Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞKIÐJUDAGUR 5. JULI1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: Síöumúla 12—14. Sími 8M11. Auglýsingar: Síöumúla 33. Sími 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverö á mánuöi 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Heigarblaö22kr. Þynningí Madríd Rangt væri af fulltrúum Vesturlanda á 35 ríkja Evrópufriöarráðstefnunni í Madrid aö fallast á óbreyttar málamiðlunartillögur hlutlausu ríkjanna um mannréttindi. Þær eru bitlausar og þjóna óbeint hags- munum Sovétríkjanna. Heimsins bezti samningur um mannréttindi er í stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna. Orðalag hennar hefur ekki verið endurbætt og verður ekki endurbætt. Það var ekki endurbætt í Helsinki árið 1975 og verðu'r ekki endurbætt í Madrid árið 1983. Fulltrúar Vesturlanda ættu að gera meira af því að nudda fulltrúum Sovétríkjanna upp úr stöðugum, ósvífn- um, augljósum og upp á síðkastið vaxandi brotum ráða- manna þeirra á mennréttindaákvæðum stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna. Slíkt væri meira virði en að taka þátt í undirritun samninga, sem kenndir eru við Helsinki, Belgrad, Madrid og Ottawa og fjalla um þynntar útgáfur af stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna — í von um, að við þynntari út- gáfurverðistaðið. Reynslan af undirritun Brésnéfs í Helsinki árið 1975 er afar slæm. Eftir hana fóru ráðamenn Sovétríkjanna að auka mannréttindabrot sín, þvert ofan í skýr ákvæði sam- komulagsins. Þeir tóku aldrei hið minnsta mark á þeim. I ljósi reynslunnar tókst á framhaldsfundinum í Bel- grad árið 1978 að koma fram sérstökum ákvæðum um, að ekki skyldu ofsóttír þeir hópar, sem fylgjast með, að mannréttindaákvæði Helsinki-samkomulagsins séu ekki brotin. Eftir að hafa undirritað þetta viðbótarsamkomulag sneru ráðamenn Sovétríkjanna sér einmitt að því að of- sækja og uppræta hópa, sem höfðu það eitt að markmiði að mæla með því, að staðið væri við Helsinki. Þannig sýnir reynslan, að ráðamenn Sovétríkjanna láta sig ekki muna um að brjóta sérstaklega það, sem þeir undirrita, jafnvel fremur en það, sem þeir undirrita ekki. Svo krumpuð er skoðun þeirra á lífinu og heiminum. Tillögur Svíþjóðar, Sviss og sjö annarra hlutlausra ríkja á yfirstandandi fundi í Madrid eru að flestu leyti þynnri en samkomulagið í Helsinki, sem aftur á móti var mun þynnra en ákvæði stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Brott eru fallin ákvæðin um rétt fólks til að fara í verkfall, um bann við ofsóknum gegn eftirlitshópum Helsinki-samkomulags og um bann við gerræðislegri brottvísun fréttamanna, svo að nefnd séu nokkur dæmi. Sovétríkin hafa fallizt á þessar tillögur, enda fela þær í sér, að á Evrópufriðarráðstefnu eftir Evrópufriðarráð- stefnu þynnast sífellt samningamir um mannréttindi í álfunni. Smám saman fá ráðamenn Sovétríkjanna sitt fram. 1 stað þess að benda stíft á stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna eru fulltrúar Vesturlanda smám saman að láta friðarvilja sinn ýta sér út í að samþykkja óbeint með undirskriftum svívirðileg svik ráðamanna Sovétríkjanna viðmannréttindi. Ef fulltrúar Vesturlanda fallast á hinar aumlegu frið- artillögur hlutlausu ríkjanna, kalla þeir þar á ofan yfir sig og okkur enn eina marklausa Evrópufriðarráðstefnu, í Ottawa, þar sem sérstaklega verður fjallað um mann- réttindi. 1 sérhvert skiptiö ganga ólánsríkin hlutlausu á milli og ráða úrslitum um orðalag, sem verður sífellt þynnra og fjarlægara stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þannig vinn- ur rangsnúinn friðarvilji hægt og örugglega gegn mann- réttindum í heiminum. Jónas Kristjánsson Eftir svo aö segja látlausan dumbung og vatnsveöur alla vikuna rofaði ofurlítið til á iaugardag, og sólin byrjaði að skina. Svona rétt til þess að fá þessa trúgjömu þjóð til þess að fara aö smyrja brauð og taka fram tjöidin og svefnpokana, því það er svotil eini munaður okkar að geta farið úr borginni, eða þorpinu um helgar til fundar við landiö, við f uglasöng og fegurð himinsins. Nú er kominn júlí, og liönar eru rúmar ellefu vikur af bókfærðu sumri, en samt verður það að segjast eins og er, að litið hefur farið fyrir þeim veðurf arslega unaöi, er við telj- um okkur eiga heimtingu á aö sumarlagi, ef það er frátalið, að yfir- leitt tekst almættinu að koma sér upp nokkurri kvöldfegurð við Faxaflóa, sumarnótt með stillum, ungum fugli og dularfullu sólsetri. Og þaö minnir okkur á þaö, Sunnlendinga, aö eftir aðeins hálfan mánuð kemur myrkrið aftur, eftir hinar björtu nætur sum- arsins. En náttmyrkrið er yfirleitt fyrsta táknið um aö brátt sé vort kalda sumar á enda. Já, nær alla vik- una haföi hann veriö með dapurlegt regn. Það rigndi á grasið, á svart malbikið, á ráöþrota ferðamenn og menn sem koma í lax. Og þótt komið sé fram í júií, eru bændur ekki byrjaöir að slá tún, aö minnsta kosti ekki á suðurláglendinu, þvi þrátt fyrir regnið sprettur grasið lítið vegna kuldans. Þjáningin er því ekki aðeins búnd- in við feröaiðnaöhm, sumarhótel og útilegur, heldur einnig við land- búnaðinn, sem ekki var þó burðugur fyrir, ef frá er talin sú hamingja, sem sett er á fernur norður á Húsa- vík og vestur á Isafirði. Um helgina voru mörg mál á dag- skrá. Menn ræddu um bókmennta- verðlaun forseta Islands, um hertar reglur um ávisanaviöskipti, um tollalækkanir og um sölu ríkisfyrir-' tækja og sínum augum lítur hver á silfriö. Einkum finnst mönnum þaö þó vera með draugalegra móti, ef kommúnistar eiga einir í framtíöinni aö skrifa utaná peningasendingar i nafni Jóns Sigurðssonar. En ef haldiö verður stíft viö þá skipuiagsskrá, sem birt hefur verið fyrir bók- menntaverðlaunin, þá minnir hún um of á Stalinverðlaun ríkisútvarps- ins og fleira í þeim dúr til þess menn telji að nýjum markmiöum verði náð. Hugmyndin sem slik er þó góð — og þörf, og forseti Islands á þakkir skilið fyrir þaö að reyna að efna til mikilla verðlauna fyrir ritstörf i ann- ars vondu árferði til sjós og lands. Vonandi tekst þinginu því vei, þegar þar aö dregur, að ganga frá málum. Það er freistandi að gera umræðu- efnum helgarinnar nokkur skii, tii að mynda baráttu stjórnvalda og banka til þess aö hindra fólk i að gefa út innistæðulausar ávisanir. Verður nú tekiö upp strangt aöhald gegn þeim sem eyöa peningum með þessum hætti án þess að afla þeirra fyrst. En nóg um það. Nú er liðin rúm vika síðan eitt best búna fiskiskip Islendinga, Gunnjón GK 506, brann og í eldsvoðanum fór- ust þrír ungir sjómenn. Þegar þetta er ritað, hafa niður- stöður úr sjóprófum ekki veriö birt- ar, en hinsvegar hefur eitt og annaö komið fram í réttarhöldunum, er hlýtur aö vekja skelfingu manna. Svo virðist sem ný íslensk fiskiskip — og þau gömlu líka séu ef til vill háskalegar eldgildrur. Greint hefur verið frá því í blöðun- um, að við sjóprófin í Keflavík hafi það komið fram, aö eldurinn hafi kviknaö út frá rafmagni og svo virð- ist sem hann hafi „magnast innan þilja áður en hann braust út. Svo virðist sem hann hafi brotist út á fleiri en einum stað í einu og svo Kjallarinn lónas Guðmundsson j snögglega gaus hann upp, að allsendis ómögulegt reyndist aö komast niður í íbúðir skipsins, augnabliki eftir aö eldsins varð vart”. Og svo hratt magnaðist eldur og reykur, þótt upp kæmi undir þilj- um, aö með naumindum tókst að ná til senditækja á stjórnpalli til þess aðsendaút neyðarkall. Við sjópróf viröist athyglin eink- um beinast að því að finna eldsupp- tökin. En það er fleira, sem vekur spumingar, vegna eldsins í Gunnjóni GK 506. Það er athyglisvert, að þrátt fýrir öflugt slökkvistarf skipverja á togaranum Bjama Olafssyni og af varðskipinu Þór, þá heldur samt áfram að loga i skipinu í rúman sól- arhring. Og maður spyr. Hvað var að brenna allan þennan tima? Hálfur annar áratugur er nú síðan undirritaður var á nýju skipi, dönsku, er smiðaö var i Noregi. Þar var allt, að því virðist, er notað var í einangrun og innréttingar, úr eld- traustum efnum. Meira að segja spónaplötur voru ekki „eldleiðandi”, eins og það var nefnt, og heldur ekki málning, þar sem hún var notuð. Og einnig er mér það minnisstætt nú, að þegar risaskip eitt var tekið í notkun fyrir um það bil 30 árum, að þar var ekkert um borð, sem gat brunnið, nema brauðbrettið hjá búrmannin- um. Þessi tvö dæmi em nefnd af því þau tengjast þeirri viðleitni manna að smíða eldtraust skip, vegna þess að hvergi er eldsvoði hræðilegri en um borð í skipi á opnu hafi. „ Þaö er alls ekki sársaukalaust aö þurfa aö segja það á prenti, eftir það sem á undan er gengiö, aö manni er' nær að halda, að lítið tiliit sé tekið til eldvama þegar fiskiskip eru smíöuð hér. Það hefur komið fram að skipa- smiðastöðin fór að lögum og settum reglum og einnig aö eldvarnaeftirlit ríkisins hefur veriö beðið að reyna að skýra eldsupptökin sjálf. Það er að vísu góðra gjalda vert. En á hinn bóginn virðist ekkert hafa veriö gjört til þess að rannsaka hvað þar var, sem þarna var aö brenna i íbúðum og vistarverum skipverja í rúman sól- arhring, þrátt fyrir öflugt slökkvi- starf. Eg hefi þaö eftir sannorðum mönnum, sem vel þekkja til, að ekkert hafi verið til sparað til þess að Gunnjón GK 506 yrði sem hentugast og best búið fiskiskip, og eftir því var tekið af mönnum, er skoöað höfðu skipíð, hversu failega var frá öllu gengið. Og þá spyr maður: Hvers vegna brann þetta allt og hvers vegna mætti sjómönnum „mold- brúnn reykjarmökkur” úr brúnni, þegar þeir höfðu brotist frá vinnu- stað sínum á milliþilfari upp á stjórnpall? Sjómennsku fylgir ávallt áhætta, og reynslan hefur sýnt, að sjóslys verða eigi umflúin með öllu. Allt síðan á þeim dögum, er þeir smíöuðu Titanic (1912), sem átti ekki aö geta sokkið, hafa menn verið að reyna að smíöa örugg skip. Það fórst í sinni fyrstu ferð, sem mörgum er kunn- ugt. Lengi vel fórust flestir íslenskir sjómenn í lendingum, eöa þegar skip strönduðu, ellegar þau fórust í stór- viðrum. Með öflugu slysavarna- starfi og betri siglingatækjum hefur stórlega dregið úr manntjóni á sjó hjá lslendingum. Það eru gleðileg tíðindi, en það eru á hinn bóginn vá- leg tíðindi, aö flest skipa okkar, sem farast, þau brenna. Verða eldi að bráð. Viö þessu verður nú aö bregðast af kaldri skynsemi, og þaö áður en fleiri fara með sama hætti. Til eru einangrunarefni, sem ekki brenna, þiljur, er ekki flytja eld. Efni sem ekki gefa frá sér eitraðar gufur við hita. Og þar aö auki sjálfvirk slökkvikerfi og eldvarnarkerfi. Eftir þessa hörmulegu reynslu af eldinum í Gunnjóni GK 506 verður ekki annað séö en fara verði fram úttekt á skipum okkar til þess að ganga úr skugga um hvort þau bera í sér voða milli veggja eða ekki, ef eldur kemur upp. Einnig þarf greinilega aö endur- skoða smíðareglur, allar. Jónas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.