Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JOU1983. Andlát Magnea Ingibjörg Magnúidóttlr lést 29. júni. Hún var fædd á bændabýlinu Hólmfastskoti í Innra-Njarðvíkur- hverfi þann 4. júní 1894. Foreldrar hennar voru Benia Sigríður Ulugadótt-' ir og Magnús Magnússon. Magnea var tvígift. Fyrri maður hennar var Bjami Ámundason en hann lést árið 1935. Þau eignuðust sjö börn. Seinni maður Magneu var Ámi Vilhjálmsson, hann lést órið 1973. Otför Magneu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Anna Lárusdóttir, Tjamargötu 10B, lést í Landspítalanum 3. júlí. Lárus Jónsson fyrrverandi héraðslæknir er látinn. Soffía Sigríður Jónsdóttlr frá Bessa- stöðum, Lynghaga 28 Reykjavik, andaðist að kvöldi 29. júní sl. í Borgar- spítalanum. Guömundur Ólafs verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. júlí kl. 10.30. Hjörtur Kristmundsson fyrrv. skóla- stjóri verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.30. Gunnlaug Gisladóttlr, Háteigsvegi 4, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriöjudaginn 5. júlí, kl. 13.30. Elnar F. Eyjólfsson frá Vatnsskarðs- hólum, Mjóuhlíð 10, verður jarösung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júlikl. 13.30. Einar Ólafsson frá Geirakoti, Hraun- bæ 102 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júh'ki. 15. Tilkynningar BESTU BRANDARARNIR sxop oc söGun ún samuel síoostu m Amn Saga eftir Birgi Bragason og besta skopiö úr Samúel Sárútgáfaaf skopi úr Samúel Húmoristar og aðrir góöir Islendingar geta nú farið að njóta lifsins þvi út er komin sérstök útgáfa af Samúel, full af skopi og skemmtisögum. Þetta er samsafn af bestu bröndurunum sem birst hafa f Samúel frá því blaðið kom fyrst út fyrir 14 árum. Skop hefur alltaf verið fastur liður i Samúel. 1 þessari sérútgáfu Samúels er einnig ein af hinum þekktu gamansögum Birgis Bragasonar, svo og ljóð eftir hann. Þá er einnig krossgáta í þessari sérútgáfu Samúels, að sjálfsögðu splunkuný. Brandaramir í sérútgáfunni eru 484 talsins. Sagt er að hláturinn lengi lífið, þannig að ef gengið er út frá því að það lengist um 5 mínútur við hiáturinn af hverjum brandara í sérútgáfu Samúels, þá gerir það 40 klukku- tima. Það er ein vinnuvika og sagan hans Birgis Bragasonar ætti að geta hjálpað flestum yfir mánudaginn aö auki. „Bestu brandararair úr Samúel” verður til söiu á blaösölustöðum i allt sumar og kostar eintakið 60 kr. Landvarðafólag íslands Stjóra L.I. fagnar lofsverðu framtaki lögregluyfirvalda í RangárvaUasýslu er þau gengust fyrir eftirUtsflugi um óbyggðir helgina 25.-26. júní í samvinnu við Land- helgisgæsluna. Landverðir hafa ítrekað bent á nauðsyn samhæförar gæslu flugvéla, bUa og staðbund- innar vörslu með hálendinu. OspUlt íslensk náttúra er ómetanleg auölínd og ekki seinna vænna fyrir islensk stjómvöld að reka af sér slyðruorðið í náttúruvemdarmálum. Stjóm L.I. viU ennfremur minna á aö kærur Undvarða vegna ólöglegra hópferða hafa hingað til fengið að hvUa óáreittar i skúffum l embættismanna en vonandi er ofannefnt eftir- Utsflug merki um breytt viöhorf stjómvalda gagnvart brotum á náttúruverndarlögum. Stjóm L.I. vill einnig vekja athygU á að vegalögreglan gæti auðveldlega tekið að sér hreyfanlega gæslu á hálendinu fengi hún tU þess jeppa. Fyrir utan eftirUt með hugsanleg- um náttúruspUlum yrði sUk gæsla til að auka öryggi þeirra fjölmörgu sem leggja leið sína um erfiða slóða hálendisins og þeim hættum sem þar kunna að leynast. Frá Hafrannsókna- stofnuninni Rannsóknaskipið Ami Friðriksson kom 1. júU úr 12 daga leiðangri á miðin miUi Islands og Færeyja til könnunar á kohnuhnagöngum og umhverfisháttum. Sem kunnugt er er kolmunninn hlýsjávarfiskur af þorskaætt, sem hrygnir vestur af Bretlandseyjum en gengur á sumrin norður í haf í ætisleit og þá oftast hlýsjávarmegin við skilin miUi kalda og hlýja sjávarins í Norðurhafi. Athuganir í þessum leiðangri á kolmunna- slóð austur af Islandi við mjög svo óregluleg skU heitra og kaldra hafstrauma (hiti 0—7°) sýndu að eins árs kolmunna (árgangur 1982) gætti töluvert við góð átuskUyrði í heita sjónum. Líklega er um meira eða minna staðbundinn fisk að ræða. Eiginlegur göngu- fiskur fannst ekki nema i Utlum mæU fyrir norðaustan Færeyjar eða sunnan og austan við kalda sjóinn. Sá fiskur gengur vart á Islandsmið heldur mUdu austar í hafinu. Virðist þessi niðurstaða vera í samræmi við óvenju mikla víðáttu kalda sjávarins (Austur- Islandsstraumur) tU austurs í vor. Aætlað er að halda þessum rannsóknum á kolmunna-. slóð næst Islandi áfram á næsta ári. Leiðangursstjóri á rs. Arna Friðrikssyni var Sveinn SveUibjömsson en aðrir leiðangursmenn voru Svend-Aage Malmberg, Olafur S. Astþórsson og Héðinn Valdimars- son. Skipstjóri var Kristján Sigurjónsson. Félag austfirskra kvenna f Reykjavfk fer i sitt áriega skemmtiferðalag sunnudag- ínn 10. júlí. Farið verður á ÞingvöU, HúsafeU og Borgames. Nánari upplýsingar í síma 33225 Sonja, 34789 Sigrún, og 82387 Sigurbjörg fyrir föstudag. Árbók Nemenda- sambands Sam- vinnuskólans Dt er komið níunda bindi af Arbók Nemenda- sambands Samvinnuskólans. Að þessu sinni birtast æviágrip 214 manns sem útskrifuðust úr Samvinnuskólanum 1928, 1938, 1948, 1958, 1968 og 1978. Einnig er í bókinni sagt frá aðdraganda að og stofnun Nemendasam- bands Samvinnuskólans en það var stofnað haustið 1958 og er þvi 25 ára á þessu ári. Frásögnina ritar Magnea Sigurðardóttir sem sat í undirbúningsnefnd og var í fyrstu stjóra en fyrsti formaður Nemendasambandsins var Sigurvin Einarsson, fyrrv. alþingismaður. PáU Guðbjartsson skrifar um veru sina í Samvinnuskólanum sem nemandi hjá Jónasi Jónssyni og siðar sem kennari hjá sr. Guð- mundi Sveinssyni. Loks ritar Bjarafriður Leósdóttir frásögn af veru sinni f skólanum á strlðsárunum. Síðan eru f bókinní valdir kaflar úr fundar- gerðum Skólafélagsins á þessum árum þar sem koma fram áhugamál og umræðuefni manna á hver jum tfma. Otgefandi er, eins og áður segir, Nemenda- samband Samvinnuskólans, bókin er prentuð í Leiftri hf. en plötuvinnslu og filmugerð annaðist Repró. Amarfell sá um bókbandiö. Þessi bók, ásamt öðrum sem út eru komnar, fæst i Hamragöröum, félagsheimili samvinnumanna að Hávallagötu 24 í Reykjavík. Ritstjóri Arbókarinnar er Guðmundur R. Jóhannsson. í gærkvöldi í gærkvöldi Ef kjarnorkusprenging yrði yfir dómkirkjunni Tvennu fylgdist ég með í ríkisf jöl- miölunum í gær. I morgunsárið kveikti ég á útvarpinu að venju. A vetrardagskrá var það Stefán Jón Hafstein og félagar sem sáu um að koma manni fram úr rúminu en í sumar eru það þulirnir. Sannast sagna fór ég fyrst að meta Stefán Jón er sumardagskrá gekk í garð. Jón Múli og félagar virðast ekki búa yfir þeim léttleika sem einkenndi þætti Stefáns. Ættjaröarlög og einsöngslög eru ágæt út af fyrir sig en þau eru ekki líkleg til að koma svefnpurkun- um fram úr eða til að koma í veg fyrir að menn sofni við stýrið á leið til vinnu. Nóg um það að sinni. Síöasti liður á dagskrá sjón- varps í gærkvöldi var myndin Ahrif kjarnavopna og varnir gegn þeim. Það er óhætt að segja það hreint út:; þessi mynd var einhver áhrifamesta heimildarmynd sem ég hef augum litið. Sem dæmi var tekið hvað gerð- ist ef kjamorkusprengja springi ofan við St. Paul dómkirkjuna í Lundún- um og því næst lýst áhrifum og þær. varnir sem breska stjórnin hefur lagt til prófaðar. Og vitaskuld kom það í ljós að varnir eru haldlitlar og afleiöingar sprengjunnar geigvæn- legar. Það fór fyrir mér eins og eflaust mörgum. Að bera saman eyðilegginguna ef kjarnorku- sprengju yrði varpað á Island. Osjálfrátt skipti ég á St. Paul og dómkirkjunni í huganum og kalt vatn rann milli skinns og hörunds. Allir innan 9 kílómetra svæðis frá sprengingunni létust samstundis. Það þýðir að ef kjamorkusprengja væri sprengd yfir miðri Reykjavík yrði e.t.v. enginn í borginni til frá- sagnar. Hvert einasta mannsbarn er skyldugt til að hugleiða þær stað-. reyndir sem komu fram í þættinum. Arnl Snævarr. Ályktun frá framkvæmda- nefnd Kvennaframboðsins f Reykjavík Vegna komu Bush, varaforseta Banda- ríkjanna, hingaö til lands vill Kvennafram- boðið í Reykjavík nota tækifærið og vekja at- hygli á því þjóðarmorði sem nú á sér stað í einu nágrannalanda Bandaríkjanna, E1 Salvador. Sem dæmi um þaö ástand sem ríkir í land- inu í dag má nefna að á degi hverjum finnast um það bil 50 lík á götum bæja og borga. Allt hefur þetta fólk verið fjarlægt með valdi af heimilum sfnum að næturlagi á meðan út- göngubann stendur yfir. Flestir bera merki um pyndingar, margir eru hálshöggnir, aðrir brenndir með eldi eða kemískum efnum. Mörg lík eru aflimuð. Karlmenn eru vanaðir og konum er nauðgað áður en þau eru drepin. Núna býr yfir 1/5 hluti þjóðarinnar í flótta- mannabúðum i nágrannalöndunum. Af þeim eru um 70% böm undir 14 ára aldri. Um 70% allra baraa í landinu undir þriggja ára aldri deyja úr næringarskorti. Þetta ástand er á ábyrgð stjórnarinnar í E1 Salvador og á sér stað í skjóli efnahagslegs og hemaðarlegs stuðnings Bandaríkjastjómar. Um þessar mundir undirbýr Bandaríkja- stjóm enn aukinn stuðning við stjómina. Þetta er vert að hafa í huga þegar Bush sest á rökstóla með íslenskum ráðamönnum. Við hljótum því að krefjast þess af islenskum stjómvöldum að þau mótmæli stuðningi Bandaríkjastjómar við mannréttindabrotin f E1 Salvador. Norræna húsið og félag dönskukennara með f yrirlestur „Er helmsmyndln hrynur,” kunnur danskur fyrirlesarl f jallar um þættl úr menningarsögu Vesturlanda. Vagn Andersen, lektor frá kennarahá- skólanum í Kaupmannahöfn, er nú staddur hér á landi að tilhlutan félags dönskukennara og gistir í Norræna húsinu. Hann er vinsæll fyrirlesari um bókmenntir og menningar- sögu. Miðvlkudaginn 6. júlf nk. kl. 20.30 mun hann halda fyrirlestur í Norræna húsinu með tón- dæmum og litskyggnum. Þar fjallar hann um þau menningarlegu hvörf sem urðu á Vestur- löndum i byrjun 17. aldar og ber þær saman við umbyltingu þá sem nú á sér stað á Vestur- löndum. Fyrirlesturinn neöiir hann „Er helmsmyndin hrynur”. Andlegur stuðningur við heilbrigðisstóttir Fáar stéttir þurfa eins að takast á við trúar- leg vandamál og þeir er annast sjúka. Heil- brigðisstéttir fá þó yfirleitt enga þjálfun i að mæta þessum þörfum sjúklinganna og hafa ýmsir leitað eftir stuðningi til þess. Kristilegt félag heilbrigöisstétta var stofn- að árið 1978 til þess að vinna að þessum mál- um og er það aöili aö alþjóðlegri hreyfingu Intemational Hospital Christian Fellowship. Gestafyrirlesari. Stjórnandl þessarar hreyfingar, Frands Grim, dvelst hériendis næstu daga ásamt konu sinni Erasmiu og munu þau halda f jölda funda fyrir fólk úr heilbrigðisstéttum auk þess sem þau munu veita einstaklingsviðtöl um trúarlegt starf á sjúkrahúsum. Francis Grim gistir nú Island i fjórða sinn en hann stofnaöi þessa hreyfingu, sem hefur náö fótfestu i flestum löndum heims. Dagskrá Grimmhjónanna. Auk funda meö félagsmönnum og tilteknum ORION hópum verða eftirfarandi fundir Grimmhjón- anna öllum opnir: Miövikudagur 6. júli í Laugarneskrikju kl. 20J0. Föstudagur/Laugardagur 8.-9. júlí: Helgarsamvera aö Bjarkarhlíð við Bústaða- veg. Þessi samvera hefst kl. 13.00 á föstudag og varir fram á laugardagskvöld. Efni þessarar samveru byggist á bibliuskýringum og umræðum, frásögnum af starfi samtak- anna víða um heim og fyrirbæn. Sunnudagur 10. júli kk 10.00: Guösþjónusta á Land- spítalanum. kl. 20.30: Samkoma hjá KFUM, Amtmannstíg 2b. Leiðrótting I viðtali við Ottó Wathne Bjömsson, laugar- daginn 2. júlí, slæddist villa. Ottó segir þar að Jón Sigurbjörasson hafi skrifað upp á víxil fyrir sig. Rétt nafn er hins vegar Jén Sigur- geirsson. Ný fyrirtæki Stofnaö hefur veriö félagiö S. Sigurðs- son hf. í Hafnarfiröi. Tilgangur félags- ins er að annast ýmiss konar viðhald fasteigna, bygging og rekstur fast- eigna, innflutningur og framleiðsla byggingarefnis, verslun meö vélbúnaö ýmiss konar og lánastarfsemi. I stjórn eru Sigurgeir Sigurösson, Strandgötu 83, Sigurður Sigurgeirsson, Hverfis- götu 42, og Hólmfríöur Sigfúsdóttir, Strandgötu 83. Stofnendur auk ofan- greindra eru Jenný K. Jensdóttir, Hverfisgötu 42, Hólmfríður Sigfúsdótt- ir, Strandgötu 83 og Ingibjörg Sigurðardóttir, Hverfisgötu 42, öll í Hafnarfirði. Kristbjörn Jónsson, Gunnarssundi 5, Hafnaflrði, og Valgerður Jónsdóttir, Seljabraut 42, Reykjavík, reka sam- eignarfélag í Hafnafirði undir nafninu Þóra Dal, auglýsingastofa sf. Til- gangur félagsins er auglýsingagerð og skyld starfsemi. Ari Tryggvason, Smáratúni 34, Kefla- vík og Sigurður J. Sigurðsson, Birki- teigi 22, Keflavík reka í sameiningu sameignarfélag að Fitjabraut 2, Ytri- Njarðvík, undir firmanafninu Púst- þjónustan sf. Tilgangur félagsins er púströraviðgerðir og nýsmiði og sú lánastarfsemi sem því fylgir. Olafur Oskarsson og Kristný Lóa Traustadóttir, bæði til heimilis að Dal- braut 25 Akranesi og Magnús Öskars- son og Jóna María örlaugsdóttir, bæði til heimilis að Reynigrund 41, Akra- nesi, hafa stofnað og reka sameignar- félag undir nafninu Bílás sf. bílasala. Tilgangur félagsins er hvers konar! kaup og sala bifreiða, lánastarfsemi og annað er tengjast kann rekstri bif- reiðasölu. Gulur angóru- kettlingur er týndur síðan á föstudaginn sl. frá heimili sinu, Lauf- ásvegi 2a. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja i sima 23611. Fundarlaun. Ljósgrænn páfagaukur fiaug út um fiuggann á heimili sínu, Hof- gerði 12a, fyrir rúmri viku. Hann er mjög gæfur og mannelskur. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta veitt eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 41079. Happdrætti Dregið úr gjafabréfum í landssöfnun SÁÁ Þann 22. júní sl. var dregið úr gjafabréfum í landssöfnun SAA um 10 vinninga skv. skilmál- um bréfanna og hljóðar hver þeirra á vöruút- tekt að verðmæti kr. 100.000. Vinningsnúmer-. ineruþessi: 503537 505127 513011 541636 561862 620323 627446 641412 655583 660072 Eigendur gjafabréfa með þessum númer- um, sem gert haf skil á 1. afborgun fyrir 2. júlí sl., geta vitjað þeirra á skrifstofu SAA gegn framvísun greiðslukvittunar. Ferðalög Sumarferð Samtaka gegn astma og ofnæmi verður farin sunnudaginn 10. júlí. Lagt verður af stað frá skrifstofunni, Suðurgötu 10, kl. 9.30 og Norðurbrún 1, kl. 10.00. Ekið verður að Gullfossi, Geysi og víðar. Upplýsingar á skrif- stofunni og í símum 22153,72495 og 42614. Breiðfirðinga- fólagið í Reykjavik efnir til skemmtiferðar föstudaginn 8. júli kl. 20.00 frá Umferðamiðstöðinni. Farið verður í Þórsmörk. Upplýsingar og sætapantanir í simum 41531, 52373 og 50383. Pantanir þurfa að hafa borist i síöasta lagi sunnudaginn 3. ÍúH- Stjórnin. Útivistarferðir Mlðvikudagur 6. júlí kl. 20.00. Strompahellar. Sérstæðar hellamyndanir. Létt ganga. Hafið ljós með. Verð 150,- kr. Fritt f. böm m. fuUorðnum. Brottför frá bensínsölu BSL Sjáumst! Otivist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.