Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 21
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULI1983. 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sigurganga Henry Marsh var í hættu - hann náði að tryggja sér sigur á elleftu stund í3.000 m hlaupi í Stokkhólmi í gærkvöldi Hlndrunarhlauparlnn snjalli, Henry Marsh frá Bandarikjunum, sem hefur verlð ósigrandl í 3000 m hindrunar- hlaupi sl. þrjá ár, var nærri búinn að tapa fyrir Pólverjanum Boguslaw Maminski i gærkvöldi á mlklu frjáls- íþróttamóti i Stokkhólmi. Maminski hafðl góða forustu en á síðustu þremur hringjunum vann Marsh upp forskot hans og eftir að þeir höfðu farið yflr siðustu hindrunlna skaust Bandarikja- maðurinn fram úr og kom í marklð 0,69 sek. á undan Maminski. Henry Marsh fékk tímann 8:17,39 mín. en Maminski 8:18,08 mín. Graham Fell frá Bretlandi varð í þriðja sæti á 8:19,56 mín., sem er hans besti timi á vegalengdinni. Svíinn Patrik Sjöberg (18 ára) setti nýtt sænskt met í hástökki þegar hann stökk 2,28 m og varð sigurvegari. Bandarikjamennimir Brent Harken (2,24) og BenLucero (2,20) urðunæstir en í fjórða sæti kom Dietmar Mögen- burg, fyrrum heimsmeistari frá V- Þýskalandi. Hann stökk 2,15 m, sem er ■ 20 sentimetrum lægra en gamla heims- metiðhans—2,35 m. Ulrike Meyfarth, fyrrum ólympíu- meistari í hástökki kvenna, varð sigur- vegari í hástökki — stökk 1,98 m, sem er fjórum sentimetrum frá heimsmet- inu sem hún setti á Evrópumeistara- mótinu í Aþenu 1982. Gömlu refirnir — taka fram golfkylfurnar sínar Allir þeir kylflngar sem hafa náð 55 ára aldri mæta tll leiks í opnu öldunga- mótl sem Golfklúbburinn Keillr efnlr til um næstu helgi. Ölafur Ag. Þor- steinsson, formaður klúbbslns, sagðist vonast til að um 100 kylfingar mættu. Mót þetta er árviss atburður — til minningar um Ólaf heitinn Gislason, sem var einn af frumherjum golf- íþróttarlnnar á tslandi. Ölafur var for- maður GR og forsetl golfsambandsins á sfnum tíma. -SOS. Rob Druppers frá Hoilandi varö sigurvegari í 800 m hlaupi — fékk tímann 1:44,75 min. Brasilíumaðurinn Joaquim Carvalho Cruz varö annar (1:44,95) og síðan komu tveir V-Þjóð- verjar - þeir WiUi Wuelbeck (1:44,98) og Hans-Peter Femer (1:4549). Bandaríkjamaðurinn Jim Spivey varð sigurvegari í 1500 m hlaupi á 3:36,94 mín., en síðan kom Irinn Ray Flynn (3:38,03) og gamli heimsmet- hafinn John Walker frá N-Sjálandi varð þriðji á 3:37,18 mín. Vallarmet í 100 m Bandaríkjamaðurinn Mel Lattany setti vallarmet í 100 m hlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 10,21 sek., sem er 0,06 brotum úr sekúndu betri tími en Rússinn Valery Borzov hljóp á í Stokkhóimi 1975: Annar í hlaupinu í gærkvöldi varð Bandaríkjamaðurinn Marthy Krulee á 10,28 sek. Portúgalinn Antonio Leitao varð sig- urvegari í 5000 m hlaupi á 13:24,62 mín., sem er aðeins 24 sekúndur frá heimsmeti Bretans Dave Moorcroft, sem hann setti fyrir ári í Osló. Joe Dial frá Bandaríkjunum varð sigurvegari í stangarstökki — 5,50 m. Olavi Kohlemainen frá Svíþjóð sigraöi í sp jótkasti — kastaöi 81,38 m. Mike Paul frá Trinidad varð sigur- vegari í 400 m hlaupi á 46,32 sek. Bill Hartson frá Bandaríkjunum varð annará 47,30 sek. -sos. Fairclough til Sviss David Falrclough, super-sub eða stór-varamaðurinn b já Liverpool, und- irritaði i gær samning tll tveggja ára við svissneska knattspyrnnfélagið Lucern. Fékk „frjálsa sölu” frá Liver- pool þannig að svissneska félagið þurfti aðeins að greiða Fairclough við undlrskrift samningsins. Falrclougb er 26 ára og hefur um iangt árabfl ielklð með Llverpool, þó aldrel tekist að vinna sér fast sæti þar. Lék samt 193 lelki með Liverpool og skoraðl í þeim 91 mark á sjö leiktima- bilum. Rauðbærði strákurlnn kom oft inn á undir lok leikja og tryggði Liver- pool sigur. hsim. mmtmi ■ Páll Pálmason — nær ekid að verja fastan skalla Oskars Ingimundarsonar af stuttu færi og KR-ingar komst yfir 2—1. DV-mynd: Friðþjófur. Hlynur bjargaði Eyjamönnum frá tapi — skoraði bæði mörk þeirra í jafnteflisleik 2-2 gegn KR á Valbjamarvelli íLaugardal Hlynur Stefánsson, hinn efnflegi lelk- maður Eyjamanna, tryggði þeim jafn- tefll 2—2 gegn KR-ingum á Valbjam- arvelll í Laugardalnum í gærkvöldi. Hlynur skoraði jöfnunarmarklð þegar 16 min. vora til leiksloka og var það af- ar glæsilegt. Valþór Slgþórsson brun- aðl þá fram með knöttinn og fékk góðan tima til að leggja knöttinn vel fyrlr sig og senda hann inn fyrir varaarvegg KR-lnga. Þar kom Hlynur á fullri ferð — komst á auðan sjó og vippaði knettlnum skemmtilega yfir Stefán Araarson, markvörð KR-lnga, sem reyndl að bægja hættuni frá með úthiaupi. Hlynur sýndl þarna mlkla yfirvegun og útsjónarsemi og spyraa hans var snflldarlega framkvæmd. Hlynur skoraöi einnig fyrra mark Eyjamanna eftir skemmtilega auka- spymu Viðars Eliassonar. Hann þrum- aði knettinum frá vítateig að marki KR-inga. Knötturinn kom rétt við Helga Þorbjörnsson, leikmann KR- inga, og hafnaöi síöan í hliöarnetinu fjær án þess að Stefán Amarson ætti möguleika á að ver ja. KR-ingar sýna tennurnar KR-ingar gáfust ekki upp og var greinilegt að þeir léku til sigurs aö þessu sinni. Þeir fóru að sækja stift aö marki Eyjamanna og á 15. min. náðu þeir að jafna. Jón G. Bjamason lék skemmtUega upp aö endamörkum og Heimsmeistaramót stúdenta: Sovétríkin sópa til sín gullinu Frá Hafþór Guðmundssynl frétta- mannl DV í Edmonton: Sovéska íþróttafólklð hefur heldur betur sett svlp sinn á heimsmeistara- mót stúdenta hér í Edmonton. Hlaut tiu af 16 fyrstu gullverðlaununum á mótinu. Það eru sovésku fimleika- stúikurnar sem hafa sópað að sér verð- laununum. Aðalstjaraan er hin 18 ára Natalla Yurchenko frá Rostov við Don. Hún sigraði í gólfæfingunum og fékk 9,90 í einkunn. Eina skiptið sem 9.90 hefur séð dagslns ljós i fimleikakeppn- inni. I sveitakeppninni hafði sovéska sveitin verulega yfirburöi en þar kom mjög á óvart að sveit Kanada varð í þriðja sæti á eftir Rúmeniu en á undan þjóðum eins og Tékkósló vakiu og K ína. Hápunkturinn i sundkeppninni hing- að til er 400 metra f jórsund karla. Þar hafði Kanadamaðurinn Alex Baumann mikla yfirburði og setti nýtt mótsmet og jafnframt samveldismet. Synti á 4:19,80 min. Tveimur hundruðustu úr sekúndu frá heimsmeti Richardo Prado, Brasiliu, 4:19,78 min. Prado varð aðeins þriöji i sundinu hér i Ed- monton á 4:26,87 min. en Bruce Hayes, USA, annar á 4:26,05 mín. Fjóröi varð Sergei Fesenko, Sovétríkjunum, á 4:27,63 mín. Fimmti, landi hans Sergei Pichougin á 4:29,24 min. og sjötti Roger Madruga, Brasilíu, á 4:29,86 min. Alex Baumann er fæddur í Prag í Tékkóslóvakíu en fluttist ungur til Kanada. Hann er aðeins 18 ára og sagði eftir sundið að þaö hefði komið honum mjög á óvart hve nálægt hann hefði verið heimsmetinu. „Eg er mjög ánægður meö tímann, sá annar besti sem náðst hefur i heiminum og ég fæ tækifæri síðar i sumar til að bata heimsmetið,” sagði Baumann. Hann á heimsmetið í 200 m fjórsundi. Heims- methafinn Prado hafði forustu eftir flugsundið og baksundiö en á bringu- sundinu náði Baumann afgerandi for- ustu og gaf ekkí eftir í skriösundinu, síður en svo. I 200 m skriðsundi kvenna setti Irina Laricheva, Sovétríkjunum, nýtt móts- met. Sigraði á 2:02,17 mín. Annalisa Kraus, Hollandi, önnurá 2:02,78 min. I 100 m flugsundi karla setti Aiex Maricovsky, Sovétríkjunum, nýtt móts- met og sigraöi og í 4 X200 m skriösundi karla varð sovéska sveitin fýrst á nýju mótsmeti. Bandaríkin í öðru sæti, Kan- adaþriöja. ! -HG/hsim. sendi knöttinn síðan til Sæbjöms Guðmundssonar, sem var einn og óvaldaður fyrir framan mitt mark Eyjamanna. Hann skaut að marki — Aðalsteinn Jóhannsson markvörður kastaöi sér niður og varði en varð fyrir því óhappi að missa knöttinn undir sig og inn fyrir marklínuna fór knötturinn -1-1. KR-ingar komust yfir á 43. mín. Jón G. Bjarnason sendi knöttinn þá hátt fyrir mark Eyjamanna, þar sem Oskar Ingimundarson var einn á auöum sjó og skallaöi knöttinn örugglega fram hjá Páli Pálmasyni markverði, sem fraus á marklínu. KR-ingar skora gott mark KR-ingar byrjuöu með sókn í seinni hálfleik og skoraði Oskar Ingimundar- son gott mark á 59. min. en Þóroddur Hjaltalin dæmdi markiö af þar sem hann taldi Oskar vera rangstæðan Martröð hjá mark- vörðum Eyjamanna Markveröir Eyjamanna — þeir Aðal- steinn Jóhannsson og gamla kempan PiU' Pálmason, geta nagaö sig í handarbökin eftir lelkinn gegn KR 'i gærkvöldi. Aöal Bteinn fékk fyrst klauialegt mark á sig þegar hann varðl skot Scbjörns Guðmundssonar en missti knöttlnn síðan nndir slg—og Inn fyrir marklinu. ÖUum á óvart sklpti Steve Fleet, þjálf- ari Eyjamanna, Aðwktetoi át af á M. mku og i markið kom PáU Pélmason. PáU var ekkl búlnn að vera Inn á nema i 9 min. er hann fraus á markiinunnl, þannig að Oskar Ingimundarson áttl ekki i erfið- leikum með að skaUa knöttlnn i netlð af rúmlcga tveggja metra fœri. PáU hefði hæglega getað komið i veg fyrir markið ef hann hefði farið út úr markinu og siegið knöttinn frá. -SOS. ZZ'Z. þegar hann fékk knöttinn. Öskar var fyrir innan vöm Eyjamanna en hann fékk ekki knöttinn frá KR-ingi heldur sendi Eyjamaður knöttinn tii hans, þannig aðhann var ekki rangstæöur. Eftir þetta fór botninn að detta úr leik. KR-inga og Eyjamenn náðu að jafna 2—2, eins og fyrr segir. Leikur liðanna var nokkuð líflegur og oft mátti sjá skemmtilegt spil. KR- ingar voru öllu friskari, en heppnin var ekki með þeim upp við mark Eyja- manna. Eyjamenn náðu sér aldrei á strik og munaði þar mestu að þeir Omar Jóhannsson og Sveinn Sveinsson voru óven ju dauflr á miðjunnl Uðfat sem léku voru þannig skipuð: KR: Stefán A., WUIum, Slgurður, Ottó, Magnús, Jósteinn, Agúst Már (Jakob — 38. mfn.), Öskar, Jón G. (Elias — 78. min.), Scbjöra og Helgl. Vestm.: Aðalstelnn (Páll — 34. min.), Tómas, Viðar, Vaiþér, Snorrl (Kári — 45. min.), Sveinn, Jóhann, Hlynur, Þórarinn, Þórður og Omar. Maður lelksins: Hlynur Stefánsson. -SOS. l.DEILD Andy Watsoæ—varð Eviópnmeirtari með Aberdeen. Leeds fær liðsstyrk Hefur keypt Watson f rá Aberdeen Leeds hefur fest kaup á einum af bestu leikmönnnn skoska félagsins Aberdeen. Það er hinn 23 ára Andy Wat- son, sem félagið borgaði 60 þús. pund fyrir. „Eg tel að ég hafi ekki stigið skref aftur á bak við að ganga til liðs við Leeds. Leeds er frægt félag og ég mun horfa fram á við. Eg er metnaðargjarn og hugsa aðeina um það að verða betri og betri,” sagði Watson. -SOS. KR—Vestm. 2—2(2—1) Valbjarnarvöllur: 404 áhorfendur. Scbjöra Guðmundsson (15. min.) og Úskar Ingimundarson (43.) skoraðu mörk KR. Hlynur Stefánsson skoraði bcði mörk Eyja- manna — á 10. og 74. min. STAÐAN Staðan er nú þessi i 1. deildarkeppninnl i knattspyrau: Oskar Ingimundarson sést hér stökkva upþ og skalla knöttinn i netið hjá Eyjamönnum af stuttu færi. DV-mynd: Friðþjófur. Akranes Vestm. Breiðabllk KR Valur laafjörður VBdagar Keflavik Þór Þróttur Markahcstu menn: Ingl BJöra Albertss., Valur IÐynur Stefánsson, Vestm. Slgþór Omarsson, Akranes 9 5 13 17—5 11 9 4 3 2 17—9 11 9 4 3 2 10-5 11 9 2 6 1 10-11 10 9 3 3 3 14-18 9 9 2 4 3 9-12 8 8 1 5 2 0-8 7 8 3 14 10-14 7 9 1 5 3 8—12 7 9 2 3 4 9-18 7 Ingi Þór varð í 30. sætinu — Óskar og Oddur keppa í nótt að íslenskum tíma íkúluvarpi og400m Frá Hafþór Guðmundssynl, fréttamanni DV i Edmonton: Það gekk ekki nógu vel hjá Inga Þór Jónssyni í undan- rás 100 m skriðsundsins á heimsmeistaramóti stúdenta hér í Edmonton í gær. Hann varð í 30. sæti aí 45 keppend- um á 57,18 sek. en Islandsmet hans er 55,70 sek. Ingi Þór er slæmur í öxl og hefur það háð honum verulega. Var í meðferð i fyrradag eftir 100 m flugsundið, sem tókst ekki betur en svo, að hann gat varla hreyft handleggina fyrfr keppnina í gær. Harkaði þó af sér og synti. Frjólsíþrótta- keppnin befst í dag. Þá keppa þelr Oddur Sigurðsson í 400 m hlaupi og Óskar Jakobsson í kringlukasti. Það verður í kvöld að kanadískum tima og því löngu eftfr miðnætti að islenskum tíma. Sex tima munur er á klukkunni hér i Edmonton og heima á lslandi. HG/hsím. íþróttir íþróttir iþróttir Íþróttir Iþróttir (þróttir Nyju heimsmetin í 100 metram: Sett á braut í 2200 metra hæð — meðvindur 1.38 sekúndumetrar, þegar Calvin Smith hljóp á 9,93 sek „Á góðum degi við bestu aðstæður getur hver sem er af okkar bestn spretthlaupurum sett heimsmet í 100 m biaupi,” sagði Calvin Smltb eftfr að hann setti nýtt heimsmet 9,93 sek. i þmma ioftinu i Colorado Springs á smmudagskvöld. Bætti elsta heims- metið í frjálsum iþróttum um tvo hundraðustu úr sekúndu. Það áttl Jim Hines, sett i þunna loftinu i Mexikó- borg á ólympíuleikunum 1968. Fr jálsíþróttavöllur bandariska flug- hersins í Colorado Springs er í 2.194 metra hæð yfir sjóvarmál og því gott að hlaupa þar spretthlaup. Mexíkó- borg er í 2.300 m hæð yfir sjávarmál og þar voru heimsmetin i 400 m hlaupi, langstökki og 200 m hlaupi sett. Calvin Smith er 22ja ára og keppir fyrir USA í 100 og 200 m og 4X100 m boðhlaupi á heimsleikunum i Helsinki i sumar. Þegar hann setti heimsmetið voru skilyrði fróbær, meðvindur 1,38 sekúndumetrar en má mest vera tvefr sekúndumetrar. Hann náði frábsru viðbragðL Hann er taiinn annar besti spretthlaupari heims eða næstur Carl Lewis sem hann hefur sigrað tvivegis i 100 m hlaupi. Lewis vildi ekki keppa á mótinu i Colorado Springs vegna þunna loftsins. Hann sagði.„Ef ég færi í þessa hæð til að reyna að setja heims- met gæti það haft áhrif á þaö sem ég hef verið að byggja upp að undan- förnu”. Hann hefur náð sínum besta árangri á láglandsbrautum þar sem loftmótstaöan er miklu meiri. Heimsmet Ashford Fimmtán mínútum fyrr á mótinu í Colorado Springs haföi hin 26 óra Evelyn Ashford sett nýtt heimsmet í 100 m hlaupi kvenna Hljóp á 10,79 sek. en heimsmetið var 10,81 sek, sett af Mariies Göhr, Austur-Þýskalandi, á móti í Austur-Berlin í siöasta mánuði. Meðvindur var 0,56 sekúndumetrar þegar Ashford setti heimsmet sitt. Besti timi hennar áður var 10,90 sek, bandarískt met. Þá munaði sáralitlu aö nýtt heims- met vsri sett i 4X100 m boöhlaupi kveona. Bandariak sveit, þar sem Evelyn Ashford hljóp lokasprettinn, hljóp á 41,61 sek en heimsmetið er 41,60 sek. Það ó austur-þýsk sveit, sett á ólympíuleikunum í Moskvu 1980. hsim 2. DEILD Þau mistök urðu i stöðunnl í 2. deildar- keppntnni i knattspyrau i gcr hér á siömml að það gleymdist að icra jafnteflisleik FH og Njarðvikur 2—2 inn á hana. Staðan er rétt þannig. Völsungur 8 5 12 10-5 11 KA 7 3 3 1 12—6 9 Njarðvik 8 4 13 10-8 9 Fram 6 4 11 7-3 9 Víðir 7 4 1 2 7-8 9 Slgluijörður 8 2 4 2 8-8 8 FH 7 2 2 3 11—10 6 Einherjl 5 12 2 1—4 4 ReynirS 8 1 2 5 5-17 4 Fylkir 8 116 9—14 3 [ORION JOGGING GALLAR Á BÖRN OG FULLORÐNA QDnDTUAI HLEMMTORGI - ^run I VML SÍMAR 14390 OG 26690 —!--------------------------------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.