Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULl 1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Kostir í efnahagsmálum: Valið um 30% verð- bólgu eða yfir 100% —búist við 14% rýrnun kaupmáttar en 11% rýrnun og ef nahagshruni ef ekkert hefði verið að gert í ef nahagsmálum Stefna ríkisstjómarinnar er aö verö- bólguhraðinn veröi um 30% um næstu áramót. Þetta kom fram í ræöu sem Þóröur Friöjónsson, efnahagsráðu- nautur ríkisstjómarinnar, flutti á fundi stjómar Verslunarráösins fyrir nokkm. Ef ekkert hefði veriö aö gert í efnahagsmálum heföi hraöi verðbólg- unnar þá veriö kominn vel á annað hundraö prósent. I erindi Þóröar kom fram aö mikils misskilnings heföi gætt varðandi áhríf efnahagsaögeröanna á kaupmátt tekna fólks. Ef ekkert hefði verið aö gert heföi kaupmáttur rýmað um í það minnsta 10 til 11% að meðaltali á mann milli áranna 1982 og 1983. Viö aögerðir Völundur með nýjan sýning- arsal Timbu' •'erslunin Völundur hf. hefur opnað sýningarsal þar sem viösklptavinum fyrlrtæklslns gefst nú kostur á að skoða sýnishom allrar framlelðslu fyrb-tækisins, aukþeirra vara sem Völundur flytur inn. Sýn- lngarsalurinn er að Skeifunnl 19 í Reykjavik. Meðal nýjunga frá Völ- undi er ný tegund útihurðar, sem kölluð er „hlýhurð”. Einangrunar- gfldi hlýhurðarinnar er svo mlkið að það er hærra en í útveggjum húsa. Á liðnu árl var sænskur ráðgjafi hjá fyrirtækinu og vann að endurskipu- lagningu reksturs þess. Hjá Völundi starfa nú um fimmtiu manns en það verður áttatfu ára á næsta ári. DV-mynd Gunnar. ríkisstjórnarinnar mætti hins vegar búast við því aö kaupmáttur rýrnaöi um 14% á milli áranna eða um 3% meira. Aö mati ríkisstjórnarinnar var því um að velja 11% kaupmáttarrýrnun al- mennings og vel yfir 100% verðbólgu- hraöa i árslok eöa 14% kaupmáttar- rýmun og 30% hraða veröbólgunnar við árslok. Er þá ekki tekið tillit til þeirrar hættu á efnahagshruni og h'fs- kjaraskeröingu sem óðaveröbólga heföi ef hún f engi aö vaöa áfram óheft. 1 máli Þóröar Friðjónssonar kom einnig fram, aö markmið efnahags- stefnu ríkisstjómarinnar væri þríþætt: Afstýra því aö kreppa lami efnahags- lífið, aö koma á jafnvægi og stööug- leika í þjóðarbúskapnum og stuöla aö uppbyggingu í atvinnulífinu. Þær efnahagsaðgeröir, sem þegar hafa veríö framkvæmdar, eru til þess aö ná fyrstnefnda markmiöinu, aö af- stýra þvi aökreppa lami efnahagslífiö. Lífeyrissjódur SÍS lánar 200þúsund Eignir Lífeyrissjóös SIS jukust um 80,3% á síðasta ári. Alls voru virkir sjóöfélagar 3.746 í lok árs- ins 1982. Lífeyris nutu 398 sjóöfé- lagar á síðasta árí. Ibúöalán úr lífeyrissjóðnum vom hinn 1. maí sl. hækkuð upp í 200 þúsund krónur eftir fimm ára fulla aðild. Karnabær f lytur f Kópavoginn Karnabær hf. mun í sumar flytja saumastofu sína í nýtt 1800 fermetra leiguhúsnæði viö Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Kemur þetta í kjölfar skiptingar fyrirtækisins. Búist er viö að bygging Kamabæjar hf. viö Fossháls í Reykja- vík verik annaNivort seld eöa leigð. Danmörk: Aukinn hagnaður danskra fyrirtækja Þrátt fyrir aukningu atvinnuleysis og óáran í efnahagsmálum Dan- merkur er ekki allt í kalda koli þar um slóðir. Samkvæmt athugun, sem gerð var nýlega, jókst hagnaður þar- lendra fyrirtækja um 31,5% árið 1982 miöað viö fyrra ár. Aö meöaltali varð arður af eigin fé danskra fýrir- tækja 12,1%. Athugunin er byggð á reikningum 105 fyrirtækja og gerð á vegum And- elsbankans og tímaritsins Politisk Ugebrev. Einnig hefur komið fram í at- hugun, sem gerð var af dönsku Hag- stofunni, aö átta af hundraöi danskra fyrirtækja hyggjast auka fjárfest- ingar sínar í ár en fjögur af hundraði þeirra ætla aö draga úr þeim. Svo miklar f járfestingar hafa ekki verið á döfinni i Danmörku síöan áríð 1979. 1 fyrri viku gekkst Félag islenskra iönrekenda fyrir námskeiði um hlutverk iðnsýninga í sölustarfseml iðnfyrirtækja. Fyrirlesarar voru tveir danskir sérfræðingar, þeir Peter Travis og Henrik Kohl. Meðal annars var rætt um undirbúning sýnlnga erlendis, uppsetnlngu á sýningarbásum og sölutækni á sýningum. Námskeiðið sóttu um það bil fjörutíu manns frá ýmsum iðnfyrir- tækjum, auk forsvarsmanna íslensks iðnaðar. Myndin er af Dönunum tveim. DV-mynd Bjarnl. Guðm. G. Þórarinsson framkvæmdastjóri Þýsk-íslenka Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur hefur nýveriö tekiö við starfi framkvæmda- stjóra hjá Þýsk-íslenska versl- unarfélaginu hf. Hann lauk námi í verkfræði frá Kaup- mannahöfn áriö 1966 og starf- aöi síðan hjá borgarverkfræö- ingi til ársins 1970, er hann stofnaði eigin verkfræöistofu. Rak Guðmundur hana til ársins 1979 er henni var breytt í hluta- félag. Guömundur var forseti Skáksamb. Islands 1969—1974, í borgarstjóm Reykjavíkur 1970—1974 og alþingismaður 1979-1983. Hann er 43 ára aö aldrL Sig. R. Traustason kaupmaður í Flóru Sigurður Rósberg Trausta- son varð fyrir skömmu eigandi Blómaverslunarinnar Flóru í Reykjavík. Hann er 25 ára aö aldri og hefur starfaö við fyrir- tækið frá því í desember sl. Flóra er elsta blómaverslun landsins, stofnuö 1932, er einnig með umboð fyrir Interflora — alþjóðleg blómaviðskipti. GísliBlöndal fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaupshf. Gísli Blöndal tók hinn 1. maí sl. við starfi fulltrúa fram- kvæmdastjóra hjá Hagkaup hf. Gfsli, sem er 35 ára að aldri, lauk prófi frá Verslunarskóla Islands áríð 1964. Hann starfaði m.a. hjá Hampiðjunni hf. um nokkurt skeiö. Siöastliöinn ára- tug var hann við kaupmennsku á Seyðisfirði og rak þar versl- animar Bröttuhlíð og Stál- búöina. Viðskipti: Ólafur Geirsson og Gissur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.