Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ1983. 9 Útlönd Útlönd t Útlönd Útlönd Tikhonov og Kohl spara blíömælin — en veikindi Andropovs forseta setja sinn svip á heimsókn kanslarans Heilsubrestur Yuri Andropovs, for- seta Sovétríkjanna, og mikill ágrein- ingur um meðaldrægar eldflaugar hafa sett mestan svip á heimsókn Helmuts Kohl kanslara til Moskvu og frásagnir fjölmiðla af henni. Húsnæðis- skorti mótmælt íBerlín Um helgina hafði lögreglan í V- Berlín mikinn viöbúnað þegar 5000 manns gengu í fjöldagöngu til þess að mótmæla því að íbúar höfðu verið reknir út úr húsum sem áður böföu staðið mannlaus. Höfðu lög- regluþjónar búist öryggishjálmum og skjöldum en ekki kom til átaka. Á mánudag í fyrri viku ráku lög- regluþjónar íbúa úr sjö íbúðum og borgaryfirvöld segja aö enn búi fólk ólöglega í 60 íbúöum, flestum í Kreuxberg-hverfi. Húsnæðisskort- ur hefur lengi verið viðvarandi í V- Berlín. I þann veginn sem Kohl kanslari var að leggja af stað i heimsókninni fékk Bonn að vita að sovéski forsetinn mundi ekki geta setið með honum fundi. Sagði Kohl sjálfur v-þýska sjón- varpinu að Andropov væri forfallaður vegna veikinda. Veltu menn vöngum yfir því hvort Andropov vildi sniðganga þýska kanslarann, en embættismenn Bonn- stjómarinnar hafa vísað slíkum hug- myndum á bug. Nikolai Tikhonov forsætisráðherra gerðist staðgengill Andropovs í kvöld- verðarveislu í Kremlkastala í gær- kvöldi. Kanslarinn staðfesti við frétta- menn að hann mundi tvívegis hitta Andropov að máli í dag. Mönnum hefur sýnst Andropov veiklulegur og valtur á fótum upp á siökastið, þegar hann hefur komið fram opinberlega. Haft er eftir traust- j um heimildum, að Andropov sé nýma- veikur og þurfi með jöfnu miliibili nýrnavélarmeð. Forföll Andropovs í neimsonn i kanslarans þykja setja Moskvustjóm- i ina í nokkurn vanda, því i sovéskum fjölmiðlum hefur verið alið á rögg- I samri stjóm Andropovs og hressilegri | framkomu. öfugt við síðustu stjórnar- ár Leonids Brezhnevs, forvera hans, sem var alvarlega sjúkur og hrumur siðustu árin. En Tikhonov forsætisráðherra lét engan vera í vafa um að veikindi Andropovs vektu engan bilbug á af- stöðu Kremlverja til eldflaugamálsins. I ræðu í kvöldverðarboðinu í gærkvöldi var hann harðorður og áréttaöi að Sovétmenn brygðust strax við ef NATO gerði alvöru úr áætlunum sínum um uppsetningu bandarísku kjarnaflaug- anna í V-Evrópu í desember. Sagði hann vesturveldin á villigötum ef þau teldu að eldflaugarnar fengju Sovét- menn til að blikna og gefa eftir. Kohi kanslari lét sér hvergi bregða og áréttaði fastmæltur að Bonnstjórn- in, sem nyti stuðnings meirihluta þýsku þjóðarinnar, mundi hvergi hvika frá ákvörðun sinni um að taka við sínum hluta flauganna. Sagði hann aö Sovétmenn bæm alla sök á því að hernaöarjafnvægiö i Evrópu heföi raskast. Sakaði hann Kremistjómina um að spilla samskiptum í samfélagi þjóðanna með því að halda úti her- námsliði í Afghanistan. Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson ÓlafurB. Guðnason Tékkóslóvakía: Bris og nýrnaflutningur heppnast vel, segja læknar Læknar í Tékkóslóvakíu fram- kvæmdu nýrna- og brisflutning í einni og sömu skurðaðgerðinni ný- lega. Aðgerðin var gerð á 32 ára gamalii konu, sem hafði átt við alvaríega sykursýki að stríða frá því hún var 11 ára. Aðgerðin mun hafa heppnast vel og segja læknarnir að konunnilíðivel. I frétt frá tékknesku fréttastof- unni Ceteka var sagt að þetta væri í fyrsta sinn sem slík aðgerð væri gerð og hefði hún verið gerð með nýjum aðferðum, sem þróaðar hefðu verið við rannsóknarstofnun í Prag. Það var Vladimir Kocandrle, prófessor við stofnunina, sem stjómaði rann- sóknunum og gerði skurðaðgerðina. Almennri fræðslu ábótavant í USA — segir Reagan forseti og kennir um fíkniefnum og sjónvarpi Reagan Bandaríkjaforseti kennir um fíkniefnum, léttúö í kynferðis- málum, ofbeldi bandarisks samfélags og ómenningarlegu efni sjónvarpsins, að almenn skólun juigra fólks þykir slæleg. I ræðu, sem hann flutti á þingi kenn- arasamtaka Bandaríkjanna (AFT), sakaöi Reagan önnur kennarafélög (NEA), sem hafa verið gagnrýnin á stefnu stjórnar hans, um að reyna að heilaþvo skólaböm með áróðri gegn stjómvöldum. — NEA hafa nýlega sent frá sér bækling um frystingu kjamorkuvopnabirgða stórveldanna en því er Reagan algjörlega andvigur. Reagan lauk lofsorði á kennarasam- tökin AFT fyrir að gagnrýna þá kenn- ara og kennarafélög sem vildu misnota aöstöðu sína til þess að innræta skóla- bömum pólitískar skoðanir. Hann áréttaði þá stefnu sína að draga heldur úr fjárveitingum ríkis- sjóðs til skólanna en leggja meiri óbyrgð á hendur foreldrunum og viðkomandi sveitarstjórnum. Fræðslumálin hafa mjög verið sett á oddinn í upphafi forkosninganna vegna stefnu Reagans i skólamálum. Sjálfur hefur hann ekki sagt af eöa á um hvort hann hyggi á endurkjör. Reagan sagði i ávarpi sinu, aö kenn- arar hefðu til þessa staðið einir í bar- áttu þeirra við vandamái sem þeir Dómari í itölsku borginni Caserta hefur kveöið upp handtökuúrskurð gegn 30 mönnum, þar á meðal nokkr- um bæjarfulltrúm, í herferð ítalskra yfirvalda gegn Mafíunni. Lögreglu- yfirvöld sögðu síðar að nokkrir mann- anna hefðu verið handteknir og eru sumir þeirra kærðir fyrir morö, fjór- kúgun og rán. En 13 hinna ákærðu réðu ekkert við og vitnaði forsetinn til skýrslu nefndar sem eftir sérstaka könnun komst að þeirri niðurstöðu aö meðalmennskan tröllríöi bandarisku fræðslukerfi um þessar mundir. Lagöi nefndin til aö gengiö væri fastar eftir iðjusemi, meiri aga og heimavinnu og aö aftur væri lögð megináhersla í grunnskólunum á skrift, reikning og raunvísindi. komust undan lögreglunni. Þessir menn eru taldir féiagar í Camorra, sem eru svipuð samtök Mafiunni og fylgja handtökur þeirra í kjölfar handtöku 600 manna i Napólí og nágrenni í fyrri mánuði. Að sögn varð lögreglunni mikil hjálp í vitnisburði fyrrum Camorra-félaga, sem sneru baki við kumpánum sinum. HANDTÖKUR A S-ITALIU Kohl kanslari var óbliður í máll vi* Kremlitjómina viö veisloborött í gcrkvöldl. Ætlarðu í sumarfrí? Ef svo er þá er 3ja vikna ferðin til Benidorm 13. júli. ódýrasti kosturinn. - Hreint ótrúlega lágt verð. M jög góð gisting - Sértilboð á Don Miguel II 50ZBARNA AFSLATTUR Meðalverð fyrir hjón með 2 börn Kr. 13.875.- fyrir manninn TAKMARKAÐ FRAMBOÐ KYNNIÐ YKKUR GREIÐSLUKJÖRIN =j FERÐA.. 3UIMIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.