Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 40
TÚNÞÖKUR FYRIRALLA Áratuga reynsla tryggirgæðin LANDVINNSLAN S/F Pöntunarsímar: 78155-17216(99)5127. Skákmótið í Belgrad: Jón á biðskák við Popov 3 umferöir hafa nú verið tefldar í skákmótinu sem hófst í Belgrad, Júgóslavíu, um helginga. Jón L. Ámason er þar meöal keppenda og vann hann í fyrstu umferö Sekulic, tapaði í annarri fyrir stórmeistaran- um Matulovic eftir hraöa og geysi- fjöruga viðureign. Þriðja skákin, gegn búlgarska alþjóðlega meistaranum Popov, fór í bið og á Jón nokkrar vinningslíkur. Hann hefur peð yfir í hróksendatafli en slikar stöður er þó erfitt að vinna. Fyrirkomulagið á móti þessu er þannig að fyrst er keppendum, 24 talsins, skipt í þrjá riðla og teflir þar hver við annan í 7 umferðum. Síðan verður riðlunum steypt saman og, framhaldið teflt samkvæmt Monrad- kerfi,6umferðir. -BH. Bflvelta í Hveradala- brekku Bill meö hestakerru í togi valt í Hveradalabrekku um klukkan 7 í gær. Farþegar og ökumaður sluppu ómeiddir að kalla en aö sögn lögregl- unnar á Selfossi meiddist annar tveggja hesta sem var í hestakerr- unni lítillega. Bíllinn fór nokkrar velturogerhanntalinnónýtur. ÁS Bushlendir klukkan 4 George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Keflavikurflugvaliar í dag klukkan 16 í einkaflugvél, ásamt konu sinni, Barböru, lífvörðum og öðru föru- neyti. Forsætisráðherra, utanrikisráð- herra og konur þeirra taka á móti Bush, auk ráðuneytisstjóra forsætis- og utanríkisráðuneytis. Einnig mæta á Keflavflcurflugvelli lögreglu- stjóramir í Reykjavik og Keflavík, flugvallarstjóri, yfirmaður varnar- liðsins, sendiherra Isiands i Bandaríkjunum og sendiherra Bandarikjanna á Islandi ásamt konumsínum. Frá Keflavíkurflugvelli verður haldið rakleiðis i gestahús forseta- embættisins að Laufásvegi 72, þar sem veröur móttaka. Þaðan verður farið í aðra móttöku í bandaríska sendiráðið. Um kvöldiö er svo snædd- ur kvöldverður í boði forsætisráö- herrahjónannaaðHótelSögu. -PÁ 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIOJUDAGUR 5. JÚLÍ1983. „Fyrsta málið að losa okkur úr fjötrunum,f — segir varaf orseti ASÍ um samráðsboð ríkisst jórnarinnar „Eg lýsti því af okkar hálfu, að við hefðum alltaf verið fúsir til viðræðna" og samráðs viö ríkisstjórn. En að eins og á stæði væru viðhorfln óvenjuleg. Og fyrsta dagskrármáliö á eiginlegum samráðsfundum hlyti að vera aö losa okkur úr f jötrunum svo að við endur- heimtum samningsréttinn. Ennfremur að stöðvuð yrði sú gríðarlega kjara- skerðing sem yfir dynur og er miklu meiri en nokkur ástæða er til. ” Þetta sagði Björn Þórhallsson, vara- forseti Alþýðusambandsins, eftir fund sem ríkisstjórnin hélt í gær með full- trúum vinnuveitenda og launþega i gær. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og Geir Hallgrimsson utan- ríkisráöherra sátu hann sem odda- menn stjómarinnar. Þar var gerð grein fyrir stöðu efna- hagsmála og ýmsum þáttum efnahags- aðgerðanna svo og reifaður undirbún- ingur að efnahagsstefnu næsta árs. Ætlunin mun vera að á næstunni verði fundir með fulitrúum einstakra aðila vinnumarkaðarins til þess aö ræða málinnánar. Samkvæmt traustum heimildum DV er yflrlýsing ASI ekki túlkuð sem af- neitun viðræðna viö ríkisstjómina. Fyrirvarar ASI um endurheimt samn- ingsréttar og stöðvun kjaraskerðingar muni í raun verða samningsatriði ásamt öðrum þáttum, ef til samninga kemur á annað borð. -HERB. Snemma í gærmorgun féll stór og mikill steinn á öshlíðarveginn mllll Bolungarvíkur og Hnífsdals. Var þetta á Oshólunum rétt innan við vitann. Steinninn var svo stór, að Payloader vélskófla varð að gefast upp við að koma honum fram af. Þurfti að sprengja steininn í sundur og var það gert rétt fyrir hádegið. Vegurinn var lokaður í allan gærmorgim vegna þessa ferlíkis. DV-mynd: Kristján Friðþjófsson/JBH. Fjórtán ára pilturá Höfn: MISSTIHANDLEGG OFAN VIÐ OLNBOGA — við að fara með höndina í færiband Fjórtán ára piltur missti handlegg ofan við olnboga í vinnuslysi sem varð í humarvinnslusal Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfli í Homafirði um klukkan hálftvö í gærdag. Pilturinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Höfn' og síðan til Reykjavíkur með Flug- félagi Austurlands. Um sextíu til sjötiu manns vom aö vinna i humarvinnslusalnum þegar óhappiö varð. Að sögn Heimis Há- varössonar, framleiðslustjóra hjá kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, í morgun urðu engir sjónarvottar aö slysinu. 1 Pilturinn hefur liklegast verið að teygja sig eftir humri sem lent hefur á milli færibands og humarflokkunarvél- ar og farið við það með höndina í færi- bandið með fyrrgreindum afleiðing- um. I morgun var búið að gera breyting- ar á vinnuaðstöðunni og hafði bandið verið fært lengra frá humarflokkunar- vélinnL Menn frá Vinnueftirlitinu komu frá GgUastöðum og rannsökuðu aöstæður cn Vinnueftiriitið mun hafa skoðaö vflar og Urici reglulega hjá fyrirtækinu. JGH Herb Alpert hljóðritar Garden Party Hinn vinsæli jazzleikari Herb Alpert hefur hljóöritað Mezzoforte- lagið „Garden Party” og mun þaö koma út sem aðallag á lítilli plötu síðar i þessum mánuði. „Þetta er mikill ávinningur fyrir Mezzoforte og ekki sist fyrir höfund lagsins Eyþór Gunnarsson, því hann fær 8% af tekjum af laginu,” sagði Pétur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Steina, í samtali við DV. , Jlerb Alpert er gríðarlega vinsæll tónlistarmaður og síðustu plötur hans hafa selst mjög vel. Og það spillir ekki fyrir að hann er annar tveggja aöaleigenda hljóm- plötufýrirtækisins A&M. Það koma eflaust út 2—3 litlar plötur með lögum af stóru plötunni með honum sem er á leiðinni. Hann velur „Garden Party” á fyrstu litlu plöt- una en þaö þýðir að hann telji það sterkasta lagið á stóru plötunni.” „Herb Alpert hefur í liði sínu ýmsa tónlistarmenn sem strákamir í Mezzoforte líta mjög upp tU, svo sem bassaleikarann Marcos Miller. Það verður skemmtilegt fyrir strákana aö sjá hvernig „ídólin” taka á iaginu,” sagði Pétur Kristjánsson. Sagan segir að Herb Alpert hafi heyrt lagið af tilviljun í stúdiói og litist svo vel á að hann hafi ákveðið að taka það með á næstu plötu sinni. Hins vegar var lagið þar spilað á 33 snúninga hraða í stað 45 og mun út- komanberanokkumkeimaf þvi. ás Rúmlega eitt þúsund núnkahvoipar drápust Rúmlega eitt þúsund minkahvolp- Að sögn Arvid Kro frá félagsbúinu hvolpar sendir að Keldum til rann- ar drápust í byrjun júnímánaðar á að Lómatjörn er enn ekki fullrann- sóknar en niðurstöður hafe ekki borist þrem minkabúum í Suður-Þingeyj- sakað hvað gasti hafa valdið dauöa enn. Þá sagði Arvid brúttóverðmæti arsýslu, Er hér átt við félagsbúið að, minkanna en trúlega er um fóður- minkahvolps vera 6—700 krónur og Lómatjöm, Grávöru hf. Grenivík og' eitrun eða járnskort að ræða. Þegar allt mun vera tryggt með 5% sjálfs- minkabúAra JónssonaríSólbergi. veikin kom upp, í byrjun júní, voru ábyrgð. -AA Í i Í Í i i i Í jÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.