Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.05.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 67 DAGBÓK EDEN HVERAGERÐI Sýningu Bjarni Jónssonar, listmálara, lýkur á annan í hvítasunnu, 20. maí. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 25. og 26. maí. Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Jóga mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 v/Háaleitisbraut „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Mikil orka býr í þér sem get- ur komið að góðum notum. Þú hefur mikla réttlæt- iskennd og berst ætíð fyrir lítilmagnanum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er mikið að gera í dag og þér finnst eins og allir þurfi á þér að halda. Láttu ekki streitu ná tökum á þér og ljúktu við verkefnin án fyr- irhafnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Fjárhagsmál þín vekja hjá þér áhyggjur. Farðu varlega í fjármálum og taktu eitt skref í einu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinir og félagar þínir gera miklar kröfur til þín. Reyndu samt að finna tíma þar sem þú getur slakað á til þess að ná fyrri orku. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Mikilvægar ákvarðanir bíða þín í starfi. Vandaðu þig þeg- ar þú tekur réttar ákvarð- anir, sem geta haft áhrif þeg- ar fram líða stundir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óvænt gjöf eða hjálp frá ein- hverjum kemur þér á óvart. Það minnir þig á að það er ætíð skemmtilegt að njóta göfuglyndis annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Erfið ferðalög taka á taug- arnar, ekki síst í útlöndum. Þú verður að slaka á svo að streitan nái ekki tökum á þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stundum er eins og tækifær- in bíði fólks, en stundum er eins og fólk þurfi að hafa mikið fyrir hlutunum. Dag- urinn er þess eðlis að þú verður að leggja mikla vinnu á þig til þess að ná árangri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þennan dag ætti að nota til þess að skipuleggja ferðir með fjölskyldunni. Fjöl- skyldumeðlimir bíða spennt- ir eftir því hvað bíður þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mikilvægar ákvarðanir eru teknar á heimili þínu í dag, en þær snúa að skipulagn- ingu á heimilinu og endur- nýjun á hlutum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þessi dagur er kjörinn til þess að breyta út af van- anum, því þú ert orðinn leið- ur á því að gera sömu hlut- ina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er líklegt að þú eigir samverustund með fólki sem er af allt öðru sauðahúsi heldur en vinir þínir. Ef um ástarsamband er að ræða verður það rafmagnað og spennandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það borgar sig að vera opin fyrir óvenjulegum hugmynd- um og nýjum nálgunum sem geta bætt heilsu þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 18. maí, er fimmtugur Ingvi Rafn Sigurðsson. Ingvi Rafn og Laufey eru að heim- an í dag. 1. e4 d6 2. d4 g6 3. f4 Bg7 4. Rf3 c6 5. c4 Bg4 6. Be3 Db6 7. Dd2 Bxf3 8. gxf3 Rd7 9. Rc3 Dc7 10. Bh3 a6 11. O-O b5 12. cxb5 axb5 13. Hac1 Db7 14. a3 Rb6 15. f5 Rf6 16. De2 Rc4 17. Hc2 O-O 18. fxg6 hxg6 19. Bg2 e5 20. dxe5 dxe5 21. Kh1 Rh5 22. Bc5 Hfe8 23. Hcc1 Rf4 24. Dc2 Had8 25. Hfd1 Re6 26. Bf2 De7 27. Ra2 Bh6 28. Hb1 Rd4 29. Dc3 Bf4 30. Rb4 Dg5 31. b3 Rd2 32. Ha1 Re2 33. Dxc6 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir nokkru. Davíð SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Kjartansson (2235) hafði svart gegn Áslaugu Krist- insdóttur (2007). 33...Bxh2! 34. Kxh2 Dh5+ 35. Bh3 Rf4 36. Kg1 Rxf3+ 37. Kf1 Dxh3#. Að loknu minningarmóti Capablanca verður haldið sterkt mót í Santa Clara á Kúbu. Jón Viktor Gunn- arsson verður á meðal keppenda og mun skak. is fylgjast með gangi mála. LJÓÐABROT LÍFS ER ORÐINN LEKUR KNÖR Lífs er orðinn lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. Því er bezt að vinda’ upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lífsins land, ljær mér einhver sokka. Páll Ólafsson VONGLAÐUR spilar vest- ur út spaðakóng gegn þrem- ur gröndum, en ógnandi lauflitinn í blindum slær strax á gleðina. En það er ekki tímabært að gefast upp: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 84 ♥ G10 ♦ DG6 ♣ÁD10632 Vestur Austur ♠ KDG63 ♠ ♥ D652 ♥ ♦ K8 ♦ ♣K9 ♣ Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 1 spaði 2 lauf Pass 3 grönd Spaðakóngurinn á slaginn og vestur spilar næst gosan- um, sem einnig fær að halda slag. Makker sýnir þrílit í spaða og sagnhafi hefur greinilega byrjað með ásinn þriðja. Suður á vafalítið nokkuð góða opnun (ella hefði hann ekki stokkið í þrjú grönd), en það er ekki víst að hann sé með laufgos- ann. Það er raunar eina von varnarinnar að makker eigi gosann þriðja í laufi. Norður ♠ 84 ♥ G10 ♦ DG6 ♣ÁD10632 Vestur Austur ♠ KDG63 ♠ 752 ♥ D652 ♥ 97 ♦ K8 ♦ 109432 ♣K9 ♣G54 Suður ♠ Á109 ♥ ÁK843 ♦ Á75 ♣87 Rétta vörnin er þó engan veginn augljós, jafnvel á opnu borði. En hún er þessi: Vestur fríar spaðann og þegar suður spilar næst laufi, þá hoppar vestur upp með kónginn! Áhrifin eru ótrúleg. Sagn- hafi verður að drepa og hef- ur þá ekki lengur samgang til að nýta sér laufið. Í fyll- ingu tímans mun vestur komast inn á hjartadrottn- ingu eða tígulkóng til að taka fríspaðana. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson FRÉTTIR Með morgunkaffinu Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfang- ið ritstj @mbl.is. Ég held að konan hafi farið frá honum. Hann fer á handahlaupum í garðinum. Morgunblaðið/Ásdís Þessar duglegu stelpur, Tinna Hallsdóttir og Krist- ín Tryggvadóttir, héldu tombólu og söfnuðu 2.700 kr. til styrktar Skálatúnsheimilinu. Sveit Guðmundar Ólafssonar vann Bikarkeppni Vesturlands Fimmtudaginn 16. maí var spilað- ur úrslitaleikur í Bikarkeppni Vest- urlands. Þar öttu kappi sveitir Guð- mundar Ólafssonar og Alfreðs Viktorssonar, báðar frá Akranesi. Úrslitaleikurinn, sem var 40 spil var spilaður á Breiðinni á Akranesi og mættu fjölmargir áhorfendur til að fylgjast með. Leikurinn bauð upp á töluverð til- þrif þannig að áhorfendur voru ekki sviknir á góðri kvöldstund. Það fór svo að lokum að sveit Guðmundar hafði sigur með 116 impum gegn 87 og munaði þar mestu um tvær slemmusveiflur í öðrum leikhluta. Með Guðmundi í sveit voru Hall- grímur Rögnvaldsson, Hreinn Björnsson og Sigurður Tómasson en í sveit Alfreðs spiluðu auk hans Ingi Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Grét- ar Ólafsson og Þórður Elíasson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tíu borðum að Gullsmára 13 fimmtudaginn 16. maí. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 209 Sigurður Björnsson – Auðunn Bergsv. 182 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 182 AV Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 218 Haukur Guðmundss. – Þórhallur Árnas. 218 Anna Jónsdóttir – Ola Jónsdóttir 190 DAGANA 19. – 24. maí verður 80 manna alþjóðleg námsstefna í Há- skólanum í Reykjavík með þátttöku nemenda frá Viðskiptaháskólanum í Aþenu, Georgia State háskólanum í Atlanta og Háskólanum í Reykjavík. Námsstefnan er hluti af GEM samstarfsverkefni 10 háskóla beggja vegna Atlantshafs um sameiginlegt MBA nám þar sem sérstök áhersla er lögð á að kenna stjórnendum framtíðarinnar að hagnýta sér þá möguleika sem upplýsingatæknin og rafrænir viðskiptahættir gefa. Tilgangur námsstefnunnar er annars vegar að byggja upp alþjóð- leg teymi nemenda sem vinna sam- eiginlega að verkefnum og hins veg- ar að skapa vettvang fyrir fræðilega og hagnýta umræðu um þau áherslu- atriði sem horft er til í sameiginlegri námskrá skólanna. Það er meðal annars gert með því að kalla til sér- fræðinga í fararbroddi og framá- menn í alþjóðlegu viðskiptalífi, auk fræðimanna við samstarfsskólana. Fyrstu tvo daga námsstefnunnar munu nemendur dvelja í Þórsmörk. Þriðjudag til fimmtudags verða hóp- arnir að störfum í skólanum. Samstarfsskólar Háskólans í Reykjavík í GEM eru: Erasmus há- skólinn í Rotterdam, Viðskiptahá- skólinn í Kaupmannahöfn, Köln- arháskóli í Þýskalandi, Viðskipta- háskólinn í Aþenu, Fylkisháskólinn í Georgíu í Bandaríkjunum, Við- skiptaháskólinn í Bergen, Háskólinn í Denver, ESADE í Barcelona og EGADE háskólinn í Monterrey, Mexíkó, segir í fréttatilkynningu. Alþjóðleg námsstefna í HR SAMFYLKINGIN í Kópavogi býð- ur til grillveislu við Sundlaug Kópa- vogs í dag, laugardaginn 18. maí kl. 12. Boðið verður upp á pylsur og drykki. Kosningastjórinn verður með harmonikku og fleiri uppákomur verða. Frambjóðendur Samfylkingarinn- ar verða á staðnum og spjalla við kjósendur um bæjarmálin. Grillveisla við Kópavogs- laug Rangur tónleikastaður Rangt var farið með tónleikastað í 8. stigs prófi Önnu Margrétar Ósk- arsdóttur mezzósóprans í blaðinu í gær. Rétt er að tónleikarnir eru í Seljakirkju í dag kl. 17. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Á ANNAN í hvítasunnu býður Ferðafélag Íslands upp á tvær gönguferðir. Annars vegar verð- ur gengið á Hestfjall í Grímsnesi. Hinn hópurinn ætlar að skoða Gullfoss að austanverðu. Báðir þessir hópar hittast svo í lok ferðar og fara að Sólheimum í Grímsnesi þar sem verður boðið upp á kaffi og kökur. Far- arstjórar verða Leifur Þor- steinsson og Sigurður Krist- jánsson. Ferðin kostar kr. 2.500 fyrir félagsmenn en kr. 2.800 fyr- ir aðra og eru veitingar að Sól- heimum innifaldar. Brottför beggja hópa er kl. 10.30 frá BSÍ og Mörkinni 6, segir í frétta- tilkynningu. Tvær göngu- ferðir um hvítasunnuna INTERSPORT hefur opnað versl- un í verslunarkjarna KÁ á Selfossi og er hún þriðja Intersport-versl- unin á Íslandi. Verslunin verður opin alla daga vikunnar frá kl. 9– 21. Intersport er með yfir 4.700 verslanir í 25 þjóðlöndum, segir í fréttatilkynningu. Intersport opnar verslun á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.