Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULl 1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Misvel ættuð Þetta undurfagra fljóð er nú þekkt fyrir fleira en fegurð. Frægðin er meðal annars tilkomin vegna þess að stúlkan á ættir að rekja til vel þekkts fólks á Italíu. Ekki er maður viss hvort ættglöggir séu þegar búnir að ráða í svipinn, en það ber aö upp- lýsa, áður en spennan verður óbæri- leg, að stúlkan á náfrænku sem heitir Sophia Loren en afi stúlkunnar er .—■■■■ enginn annar en einræðisherra þeirra Itala um árabil, Benito Mussolini. Myndin var tekin er hún sýndi brúðarkjóla á sýningu í Paris fyrir nokkru og aðspurö um starfið lét hún sér fátt um finnast og gaf þá yfirlýsingu að sér fyndist sýningar- fólk frekar tómt til höfuðsins. Það varog. 4 Sem betur fer hefur hún Alessandra Mussolíni andUtsdrœttína úr móðurætt, þvf að móðursystirin, hún Sophla, þykir nokkuð snotur en afinn, hann Benftó, varþekktur fyrir margt annað en snoppufríðleik. Umdeilt samband Britt Ekiand og SHm Jfm Uta blaðaskrif sem vind um ayru þjóta. Talandi um lambaket, samband hinnar 40 ára leikkonu, Britt Ekland, og 21 árs trommuieikara, Slim Jim, hefur verið mjög vinsælt umf jöllunar- efni í blöðum erlendis og líklega er óþarfi að segja af hverju. Breskir blaöamenn hafa veriö sérstaklega skæðir og hefur Britt fengiö marga eiturpilluna í þarlendum blöðum, eins og nafngiftina vögguræningi og fleira i þeim dúr. En Britt er þekkt fýrir að fara eigin leiðir og hefur látiö sér fátt um finnast. Britt hefur lýst því yfir að þau Jim hyggist ganga í þaö heilaga á næstunni alveg án tillits til hvað press- an hefur um máliö aö segja. Myndin er tekin þegar Britt var í London nýlega en þau skjótast á milli London, þar sem Jim starfar, og Los Angeles þegar laus stund gefst til þess að hittast. Stormandi lukka N Hin fræga fyrrverandi fyrirsæta, Twiggy, sem einu sinni var þekkt sem „ungfrú skinn og bein”, hefur bætt það miklu utan á sig aö hún stendur ekki lengur undir nafni. Hún er fýrir þó nokkru hætt í sýningarbransanum og er tekin til við að leika og hefur gert stormandi lukku á Broadway í hverju leikritinu á fætur öðru. Á þeirri vel- gengni varð engin breyting er hún lék nú fyrir skömmu i leikriti sem heitir „Minn eini sanni”. Meðfylgjandi mynd er tekin eftir mjög vel lukkaöa sýningu fyrir skömmu. Eftir að fagnaðarlátum linnti skaust engin önnur en Bianca Jagger baksviðs til að „gratúlera”. Eins og 6 öllum góðum ættarmótum kapptu ættíngjamir innbyrðis, svona tU að sjá hvaða ieggur hefði nú þróastbest. buomundur UuOmundsson fra IVýjubúO i Eyrarsveit I kvannafansi, en íþeim fansi eru frá vinstri Elísabet dótturdóttír, Lina Guðmundsdóttír, Ásiaug systurdóttír og ingibjörg dótturdóttír, og það allt Guðmundar. ÆTTRÆKNI í Að halda ættarmót hefur löngum þótt góður og þjóðlegur siöur hér á landi. Ljósmyndari DV brá sér á eitt sh'kt vestur i Grundarfirði á Jónsmess- unni og var það haldið aö Hjarðar- brekku við Hallbjamareyri. Til fróðleiks fyrir ættfróða var þar saman komin Nausta- og Nýjabúðarætt, rúmlega 120 manns alls staðar að af landinu, sá lengst að komni var hins vegar frá Þýskalandi. Sá elsti sem mætti var Guðmundur Guömundsson, 92 ára, vel ern og eldsprækur, sá yngsti sá sér hins vegar ekki fært að mæta, ekki af því að hann sé ættleri heldur vegna þess að hann fæddist sama dag og ættarmótið var haldið. SLS/DV-myndir Sveinn Þormóðsson. GRUNDARFIRÐI fjöiskyidan sem kíklr saman, skrikir saman. Ofsóknaræði Færðu einhvern tímann á tilfinninguna að erið sé að horfa á þig, að fylgst sé með verju fótmáli þínu eða bara að þú sért hrein- ega ofsóttur? Slík tilfinning eða sýki nefnist ifsóknaræði og ku vera nokkuð algeng. Hvernig litist þér á að vera fómarlamb þess- ara forvitnu á myndinni sem fylgdust meö fómarlambi sínu daginn út og inn, allar einkaathafnirnar sem eiga að fara leynt og jafnvel mestu hamingjustundir fórnarlambs- ins fóru ekki framhjá þessum hnýsnu kíkjurum. Ogaman, ekki satt? En skylt er aö upplýsa að myndin er af hóp-fuglaskoðara og fómarlömbin voru fálkahjón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.