Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Vopnahlé í Bekaa — en uppreisnarmenn innan PLO setja Arafat stólinn fyrir dymar Milligöngumenn innan PLO hafa fengið uppreisnarmenn innan skæru- liöasamtakanna til þess að heita vopnahléi. En svo virðist sem það ætti að veröa gegn tilslökunum af hálfu PLO, og segja foringjar uppreisnar- manna að kröfum þeirra hafi ekki verið f uilnægt. Sex frammámenn úr Þjóðfrelsis- hreyfingu Palestínuaraba (PLO) hafa veriö í Damaskus og átt þar fundi meö foringjum uppreisnarinnar gegn Ara- fat, leiðtoga PLO. Uppreisnin braust út fyrir tveim mánuöum. Utvarpið í Beirút greindi í gær frá því aö FATAH-skæruliöar hefðu skipst á skotum í Bekaadalnum i gær og hefðu leyniskyttur fellt einn uppreisn- armanna. En svo virðist þó sem vopna- hléið sé í heiðri haft að mestu. Umferð um þjóðveginn milli Beirút og Dam- askus gekk óhindruð í gær en við hann hafa aðalskærurnar verið. Sáttasemjarar sögðu aö menn væru sammála um þörf breytinga á stjórn samtakanna svo að ekki yrðu teknar einhliða ákvarðanir án samráðs við hinar aðskiljanlegu deildir PLO. — Abu Saleh, foringi uppreisnarmanna, gerði það ljóst að þeir ættu eftir aö leggja fram frekari kröfur. Uppreisnarmenn hafa sakað Arafat um aö slá slöku við striö PLO gegn Israel og bera honum á brýn að vera einráður í ákvörðunum. Viðræður Ara- fats viö Jórdaniukonung að tillögu Bandarikjamanna höfðu vakið mikla gremju ýmissa innan PLO. Aftökur í íran Þrír menn sakaðir um fíkniefiia- sölu voru teknir af lífi í bænum Bo- jurd á noröausturlandamærum Irans og Sovétríkjanna. Byltingar- dómstóll dæmdi þá til dauða. Því hefur verið lýst yf ir í Iran að hertar verði aðgerðir gegn eiturlyfja- smygli en brögð eru að því að á þessum slóðum sé heróíni smyglaö frá Pakistan og Afghanistan. Eiffel-turninn uppljómaður af flugeldum á Bastilludaginn. En það verður of dýrt fyrir Parisarbúa að halda upp á 200 ára afmæli byltingarinnar árið 1989. Sýning vegna byltingar- afmæiis yröi ofdýr — segir borgarstjóri Parísar Borgaryfirvöld í París hafa hafnað öllum hugmyndum um það að aö halda stóra sýningu í borginni árið 1989 í til- efiii 200 ára afmælis frönsku stjórnar- byltingarinnar. I yfirlýsingu sem borgarstjóri Parísar, Jacques Chirac, gaf út um síöustu helgi um þetta mál, sagði að slík sýning myndi kosta of mikið og hafa að auki truflandi áhríf á borgina. Bent var á þann möguleika að halda sýninguna utan borgarinnar. Þegar haldið var upp á 100 ára af- mæli byltingarinnar 1889 komu meira en 30 milljónir gesta á sýninguna sem haldin var í París. Hinn frægi Eifell- tum var einmitt byggður fyrir sýning- una. Bandaríkin: Loftskip farartæki framtíðarinnar? Bandariski flotinn og strandgæsla Bandaríkjanna íhuga nú að taka upp notkun loftskipa til ýmissa verkefna, svo sem til þess að elta eiturlyfja- smyglara og leita uppi kafbáta. Til þess að kanna þessar hugmyndir hefur íoftskip verið tekið á leigu frá bresku fyrirtæki sem framleiðir þau. Loftskipið, sem kallað er SKS-500, er 50 metra langt og verða gerðar til- raunir með það í sumar. Það er búið mjög fullkomnum tæknibúnaði og er að mestu leyti byggt úr gerviefnum sem valda því að það sést illa á ratsjám. Vélar þess eru tvær, þriggja lítra, 190 hestafla vélar sem notaöar eru í Porsche bifreiðar. Vélarátaki má breyta til þess að bæta hreyfanleika skipsins. Bandarískir embættismenn segja aö loftskipiö nái að visu aðeins um 65 hnúta hraða en komist allt að 875 mílur í einu, svo þau eru langdræg. Verði af þvi að bandariski flotinn kaupi þessi tæki værí þaö skref aftur á bak að vissu leyti, því síðustu loftskip flotans voru seld 1960. En starfsmenn bandarísku strandgæslunnar telja bresku loft- skipin álitleg vegna þess hversu lipur þau eru. Reagan aukast vinsældir Fleiri Bandaríkjamenn eru nu ánægðir með frammistöði Reagans Bandaríkjaforseta í embætti en óánægðir. En meirihluti bandarískra kjósenda telur hann þó ekki eiga skiliö að hljóta endurkjör. Þessar eru niður- stöður könnunar sem gerð var á veg- um bandariska dagblaðsins New York Times. Sagt er að 47% aöspurðra telji Reag- an standa sig vel en 39% illa. Þetta er besta útkoma sem Reagan hefur fengiö úr skoöanakönnun síöan í janú- ar 1982. Það eru helst karlmenn sem hafa skipt um skoðun á Reagan, sam- kvæmt könnuninni, en skoðun kvenna á honum hefur ekkert breyst að ráði. Aðeins 39% kvenna fylgja honum. Aðeins 42% aðspurðra sögðu Regan eiga skilið aö ná endurkjöri en 51% svaraöi þeirri spumingu neitandi. Alls tóku 1365 mannsþátt i könnuninni. VÍSINDAMENN ANDVÍGIR ELDFLAUGAÁÆTLUN NATO Alþjóðleg ráöstefna yfir 3 þúsund vísindamanna, sem stendur þessa dag- ana í Mainz, hefur skorað á þýsku stjómina að leyfa ekki að bandarískar eldflaugar verði settar þar upp í vetur á vegum NATO, eins og ráðgert hefur verið. Töldu vísindamennimir að Bonn- stjómin gæti með þessu gefið Sovét- mönnum og Bandaríkj amönnum aukið ráðrúm til þess að semja um vopna- takmarkanir. Auk þess gæti með þessu skapast trúnaöartraust milli samningsaöila, að mati vísindamann- anna. Ráðstefnan er sótt af vísinda- mönnum úr Vestur-Evrópu og Norður- Ameriku, og meðal ráðstefiiugesta er Linus Pauling sem tvívegis hefur hlotið nóbelsverölaunin. I ræðu, sem Pauling flutti, sagði hann að meðal visindamanna færí vaxandi andstaöa við fjárveitingar til vígbúnaðar. Perú: Hershöföingi kæröur fyrir pyntingar Indónesía: Fjögurþorp rýmd vegna eldgoss Fimmtán hundruð manns hafa verið flutt frá heimilum sínum í fjórum þorpum umhverfis eldfjall- ið Gamkunoro á Mólúkkaeyjum, sem tilheyra Indónesíu. Eldfjallið, sem síðast gaus 1564, hóf gos aö nýju 28. júni og spúði hraunslett- um, reyk og ösku í fimmtán hundruömetrahæð. Yfirvöld á Mólúkkaeyjum sögðu þó að engin hætta væri á feröum. heldur heföu þorpin fjögur verið rýmd til öryggis. Gamkunoro er eitt fjölda virkra eldfjalla í Indónesíu. Vinstrisinnaður þingmaður í Perú, Javier Diaz Canseco, hefur kært her- foringja í Ayacucho-héraði fyrir mann- rán og morð á 23 bændum. Þaö er ein- mitt í Ayacuchohéraði sem skæruliðar Sendero Luminoso hafa haft sig mest í frammi, en Canseco heldur því fram að Clemente Noel, yfirmaður hersins í héraðinu, beri ábyrgð á dauða bænd- anna sem komu frá fimm þorpum. Stjómvöld í Perú hafa lýst herlög í gildi í Ayacucho-héraði og Noel hers- höfðingi hefur sagt að hersveitir hans hafi verið nauðbeygðar til þess aö beita öllum aðferðum sem lög heimila til þess að vinna á skæruliðum. Canseco heldur því fram að höfuð- stöðvar hersins í héraðinu hafi verið notaðar sem fangelsi og pyntingastað- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.