Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JUU1983. 13 Ógæfulegt upphaf Fyrstu skref ríkisstjómar Stein- grims Hermannssonar hafa ekki verið sérlega gæfuleg. Hún hóf feril sinn með útgáfu bráðabirgðalaga, svo sem ekki er ótitt um islenzkar ríkisstjórnir, sem þurfa að glíma við bráðan efnahagsvanda. Um eitt var þessi bráðabirgðalagaútgáfa þó býsna sérstæð og raunar einstæð. Þar er launþegahreyfingin á Islandi svipt samningsrétti um kaup og kjör. Þetta hefur ekki gerst áður. Allar rikisstjómir hér, eöa því sem næst, hafa raskað samningum, hreyft við visitöluákvæðum og gert fleira í þeim dúr. Aldrei hefur hlns vegar nein ríkisst jóra s vipt launþega samningsrétti með þeim hætti sem nú hefur verið gert. Við vitum að þetta hefur verið gert í Póllandi, og við vitum að þetta hefur verið gert í fleiri einræðisrikjum. En ekki er vit- að til þess, að gripið hafi veriö til svona aögerða i nokkru lýðræöisríki. Réttur frjálsra verkalýðsfélaga til að semja um kaup og kjör er elnn af meginþáttum iýðræðisins. tslensk verkalýðsfélög hafa verið svipt þess- um rétti. Verkalýðsfélögin hafa verið svipt almennum mannréttind- um eins og þau em talin vera i þeim þjóðfélögum þar sem lýðræði ríkir. Ekki er því byrjunin góð. Hvers óskuðu þingmenn? Störfum Alþingis lauk þann 14. marz i vetur, þá fóm þinglausnir fram. Nýtt þing var kjörið 23. april og rikisstjórn Steingrims settist á valdastól 26. mai. Fljótlega varð Ijóst, að meirihluti þingmanna vildi að saman yrði kallað sumarþlng til þess meðal annars að fjalla um nýút- gefin bráðabirgðalög, og ekki siöur til að koma þingi formlega á laggim- ar, þaö er að segja aö kjósa embætt- ismenn þingsins og vinnune&idir. Nú háttar til dæmis svo til, að tveir af aðalforsetum þingsins hafa tekið við réðherraembættum og geta því ekki gegnt forsetastörfum og þeim emb- ættisskyldum sem þeim fylgja, þótt þing ekki sitji. Stjómarandstaðan setti saman hógvært bréf og sendi forsætisráö- herra með ósk um að þing yrði kvatt saman hið fýrsta, eða þá þeim mun fyrr í haust, þannig að alþingi fengi á þessu ári nokkurn veginn eðlilegan starfstíma. Þessi ósk átti líka ríkan hljómgrunn í stjómarflokkunum, einkum Sjálfstæðisflokki. Allt um það, forsætisráðherra og rikisstjórn hans kusu að hafa þessa ósk þingmanna aö engu. En hvers vora þlngmenn í raun að óska? Þelr vora að biðja um að fá að starfa eins og þeir era kosnlr tll, að fá að sinna þelm störfum með eðliiegum hætti, sem kjósendur hafa trúað þelm til. Þessu hafnaði rikisstjómin að lftt athuguðu máli að þvi er virðist. Hvað um þingræðið? Samkvæmt fyrstu grein islensku stjórnarskrárinnar er Island lýð- veldi með þingbundinni stjórn. Hér á með öðrum orðum að ríkja þingræöi — ríkisstjóm hverju sinni og hver sem hún er á að lúta vilja meirihluta Alþingis. Nú var það á allra vitorði, að meirihluti þingmanna vildi að þing kæmi saman, en samt hafnaði ríkisstjórnin þeirri sjálfsögðu ósk. Þar með var þingræði ekki lengur til staðar á Islandi. Þetta er vissulega alvarlegt mál og umhugsunarefni Eiður Guönason fyrir alla alþlngismenn, hvar i flokki sem þeir standa. Undanfarin misseri hefur verið um það rætt að viröing Alþingis sé ekki sú sem vera ætti. Þetta er auövitaö ekki ný bóla, en bjöguð fjölmiðla- mynd af störfum þingsins hefur ekki bætt hér um nema siður sé. Auðvitað á aö gagnrýna Alþingi og störf þess, en sú gagnrýni verður að vera rökum studd, annars er hún marklaus. Auðvitað er næsta lítil von til þess að þegnarnir beri virðingu fyrir Alþingi þegar sjálf ríkisstjóm landsins gerir hvað hún getur til að h'tilsvirða þing- ið og þau störf, sem þar á með réttu að vinna. Nú verður að láta á það reyna til blítar hvort ríkisstjórnln ekki fæst til þess að kalla þlngið saman siðsum- ars eða snemma i haust þannig að það fól eðlilegan starfstima á þessu óri. Stjómarandstaðan mun knýja á og fylgja þessu fast eftir. Virðing lög- gjafarþings tslendinga er í veði. Misskilningur —mistök Ekki verður heldur sagt að það hafi verið fallið til þess aö auka virð- ingu Alþingis hvemig staðiö var að verkum í sambandi við margum- rædd bókamenntaverðlaun tileinkuð Jtai Sigurðssyni forseta. Vissulega ágæt hugmynd. En fé til slíkra verð- launa er ekki á fjárlögum og enn siður hefur Alþingi tekið nokkra ákvörðun um skattfrelsi í þessu sam- bandi. Hér háttar svo til um lands- stjórnina að það er Alþingi, sem hefur fjárveitingavaldið, það er aö segja um það fé sem greiöa á úr ríkissjóði, en þaðan skilst mér að þessi verðlaun eigi aö koma. Ennf remur er þaö Alþingi Islendinga og enginn annar, sem ákveður hvort shk heiðursviðurkenning skuh skatt- frjáls. Þversagnir í ummælum ráð- herra um þetta mál í f jölmiðlum eru með endemum og eru menn þó ýmsu vanir í þeim efnum hjá þeim sem þar hafa mest látið eftir sér hafa. I þessu máU varð enginn misskiln- ingur, heldur voru hér gerð mistök. Mistök, sem vonandi eiga ekki eftir að endurtaka sig. Málið hefði til dæmis horft töluvert öðruvísi við, ef samróö hefði verið haft við aUa þing- flokka og vilji þeirra til þess kann- aður, áður en máUð var gert opin- bert. Útsala Alberts Þá verður heldur ekki sagt, að um- mæU f jármálaráðherra um sölu rík- iseigna séu til þess falUn að auka virðingu fjrir Alþingi. Það er nefni- lega Alþingi, sem tekur ákvarðanir um sölu ríkisfasteigna. Þaö er ekki unnt aö selja svo mikið sem jarðar- skika úr eigu ríkisins á annan hátt en þann, að setja um það sérstök lög. Fyrst verður því að flytja frumvarp, sem síðan er þrírætt í báðum deildum Alþingis. Það er því ekki fjórmálaráöherra, sem ákveður hvort selja skuli rikiseignir, aðrar en lausafé, heldur eru það sextíu þjóð- kjörnir þingmenn sem taka þá ákvörðun. Hitt er svo annað mál, að það er auðvitað óstæða til þess að hugleiða hvort ekki sé tímabært að ríkið dragi sig út úr ýmiss konar rekstri, sem það hefur þvælst inn i á undanfömum árum oft fyrst og fremst vegna þess að verið var að bjarga fyrirtækjum sem einstaklingar höfðu komið á fót, en römbuðu svo á barmi gjaldþrots. Það er ástæðan fyrir ríkiseign á ýmsum stöðum. Ef fjármálaráðherra mætti ráða væri sjálfsagt búið að gefa út bráöa- birgöalög um sölu einhverra ríkis- eigna. Það verður þó tæplega gert, til þess munu aðrir ráðherrar sjá. Þótt fyrrverandi stjómarformaður Haf- skipa h.f. vilji selja Skipaútgerð ríkisins er sannariega enginn einhugur um þessi mál í ríkisstjórn- inni. En áður en fjármálaráðherra tekur til viö að óska eftir heimildum Alþingis til aö selja ríkisfyrirtæki verður hann að svara einni grund- vallarspumingu: Ætlar hann að hætta aö veita gjaldþrota einka- rekstri ríkisábyrgðir og bakstuðning eins og gert hefur verið til þessa, ætl- ar hann að leyfa slíkum aðilum að fara á hausinn í friði? Þessari spum- ingu hefði ráðherrann i raun átt að svara áður en hann tilkynnti fyrir- hugaða útsölu á eigum íslenzka ríkis- ins. Eiður Guðnason alþlngismaður. „Nú veröur aö láta á það reyna tíl hlítar w hvort ríkisstjómin fæst til þess að kalla þingiö saman síðsumars eða snemma í haust þannig að það fái eðlilegan starfstíma á þessu ári. Stjórnarandstaðan mun knýja á og fylgja þessu fast eftir. Virðing löggjafarþings íslend- inga eríveði.” Þrjár myndir byggðastefnunnar Byggðastefnan á Islandi birtist í þrem myndum: byggðasafnsstefnu, byggðagildru og uppbyggingar- stefnu. Byggðasafnsstefnan er fólgin i því að litið er á búsetu á tilteknum stöðum sem hluta af menningar- arfleifð þjóöarinnar og þeim breytt i lifandi byggðasöfn. Byggöagildran felst í þvi aö röng gengisskráning heldur niðri tekjumöguleikum fólks á ýmsum stöðum sem annars eiga sér góöar efnahagslegar forsendur. Eyöslugetu fólksins er svo að ein- hverju leyti haldið uppi með aðstoð ríkissjóðs. Uppbyggingarstefnan felst í aðgerðum sem auka fram- leiðni þjóöarheildarinnar. Slik stefna er nauðsynleg og sjólfsögð meðan byggðagildruna ber að uppræta og byggðasafnsstefnuna að leggja af. Byggðasafnsstefna I hverju einasta samfélagi, sem býr við einhverja framþróun, era hagir fólks sífellt að breytast. Eitt aðaleinkenni framþróunar er einmitt hreyfanleikinn þar sem fólk flytur til milli staða og starfsgreina. Þeir sem áður voru ríkir verða fátækir nema þeir fylgist með og þeir sem óður voru fátækir öðlast tæki- færi til þess aö búa sér og sinum betri kjör. Hluti af breytingunum getur verið að ýmsar byggðir missi þær efnahagslegu forsendur sem þær grundvölluðust áður á. Það getur verið mjög sársauka- fullt fyrir fólk að s jó þjóðfélagsbreyt- ingar gera ævistarf úrelt eða byggð ónauðsynlega. Þess vegna ber oft á því í slíkum tilfellum að reynt er að vemda byggðir og starfsemi fyrir framþróuninni. I þessu felst byggða- safnsstefnan. Hún gerir fólk að lif- andi safngripum. Þá helst fólk viö i byggð og starfi fyrir fé skattgreið- enda. Það er hvorki skynsamlegt né rétt- látt að gera fólk að safngripum. Það er ekki skynsamlegt vegna þess að framþróunin sjálf tefst eftir því sem safngripunum fjölgar. En án framþróunar dregst þjóðin aftur úr og þá verður ekki hægt aö halda uppi velferðarkerfi fyrir þá sem raun- verulega þurfa á því að halda. Þaðer ekki réttlátt aö gera fólk aö safn- gripum vegna þess að þá hefur það ekki lengur tækifæri til þess aö auðgast. Safngripir verða aldrei stöndugir vegna þess að efnahags- legar f orsendur til slíks skortir. Fólk i lifandi byggöasafni getur einungis aukið eyðslu sína fýrir til- verknað skattgreiðenda en örlæti þeirra er ekki alltaf jafntryggt. Hin opinbera byggðasafnsstefna hér á landi hefur einkum komið fram í ýmsum þáttum landbúnaðarstefn- unnar, fjórfestingarstefnunnar og hæpnum opinberum framkvæmd'im. Byggðagildran Byggðagildran er ein af svo- nefndum samhjólpargildrum sem felast í því að fólki er gert mjög erfitt fyrir að bjarga sér ó eigin spýtur en eyðslugetu þess er að meira eða minna leyti haldið uppi meö aðstöðu hins opinbera. Orsök byggöagildrunnar er röng gengisskráning. Um 90% af útflutn- ingi sjávarafurða er utan höfuö- borgarsvæðisins. Þegar gengiö er rangt skráö fá útflutningsgreinamar ekki rétt verð fyrir framleiðslu sína. Rétt verð á útflutningnum er miöað við að útflutningsgreinarnar afli jafnmikils gjaldeyris og þjóðln vill eyöa. Gjaldeyri hefur verið haldið of ódýrum á undanfömum órum sem hefur þýtt tilflutning á fjármunum frá útfiutningsplássunum úti á landi til þeirra staða sem hafa mestan hag af ódýrum innflutningi. Þessi tekju- svipting er undirrótin að hinum raunverulegu byggðavandamálum á Islandi. Utflutningsstaðir á lands- byggðinni, sem eiga sér fullkomlega efnahagslegar forsendur, þurfa að greiða „byggðaskatt” með rangri gengisskráningu. Byggðagildran felst svo í því að eyðslugetu fólksins á þessum stööum er haldið að nokkru leyti uppi með alls kyns framlögum, verðjöfnun á vöru og þjónustu og fyrirgreiðslum. Þessar opinberu aðgerðir byggjast að sumu leyti á þeim misskilningi að þaö sé í sjólfu sér eitthvert markmið að búsetu- kostnaður sé alls staöar sá sami á Dr. Vilhjálmur Egilsson landlnu. Meginmarkmiöið hlýtur að vera að tekjusköpunin geti staðið undir búsetukostnaöinum þar sem hann er hór og heilbrigð byggða- stefna miðast við að auka tekju- sköpunina en lætur eyðsluhliðina vera. Sem dæmi um opinberu aðgerö- imar eru framlög til jöfnunar á námskostnaði, ýmis landbúnaðar- framlög, t.d. vegna afleysingaþjón- ustu bænda, ýmis til orkumála, t.d. vegna jöfnunar rafmagnsverðs, olíu- styrkja og jöfnunar húshitunar- kostnaðar. Ennfremur má nefna verðjöfnunarstefnu Pósts og sima og sjólfstæða verðjöfnun á sementi, olíum og bensíni. Byggðagildran er gildra vegna þess að fólk festist í henni. Þegar skrúfað er fyrir tekjumöguleikana kemst fólk ekki í burtu nema selja húsin sin á mjög lágu verði og fólk losnar ekki út úr atvinnurekstri nema með skuldahrúgu ó bakinu. Munurinn á þessu ástandi og því sem margir veröa að þola við venjulega framþróun í þjóðfélaginu er sá aö byggöagildran er tilbúin og gengur á móti framþróuninni. Framþróunin opnar ný tækifæri en byggöagildran skrúfar fyrir þau. Eina leiðin sem fólk í byggðagildr- unni sér til þess að hafa þaö betra er aukin oplnber aöstoö. I þvi felst meginhættan. Að fyrirgreiðslupóli- tflcusar viðhaldi rangri gengisskrán- ingu til þess að geta leikið góða menn og veitt þessu fólki aðstoð úr vösum skattgreiðenda. Ef tekjumöguleikar fólksins væru óskertir, þyrfti ekki fyrirgreiöslupólitík í núverandi mæli, og þá væru fyrirgreiðslu- pólitíkusamir i hættu. Uppbyggingarstefna Byggðastefna er að sjálfsögöu ekki öll af hinu illa. Til er heilbrigð byggöastefna sem miöast við uppbyggingu og tekjuöflun. Helstu þættir slikrar stefriu eru framkvæmdir í samgöngumálum og ýmsar aðgerðir varðandi opinbera þjónustu sem miða að því að auka framleiðni og tekjusköpun í byggðumlandsins. Þennan hluta byggðastefnunnar verður að leggja óherslu á. Þá myndu margir staöir víðsvegar um landið eflast vegna þess að tilvera þeirra á sér efnahagslegar forsendur og vegna þess að það væri hluti af framþróuninni og sókn til betri lífs- kjara. Með heilbrigðri byggðastefnu myndu hin lifandi byggðasöfn leggjast niður. En ný og fleiri tæki- færi, sem fylgja framþróuninni, myndu gera breytingamar miklu viðráðanlegri fýrir alla sem í hlut eiga og þegar dæmið er gert upp í heild hlýtur niðurstaöan að verða framþróuninni og breytingunum í vil. Dr. Vilh jólmur Egilsson hagfræðingur. „Byggðastefnan á Islandi birtist í þrem w myndum: byggðasafnsstefnu, byggða- gildru og uppbyggingarstefnu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.