi og aðrir sérfræðingar Sérfræðingum í heim- ilislækningum hefur fjölgað mjög síðan lög um heilsugæsluna voru sett fyrir tæpum 30 ár- um, en þá voru engir sérfræðingar í stétt heilsugæslulækna. Í dag er talið að um 80% heimilislækna hafi sér- fræðileyfi. Þeir krefjast sömu kjara og réttinda og aðrir sérfræðingar og vilja því að þeim verði gert mögulegt að opna eigin stofu. Morgunblaðið/Aðalheiður Þórir segist ekki óttast að heilsugæslustöðvarnar leggist af, verði heimilislæknum gert mögulegt að opna eigin stofu. Hann telur að meirihluti heimilislækna vilji starfa áfram á heilsugæslustöðvum með ákveðnum úrbótum. LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn á kæru- máli sem varðar meinta kyn- ferðislega áreitni sjúkraflutn- ingamanns gagnvart konu, sem var sjúklingur í sjúkrabifreið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun af hálfu ákæruvalds um hvort höfða beri opinbert mál á hendur viðkomandi sjúkraflutningamanni á grund- velli rannsóknargagna lögregl- unnar. Meint brot á að hafa átt sér stað seint á síðasta ári. Kærður fyrir kyn- ferðislega áreitni Í BRÉFI, sem lögfræðingur Frakk- ans Francois Scheefer hefur sent Barnavernd Reykjavíkur, þar sem óskað er upplýsinga frá stofnuninni um líðan og líkamlegt ástand dóttur Scheefer, Lauru Sólveigar, sem er búsett ásamt franskri móður sinni hér á landi, er spurt hvort koma þurfi til þess að setja mannréttinda- dómstól Evrópu inn í málið áður en Íslendingar gera eitthvað í máli stúlkunnar. Í bréfinu kemur fram að tvisvar áður hafi verið leitað frétta af líðan stúlkunnar til Barnaverndar Reykjavíkur án árangurs. Segir lög- fræðingurinn í bréfi sínu að óvið- unandi sé, í ljósi þeirrar hættu sem barnið sé í, að félagsmálayfirvöld heimsæki ekki Lauru Sólveigu ásamt lækni og félagsráðgjafa til að kanna heilsu hennar. Þá sakar lög- fræðingurinn Barnaverndarstofu um að hafa ekki tekið tillit til lækn- isfræðilegra ráðlegginga fransks læknis, Ducrocq að nafni, sem sýni augljóslega áhugaleysi félagsmála- yfirvalda á Íslandi um málefni barna. Forsaga málsins er sú að hjónin Caroline Lefort og Francois Scheef- er hófu búsetu hér á landi árið 1998. Saman eignuðust þau dótturina Lauru Sólveigu en eftir að Caroline sótti um skilnað hófst harðvítug for- sjárdeila. Francois fór til Frakk- lands með Lauru og Carolina nam hana í mars sl. á brott úr höndum hans og hingað til lands. Ákveðnar reglur um hvaða gögn eru afhent Guðrún Frímannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál án sam- þykkis beggja foreldra. Hún segir að almennt séð fái lögfræðingur stofnunarinnar bréf sem þessi til umfjöllunar og svari þeim. Guðrún segir að fjallað sé um forsjármál hjá Sýslumannsembættinu og almennt séð komi þau ekki til Barnaverndar Reykjavíkur nema í gegnum sýslu- mann sem leitað getur umsagnar hjá stofnuninni. Hjá Barnavernd starfar lögfræðingur sem, að sögn Guðrúnar, metur í hverju tilfelli hvort viðkomandi eigi rétt á upplýs- ingum og gögnum frá stofnuninni. „Það sem skiptir öllu máli í því sam- bandi er hvort foreldrið fari með forsjá barns eða ekki. Ákveðnar reglur gilda um hvaða gögn forsjár- lausir foreldrar eiga rétt á að fá af- hent.“ Hótar að fara með for- ræðismál fyrir mann- réttindadómstól Óskar eftir að læknir heimsæki dóttur sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.