Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULl 1983. 3 Skjaldbaka á þrítugs- aldri týnd Leit stendúr nú yfir aö skjaldböku á þritugsaldrí sem hvarf úr húsagarði viö Bergþórugötu um helgina. Hér er um aö ræöa lófastóra eyðimerkur- skjaldböku sem gengur undir nafninu Kleópatra. Skjaldbakan er jafngömul eiganda sínum sem fékk dýrið aö gjöf á fjög- urra afmæli sinu. Skjaldbakan var í gæslu í húsagarði við Bergþórugötu þegar hún hvarf. Garöurinn er meö steyptri giröingu þannig að engar líkur eru til aö hún hafi komist þaöan án aö- stoðar. Foreldrar, sem verða þess var- ir aö börn þeirra hafa umrædda skepnu í fórum sínum, eru beðnir að hafa samband viö eigandann í síma 27009. -ÖEF. Eldur kom upp í gömlum sumarbústað við Rauðavatn í gær. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað á staðinn um klukkan hálftvö og lagði þá mikinn reyk frá bústaðnum. Slökkvistarfið tók um tvær klukkustundir. Bústaðurinn hafði ekki verið notaður til íveru um nokkurn tíma en safnað hafði verið þar saman stöflum af kassafjölum. Slökkviliðið þurfti að rífa þakið og fjar- lægja mikið af drasli til að komast að eldinum. Eldsupptök eru ekki kunn. DV-mynd S Sauðárkrókur: AFLI TOGARA AÐ GLÆÐAST Frá Gunnari Þ. Guðjénssynl, frétta- ritara DV ó Sauöórkróki: Afli togara hjó Utgeröarfélagi Skag- firöinga hefur verið aö glæðast í júni. Drangey er komin meö 381 tonn úr þremur löndunum. Skapti er meö 258 tonn úr tveimur veiðiferðum og Hegra- nesið fékk 162 tonn í sinni fyrstu veiði- ferö í júní, en skipiö er nýkomið úr við- gerö. Þaö kom svo á sunnudag meö 165 tonn eftir ellefu daga veiöiferð. Aflinn hefur aö mestu verið vænn þorskur. -JGH. FJALAKOTTUR- INN GERÐUR UPP Fjaiakötturinn, kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna, hefur nú verið gerður upp og nema skuldir umfram eignir um 200 þúsund krónum. Skuld- imar eru einkum bankalón og vixlar fyrir prentkostnaði. Fjalakötturínn hefur ekki verið starfræktur frá því um áramót. Sýningavél kvikmyndaklúbbsins hefur verið seld ömólfi Ámasyni, framkvæmdastjóra kvikmyndafélags- ins Ööins, fyrir 250 þúsund krónur. Aðrar eignir Fjalakattarins eru filmu- safn og Kvikmyndablaðið. Kvik- myndablaðið mun ekki halda áfram útkomu nema nýir eigendur taki við þvi. Nú er unnið að því að selja þessar eignir k vikmyndaklúbbsins. -ÓEF. ORION VISINDASJODUR VEITIR STYRKI Vísindasjóður hefur nýlega veitt styrki fyrir árið 1983. Er þetta 26. úthlutun úr sjóðnum. I frétt frá sjóðnum segir að heildar- fjárhæð umsókna hafi að venju verið miklu hærri en það fé sem unnt var að veita. Því hafi orðið að synja mörgum umsækjendum og veita öðrum lægri f járhæðir en æskilegt hefði verið. Visindasjóði er skipt í tvennt, raunvísindi og hugvísindi. Styrkir í raunvísindum voru að þessu sinni alls 62 að fjárhæð um 7,7 milljónir króna. Hugvísindastyrkir vom 41 aö tölu að fjárhæð 3,1 milljón króna. Stærstu raunvísindastyrkina fengu: Tilraunastöð Hóskólans í meinafræöi til rannsókna á visnu og riðu og til tækjakaupa; Hafnamálastofnun vegna rannsókna á hreyfingum skipa í höfnum; Iðntæknistofnun til rann- sókna á syntetískum zeolítum og til tækjakaupa; Krabbameinsfélag Islands vegna leghálskrabbameins; Verkfræðistofnun Hóskólans til rann- sókna á áhrifum vinds og haföldu á mannvirki; Sigurður S. Snorrason líf- fræðingur og fleiri til rannsókna á bleikju í Þingvallavatni; Skógrækt ríkisins til rannsókna á skordýrum í göröum og skóglendi; Upplýsinga- og merkjafræðistofa Háskólans til uppbyggingar tölvumyndgreiningar til fjarkönnunar; Eölisfræöistofa raunvísindadeildar Háskólans til rann- sókna á eiginleikumfastra efna viö lágt hitastig og til tækjakaupa; Hafrann- sóknastofnun til hönnunar og smíði gegnskinsmælis. Stærstu hugvísindastyrkina fengu: Bókmenntastofnun Hóskólans vegna íslenskrar bókmenntaskrár; Gestur Guðmundsson félagsfræðingur til rannsókna á þróun verkmenntunar á Islandi eftir 1950; Heimspekistofnun Háskólans til þýðingar á tveimur heimspekiverkum; Inga Dóra Björns- dóttir vegna verks um islenskar konur í Vesturheimi; Kjartan G. Ottósson til rannsóknar á beygingarþróun miðmyndunar í íslensku; dr. Kristján Árnason og dr. Höskuldur Þráinsson til rannsókna á íslensku nútímamáli; Orðabók Háskólans vegna islenskrar orðaskrár; Sagnfræðistofnun Háskóla Islands vegna ritskrár um íslenska sögu. Stjóm raunvísindadeildar Vísinda- sjóðs skipa: Eyþór Einarsson grasa- fræðingur, formaður, ömólfur Thorlacius rektor, varaformaður, Bragi Árnason efnafræðingur, Gunnar Olafsson náttúrufræðingur, Kristján Sæmundsson jarðfræðingur og Margrét Guðnadóttir læknir. Stjóm hugvísindadeildar skipa: Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, formaður, Hreinn Benediktsson próf- essor, Jónatan Þórmundsson prófess- or, Helga Kress lektor og Olafur Pálmason deildarstjóri. Ritarar sjóösins eru Sveinn Ingvars- son konrektor og Þorleifur Jónsson bókavörður. -KMU. RJOMABU TIL SYNIS Eins og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstööum, austan við Stokkseyri, opið almenningi til skoðunar á laugardögum og sunnu- dögum í júh' og ágúst milli kl. 13 og 18. 10 manna hópar og fjölmennari geta fengið að skoöa búið á öörum tímum ef haft er samband við gæslumanninn, Guðjón Sigfússon í síma 1761 Selfossi, með góðum fyrirvara. Vatnshjóhð og vélarnar munu snúast í sumar og minna á löngu liðinn tima þegar vélvæðingin var að hefjast i islenskum landbúnaði. -AA. ORION MALLORCA AMSTERDAM Brottför alla þriðjudaga 1 —2 eða 3 vikur á MALLORCA og 2 dagar í Amsterdam eða lengur eftir eigin vali. Tilvalið tækifæri að sameina dvöl í glæsilegum smáhýsum eða íbúðum á Mallorca og njóta nokkurra daga í hinni glaðværu Amsterdam, borginni sem kemur á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.