Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 30
30 ‘i DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÖLÍ1983. Háfetl 804 frá Krossanesi og afkvcmin. Háfetl er til hsgri á myndinnl og knapinn er Eiríkur Valdemarsson. Mannmargt á Melgerdismelum Þorri sem sigraði í A-flokki gcðinga og knapinn Ragnar Ingólf sson. (Ljósmyndir E.J.) Það leit ekki vel út með mótshald á Melgerðismelum viku áður en Fjórðungsmótið á Norðurlandi átti að hefjast. Gróður hafði ekki tekiö við sér og veður var kalt. En allt gekk upp að lokum. Veðurfar batnaði, það hlýnaði í veðri og á fyrsta degi mótsins var komin glampandi sól. Rúmlega fjögur þúsund manns komu á mótið sem haldiö var dagana 30. júní til 3. júh'. Mótshaid var til fyrir- myndar og timaáætlanir stóðust í hví- vetna. Tölvur voru notaðar í fyrsta skipti á Islandi á hestamóti við stigaút- reikninga og vöktu þær mikla lukku. Meðaleinkunn hesta var komin strax, svo og samanburðareinkunnir við aðra hesta. Einnig var hægt að f á útskrift úr tölvunni þannig aö áhorfendur höföu i höndum yfirlit yfir allar einkunnir hrossa strax og keppni var lokið. Keppni hófst fimmtudaginn 30. júní með því að B-flokks hestar voru leiddir til leiks. Um það bil fjörutíu gæðingar voru dæmdir. Hestar frá Hestamanna- félaginu Létti Akureyri voru sigursælir í B-flokki. I forkeppninni stóðu þeir í fjórum efstu sætunum. Þeir voru Kristall, Aron, Léttir og Jörvi. I úrslitakeppninni riöiaðist röðin örlítiö því Jörvi og Aron skiptu um sæti og Léttir hrapaði í fimmta sæti. Urslit uröu þau aö í fyrsta sæti i B-flokki stóð Kristall (Létti) en eigandi hans, Gylfi Gunnarsson, sýndi hann sjálfur. Áhorfendur voru sammála um það jafnt og dómarar að Kristall bæri af B- flokks hestunum að þessu sinni enda virtust bæði hestur og knapi vera í einstöku formi. Kristall fékk 8,77 i einkunn í forkeppninni. Jörvi (Létti), sem Halldór Rafnsson á en Ragnar Ingólfsson sýndi, varð í öðru sæti. Jörvi fékk í forkeppninni 8,25 í eink- unn. Aron (Létti), sem Aldís Bjöms- dóttir á en Birgir Ámason sýndi, varð í þriöja sæti. Aron fékk í forkeppninni 8,59. Birgir fékk knapaverðlaun sem Tamningamannafélagiö afhendir prúðasta knapa mótsins og var hann vel að verðlaununum kominn. Meiri sviptingar vom í úrslitum í keppni A-flokks hesta. I forkeppninni stóð efstur Straumur (Funa), sem Guðlaug Reynisdóttir á en Eyjólfur Isólfsson sat. Logi (Létti) varð í öðra sæti, en eigandi hans og knapi var Höskuldur Jónsson. Einkunn 8,50. Þorri (Funa) var i þriöja sæti, en eigandi hans er Sigurður Snæb jörnsson en knapi Ragnar Ingólfsson. Einkunn 8,45. Sámur (Létti) var í fjórða sæti, en knapi hans og eigandi var Reynir Hjartarson. Einkunn 8,36. Urslit urðu aftur á móti þau aö Þorri sigraði, Logi varö í öðra sæti, Sámur í þriðja en Straumurífjórða. Unglingakeppni Unglingar á Norðurlandi mættu til keppni meö gæðinga sína. Riðin er ákveðin áætlun og eru báðir dæmdir jafnt hestur og knapi. Meiri spenningur ríkir hjá krökkunum en hinum fullorðnu. Efstu átta fengu aliir bikar og voru mörg brosmild andlit er verðlaun vora afhent. I unglingaflokki 12 ára og yngri sigraði Kristinn Svanbergsson (Létti) á hestinum Sindra og fékk 8,23 i einkunn. Engin undankeppni var í unglingakeppninni þannig að hrein úrslit fengust strax. Þorsteinn Jónsson (Snarfara) varð í öðra sæti á Stormi með 8,10 i einkunn og Helgi Ingimarsson (Stíganda) í þriðja sæti á Sokka með einkunnina 8,06. I eldri flokki unglinga, 13—15 ára, sigraði Einar Hjörleifsson (Hring) á hestinum Tvisti með einkunnina 8,09. Vignir Sigurösson (Grana) varö i öðra sæti á Hrappi, einkunn 7.90, og Gestur Stefánsson (Stiganda) i þriðja sæti á Háfeta meö einkunnina 7,88. Kappreiðar Ekki var nægilega mikil þátttaka i kappreiðunum til að gera þær spenn- andi. Þó urðu sviptingar í skeiðinu. t 150 metra skeiðinu sigraði Bliki Lúð- víks Asmundssonar, en Erling Sigurðs- son sat Blika, á tímanum 16.3 sek. I fyrstu var talið aö Bliki hefði ekki legið en Erling var vægast sagt óánægður með þann dóm og eftir fund kappreiöa- nefndar var komist að þeirri niður- stööu aö Bliki heföi legið. Svanur Skúla Sigfússonar sem Þórir Isólfsson sat varð í öðru sæti á 16.7 sek. Náttfari Páima Bragasonar sem öm Grant sat var i þriðja sæti á 18.8 sek. Ekki urðu síður sviptingar i 250 metra skeiöinu. Snarfari og Frami rannu saman skeiðiö í úrslitariðli og náöi Snarfari timanum 23.7 sek. en Frami 23.8 sek. Knapar Björn Þorsteinsson og Erling Sigurösson. En keppninni var ekki lokiö því Hómer sem Sævar Páisson á og sat kom ölium á óvart því keppnis- laus i siðasta riöli rann hann skeiðiö á 23.4 sek. sem er ágætis tími. Snarfari og Frami urðu því í öðru og þriðja sæti. Urslit urðu ekki óvænt í hlaupunum. 1 250 metra stökki sigraði Hylling Jóhannesar Þ. Jónssonar sem Jón Ol. Jóhannesson sat á 18.7 sek. Eron sem Róbert Jónsson á og sat var annar á 19.0 sek. en Fjarki Guðmundar Frímannssonar sem Sonja Grant sat var þriðji á 19.3 sek. Loftur Jóhannes- ar Þ. Jónssonar sem Jón 01. Jónsson sat sigraði í 350 metra stökkinu á 25.5 sek. Blakkur sem Róbert Jónsson á og sat var annar á 25.6 sek en Sindri Jóhannesar Þ. Jónssonar sem Viðar Uttle sat var þriðji á 25.9 sek. I 800 metra stökkið mættu einungis tveir hestar og sigraði þar örvar sem Róbert Jónsson á og sat á 62.3 sek. Snarfari sem Jóhannes Þ. Jónsson á en Jón 01. Jóhannesson sat var annar á 63.3 sek. 1 300 metra brokkinu sigraöi Bastían á 39.5 sek. Eigandi er Benedikt Ambjörnsson. 1 öðru sæti var folalds- merin Burst en hún kastaði fyrir skömmu en lét sig ekki muna um að brokka þennan spöl. Eigandi var Andrés Kristinsson en knapi Rögn- valdur Sigurðsson. Tími 39.7. Trítill Jóhannesar Þ. Jónssonar var í þriðja sæti á 39.8 en knapi var Jón Ol. Jóhannesson. Kynbótahross Alis voru sýndir tveir stóðhestar og þrjár hryssur með afkvæmum. Stóð- hestar án afkvæma voru fjórir en hryssur á aldrinum f jögurra vetra og upp úr um það bii sextiu. Háfeti 804 frá Krossanesi, sem Reynir Hjartarson og Hrossaræktar- samband Skagafjarðar eiga, var sýndur með afkvæmum og hlaut hann 1. verðlaun. Afkvæmi hans hlutu að meðaltali einkunnina 8,12. Sleipnir 785 frá Asgeirsbrekku, sem er í eigu Sig- urðar Magnússonar og Hrossaræktar- sambands Skagafjarðar, hlaut einnig 1. verðlaun en afkvæmi hans hlutu að meðaltali 7,99 stig. Af stóðhestum án aikvæma stóð efstur í flokki sex vetra og eldri Vinur 980 frá Víðidal en eigandi hans 6r Pétur Stefánsson. Vinur hlaut 2. verðlaun og meðaleinkunnina 7,95. Daöi 981 frá Gili i eigu Pálínu Skarp- héðinsdóttur fékk einnig 2. verðlaun og meðaleinkunnina 7,92. Einungis einn hestur var sýndur í flokki fimm vetra stóðhesta: Reykur frá Vallarnesi sem Eiríkur Valdemarsson á. Reykur fékk 2. verðlaun og einkunnina 7,72. Einnig var einn fjögurra vetra stóðhestur, Þokki frá Miðgrund, sem Ása Gísla- dóttir á. Þokki fékk 2. verðlaun og einkunnina 7,66. Þrjár hryssur vora sýndar með af- kvæmum. Þær hlutu allar 1. verðlaun. Nös 3794, sem er í eigu Leifs Þórarins- sonar, fékk hæsta meðaltalseinkunn fyrirafkvæmi: 7,96.Kolfinna3783, sem Sigurður Stefánsson á, fékk i meðal- taiseinkunn fyrir afkvæmi 7,94 stig og Elding 3820 frá Kýrholti, sem er i eigu Péturs Sigfússonar, fékk 7,80 stig fyrir afkvæmi. Alls hlutu sjö hryssur án afkvæma 1. verðlaun. Fimm i flokki sex vetra og eldri og tvær í flokki fimm vetra. Af hryssum sex vetra og eldri stóð efst Mugga 5476 frá Hólum, sem er í eigu Hóiabúsins. Einkunn 8,10. Bára Brún 5451, sem Sveinn Guömundsson á, varð í öðra sæti meö 8,03 i einkunn en Von 5500, sem Bjami Jónsson á, var í þriðja sæti með 8,02 í einkunn. Allar þessar hryssur hlutu 1. verðlaun en auk þeirra hlutu þær Kvika 4829, sem Friðrika Baldvinsdóttir á, og Kolbrún 4970, sem er í eigu Sveins Jóhannssonar, 1. verðlaun og einkunnimar 8,01 og 8,00. Af fimm vetra hryssunum stóð efst Eldey 5477 frá Hólum, sem er í eigu Hólabúsins. Einkunn 8,08 og 1. verðlaun. Framtíð 5617 fékk einnig 1. verðlaun og einkunnina 8,02, en eig- andi hennar er Reynir Steingrímsson. Kvika 5791 fékk 2. verðlaun og einkunnina 7,98. Eigandi Þorsteinn Jónsson. Engin fjögurra vetra hryssa fékk 1. verðlaun en Margrét 5669 frá Hóla- búinu stóð efst með meöaleinkunnina 7,93. Lýsa 5671 i eigu Hólabúsins var með aðra hæsta einkunn, 7,86, og Sverta 5670 með þriðju hæstu einkunn, 7,80. Hún er einnig í eigu Hólabúsins. Auk þessara kynbótahrossa vora sýndir þrír ræktunarhópar en ekki voru veitt verðlaun fyrir þá. Þeir voru eingöngu til sýnis. Sýnd voru hross úr hrossabúi Sigurmons Hartmannssonar á Kolkuósi, Grimstunguhross úr rækt- un Lárasar Björnssonar út af Eldi 153. Frá Hvassafelli í Eyjafirði voru sýnd hross, m.a. Eldjám sem sigraði á landsmótinu i fyrra og tók hann skemmtilega skeiðspretti svona rétt til að minna á tilveru sína. Það var naumt með veðrið því rétt þegar mótinu var lokið skall á stór- rigning. Annars fór þetta mót vel fram. Dómarar stóðu sig vel. Ekki mikiö um vafasama dóma. Og í heild vora áhorfendur sammála um að feg- urstu gæðingamir hefðu sigrað þannig að ekki er þaö amalegt. Elríkur Jónsson. Eldey 5477 frá Hólum stóð efst hryssna f tmm vetra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.