Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JtJLl 1983. Hann tók ekkert SAMT VEIDDIST HANN — Mávagerið varð af veislunni Það er margt merkilegt sem skeður í veiðiskapnum og reyndar víðar. Við Elliðaámar gerðist það fyrir skömmu, að veiðimenn renndu fyrir lax og veiddu bara vel, sumir. Eins og venjulega var þröngt á rabb- bekknum á gömlu brúnni, enda tölu- vert af laxi á Breiðunni. Þrír félagar drógu sig út úr hópnum og gengu upp fyrir brúna. Ætluðu þeir fisk þar eins og annars staðar á svæðinu. Skima þeir nú o’ní ána um stund og viti menn, eina sem sást var plastpoki (við fyrstu sýn). Reyndar var þetta nokkuð skritinn plastpoki, hann fór allt í einu upp í strauminn, í staö niður eftir ánni. Og þegar betur var aö gáð var þetta alls ekki plastpoki, heldur lax i dauðateygjum. Vinimir aðgæta nú betur og innan stundar flýtur laxinn niður á Breiðuna, innan um alia þessa sprelllifandi laxa. Nóg var um laxinn og kom töluverð styggð á hópinn, enda líklega átt von á öliu öðru en þessum laxi. Og það stefnir ekki nema í eitt, hörkuveislu hjá mávagerinu rétt fyrir neðan. Enda kannski ekki á hverjum degi, sem þeim er boðinn nýr lax á silfur- fati, yfirleitt þurfa þeir nú að hafa töluvert fyrir þessu. En vinirnir þrir voru nú ekkert á því að þessi laxa- veisla færi fram og létu þeir veiði- mann einn vita um laxinn. Oð hann út í og náði laxinum innan stundar, fimm punda og var hann ennþá með nokkrar lýs á sér blessaður. Sem þýðir: Ef lús er á laxi, eru fáeinir sóiahringar frá því viðkomandi lax yfirgaf saltan sjó. En sjólýs eru yfir- leitt allmargar á hverjum fiskL Og hvað skyldi veiðimaðurinn hafa sagt eftir aðhafa náð fengnum: „Betra er einn lax en enginn og þetta bjargar alveg deginum en ég veit bara ekkert hvaða veiðarfæri skal skrá þennan fisk á. Kannski hönd?” En ein spum- ing í lokin. Skyldi mávageriö ekki vera óhresst yfir laxaveislunni, sem þeirmisstuaf? G.Bender. Það era margar samkomurnar sem era haldnar hérlendis og era máva- samkomur þar engin undantekning. GunnarBender > Skyldu þeir vera aö fá hann eða láta þeir bara eina veiðisögu duga? DV mynd G. Bender. Einn, tveir og þrír, hlaupa. Þaö er um að gera að taka bara á rás með fenginn, áður en hann sleppur út í. SV mynd G. Bender. herinn burt. aus Noröur Viöurkennum þjóöfrelsisöflin í El Salvador, FNLN og FDR. Gegn hernaöaríhlutun Bandaríkjastjórnar í Miö-Ameríku. Þorlakur Alþýöubandalagiö í Reykjavík Samtök herstöövaandstæöinga El Salvador-nefndin á íslandi Æskulýösfylking Alþýöubandalagsins. Fylkingin Island úr Nató Kjarnorkuvopnalaus lönd. Mánasalurinn er á efstu hæð Sjallans. Hér sjáum við þegar salurinn var opnaður og auðvitað létu girnilegar kræsingar sig ekki vanta. DV-mynd: Guðm. Svansson. Sjallamenn með Mánasal Frá Guðmundi Svanssyni, fréttarltara ræddi við hann við opnun salarins. DV á Akureyrl: Þeir Sjallamenn ætla að vera með Glæsilegur veitingasalur var nýlega mat i hádeginu og á kvöldin í þessum tekinn í notkun í veitingahúsinu Sjall- nýjusalarkynnum. anum hér á Akureyri. Salurinn er á efstu hæð hússins. Hon- „Eg reikna með að salurinn verði um hefur nú þegar verið gefið nafniö mjög vinsæll,” sagði Sigurður Sigurðs- Mánasalur. son, rekstrarstjóri Sjallans, er ég -JGH. ÚTIFUNDUR vegna komu George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til íslands, á Lækjartorgi þriðjudaginn 5. júlí kl. 17:30 • Stutt ávörp flytja: Bjarnfríður Leósdóttir Sigurbjörg Árnadóttir Pétur Tyrfingsson Ólafur Ragnar Grímsson • Baráttusöngvar: Sif Ragnhildardóttir. • Gengið að bandaríska sendiráðinu með ályktun fundarins. • Fundarstjöri: Þorlákur Kristinsson. Bjarnfríður Pétur Sigurbjörg Ólafur Ragnar VEIÐIVON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.