Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 2
2 • DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI1983. Um 160 tóf uyrðlingar til Noregs og Danmerkur: „ Verða seldir héðan á kostnaðarverðiff „Yrðlingarnir verða seldir héðan á kostnaðarverði. Með því móti eigum við möguleika á að fá upplýsingar um loðdýrarækt frá Noregi og Dan- mörku og við þurfum sannast sagna virkilega á þeim aö halda,” sagði Jón Ragnar Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda, við DV. Danskir og norskir refabændur —segir framkvæmdastjóri Sambands fslenskra loðdýraræktenda hafa falast eftir um 160 tófuyrðling- um frá Islandi eins og fram hefur komið í fréttum. Vilja þeir fá hvolpa af hvíta heimskautarefastofninum. Hyggjast þeir blanda hann með silf- urref og fá þannig fram s jaldgæft lit- arafbrigði sem nefnist „Golden Is- land”. Ekki er hægt að rækta upp stofn af „Golden Island” því yrðling- ar þeirrar tegundar eru ófrjóir. Mikið veröfall heföi orðið á skinn- um aö undanfömu, eða um 35% í er- lendri mynt milli ára. Því reyndu refabændur að framleiða önnur lita- afbdgði sem gæfu hærra verð. Þeir væm aöeins farnir að þreifa fyrir sér á markaöinum meö „Golden Is- land”, en verð ó slíkum skinnum hefði þó engan veginn náð upp i hæstu verðflokkana enn. Jón Ragnar sagöi að norskir refa- bændur greiddu 2090 krónur fýrir yrðlinginn en danskir kr. 2900. Væri þetta kostnaöarverö þegar til væru talin laun við veiðiskap, fóður, dýra- læknisskoðun, umbúöir og sending- arkostnaö innanlands. Danir þyrftu að greiöa íviö hærra verö þar sem þeirra yrðlingar yrðu aldir á búum hér fram í október. Sagði Jón Ragnar ennfremur að mikill áhugi væri meðal íslenskra refabænda á að auka fjölbreytni i framleiöslunni hér heima. Það mál væri á athugunarstigi og engar ákvaröanir lægju fyrir í þessum e&i- um. -JSS. Sam&ginlegur vinnumarkaður Norðurianda —tekur gildi um næstu mánaðamót Þann 1. ágúst næstkomandi tekur vinnugreinum. Þótti nauðsynlegt að gildi samningur um sameiginlegan, hafa sh'kan fyrirvara til þess að norrænan vinnumarkað sem undir- ritaður var af vinnumálaráðherrum Norðurlanda í Kaupmannahöfn 6. mars 1982. lsland gerist nú í fyrsta sinn aðili að þessum samningi sem veriö hefur í gildi milli annarra norðurlanda frá árinu 1954. Samningurinn veitir rík- isborgurum aðildarlandanna rétt til að taka sér bólfestu og starfa í hverju landanna fyrir sig án sér- stakra atvinnuleyfa og á jafnframt að tryggja að þeir njóti sama réttar og rikisborgarar dvalariandsins hvað Iaun og önnur starfskjör varö- ar. I bókun með samningnum er is- lenskum stjómvöldum áskilinn rétt- ur til að krefjast i sérstökum tilfell- um atvinnuleyfa ef um hópflutninga starfsfólks er aö ræða sem beinast að sérstökum svæöum, störfum eða at- koma í veg fyrir röskun jafnvægis á vinnumarkaöi hér, að því er segir i tilkinningu frá félagsmólaróðuneyt- inu. Þá hafa öll löndin áskilið að til- tekin störf séu einungis ætluð eigin ríkisborgurum. Samkvæmt leiðbeiningum, sem norræna vinnumarkaðsnefndin hefur sett, ber þeim sem leita vilja sér vinnu i öðru norrænu landi eða leita eftir vinnuafli að snúa sér til vinnu- miðlunar í heimalandinu. Þar verða veittar upplýsingar um vinnumark- að í hinum löndunum og höfð milli- ganga um að koma hlutaðeigandi S samband viö vinnumarkaösstjóm- völd í því landi þar sem leitað er eftir vinnu eða vinnuafli. Hér á landi mun vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins hafa þessa meðal- göngu. -ÓEF. ökumaður sendiferðabíls slasaðist mikið er bfill hans lenti á 1jósastaur við Breið- holtsbraut um hádegisbilið í gær. Sendiferðabíllinn var á leið niður Breiðholts- braut er hann rakst á ljósastaurinn. Bíllinn kastaðist aftur út á götuna og lenti á fólksbfl sem ekið var samhliða. Bflstjóri sendiferðabflsins kastaðist út úr bflnum við höggið og lenti utan vegar. Hann er alvarlega slasaður. Bflstjóra fólksbflsins sakaði ekki. DV-mynd S Sláttur er nú víða hafinn hjá bcndum. Einn af þeim er Baldur ólafsson bóndi á Fitjum undir Vestur-Eyjafjöll- um, en hann býr þar félagsbúi með syni sínum ólafi. Við sjáum Baldur hér á myndinni sem Valgeir Guðmundsson, lögreglumaur á Hvolsvelli, tók. Kaupf élagið Þór á Hellu f lytur í nýtt verslunarhúsnæði: Gömlu versluninni breytt i verkamannaíbúöir Nýverið var tekið í notkun nýtt 1500 fermetra verslunarhúsnæði Kaupfélagsins Þórs á Hellu eins og DV hefur skýrt frá. Þetta er þriðja verslunarhús Kaupfélagsins, en fyrti verslun var orðin óhentug vegna staösetningar. Var hún úr al- faraleið. Verslunarhúsið er nú viö aöalveginn, skammt fró vöru- geymslunum. Um það bil fimmtíu manns eru starfandi viö Kaupfélagiö Þór en auk vörugeymslna, og versl- unar er bifreiðaverkstæði starfrækt á vegum Kaupfélagsins. Er verslunin var opnuð í fyrsta skipti, 16. júní siðastliðinn, mætti fjöldi manna til að versla en öllum var boðiö upp á kaffi og veltingar. Fjöldi gesta mætti við opnun nýju verslunarinnar og þeir Ingólfur Jónsson stjómarformaður t.h. og Jón Thorarensen kaupfélagsstjóri höfðu í nógu að snúast. Auk þeirra era á myndinnl, tallð frá vinstrl: Valdimar Auðunsson Grenstanga og Eyvindur Agústsson, bóndi Skíð- bakka og st jórnarmaður í Þór. (Ljósmynd E.J.) Þar var og mættur fyrsti kaupfé- lagsstjóri Þórs, Ingólfur Jónsson, sem var einn af stofnendum Þórs og kaupfélagsstjóri fyrstu átján árin frá stofiidegi 26. mars 1935 til ársins 1953. Ingólfur hefur ennþá hönd í bagga með rekstrinum því hann er stjórnarformaður Þórs. Jón Thorar- ensen er núverandi kaupfélagsstjóri. Stjórn verkamannabústaða ó Hellu hefur ákveðið að kaupa gamla verslunarhúsið og verður þvi breytt i átta verkamannaibúðir. -E.J. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.